Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990
31
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra:
Nauðsynlegt að af-
greiða kvótafrum-
varpið fyrir þinglok
SJÁLFSTÆÐISMENN í neðri deild gagnrýndu vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar vegna íramgangs þingmála í þingskapaumræðu í gær.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal ann-
ars, að ekki hefði verið leitað eftir samkomulagi við stjórnarandstöð-
una vegna þessa eins og venja væri. Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagðist hafa talið, að fullt samkomulag væri um að
ljúka þingstörfum 4. eða 5. maí, en það væri þó undir því komið,
að frumvörp um sljórn fiskveiða og úreldingarsjóð fengju afgreiðslu
fyrir þann tíma.
Þingskapaumræðan átti sér stað
þegar leitað var afbrigða svo taka
mætti á dagskrá stjórnarfrumvarp
um áburðarverð. Ólafur G. Einars-
son, formaður þingflokks sjálfstæð-
ismanna, benti á, að þegar ríkis-
stjórnin legði fram ágreiningsmál
af því tagi á síðustu dögum þings-
ins kæmi það af sjálfu sér, að minni
tími væri til að afgreiða önnur mál.
Friðrik Sophusson (S/Rv) taldi
ástæðulaust að flytja frumvarpið
um áburðarverð; ríkisstjórnin hefði
getað komið vilja sínum í því máli
fram með öðrum hætti.
Þorsteinn Pálsson sagði fulla
ástæðu til að ríkisstjórnin gerði
grein fyrir áformum sínum varð-
andi þinglok og afgreiðslu mála.
Ekki hefði verið leitað eftir sam-
komulagi við stjórnarandstöðuna
þar að lútandi, eins og venja væri.
Þingheimur ætti kröfu á því að vita
hvað ríkisstjórnin hugsaði sér í
þessum efnum.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði að frumvarpið
um áburðarverð væri nauðsynlegt
til að standa við fyrirheit vegna
kjarasamninga í vetur. Hann tók
undir að þingheimur ætti kröfu á
því ao áform iiffi þiugtuk VSSrU !jö§,
og sagðist hafa talið, að samkomu-
lag væri um að ljúka þingstörfum
4. eða 5. maí. Það réði úrslitum um
hvort það tækist, hvort frumvörp
um stjórn fiskveiða og úreldingar-
sjóð fiskiskipa fengju afgreiðslu
fyrir þann tíma.
Þorsteinn Pálsson tók aftur til
máls og ítrekaði að engir formlegir
samningar hefðu verið gerðir um
þinglok. Hins vegar mælti ekkert á
móti því að halda áfram þingstörf-
um fram eftir maí ef þörf væri á.
Steingrímur svaraði því á þann veg,
að ekki myndi standa á sér að sam-
komulag um lok þinghalds gæti
orðið.
Steftit er að því að ljúka þingstörfum 4. eða 5. maí og er nú ftindað kvölds og morgna á Alþingi.
Virkjanafrumvarp iðnaðarráðherra:
Meginatriði að álver verði stað-
sett utan höfiiðborgarsvæðisins
- segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra sagði í efri deild á mánu-
dagskvöld við umræður um virkjanafrumvarp iðnaðarráðherra, að
meðan meginatriði samninga um álver lægju ekki fyrir, væri óskyn-
samlegt að að hefja nýjar virkjunarframkvæmdir. Þessi atriði væru
orkuverð til álvers, skattar þess, hvort það lyti íslenskum dómstólum
og íslensku forræði og að það yrði reist utan höfuðborgarsvæðisins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem til máls tóku við umræðuna,
sögðu að ummæli menntamálaráðherra staðfestu, að ágreiningur
væri í ríkisstjórninni um málið.
MMnGI
í ræðu sinni vísaði menntamála-
ráðherra tii samþykktar þingfiökks
Alþýðubandalagsins um hugsan-
lega byggingu álvers, þar sem með-
al annars kom fram, að flokkurinn
teldi tvímælalaust óhyggilegt að
hefja virkjunarframkvæmdir meðan
ekki lægju fyrir meginatriði vænt-
anlegra samninga.
