Morgunblaðið - 11.05.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 11.05.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990 35 Úlfar Þór Aðalsteins- - Minning son Fæddur 20. janúar 1961 Dáinn 3. maí 1990 Því ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, né englar, né tignir, né hið yfirstand- andi, né hið ókomna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkuð annað, sem skapað er, muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vor- um. (Róm. 9.) Treginn nístir. Hnefar kreppast í magnlausri spurn. Þegar „sak- laus“ hálsbólguveira fer af stað, leggst á hjartað og fellir 29 ára stóran og hraustan eiginmann og föður. Og við sem svo oft höfum rökrætt hina djúpu leyndardóma lífs og dauða, réttlæti og miskunn- arleysi. Með aðra að viðfangsefni. Og hér sit ég einn við ritvélina mína lostinn kaldri staðreynd. Og hugurinn reikar. Ég minnist átta ára ljúflings, litla bróður kær- ustu minnar. Fylgdist með honum vaxa og dafna, og vaxa mér yfir höfuð. Gleðjast með áfangasigrum á námsbrautinni, trúlofun og gift- ingu þeirra Sirrýai', og fæðingu augasteinsins litla, Kristjáns Ara. Og á sorgarstundum, ekki síst er móðir hans lést, langt um aldur fram. Beijast með honum við áleitn- ar og krefjandi spurningar er þá vöknuðu. Samband hans og móður hans, Eygerðar Úlfarsdóttur, var einstakt. Ekkert ljóð nokkurs skálds hefði náð að lýsa sambandi þeirra. Og slíkur hlaut því harmur hans að verða, er hún var héðan kvödd með jafn fyrirvaralausum hætti og hann nú. Sá söknuður var án efa forsenda leitar hans hinna dýpstu svara. En þótt Úlfar væri alvörumaður, var skammt í hárfínan húmor. Næmleiki hans á fas samferða- manna gerði hann að ógleyman- legri eftirhermu, svo engum gleym- ist er naut. En umfram allt græsku- laus. Vandaður, alúðlegur, traustur og hlýr. Tók einfaldlega aldrei und- ir illmælgi, róg eða níð. Varði hinn varnarlausa, flutti málsbætur sek- um. Slíkur var Úlfar, og um það geta vitnað samferðamenn hans allir. Samband fjölskyldunnar litlu, Úlfars, Sinýar og Kristjáns litla Ara, var að mínu mati óvenju náið. Þrenning, sem virkilega naut nær- veru hvers annars, og var sjálfri sér nóg. Fegurri ummæli maka um eiginkonu verða vandfundin, en hans um Sirrý. Slíkur var hann, næmur, traustur, hlýr. Og alltaf átti hann stund fyrir föður sinn, Aðalstein Þórðarson. Og það kær- leiksríka samband, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu var báðum jafn mikilvægt. Það er föður hans því ómældur fjársjóður, að Úlfar varði deginum áður en hann dó í að vera með föð- ur sínum og aðstoða hann, eins og svo oft áður. Og eftir sitjum við, sem elskuðum hann, hnípin og grátum. Og enn og aftur krjúpum við þeim Drottni, sem öllu ræður, og þiggjum styrk hans á sorgarstund. Honum sem ríkulega leggur líkn með þraut. Sem lofað hefur okkur að standa með okkur í meðlæti og mótlæti. Og við finnum og vitum að án hans erum við ekkert. Guði séu þakkir fyrir Úlfar. Guði séu þakkir fyrir fagurt líf hans, sem er okkur hinum eftir- dæmi. Því: Ég veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, . hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá. (H.P.) Guðmundur Einarsson Ein af ánægjulegustu bernsku- minningum mínum tengist fæðingu Úlla bróður míns. Myndin af pabba, þegar hann tilkynnti okkur systrum að fæddur væri 18 marka heilbrigð- ur drengur, líður víst seint úr minni. Úlli kom eins og sólargeisli inn í líf okkar og allt snerist um hann. Við systur nutum þess til hins ýtrasta að spóka okkur með hann í fallega vagninum og sýna öllum sem vildu, og ekki vantaði stoltið, enda vorum við á þeim aldri sem börn biðja hvað mest um að fá lítil systkini. Minningarnar hrannast upp ein af annarri og fá hjartað til að slá örar. Þegar ég lít í gegnum mynda- albúmið mitt er ég rninnt á stund- irnar sem við áttum saman við gít- arspil, skíðaferðir, ferðalög og fleira. Það var þá, en í dag fyllist ég söknuði yfír því að þær skyldu ekki verða fleiri. Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kem- ur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins ogjarðar. (Sálm 121,1.) Á slíkri stundu er gott að beina sjónum sínum f hæðir þar sem út- rétt náðarrík hönd Drottins umlyk- ur þá sem um sárt eiga að binda. Þú kemur, er ástvinir kallast á brott og krossgangan verður oss ströng. Þú keríiur er syrtir og kveikir þar ljós sem knýr þá fram lofgerðarsöng. Já jafnvel er hvítfölduð helbáran hrín 1 ein hönd minni titrandi sleppirðu þá. En leiðir þinn vin inn í ljósheimadýrð á landinu er hjörtu vor þrá. (V.S.S. Söngbók KFUM.) Vegir Guðs eru órannsakanlegir en eitt er víst, að hann fer á undan, að búa okkur stað, til þess að við séum þar sem hann er. I því fyrirheiti megum við hvíla. Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins. (Job. 1.21.) Guð blessi okkur minningu um góðan dreng. Maja „Úlli bróðir er dáinn.“ Öll fjöl- skyldan var harmi siegin eftir þær fregnir að hann hefði orðið bráð- kvaddur aðeins 29 ára gamall. Hvernig getur þetta gerst? Hvernig eiga aumar mannlegar verur að átta sig á svona ísköldum staðreyndum lífsins? Þvílíkt reiðar- slag skilur enginn nema að upplifa það sjálfur. Að missa eins yndislegan bróður og Úlla, í blóma lífsins, er ekki hægt að lýsa með orðum. Tilfinn- ingin sker hjartað og ekkert verður eins og áður. Elsku Úlli var svo góður drengur, bjó yfir mikilli og djúpri greind, næmleika og var gæddur alveg einstöku skopskyni af guðs náð. Fjölskyldan hreinlega grét af hlátri þegar hann tók sig til og gerðist eftirherma ýmissa „karaktera". Það er svo sárt að sjá á bak svona hæfileikaríkum ungum manni. Það sem tengdi okkur sam- an öðru fremur var rík sannleiks- leit sem birtist í áhuga okkar á trú- málum. Við gátum setið og skegg- t Ástkær eiginmaður minn, 1 m MAGNÚS BJÖRNSSON símamaður, Birkimel 6, \|> J Reykjavík, 2 Jf andaðist í Landspítalanum miðvikudag- ' *" .'■JÍtesv** inn 9. maí. V% ....,fM Inger Ester Nikulásdóttir, \ ■ börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, Æsufelli 6, Reykjavík, lést á Grensásdeild 9. maí. Sigrún Sigurðardóttir, Þórður Sigurjónsson, Þórhildur Hinriksdóttir, Auður Björg Sigurjónsdóttir, Kristinn Gíslason og barnabörn. t KRISTJAN TEITSSON, fyrrum bóndi i Riftúni, Ölfusi, Skólagerði 61, Kópavogi, er lést 2. maí sl., verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi, laug- ardaginn 12. mai kl. 14.00. Sigfríður Einarsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Einar Kristjánsson, Kári Kristjánsson, Hörður Kristjánsson, Alfreð Paulsený Anna Guðmundsdóttir, Guðrún Eiriksdóttir, Guðmunda Sigurðardóttir, Vibeka Kristjánsson. rætt ýmsar kenningar og heim- speki, og reyndar flest það sem okkur mönnunum er enn hulið. Seinna þegar hann kvæntist Sirrý, áttum við þrjú góðar stundir og sýndi hún þessum andlegu málefn- um einnig íiiikinn áhuga. Þau eign- uðust yndislegan dreng, Kristján Ara, sem er lifandi eftirmynd föður síns. Það var svo gaman að sjá hvað bróðir minn var stoltur af fjöl- skyldu sinni sem hann mátti svo sannarlega vera. Varla var hægt að hugsa sér betri pabba en hann Úlla. Samband þeirra feðga var alla tíð náið, ekki síst sökum þess að vinna hans gaf þeim kost á meiri samvistuni en ella. Það er stórt skýið sem nú dró fyrir sólu í hjarta okkar allra sem þekktu Úlla. Hann sem vildi allt fyrir alla gera og ekki særa neinn. Þessi elska hjálpaði mér og hug- hreysti á erfiðum stunduni og ég veit að fleirum auðsýndi hann þann kærleik. Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér svo góðan bróður og bið hann að blessa og styrkja elsku Sirrý, Kristján Ara, pabba, systur mínar Maju og Stínu, og okkur hin sem grátum hann. Svana Það var hringt í mig og mér til- kynnt að Úlfar vinur minn væri dáinn. „Hvað meinarðu?