Morgunblaðið - 11.05.1990, Page 32

Morgunblaðið - 11.05.1990, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Farðu í helgarferð með fjölskyld- una. Rómantíkin getur orðið á vegLþeirra sem leggja land undir fót. Kreddufesta einhvers fer í taugamar á þér í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) l/fö Varaðu þig á óþarfaeyðslu í dag og tilgangslausu kífi um peninga. Sinntu skapandi verkefnum. Haltu þig í hæfilegri fjarlægð frá óeinlægu fólki. víburar (21. maí - 20. júní) Þú færð góðar fréttir af peninga- málunum, en varastu samt að eyða of miklu. Kepptu ekki við þína nánustu, heldur leitastu við að halda sem allra bestu sam- bandi við þá. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HirS Geðþekk framkoma þín kemur þér vel í starfi í dag, en það er viss hætta á að þú slakir um of á við þau verkefni sem þú hefur með höndum núna. Óumbeðin ráð fara í taugarnar á þér í kvöid. Ljón W.3. júlí - 22. ágúst) Þó að allt sé með felldu á milli þín og nákomins ættingja í morg- unsárið getur allt farið í háa loft í kvöld út af einhverju smávægi- legu. Þér býðst gott tækifæri núna. Meyja (23. ágúst - 22. september) Nú er tilvaiið að takast ferð á hendur, en varastu taumleysi og eyðslusemi eins og heitan eldinn. Þú hefur allt á hornum þér í kvöld. ~*Vog (23. sept. - 22. október) Láttu ástvini þína vita hversu annt þér er um þá. Óþoiinmæðin er þér fjötur um fót í vinnunni. Varastu að gera mistök af gá- leysi. Fjármálaumræður bera engan árangur núna. Sporðdreki (23. okt. -21. nóvember) Þér gengur vel að umgangast fólk í dag. Forðastu leti í starfi og eyðilegðu ekki skemmtilegt kvöld með fjármálaþrasi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) ^gármálaklókindi þín eru ekki upp á sitt besta í dag. Láttu rómantík- ina ganga fyrir núna, en hafðu gát á tilhneigingu þinni til eyðslu- semi. Eitthvað kemur þér úr jafn- vægi heima í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hittir einhvern sem hefur sömu áhugamál og þú. Gefðu þér tíma til að vera með fjölskyld- unni. Gættu þín á fljótfæmi og skyndiákvörðunum i kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur gert í dag. Þú tekst ferð á hendur til að heimsækja - jáni. Peningamálin gera þér órótt i kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Meira vinnur vit en strit. Það er ekki ráðlegt að vera of ýtinn. Njóttu þess að vinna að skapandi áhugamáli eða fara út í náttúr- una. AFMÆLISBARNIÐ er frjórra og draumlyndara en títt er um fólk í þessu stjörnumerki. Það vinnur _$>est þegar andinn er yfir því og hefur óvenjulega sýn á marga hluti. Góð menntun gerir því kleift að ná sem mestu út úr hæfileikum sínum. Það hefur góðan skilning á gangverkinu í tilverunni og er oft á tíðum ærið gagnrýnið. Það vinnur sína stærstu sigra þegar það hefur iært að hemja skapsmuni sína. Stjörnusþána á aö lesa sem dægradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS 3 -IS~ tiEVZÐÖ ,B& ER Sb FVR.STI sbm keM' bm vip veee>o/v? VM ÞADPIL SEXTÍU- ER_ ÞAP i LflGI —: — sar— GRETTIR ~i _, _ „ ✓. u... wwri M UW V SKELFUR. nu VIÐ HlNAOGNV/EN Leeu -• H inn 'ou/mflvjan- I P fL— A t c r k 11 ■ r.1 ... // l/MVNpyWAEAFL Eft JAHEIFtA/MUCIE) T/EKJ. HUH GETUR. LlFSAP/HlNN/NU- flR H/NS UPNA, SRy&G,T 5KVNJUN LlPAMPISTUNOAR,g'Ð/\ /V\ALAP FíSAAlTip SVO 33ARTA AP HÚN GETO^ LOKfAÐ EÐÆSKELFr.-ALLT ÉFTIR tv. HVegN/g v;p HEGÐQ/yi OK&Z. LJÓSKA FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í sveitakeppni verða menn að vera mjög vissir í sinni sök til að reyna alslemmu. Það kom því á óvart að einn reyndast keppn- isspilari Bandaríkjanna, Marty Bergen, skyldi keyra í sjö spaða í eftirfarandi spili úr Vander- bilt-keppninni. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D103 ¥Á1042 ♦ 87532 *Á Austur ♦ - ¥97 ♦ KD109 + D1087532 Suður ♦ ÁKG874 ¥ KG ♦ ÁG + G94 Vestur Nordur Austur Suður — 1 tígull 4 lauf 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass 7 spaðar Pass Pass Utspil: laufkóngur. Bergen er annálaður fyrir harðar sagnir, en hér gengur hann einum of langt. Hann hélt á spilum norðurs og gaf sína fyrstu hörðu sögn þegar hann opnaði á 10 punkta. Þegar Larry Cohen í suður bauð upp á spaða- slemmu með 5 spöðum, reyndi Bergen við alslemmu með því að sýna fyrirstöðu í hjarta á sjötta þrepi. Cohen tók ekki boð- inu, en Bergen lyfti samt! Ekki hræddur í spilinu, maðurinn sá. Cohen gat unnið spilið auð- veldlega með því að taka spaða- drottningu og svína fyrir hjarta- drottninguna í vestur. Tígultap- arinn hyrfi þá niður í hjarta og í leiðinni gæti hann trompað tvö lauf. En Cohen fór aðra leið: Hann spilaði spaða á ás og spaða á drottningu. Svínaði svo hjarta- gosa. Einn niður. Á hinu borðinu spiluðu AV 5 lauf dobluð, þrjá niður. Það gaf NS 500, svo það hefði nægt Bergen og Cohen að spila GEIM til að græða á spilinu. En í stað- inn töpuðu þeir 12 IMPum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega móti ungra sovézkra meistara í janúar kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Akopjan (2.550), sem hafði hvítt og átti leik, og Kruppa (2.460). Svartur lék síðast 36. — Hc8-c3, til að loka skálínu hvitu drottningarinnar. 37. Rxf5+! - gxf5, 38. DK - Hc2 (örvænting, en 38. — Df6, 39. Hg5 var ekkert betra), 39. Dxc2 - Dxc3, 40. Db2 - Dxf4+, 41. Hg3 og svartur gafst upp. Úrslit mótsins urðu nokkuð óvænt, en Minasjan sigraði með 8'/zv. af 13 mögulegum. Akopjan varð næstur með 8 v. þá Sorokin og Epishin með 7'Av. í febrúar fór síðan fram svæða- mót Sovétríkjanna, j)ar sem 28 skákmenn tefldu níu umferðir eft- ir Monrad-kerfi. Úrslit urðu nokk- uð óvænt, Dreev, Lputjan, Shirov og Judasin hiutu 6 v., en auk þeirra komst Halifman áfram á stigum. Pjöldi kunnra stórmeist- ara féll úr leik og kemst ekki á millisvæðamótið á Filippseyjum í júlí. Vestur + 9652 ¥ D8653 ♦ 64 + K6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.