Ráðherra sagði að Alþýðubánda-
lagið legði einkum áherslu á að
tryggt væri að viðunandi verð feng-
ist fyrir orkuna, að skattaákvæði
hugsanlegra samninga yrðu skýr,
að álfyrirtækið lyti íslenskum dóm-
stólum og mengunarvarnir og um-
hverfisvernd yrðu í eins góðu horfi
og nokkur kostur væri. Jafnfram
teldi flokkurinn grundvallaratriði
að kanna hvernig Islendingar gætu
tryggt forræði sit-t og hvernig heir
gætu átt aðild að rekstrinum, auk
þess sem það væri meginatriði, að
fyrirtækið yrði staðsett utan höfuð-
borgarsvæðisins.
í ræðu ráðherra kom enn fremur
fram, að hugmyndin um eignaraðild
íslendinga að álveri væri enn á
borðinu, bæði af hálfu Alþýðu-
bandalagsins og ríkisstjórnarinnar
í heild.
Halldór Blöndal (S/Ne) ræddi
þessi ummæli menntamálaráðherra
við umræður um frumvarpið á fundi
efri deildar á þriðjudag. Spurði hann
forsætisráðherra meðal annars,
hvort samkomulag væri i ríkis-
stjórninni um að álver yrði staðsett
utan höfuðborgarsvæðisins. Jafn-’
framt spurði hann hvort samstaða
væri um önnur efnisatriði í ræðu
Svavars Gestssonar. Nauðsynlegt
væri að þingheimur fengi um það
upplýsingar þegar í stað.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, tók næstur til máls.
Varðandi staðsetningu álvers sagði
hann, að ríkisstjórnin teldi að upp-
bygging þess ætti að vera þáttur í
eðlilegri byggðastefnu. Kins vegar
væri ekki rétt að gera það að skil-
yrði, á þessu stigi málsins, að álver-
ið yrði staðsett utan höfuðborgar-
svæðisins.
Hann sagðist ekki telja heppi-
legt, að tala opinberlega nú um
orkuverð til væntanlegs álvers, en
hvað það varðaði yrði að hafa í
huga, að virkjun Blöndu nýttist
ekki vel, ef ekki yrði ráðist í nýjan
orkufrekan iðnað í landinu.
Forsætisráðherra sagði að lok-
um, að hann teldi að Alþýðubanda-
lagið hefði með samþykkt sinni
fyrst og fremst verið að komS"
stefnu sinni á framfæri, en hann
teldi ekki að það yrði ósveigjanlegt
í afstöðu sinni í þessu máli.
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rv) sagði að ýmislsgt í ræðiur.
iðnaðarráðherra og menntamála-
ráðherra stangaðist á og óviðunandi
væri, að ráðherrar væm ekki sam-
taka í svo þýðingarmiklu máli. Slíkt
gæti stórlega skaðað hagsmuni ís-
lendinga i komandi samningavið-
ræðum.
Frumvarpum málefiii aldraðra:
Freistum þess að ná mál-
inu í gegn í ríkisstjórninni
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
UMRÆÐUR urðu um frumvarp Geirs H. Haarde (S/Rv) o.fl. um
inálefiii aldraðra í neðri deild í gær. Tveir minnihlutar fjárhags- og
viðskiptanefndar deildarinnar voru í meginatriðum sammála efnisat-
riðum frumvarpsins en stjórnarliðar í deildinni vilja vísa því til ríkis-
stjórnarinnar, sem tæki þá afstöðu til þess fyrir fyrstu umræðu um
íjárlög í haust.
Frumvarpið felur í sér, að í stað
þess að innheimtur verði sérstakur
nefskattur sem renna ætti til Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra greiði ríkið
beint í sjóðinn upphæð sem miðast
við 2.500 krónur á hvern tekju-
skattsgjaldanda á aldrinum 16 til
70 ára, sem hefði tekjuskattsstofn
að upphæð 530.196 kr. eða hærri
árið 1988.
