Morgunblaðið - 13.09.1990, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
Úthlutað úr Söngvara-
sjóði óperudeildar FIL
Morgunblaðið/Sverrir
Styrkþegar, fulltrúar þeirra og stjórn óperudeildar.
Söngvarasjóður óperudeildar Fé-
lags íslenskra leikara styrkir efni-
lega söngnema til náms og starf-
andi söngvara til frekari menntunar
í list sinni. Sjóðurinn úthlutar nú í
þriðja sinn samkvæmt nýjum regl-
um. Þetta er því í þriðja sinn sem
sjóðurinn auglýsir styrkveitingu
opinberlega og óskar eftir umsókn-
um. Styrkveiting er háð því skilyrði
að umsækjandi hafí lagt stund á
söngnám um nokkurra ára skeið
og ætii í enn frekara nám erlendis.
Alls sóttu 19 manns um styrk
að þessu sinni. Voru umsækjendur
allir í höpi okkar efnilegustu söng-
nema og einn söngvari. Til styrk-
veitingar í ár komu kr. 400.000 og
ákvað sjóðstjórn að skipta þeirri
upphæð í fimm hluta.
Styrk að upphæð krónur eitt
hundrað þúsund hlutu að þessu
sinni þrír söngnemar, þær:
Hulda Guðrún Geirsdóttir sópr-
an, sem stundar nú nám í Miinchen
í Þýskalandi annað árið í röð. Hulda
Guðrún nam söng við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Kennari hennar
var Elísabet Erlingsdóttir.
Guðrún Jónsdóttir sópran, sem
stundar söngnám í Codigoro á ít-
alíu. Hún lauk söngkennaraprófí frá
Söngkennaraskólanum í Reykjavík
vorið 1989. Guðrún hefur einnig
verið við söngnám í Englandi.
Elsa Waage alt, sem stundar
einkanám í New York í Banda-
ríkjunum. Hún lauk BA-námi frá
Catholic University í Washington
DC.
Styrk upphæð krónur fímmtíu
þúsund hlutu tveir söngnemar. Þau
eru:
Steinar Magnússon tenór, sem
stundar nám í Bloomington í
Bandaríkjunum við Indiana Uni-
versity School of Music. Hann hefur
einnig verið við nám á Italíu.
Hlíf Káradóttir sópran, sem verið
hefur við nám við Tónlistarskólann
í Reykjavík og lauk þaðan einsöngv-
araprófi sl. vor. Kennari hennar var
Ruth L. Magnússon.
Fjórir af fimm styrkþegum eru
þegar farnir utan til náms.
I stjórn Söngvarasjóðs óperu-
deildar FÍL eru þau Elísabet Erl-
ingsdóttir, Júlíus Vífíll Ingvarsson
og Kristinn Hallsson.
Doktorsritgerð um ís-
lenska kvennabaráttu
SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir lauk nýlega doktorsprófi í mann-
fræði frá Rochester-háskóla í New York. Fór doktorsvörnin fram 26.
júlí sl. og voru andmælendur prófessor Brenda Mehan-Waters, prófess-
or Walter Sangree, prófessor Nan Johnson og prófessor Mary Young.
Doktorsritgerðin, sem er 355 bls.
að lengd, nefnist Doing and Becom-
ing: Women’s Movements and Wom-
en’s Personhood in Iceland 1870-
1990. Hún fjallar um hugmyndir og
baráttuaðferðir í íslenskri kvenna-
baráttu frá upphafí. Rakin eru áhrif
þjóðfélagsbreytinga og menningar-
legrar fastheldni á tilurð og þróun
réttindabaráttu íslenskra kvenna.
Jafnframt er fjallað um á hvern hátt
konur leitast við að endurskapa per-
sónuímynd kvenna með réttindabar-
áttu sinni og umskapa um leið
íslenskt þjóðfélag. Til viðbótar við
efnislegar niðurstöður er í ritgerðinni
þróað nýtt hugtakakerfí til greining-
ar á sambærilegum viðfangsefnum.
Leiðbeinandi við rannsóknir og ritun
var prófessor Alfred Harris við
mannfræðideild Rochester-háskóla.
Sigríður Dúna er dóttir hjónanna
Sigríðar Júlíusdóttur og Kristmundar
E. Jónssonar. Hún lauk stúdents-
prófí frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1972 og BSc prófi í mann-
fræði frá The London School of Ec-
onomics and Political Science 1975.
