Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 „Lífsbjörg í norðurhöfiim“: Grænfrið- ungar í Nor- egi stefiia Magnúsi Samtök grænfriðunga í Noregi hafa höfðað mál á hendur Magn- úsi Guðmundssyni, höfundi myndarinnar „Lífsbjargar í norð- urhöfum". Kemur þetta fram í fréttatilkynningu fráþeim en þau segja ástæðuna vera „rangar og meiðandi fullyrðingar" í mynd- inni. í fréttatilkynningunni segir, að kvikmynd Magnúsar sé ein samfelld árás á grænfriðunga, sem hann saki meðal annars um að hafa fals- að kvikmyndaefni. Séu þessar ásak- anir „rangar og mjög alvarlegar. Grænfriðungar eru ekki óvanir gagnrýni en hreinum ósannindum vilja þeir ekki una“ er haft eftir Jakob Lagercrantz, talsmanni grænfriðunga. í stefnunni, _sem birt hefur verið í borgardómi Óslóar, er þess kraf- ist, að hnekkt verði ýmsum fullyrð- ingum Magnúsar og grænfriðung- um dæmdar hóflegar bætur. Reuter Fangar í Strangeways gefast upp Um 100 fangaverðir ruddust í gær inn í Strangeways-fangelsið í Manchester á Englandi í þeim tilgangi að binda enda á uppreisn þeirra sex sakamanna er neitað höfðu að fylgja fordæmi félaga sinna og gefast upp. Einn mannanna var handtekinn en hinir fimm kom- ust undan upp á þak fangelsisins líkt og myndin sýnir. Eftir nokk- urra stunda þóf gáfust mennimir loks upp. Alls tóku um 1.600 manns þátt í uppreisninni í Strangeways sem hófst þann fyrsta þessa mánaðar er fangar tóku að mótmæla slæmum-aðbúnaði og þrengslum. Atlantshafsbandalagið: Boða til leiðtogafund- ar fyrir mitt sumar Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa verið boðaðir til fundar fyrir mitt suniar. Þá hittast utanríkisráðherrar land- anna á aukafundi í næstu viku. Á þessum fúndum verður rætt um sam- einingu þýsku ríkjanna og hlutverk bandalagsins við breyttar aðstæður í Evrópu að sögn háttsetts embættismanns NATO í gær. Á fundi utanríkisráðherra NATO- landanna, sem boðað er til í Brussel fimmtudaginn 3. maí næstkomandi, verður fjallað um hinar svonefndu 2+4-viðræður um sameiningu Þýskalands, en þátttakendur í þeim eru fulltrúar þýsku ríkjanna tveggja og fjórveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkj- anna. Hittast fulltrúar þessara ríkja á fundi 4. maí í Bonn. Á NATO-fundinum í næstu viku gerir James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, starfsbræðrum sínum grein fyrir viðræðum sínum við Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, auk þess sem ráðherrarnir ræða um stöðuna í Litháen og framtíðarþróun evr- ópskrar samvinnu. Reglulegir misserisfundir ráðherra NATO-ríkjanna verða einnig í maí og júní. Vamarmálaráðherrar hittast á fundi kjarnorkuáætlananefndar- innar í Kanada 7. og 9. maí og síðan á hefðbundnum fundi í Brussel undir lok maí. Vorfundur utanríkisráðher- ranna verður í byijun júní í Turn- berry á Skotlandi. Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir leiðtoga- fundinn, en hann verður einhvern tímann eftir að þeir hittast í Banda- Viðurkenning á Litháen _ spillir ekki fyrir Gorbatsjov - segir Baldurs Apinis, aðstoðarritstjóri vikurits Þjóðfylkingarinnar í Lettlandi Riga. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. BALDURS Apinis, aðstoðarrit- sjóri Atmoda, vikurits Þjóðfylk- ingarinnar í Lettlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið I gær að stuðningur vestrænna ríkja við sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltslandanna sé meiri í orði en á borði. Hann sagði ennfremur að ekkert væri hæft í staðhæfing- um um að viðurkenning á sjálf- stæði Litháens gæti haft skaðleg áhrif á stöðu Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta. Apinis segir að för Kazimiera Prunskiene, forsætisráðherra Lit- háens, til Norðurlanda fyrir- skemmstu hafileitt í ljós að stuðn- ingur vestrænna ríkja við sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsríkjanna sé meiri í orði en á borði. Áðspurður kvaðst hann ekki skilja hvers vegna ekki hefði mátt láta á það reyna hvort Sovétmenn hygðust stöðva vöruflutninga til Litháens frá erT Iendum ríkjum. Þetta hefði sýnt Lettum nauðsyn þess að leita fyrir sér um nýja viðskiptasamninga inn- an Sovétríkjanna, einkum við aðila í borgum þar sem umbótasinnar hafa náð völdum. „Einnig má benda á að efnahagsþvinganir sovéskra stjórnvalda eru óskynsamlegar því þær hafa víðtæk áhrif annars stað- ar í Sovétríkjunum eins og ástandið í Lettlandi ber glöggt vitni. En kannski telur Míkhaíl Gorbatsjov að hægt sé að kenna Litháum um ástandið.“ Apinis segir ljóst að. Litháar hafi gert sér vonir um, þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði 11. mars, að einhver ríki myndu veita þeim formlega við- urkenningu. Þegar hann var spurð- ur hvort slík viðurkenning myndi Míkhaíl Gorbatsjov hafa skaðleg áhrif á stöðu Gor- batsjovs og alvarlegar afleiðingar um öll Sovétríkin svaraði hann: „Hér skilja menn ekki hvers vegna Ceausescu-mynd sýnd í Frakklandi: Stefiiir í marsrbætt málaferli Trier. Frá SteinETÍmi Siffurereirssyni, fréttaritara Morerunblaðsins. ^ Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANSKA sjónvarpsstöðin TFl sýndi síðastliðið sunnudagskvöld, fyrst allra sjónvarpsstöðva heims, réttarhöldin yfir Ceausescu-hjón- unum 25. desember sl. í heild. Tók sýning myndarinnar eina og hálfa klukkustund og voru sýnd atriði er áður höfðu verið klippt í burtu, svo sem þegar þau hjónin eru kefluð áður en þau eru færð til aftöku. Sýning myndarinnar vakti gífur- lega athygli í Frakklandi, enda hafa Frakkar frá upphafi sýnt at- burðunum í Rúmeníu meiri athygli en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Fylgdust átta milljónir manna með útsendingu TFl á sunnudagskvöld, en svo margir hafa aldrei áður horft á franskan sjónvarpsþátt. Strax daginn eftir bytjuðu hins vegar að vakna upp ýmsar spurn- ingar og stefnir nú allt í að mála- ferli kunni að verða vegna sýningar TFl á endalokum Ceausescu-hjón- anna. Sjónvarpsstöðin varð sér úti um myndina í gegnum millilið sem enn hefur ekki verið nafngreindur. TFl fylgdist mjög náíð með falli hjón- anna í desember, var með fjölda fréttamanna á staðnum og beinar útsendingar heilu og hálfu dagana meðan sem mest var að gerast. Hefur stöðin með þessu komið sér upp fjölda heimildarmanna í Rúm- eníu, sem reiðubúnir eru að veita stöðinni lið. Einn þeirra hringdi í sjónvarpsstöðina frá Vínarborg og sagðist geta boðið upp á sögulegt myndband. TFl greiddi fyrir hann flugfar til Parísar og eftir að sjón- varpsstjórinn hafði horft á mynd- bandið var gengið til samninga. Voru um 6-700.000 íslenskar krón- ur greiddar fyrir myndbandið. Stærsta ríkissjónvarpsstöðin, Antenne 2 - sem á sínum tíma hafði fyrst sent út í Frakklandi „upphaflegu" útgáfuna af réttar- höldunum, þar sem stórir bútar höfðu verið klipptir í burtu - sýndi skömmu á eftir TFl sína eigin út- gáfu sem var sex mínútum styttri en útgáfa einkastöðvarinnar. Höfðu ofbeldismestu atriðin verið klippt í burtu. Var þessi útgáfa fengin frá rúmenska sjónvarpinu. Hafa talsmenn þess viðurkennt í samtali við franska dagblaðið Le Monde að stefnan sé sú að nota myndina sem tekjuiind til að skapa stöðinni mikilvægar gjaldeyristekj- Fyrirtækið PIS, sem er í eigu athafnamannsins Paul Lou Sulitz- er, hefur einnig mótmælt sýningum TFl. Telur Sulitzer sig eiga einka- rétt á öllu efni rúmenska sjónvarps- ins. Þessu andmælir rúmenski sjón- varpsstjórinn, sem segir að vissu- lega hafi verið ráðinn milliliður til að ná sem mestu fé vegna myndar- innar en franska sjónvarpið hafi átt að fá hana endurgjaldslaust vegna „þess hlutverks" sem Frakk- land lék í tengslum við byltinguna. Antenne 2 segir rúmenska sjón- varpið hins vegar ekkert hafa verið á því að láta spóluna af hendi end- urgjaldslaust. Stefnir nú allt i margþætt málaferli. Hafa stjóm- endur rúmenska sjónvarpsins og Sulitzer lýst því yfir að þeir hygg- ist höfða mál á hendur TFl. ríkjunum George Bush Bandaríkja- forseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti í byijun júní. Vesturlönd eru svo rög við að stíga þetta skref. Fulltrúar þeirra segjast hafa viðurkennt sjálfstæði Litháens 1918 og ekki lagt blessun sína yfir hersetu Sovétmanna 1940. Hvers vegna er þá formleg staðfesting á eldri viðurkenningu svo stór biti að kyngja? Þar með væri ekki allt fengið fyrir Litháa heldur yrði það einungis upphafið að frekari sam- skiptum þeirra við Vesturlönd. Hvað stöðu Gorbatsjovs varðar stafar honum einkum hætta af hugsanlegu valdaráni hersins. Formleg viðurkenning á sjálfstæði Litháens og síðar Eistlands og Lett- lands gæti ekki hrundið slíku af stað. Gorbatsjov hefur hingað til slegið sig til riddara með því að segjast taka á málum af skynsemi. Það getur hann enn gert með því að láta Eystrasaltsríkin fara sína leið,“ sagði Baldurs Apinis. Nicaragua í 12 ár: Frá einræði til lýðræðis Managua. Reuter. HÉR á eftir verður stiklað á stóru í sögu Nicaragua frá árinu 1978. Þá var einræðis- herrann Anastasio Somoza enn við völd en með bylting- unni komust sandinistar til valda. í gær, miðvikudag, tók Violeta Chamorro við forseta- embættinu en hún bar sigur- orð af sandinistum í frjálsum kosningum í febrúar síðast- liðnum. • 1978 — Pedro Joaquin Cha- morro, útgefandi helsta stjórnar- andstöðublaðsins í Nicaragua, er skotinn til bana á götu í Managua að skipun Somoza. • 1979 — Skæruliðar með þjóðfrelsisfylkingu sandinista í fararbroddi steypa Somoza af stóli. Honum tekst að flýja til Paraguay þar sem hann er síðar ráðinn af dögum. Fimm manna byltingarráð tekur við völdun- um, þar á meðal Violeta Cha- morro, ekkja Pedro Chamorro og núverandi forseti, og Daniel Ortega, síðar forseti sandinista. • 1980 — Chamorro segir sig úr byltingarráðinu af heilsu- farsástæðum en skýrir síðan svo frá, að hún geti ekki unað stjórn- arháttum sandinista. • 1982 — Kontraskæruliðar, studdir Bandaríkjamönnum, taka upp vopn gegn sandinistum í styijöld, sem stóð í átta ár og varð 30.000 manns að bana. • 1985 — Ronald Reagan Bandaríkjaforseti setur við- skiptabann á Nicaragua og varð það til að þrengja mjög að efna- hagslífinu. • 1986, júní — Sandinistar banna útgáfu La Prensa, dag- blaðs Chamorro, en það gagn- rýndi stjóm sandinista harðlega. Kom það ekki út í 15 mánuði. • 1986, nóvember — íran- kontra-málin hefjasþ þegar uppvíst verður, að Reaganstjórn- in seldi írönum vopn og kom ágóðanum til kontraskæraliða í blóra við Bandaríkjaþing. • 1989, febrúar — Forsetar Mið-Ameríkuríkjanna koma saman til fundar í E1 Salvador þar sem þeir undirrita áætlun um frið í Nicaragua. Samkvæmt henni lofa sandinistar að koma á stjórnmálaumbótum í landinu og efna til kosninga gegn því, að herlið kontraskæruliða verði leyst upp innan 90 daga. • 1989, september — Cha- morro er útnefnd forsetaefni samtaka 14 stjómarandstöðu- flokka, sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna. • 1990, febrúar — Chamorro sigrar Ortega, frambjóðanda sandinista, í forsetakosningun- um. • Mars — Fulltrúar sandinista og Charnorro undirrita samning um valdaskipti ogyfirlýsingu um stærð og samsetningu heraflans. • 19. apríl — Kontraskærulíðar og sandinistar undirrita vopna- hléssamning og samkvæmt öðr- um samningi við Chamorro er afvopnun skæruliðaþegar hafin. • 25. apríl — Chamorro sver embættiseið sem forseti NiC' aragua næstu sex árin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.