“ sagði ég. Þetta gat ekki verið satt. Úlli, þessi lífsglaðasti maður sem ég hafði kynnst, hafði einfaldlega orð- ið bráðkvaddur, aðeins 29 ára gam- all. Minningarnar hafa rifjast upp hver annarri skemmtilegri. Úlla kynntist ég fyrst í Kristilegum skól- asamtökum, einkum á mótum í Vatnaskógi í góðra vina hópi. Það var svo vorið 1984 þegar hann kem- ur tii mín og spyr hvort ég sé ekki til í að vinna með sér að fatasöfnun fyrir bágstadda í Afríku, sem fram fór á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar. 1 því verkefni kynntist ég Úlla mjög náið. Hann var mjög orðheppinn, átti auðvelt með að umgangast fólk og engum hef ég kynnst sem hefur átt eins auðvelt ineð að koma öðrum í gott skap. Ef Úlli var á mannamót- um var alltaf hlátur og gleði. Fram- koma hans var heldur engri ann- arri lík því hann átti til að taka upp á hlutum sem engum öðrum hefði dottið í hug. Ótal slík atvik rifjast upp og voru þau öll hrekklaus. Gleymi ég seint atviki eins og því þegar hann kom allt í einu í annars ókunn föðurhús mín, gekk þar inn í eldhús með stóran pylsupakka og spurði viðstadda hvort ekki væri í lagi að það yrðu pylsur í kvöldmat- inn? Það datt auðvitað yfir fjöl- skylduna en nokkrum mínútum síð- ar var eins og fjölskyldumeðlimir mínir hefðu Iíka þekkt Úlla í mörg ár og heimsóknirnar urðu tíðar eft- ir þetta. Annað atvik er mér líka sérstaklega minnisstætt. Þegar greiðslukortin voru nýkomin fékk Úlli sér eitt og með það í höfðinu að það væri hægt að kaupa bókstaf- lega allt út á svona plast-kort fékk hann mig með sér í bæinn til þess að prófa hvernig tilfinning það væri að vera með „fulla vasa af peningum". Við byijuðum efst á Laugaveginuni, gengurn inn í hverja einustu herrafataverslun, mátuðum alit sem hægt var að máta og létum dekra við okkur af afgreiðslufólkinu en keyptum auð- vitað ekki neitt. Það var þó ekki heitasta ósk Úlla að eiga peninga. Verðgildi lífsins mat hann á annan hátt. Hann talaði óvenju fallega uni foreldra sína og systkini og á þess- um árum talaði hann oft um að hans heitasta ósk væri að eignast sjálfur góða fjölskyldu en sá draum- ur varð síðar að veruleika. Með Úlfari er gengið rnikið glæsi- menni. Hans verður sárt saknað af öllum þeim er kynntust honum. Eiginkonu, syni, föður og systr- um sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Stefán Emilsson Petersen t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRHILDUR TÓMASDÓTTIR áðurtil heimilis Hlíðartúni 3, Mosfellsbæ, andaðist á Reykjalundi 9. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Þórir Guðmundsson, Þóra Svanþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARKÚS ÞÓRÐARSON, Rifi, Snæfellsnesi, sem lést 7. mai sl., verður jarðsunginn mánudaginn 14. maí kl. 14.00 frá Ingjaldshólskirkju. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd Elísabet Markúsdóttir, Ragnar Jónatansson, Sigríður Markúsdóttir, Kristján Þorkelsson, Ólöf Markúsdóttir, Gestur Halldórsson, Birna Markúsdóttir, Sigurbjörn Theodórsson, Kristín Markúsdóttir, Svala Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróður, unnusti og barnabarn, MAGNÚS ARNAR GARÐARSSON, er lést af slysförum 6. maí, verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Garðar Garðarsson, Valborg Arnadóttir, Ingibjörg Garðarsdóttir, Guðrún Ásta Garðarsdóttir, Garðar Garðarsson, Eydis Helga Garðarsdóttir, Kristrún Agnarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðbjörg E. Guðmundsdóttir. Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissapnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er é Apple-umboðið Radíóbúðin hf. mai Innkaupastofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.