Hún stundaði framhaldsnám i mann-
fræði við L’Université de Paris VII
1976- 1977 og við Rochester-háskóla
1977- 1979 og lauk þaðan MA-prófi
og fyrrihluta doktorsprófs 1979. Frá
1980 til 1984 var Sigríður Dúna
stundakennari í mannfræði við fé-
lagsvísindadeild Háskóla íslands og
frá 1983 til 1987 þingmaður Reyk-
víkinga fyrir Kvennalista. Hún hefur
Dr. Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir.
nú verið ráðin lektor í mannfræði
við félagsvísindadeild Háskóla ís-
iands.
Sigríður Dúna á eitt barn, Ragnar
12 ára. Eiginmaður hennar er Frið-
rik Sophusson, alþingismaður.
Morgunblaðið/RAX
Talið frá vinstri: Páll Hjartarson skipatæknifræðingur hjá Siglinga-
málastofnun, Þórður Þórðarson hjá Siglingamálastofnun, Örn Páls-
son framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Hálfdán
Henrysson deildarstjóri hjá Slysavarnafélagi íslands og Helgi Lax-
dal varaforseti Farmanna- og fiskimannasambands Islands.
Ráðstefna um úr-
bætur í öryggis-
málum sjómanna
RÁÐSTEFNA um öryggismál sjómanna verður haldin 21. og 22.
þessa mánaðar í Borgartúni 6 í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa
20 stofnanir, hagsmunasamtök og félög, sem láta sig öryggi sjó-
manna varða á einn eða annan hátt. Þetta er þriðja ráðstefnan, sem
haldin er frá árinu 1984, þar sem Ieitast er við að gera úttekt á
stöðu öryggismála sjómanna og fjallað um úrbætur í þeim efnum.
Þátttakendur í ráðstefnunni eru skráðir hjá Siglingamálastofnun
rikisins.
Ráðstefnan er öllum opin og
nefnd, sem unnið hefur að undir-
búningi fyrir ráðstefnuna, vonast
til að hún verði vel sótt, ekki síst
af starfandi sjómönnum. „Við von-
umst til að árangur af þessari ráð-
stefnu verði ekki minni en af fyrri
ráðstefnum um öryggismál sjó-
manna,“ segir Páll Hjartarson
skipatæknifræðingur hjá Siglinga-
málastofnun en hann er formaður
undirbúningsnefndarinnar.
„Sem dæmi um árangurinn af
fyrri ráðstefnum má nefna að fyrstu
sex mánuðina árið 1982 fengu tæp-
lega eitt þúsund vélstjórar undan-
þágu en á sama tíma í ár voru þeir
rúmlega 200 talsins," segir Helgi
Laxdal, varaforseti Farmanna- og
fískimannasambands Islands, en
hann verður ráðstefnustjóri ásamt
Halldóri Ibsen framkvæmdastjóra
Útvegsmannafélags Suðurnesja.
Á ráðstefnunni verða fluttir fyrir-
lestrar um ný lög og reglugerðará-
kvæði, undanþágur og réttindamál,
lögskráningu sjómanna, Slysa-
varnaskóla sjómanna, öryggis-
fræðslu sjómanna, nýliðafræðslu,
bjargtæki um borð í skipum, rann-
sóknir á öryggisbúnaði, sjósetning-
arbúnað og rek gúmmíbjörgunar-
báta, slysaskráningu, störf sjóslysa-
nefndar, öryggi smábáta, reynslu
vegna bátstaps, ij'arskipti við skip,
veðurspár og veðurathuganir, til-
kynningaskyldu skipa, björgunar-
þjónustu, leit og björgun.
Gestafyrirlesarar á ráðstefnunni
verða Bárður Hafsteinsson skipa-
verkfræðingur, sem fjallar um áhrif
reglugerða opinberra aðila á hönn-
un skipa, Þorvaldur Ingvason lækn-
ir, sem talar um læknisþjónustu við
sjófarendur og Magnús H. Ólafsson
sjúkraþjálfari, sem ræðir um for-
varnir gegn slit- og álagssjúkdóm-
um.
í starfshópum verður fjallað um
menntun og öryggisfræðslu, björg-
unar- og öryggisbúnað, slysaskrán-
ingu og rannsókn sjóslysa, öryggis-
mál smábáta, svo og öryggis- og
björgunarþjónustu við sjófarendur.
Samstaða um ráðn-
ingTina réð úrslitum
- segir Þórður Skúlason
nýráðinn framkvæmdastj óri
Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hvammstanga.
ÞÓRÐUR Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, var nú á dögun-
um ráðinn framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga. Þórður
er Vestur-Húnvetningur og hefur alla tíð búið á Hvammstanga.
Hann er fæddur 27. júlí 1943, sonur hjónanna Skúla Magnússon-
ar vegaverkstjóra og Halldóru Þórðardóttur. Kona Þórðar er
Elín Þormóðsdóttir frá Sauðadalsá og eiga þau þrjú börn.
Þórður hefur verið sveitarstjóri
á Hvammstanga frá árinu 1973
og þótt farsæll í starfí. Einnig
atkvæðamikill í samstarfí sveitar-
félaga á Norðurlandi, í stjórn
Fjórðungssambands Norðlend-
inga, þar af tvö ár sem formaður
í stjórn sjúkrahúss Hvammstanga
um árabil og einnig sem formaður
þar, einnig í sýslunefnd V-Húna-
vatnssýslu og síðar Héraðsnefnd
V-Hún.
Morgunblaðið ræddi við Þórð
af þessu tilefni.
— Hvað getur þú sagt um til-
drög ráðningar þinnar, nú varstu
þú ekki í hópi þessara tuttugu
umsækjenda.
Alvarlegur ágreiningur varð í
stjórn Sambandsins um ráðningu
framkvæmdastjóra, en 21 umsókn
hafði borist. Mynduðust fylkingar
um tvo umsækjendur, eins og þjóð
veit. Meðal annars var deilt um
rétt fulltrúa til stjórnarsetu. Þetta
er mesti ágreiningur innan stjórn-
ar sambandsins, sem ég veit til.
— En hvað réð úrslitum?
Já, það var farið að nefna nýja
menn, þá meðal annars nafn mitt.
Sú varð niðurstaðan, að um ráðn-
ingu mína náðist algjör samstaða,
bæði í stjórn sambandsins og í
Lánasjóði sveitarfélaga. Eftir er
hins vegar að afgreiða málið í
Bjargráðasjóði en þar verður af-
greiðsla í næstu viku. Mikilvæg-
asta þátt málsins tel ég vera hina
skýlausu samstöðu og réð það
úrslitum um að ég ákvað að taka
að mér þetta starf.
— Hvað um hæfni þína til að
takast á hendur slíkt starf?
Ég tel þessa ráðningu byggða
á faglegum grunni, þar sem litið
er til minna fyrri starfa að sveitar-
stjórnarmálum í 20 ár, á vett-
vangi sveitarstjórna í héraði,
landshlutasamtökum og í stjórn
Sambands ísl. sveitafélaga.
Ákvörðun um ráðningu þessa er
tekin af mönnum sem þekkja til
minna starfa. Ég veit að þessi
niðurstaða er ekki valin til að fá
lausn í erfiðri deilu, heldur til
Þórður Skúlason.
þess að fá ákjósanlega niðurstöðu
fyrir sambandið.
— Þú hefur verið talinn mál-
svari sveitafélaga á landsbyggð-
inni. Mun það breytast við að taka
við þessu starfi?
Nei, það ætla ég mér að reyna
að vera áfram. En ég vona að sú
reynsla sem ég hef sem lands-
byggðarmaður muni nýtast mér í
hinu nýja starfi við hagsmuna-
gæslu fyrir öll sveitarfélög í
landinu. Sveitarfélögin eiga mörg
sameiginleg hagsmunamál, hvort
þau eru smá eða stór. Einn liður
í starfi sambandsins er að gæta
hagsmuna gagnvart ríkisvaldinu.
Löggjafarvaldið er í höndum Al-
þingis og þar er árlega samþykkt-
ur fjöldi laga sem snerta sveitarfé-
lögin, stór og smá. Að auki er
síðan gefinn út fjöldi reglugerða
m.a. um málefni sveitarfélaganna.
Öll þessi mál þarf Samband
íslenskra sveitarfélaga að hafa
yfírsýn yfir.
— Nú eru ólík vandamál í sveit-
arfélögum á landsbyggðinni og á
höfuðborgars væðinu.
Rétt er það. Á höfuðborgar-
svæðinu eru mörg vandamál
tengd örri íbúafjölgun, eins og
umhverfis- og samgöngumál, en
á landsbyggðinni eru vandamálin
helst tengd skertum framleiðslu-
rétti, bæði til sjávar og sveita, þar
tengjast atvinnumál og fjármál
sveitarfélaga.
— Nú eru þetta miklar breyt-
ingar á þínum högum, þar sem
þú hefur búið hér á Hvammstanga
alla ævi.
Að því leyti blunda með mér
blendnar tilfinningar. Ég mun
sakna staðarins hér, þegar ég flyt
suður. En fábreytni atvinnulífs á
landsbyggðini er einn af ókostum
við búsetu úti á landi og ein aðal-
orsök búferlaflutninga til höfuð-
borgarsvæðisins. Hins vegar
leggst vel í mig að takast á hend-
ur þetta nýja starf og að vinna á
nýjum starfsvettvangi.
Karl