Morgunblaðið - 13.09.1990, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
■ GARRY Fleming er landsliðs-
þjálfari íslands í karate. Hann er
jafnframt skoskur landsliðsmaður.
Fleming kemur hingað til lands
reglulega til að segja landsliðs-
mönnum tik Forráðamenn Karate-
sambands ísiands hafa mikinn hug
að hann haldi áfram eftir að samn-
ingur hans rennur út um áramót.
■ FLEMING hefur orðið heims-
meistari með bresku sveitinni
1984, 1986 og 1988. Hann hefur
stjórnað íslenska landsliðinu síðan
1989.
■ TVEIR karatemenn fara á HM
í Mexíkó: Gunnar Halldórsson og
Siguijón Gunnsteinsson. Þeir fé-
lagar greiða sjálfir nær allan ferða-
kostnað og uppihald, en áætlaður
kostnaður er um 200 þús. kr.
■ ALLIR hnefaleikakappar
Zimbabve verða að gangast undir
alnæmipróf áður en þeir fara inní
hringinn, frá og með næstu áramót-
um. Þetta var ákveðið af stjórn
hnefaleikasambands Zimbave fyrir
skömmu. „Flestir eru óánægðir með
breytinguna en við verðum að verja
þá sem gætu smitast," sagði tals-
maður hnefaleikasambandsins, en í
Zimbave hefur hlutfall smitaðra
vaxið jafnt og þétt.
■ ÞAÐ er heldur óvenjulegt að
Bandaríkjamaður gerist atvinnu-
maður í íþrótt í Austur-Þýskalandi
en svo hefur þó gerst. Paul Galigu-
iri, sem lék með bandaríska Jands-
liðinu í knattspyrnu á HM á Iialíu,
hefur skrifað undir samning við
austur-þýska liðið Hansa Rostock.
Samningurinn er til tíu mánaða og
fær Caliguiri um 350 þúsund
krónu í sinn hlut. Sex bandarískir
landsliðsmenn leika nú í Evrópu.
Markvörðurinn Tony Meola leikur
með Brighton í Englandi, Steve
Trittschuh með Sparta Prag í
Tékkóslóvakíu og Tab Ramos
með Figueres á Spáni. Þá eru þrír
leikmenn í Svíþjóð, John Doyle
og Hugo Perez með Orgryte og
Chris Sullivan með Landskrona.
KARATE
Halldór Svavarsson, Norðurlandameistari í karate.
Morgunblaðið/Einar Falur
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurjón Gunnsteinsson og Gunnar Halldórsson á æfingu. Þeir taka
þátt í HM í Mexíkó.
Mörg verkefni framundan hjá lands-
liðsmönnum íslands í Karate
N-írar koma hingað með öflugt lið,
en keppt er í sveitakeppni og ein-
staklingskeppni."
Tveir karatemenn fara á heims-
meistarakeppnina sem fer fram í
Mexíkó 9. nóvember. Það eru þeir
Gunnar Halldórsson, sem varð í
örðu sæti í +80 kg flokki á opna
enska meistaramótinu fyrr á þessu
ári og Siguijón Gunnsteinsson, sem
keppir í -80 kg flokki.
Opns sænska meistaramótið fer
fram í Gautaborg 8. desember og
er ráðgert að senda þangað tvo
keppendur.
Landsliðsmennirnir æfa á fulium
krafti og a-Iandsliðshópinn skipa
þessir menn: Halldór Svavarsson,
Gunnar Halldórsson, Sigurjón
Gunnsteinsson, Ólafur Finnsson,
Atli Erlendsson, Konráð Stefánsson
opg Grétar Halldórsson úr KFR,
Helgi Jóhannesson, Breiðablik og
Sölvi Rafnsson, Baldri - Hvolsvelli.
LANDSLIÐSMENN íslands í
karate eru byrjaðir að undirbúa
sig fyrir keppnistímabilið á full-
um krafti, en mörg stór verk-
efni eru framundan. Norður-
landamótið í Danmörku, fjög-
urra landa keppni í Reykjavík,
HM í Mexíkó og opna sænska
meistaramótið.
Íslandsmeistaramótið í kumite fer
fram 22. september og má segja
að það sé upphitunarmót fyrir Norð-
urlandamótið, sem fer fram í Kaup-
mannahöfn 6. október. „Við munum
senda fimm til sex menn til Kaup-
mannahafnar. Þar á Halldór Sva-
varsson Norðurlandameistaratitil
að veija, en hann varð sigurvegarar
í -65 kg flokki í Reykjavík í fyrra,“
sagði Karl Gauti Hjaltason, formað-
ur Karatesambans Islands.
Karl Gauti sagði að mjög sterkt
fjögurra landa mót yrði í Reykjavík
13. október. „Skotar, Walesbúar og
Halldór á
titil að
veija á IMM
HANDKNATTLEIKUR / REYKJAVIKURMOTIÐ
Framstúlkur
meistarar
Víkingur og KR leika til úrslita
í karlaflokki
FRAM sigraði örugglega í Reykjavíkur-
mótin u í handknattleik kvenna sem lauk
fyrirskömmu.
Framstúlkur sigruðu í öllum leikjum sínum,
enda hafa þær verið nánast ósigrandi í
mótinu undanfarin ár. Víkingur hafnaði í 2.
sæti og Valur í 3. sæti.
Það verða Víkingur og KR sem leika til úr-
slita í karlaflokki. Bæði liðin hafa sigrað í öllum
leikjum sínum en ekki hefur verið ákveðið hven-
ær úrslitaleikurinn fer fram.
Leifur Dagfinnsson, markvörður KR, fékk
rautt spjald í leik liðsins gegn ÍR og verður því
í bann í úrslitaleiknum. IR-ingurinn Ólafur
Gylfason fékk einnig eins leiks bann fyrir rautt
spjald.
Morgunblaöið/Börkur
Alex Trúfan, Sovétmaðurinn í liði Víkings, hefur leikið vel með
liðinu í Reykjavíkurmótinu. Hér stendur hann við hlið Guðmundur
Guðmundssonar, þjálfara Víkings.
FRJALSAR IÞROTTIR
Hlaupabrautir að
nýju á Wembley?
Svo getur verið að Wembley
verði ekki aðeins musteri
knattspyrnunnar á Englandi held-
ur einnig fijálsíþrótta, sem eru í
meiri uppsveiflu þar í landi en
nokkur önnur íþróttagrein vegna
frækilegrar frammistöðu breskra
fijálsíþróttamanna á undanförn-
um árum.
í ráði er að leggja hlaupabraut-
ir á Wembley en þar hefur ekki
verið keppt í fijálsum frá þvi á
Ólympíuleikunum 1948. Strax að
þeim loknum voru brautirnar fjar-
lægðar en við jaðar vallarins lagð-
ar malarbrautir fyrir hundakapp-
hlaup.
Eftir að hafa fylgst með heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu
á Ítalíu og séð fijálsíþróttabrautir
umlykja keppnisvellina flesta ák-
váðu eigendur Wembley að byggja
fijálsíþróttavöll utan um knatt-
spyrnuleikvanginn. Kostnaður er
ráðgerður 750.000 sterlingspund,
jafnvirði 75 milljóna ÍSK. Það
munu þeir þó að líkindum aðeins
gera fái þeir tryggingu fyrir því
að fá a.m.k. eitt stórmót á næsta
ári og hafa þeir Grand Prix-stiga-
mót Alþjóðafijálsíþróttasam-
bandsins þá í huga.