Morgunblaðið - 13.09.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
hungurtilfinning og þróttleysi fer
smám saman að gera vart við sig.
Þegar blóðsykurinn fellur niður í
65 milligrömm kemur oft fram
löngun í sætindi og/eða garnagaul
gerir vart við sig. Falli blóðsykurinn
enn neðar getur það komið fram í
höfuðverkjum, máttleysi, óstöðug-
leika, truflunum á hjartslætti,
ógleði og jafnvel uppköstum. Þessi
einkenni þekkja margir.
Adella segir ennfremur, að ef
blóðsykur hjá einstaklingum falli
niður fyrir eðlileg mörk, hafi þeir
tilhneigingu til að verða uppstökkir
og skapstirðir, þunglyndir, ósam-
vinnuþýðir og hugsun verði órökvís.
(Slys í umferðinni eigi sér oft stað
á þeim tíma dags þegar blóðsykur
er hvað lægstur.)
Nái fólk því aftur á móti, að
halda jafnvægi á sykurmagni í
blóði, þá líði því vel, verði samvinnu-
þýtt og hlaðið starfsorku, hugsunin
verði hröð og skýr, löngun í sæt-
indi hverfi, fólk verði glaðlegt og
lífið verður ánægjulegt.
Það má því segja að full ástæða
sé til að unnið verði á markvissan
hátt að því að efla og bæta matar-
menningu okkar. Sjónvarp, útvarp
og dagblöð gætu unnið stórvirki
með vel skipulögðum fræðsluþátt-
um, þar sem komið er að málinu
frá mörgum hliðum.
Við hefjum hér átakið og tökum
fyrir næringarinnihald morgun-
verðar:
Maðurinn er það sem hann borð-
ar. Æskilegt er að morgunverður-
inn innihaldi örlítið af sykri, fítu
og hæfilega mikið af próteini, melt-
ingin verður hægari og sykurinn fer
hægt inn í blóðstrauminn og geta
áhrifin varað klukkustundum sam-
an. Ef málsverðurinn inniheldur
meira prótein t.d. 55 g eða meira
geta áhrifin varað í 6 klst. eða leng-
ur.
Til viðmiðunar er má benda á,
að í einum lítra af mjólk eru 32 til
35 g af próteini, 6 g eru í einu
eggi soðnu eða steiktu, 2 grömm í
einni sneið af brauði eða beikoni,
10-12 g í tveim þykkum sneiðum
af osti eða 27 g í 26% osti. 14-22
g af próteini eru í hálfum bolla af
hnetum, 1-3 grömm eru í 3A bolla
af soðnu haframjöli, 11,5 g eru í
skyri og 60 g í einum bolla af soja-
baunamjöli, svo dæmi séu tekin.
Hvað vítamíninnihaldi mjólkur
viðvíkur, er rétt að benda foreldrum
ungra barna á, að í undanrennu
vantar fituuppleysanleg vítamín
eins og A og D vítamín. Nýmjólkin
inniheldur aftur á móti 1.500 ein-
ingar af A vítamíni, magn D
vítamíns fer trúlega eftir árstíðum.
Lystugan morgunverð má svo
útbúa á ýmsa vegu. Margir eggja-
réttir þykja mjög góðir. Egg á ekki
að steikja á álpönnu, heldur í eld-
föstu eða í stál- eða pott-pönnu,
pönnukökupannan er ágæt.
Eggjabrauð með hunangi: Eggið
er brotið í skál og þeytt í sundur,
brauðsneið er síðan velt upp úr
egginu, ef brauðið er gljúpt dregur
það til sín eggið. Pannan er hituð
og örlítið smjör eða smjörvi sett á
pönnuna og brauðið steikt við væg-
an hita á báðum hliðum. Koma má
tveim sneiðum á pönnuna með því
að skera þær í tvennt.
Eggjahræra: 2 msk. smjör eða
smörvi bræddur á pönnu eða potti
í vatnsbaði, 3 egg, 3 msk. mjólk
eða rjómi, '/$ tsk. salt og ‘/i tsk.
paprika eru þeytt saman. Áður en
heit feitin fer að krauma er eggja-
blandan sett á pönnuna, hitinn er
hafður vægur. Þegar eggjahræran
fer að hlaupa við pönnubotninn er
hún brotin upp í strimla með gaffli
eða tréspaða og þegar hræran hef-
ur öil hlaupið er bætt út í hana,
ef vill, allskonar kjötmeti til að
gera hana matarmeiri. Það geta
verið skinkubitar, steiktir beikon-
bitar, kjötafgangar, sýrður ijómi
og saxaður graslaukur, ostatening-
ar, steiktar pylsur niðurskornar,
sardínur eða skorinn laukur. Eggja-
hræran er einnig ágæt ein og sér.
Hin sígilda omeletta samanstend-
ur af 2-3 eggjum og 1 msk. af
smjöri. Linsoðin egg eru ágæt öðru
hvoru svo og steikt egg og beikon.
Ekki má gleyma hafragrautnum þó
hann sé ekki uppáhald allra. Graut-
urinn er mun lystugri þegar hafra-
mjölið eru soðið í vatni og mjólk til
helminga. Súrmjólk, ab mjólk og
musli þykir víða ómissandi. Osykrað
morgunkorn er ef svo slæmt ef það
er borið fram með mjólk!
Gæði morgunverðarins byggjast
að sjálfsögðu á því að hráefnið sé
bæði ferskt og gott.
M. Þorv.
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15 HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tímanlega!
RSK
RtKISSKATTSTJÓRI
15
Þykkmjólk er mildsýrð, hnausþykk,
bragðljúf, holl og næringarrík með
BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott.
Kærkomnar nýjungar - ekki síst fyrfr smáfólkið.
eru þegar ný aíkvæmi líta dagsins ljós
Við fógnum tveimur nýjum afkvæmum þykkmjólkurkýrinnar góðu.
Þykkmjólk með súkkulaði og appelsínum og
trefjaríkri þykkmjólk með möndlum^ hnetum, ananas, appelsínum,
rúsínum og marsípani.
CT)
*
3
<
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA