Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 13 innar, því að hún væri dönsk að föðurætt og væri þetta því mál Dana. Hins vegar kvaðst hann eiga tvær dætur ólofaðar og réði hann um gjaforð þeirra. Þær voru siðan sýndar sendimönnum Há- konar konungs, en þeir töldu sig bundna af því sem fyrir þá var lagt. Þeir sneru þessu næst til Danmerkur og hittu drottningu, ekkju Eiríks helga, og ráðgjafa hennar. Varð það að ráði, að sendi- menn Hákonar skyldu koma aftur til Danmerkur og sækja þá brúðina á tilsettum stefnudegi. Norðmenn hétu á móti að senda veglegt föru- neyti til að taka á móti henni. Þetta efndu Norðmenn og voru mættir í Danmörku á þeim degi sem ákveðinn hafði verið. Þar mættu hins vegar ekki Danir og enginn undirbúningur að brottför Engilborgar hafði átt sér stað af þeirra hálfu. Þegar Norðmenn gripu í tómt, ákváðu þeir að halda til klausturs þess þar sem Engil- borg var og láta hana vita um vanefndir Dana. Hún sendi þá svein sinn á fund móður sinnar að fá ráð hennar. Hún fékk þau svör að enginn undirbúningur hefði farið fram vegna ófriðar sem Danir áttu í, og myndi hann ekki verða að sinni. Norðmenn sættu sig ekki við þessi endalok. Þeir fóru á fund Engilborgar og hermdu, að því hefði verið lofað, að hún kæmi til Noregs. Úr því, sem orðið væri, yrði hún að skjóta ráði sínu á Guðs vald og fara eftir sjálfs sín ráðum. Niðurstaðan varð sú, að Engilborg ákvað á eigin ábyrgð að fara til Noregs, en þó ekki fyrr en eftir nokkra daga, svo að móð- ur hennar gæfist tími til að gefa sér ráð. Þegar Norðmenn komu affur á tilsettum degi, hafði Engil- borg ekki fengið nein skilaboð frá móður sinni. Hún var því reiðubú- in til Noregsferðar. Nær sam- stundis var stigið á skip og hraðað ferð til Noregs. Ástæðan var sú, að Birgir Svíajarl var með mikinn her á Eyrarsundi og hafði beðið norsku sendimennina um að hitta sig. Þeir vildu ekki eiga neinn trúnað undir honum, því að hann hafði beðið Engilborgar. Er til Noregs kom og fréttist af ferðum þeirra, sendi konungur mörg skip á móti þeim til að heiðra hina væntanlegu Noregsdrottningu. Síðan segir í Hákonarsögu: „Hákon konungur mælti svo, er hann kom heim og hafði séna jungfrúna: „Það hafði ég ætlað að fagna vel þessari jungfrú er hún kæmi í Noreg, en svo giftu- samlega líst mér á hana, að ég skal nú þó meiri stund á leggja í alla staði en áður hafði ég hugs- að.““ Þetta efndi konungur líka, en í Hákonarsögu segir að ekki færri en sextán hundruð manna hafi setið brúðkaupsveislu þeirra Magnúsar konungs og Engilborg- ar drottningar aðrir en þjónustu- menn. „Var þessi veisla veitt með hinum mesta kostnaði og veislu- föngum, er til voru. Og er það flestra manna mál, að eigi muni þvílík brúðkaupsveisla veitt verið hafa í Noregi.“ Eftir veisluna var Magnús krýndur konungur og Engilborg krýnd drottning. Að því loknu hélt Hákon í Vesturvíking og fól þeim Magnúsi konungi og Engil- borgu drottningu landstjórn á meðan, ásamt Gauti af Meli, en frá honum er áður sagt og þeim þætti, sem Gauti og Engilborg drottning kunna að hafa átt í rit- störfum Sturlu Þórðarsonar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður ogritstjóri Tímans. M Listi Sjálfstæðisfélagsins lagður fram í Olafsvík. 1. Björn Arnáldsson, vélavörður. 2. Mar- grét Vigfúsdóttir, póstafgreiðslu- maður. 3. Páll Ingólfsson, for- stjóri. 4. Helgi Kristjánsson, verk- stjóri. 5. Sjöfn Sölvadóttir, skrif- stofumaður. 6. Jónas Kristófers- son, húsasmíðameistari. 7. Birgir Yngvarsson, bifreiðastjóri. Listi Alþýðuflokks og óháðra, 01- afsvík. 1. Sveinn Þ. Elinbergsson, forseti bæjarstjórnar. 2. Guðmund- ur K. Snæbjörnsson, heilsugæslu- læknir. 3. Gústaf G. Egilsson, pípulagningameistari. 4. Ágúst Sigurðsson, kaupmaður. 5. Kristín Guðmundsdóttir, húsmóð- ir. 6. Þorbjörg Gísladóttir, lækna- ritari. 7. Trausti Magnússon, raf- magnseftirlitsmaður. Framboðs- listi Framsóknarfélags Ólafsvík- ur: 1. Atli Alexandersson, kenn- ari. 2. Stefán J. Sigurðsson, svæð- isstjóri. 3. Kristján Guðmundsson, formaður verkalýðsfélagsins Jök- uls. 4. Kristín Vigfiúsdóttir, út- gerðarmaður. 5. Sigtryggur S. Þráinsson, stýrimaður. 6. Maggý Hrönn -Hermannsdóttir, kennari. 7. Pétur S. Jóhannsson, verk- stjóri. Listi Alþýðubandalagsins í Ólafsvík: 1. Árni E. Albertsson, skrifstofumaður. 2. Heiðar E. Friðriksson, fiskmatsmaður. 3. Margrét S. Birgisdóttir, verka- kona. 4. Herbert Hjelm, veitinga- maður. 5. Sigríður Þ. Eggerts- dóttir, kaupkona. 6. Jóhannes Ragnarsson, hafnarvörður. 7. Margrét Jónasdóttir,_ húsmóðir. Listi Lýðræðissinna í Ólafsvík: 1. Kristján Pálsson, bæjarstjóri. 2. Emanúel Ragnarsson, bankamað- ur. 3. Sigurlaug Jónsdóttir, kenn- ari. 4. Ragnheiður S. Helgasdótt- ir, kennari. 5. Kristján Helgason, hafnarvörður. 6. Arndís Þórðar- dóttir, verkakona. 7. Björg Bára Halldórsdóttir, skrifstofumaður. - Helgi SIEMENS Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimiiistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • S(MI 28300 ÆBœm Stæfftir 35-45 KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD AHKUG4RDUR MARKAÐURVIÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.