Fjárhags- og viðskiptanefnd
deildarinnar klofnaði í þrennt í af-
stöðu sinni til málsins; sjálfstæðis-
menn og kvennalistakonur vildu
samþykkja það, á þeirri forsendu
að nefskatturinn væri í ósamræmi
við meginsjónarhlið f lögurn um
staðgreiðslu skatta, framsóknar-
menn og alþýðuflokksmenn voru
sammála því sjónarmiði, en vildu
vísa málinu til ríkisstjórnarinnar,
en fulltrúi Alþýðubandalagsins í
nefndinni skilaði ekki áliti vegna
málsins.
í umræðum í neðri deild í gær
minnti Geir H. Haarde á, að frum-
varpið fæli í sér breytingu á fyrir-
komulagi, sem samþykkt var á
síðasta þingi, en jafnframt hefði
verið meirihluti fyrir því að fresta
gildistöku ákvæðisins um nefskatt-
in. Hefði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins sagt, að sú skattlagn-
ing væru mistök og máh'ð yrði tek-
íð xíl' énduVskoðunhrírí ■■rikísdtióih-
inni. Nú væri liðið ár frá því þau
ummæli féllu ogþví ætti ráðherrann
að svara því, hvort málið hefði ver-
ið rætt í ríkisstjórninni og hver af-
staða hans sjálfs væri til frumvarps-
ins. Sagðist Geir telja, að mikill
meirihluta þingmanna væri sam-
mála um efnisatriði þessa máls.
Utanríkisráðherra sagðí að úr því
sem komið væri styddi hann hug-
mynd í minnihlutaáliti Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks um að vísa
frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar.
Þess yrði svo freistað að ná því
fram á þeim vettvangi fyrir fyrstu
umræðu um fjárlög næsta árs.
Geir H. Haarde sagði að utanrík-
isráðherra hefði oft verið skörulegri
í ræðustól en þarna. Komið hefði
fram, að ekkert hefði verið að
marka ummæli hans á þingi í fyrra
þegar hann talaði um að málið yrði
rætt í ríkisstjórninni þá en fagnaði
þó ummæluni ráðherra að þess yrði
freistað að fá'rhálið' í gegn !hú.*'
Stuttar þingfréttii*
■ FRAMKVÆMDASJÓÐUR
VERÐI LAGÐUR NIÐUR:
Halldór Blöndal (S/Ne) sagði við
umræður um frumvarp um Lána-
sýslu ríkisins í efri deild í gær,
að leggja ætti Framkvæmdasjóð
niður. Þingmaðurinn sagðist teíja,
að færa ætti verkefni sjóðsins og
skuldbindingar til Lánasýslu ríkis-
ins.
■ SJÁLFSTJÓRN SVEITAR-
FÉLAGA: Lögð hefur verið fram
á Alþingi tillaga til þingsályktun-
ar um heimild til ríkisstjórnarinn-
ar til að fullgilda Evrópusáttmála
um sjálfstjórn sveitarfélaga.
■ HEILBRIGÐISMÁL: Hjör-
leifur Guttormsson (Ab/Al) hefur
lagt fram tillögu til þingsályktun-
ar um að ríkisstjórninni verði fal-
ið að koma á fót skrifstofum heil-*~
brigðismála í öllum kjördæmum
landsins, sem meðal annars ættu
að sinna verkefnum fyrir héraðs-
lækna, heilbrigðismálaráð og
Tryggingastofnun, svo og eftirliti
með heilbrigðisþjónustu á svæð-
■ VANSKIL í VIÐSKIPTA-
BÖNKUM: Viðskiptaráðherra
hefur svarað fyrirspurn frá Egg-
erti Haukdal (S/Sl) um vanskil í
viðskiptabönkum árin 1988 og
1989. Þar kemur meðal annars
fram, að afskriftir útlána hjá
ríkisbönkunum hafi verið 485
milljónir 1988 og 979 milljónir^*.
1989, og hjá einkabönkunum 374 '
milljónir 1988 og 735 milljónir
króna 1989.
■ VERSL UNIN Kreppan var
nýlega opnuð að Grettisgötu 3. Á
boðstólum eru ýmsir munir frá ár-
unum 192Q-t-1960. Eigendur versl-
: unarinnar /era; Þara.rinn S. Hall-
dórsson, Halldór A. Halldórsson
og Halldóra M. Steingrímsdóttir,
sem er á myndinni. Frá 1. máí
er opið kl. 12-18.