Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 17

Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 17 Erlend skip við Islandsstrendur skulu lúta að íslenskum lögmn Morgunblaðinu hefur bor- ist eftirfarandi frá stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur: I allri umræðunni um hið hörmu- lega sjóslys þegar farþegaskipið Scandinavian Star varð alelda og hátt á annað hundrað manns lét- ust, hafa augu manna opnast hér á landi, sem á hinum Norðurlöndun- um varðandi réttarstöðu ríkjanna gagnvart skipum sem sigla undir þægindafánum og eru alfarið eða að hluta mönnuð sjómönnum þriðja heimsins. Það er dapurleg stað- reynd að yfirvöld í Danmörku og Noregi telja að öryggismál feijunn- ar væru ekki í því lagi sem pappír- ar þægindafána Bahama gáfu til kynna. Samtök sjómanna á Norð- urlöndum höfðu ákveðið aðgerðir gegn skipi þessu og útgerð, en því miður var dagsetning aðgerðanna í vikunni eftir slysið. Sá harmleikur sem átti sér stað í mynni Óslófjarð- ar mun seint gleymast. Og þótt haf skilji milli íslands og Noregs stend- ur atburðurinn íslendingum nærri, og vonandi verður hann til þess að Norðurlandaþjóðir setji ströng lög um skip þægindafánanna sem kveða á um að þau skuli alltaf skoð- uð við komu til þessara landa og lúta lögum um öryggiskröfur hvað varðar áhöfn, farþega og farm við- komandi lands. Singapore með fyllri kröfur en ísland? Sjómannafélag Reykjavíkur sendi nýlega frá sér ályktun vegna atburðanna við Áburðarverksmiðj- una, þar sem skip undir þæginda- fána frá Singapore og með meiri- hluta áhöfn frá Filippseyjum kom við sögu. M.T. Lisbeth Tholstrup er sem fyrr segir undir fána Singa- pore en þó í eigu Dana og komið nokkuð til ára sinna á mælikvarða kaupskipa, eða 27 ára gamalt. í fyrrnefndri ályktun SR er fullyrt um vanbúnað öryggismála um borð, sem Sjómannafélagið stendur við. Meginmál þessarar ályktunar er krafan um skoðun öryggisbúnaðar erlendra skipa við komu til íslands. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa í skjóli þeirra atburða sem gerðust í Óslófirði 7. apríl sl. Það stóð ekki á fullyrðingum miðlaranna hjá Gunnari Guðjónssyni sf. um ágæti öryggismála um borð í M.T. Lisbeth og staðhæfingunni um að kröfur Singaporemanna væru fyllri og meiri en gerist hjá íslensku Sigl- ingamálastofnuninni. Enginn hefur haldið því fram að pappírskröfur á Bahama gangi ekki lengra en í Singapore. Hafa menn gleymt? Við skulum ekki láta blekkjast af fullyrðingum útgerðaraðila sem ætla að koma þeirri skoðun inn hjá íslendingum að Dani flaggi 27 ára gömlu skipi sínu út frá Singapore þar sem gerðar eru meiri öryggis- kröfur varðandi áhöfn skips og búnaðar en þekkist á Norðurlönd- unum. Það eru allt önnur sjónarmið sem ráða ferðinni á rekstri þessa gamla skips og annarra. Hvernig verða tekjurnar mestar og kostnað- urinn minnstur er höfuðmál allra útgerða. Hafa menn gleymt sjóslysinu við Skrúð í desember 1986, þegar olíu- flutningaskipið Sineta fórst og allir áhafnarmenn létust. Þar var megin- hluti áhafnarinnar hörundsdökkir og ódýr vinnukraftur. Hinni erlendu útgerð þótti of í lagt að senda líkin til greftrunar í sínu heimalandi og því var þeim tekin gröf á íslandi. Væntanlega hefur útgerðin fengið þann kostnað greiddan frá tryggingunum. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna — Umboð 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr. Nissan Pathfinder jeppabifreið á 2,5 millj. kr. 3 Subaru station 4X4 fólksbifreiðar á 1,2 millj. kr. 9 bílavinningar á 1 millj. kr. 12 bílavinningar á 500 þús. kr. 60 utanlandsferðir á 200 þús. kr. 240 utanlandsferðir á 100 þús. kr. 1560 utanlandsferðir á 50 þús. kr. 11400 húsbúnaðarvinningar á 12 þús. kr. Alls 13286 glæsilegir vinningar á 288,9 millj. kr. Miði er möguleiki 8Bj|WW vinnhml og nágrenni AÐALUMBOÐIÐ: Tjarnargötu 10, símar: 17757 og 24530 Verslunin Neskjör: Ægissíðu 123, símar: 19832 og 19292 Bókaverslunin Úlfarsfell, Hagamel 67, sími: 24960 Sjóbúðin Grandagarði 7, sími: 16814 Passamyndir hf., Hlemmtorgi, sími: 11315 Bókaverslunin Griffill, Síðumúla 35, sími: 36811 Hreyfill, bensínafgreiðsla, Fellsmúla 24, sími: 685521 Paul Heide Glæsibæ,Álfheimum74, sími: 83665 Hrafnista, skrifstofan, sími: 689500 Bókabúðin Hugborg, Efstalandi 26, sími: 686145 Landsbanki íslands, Rofabæ 7, sími: 671400 Bókabúð Breiðholts, Arnarbakka 2, sími: 71360 Straumnes, Vesturbergi 76, símar: 72800 og 72813 Happahúsið, Kringiunni sími: 689780, Birgir Steinþórsson KÓPAVOGUR: Bóka- og ritfangaverslunin Veda, Hamraborg 5, sími: 40877 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími: 40180 Sparisjóður Kópavogs, Engihjalla 8, sími 41455 GARÐABÆR: Bókaverslunin Gríma, Garðatorgi 3, sími: 656020 HAFNARFJÖRÐUR: Sjómannafélagið, Strandgötu 11-13, sími: 50248 Hrafnista, Hafnarfiði, sími: 53811 MOSFELLSSVEIT: Bóka-ogritfangaversluninÁsfell, Háholti 14, sími: 666620

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.