Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 SAMNINGAR UM NYTT ALVER Áætlanir Atlantal um álverð: Byggjum á raunsæjum áætl- unum en ekkí á bjartsýni segir Hans G. D. van der Ros frá Hoogovens Aluminium ÁÆTLANIR um álverð á heimsmörkuðum eru með- al þess sem hvað mesta þýðingu hefur í samningum íslendinga annars vegar og Atlantal hópsins hins vegar um álver á Keilisnesi. I þeim plöggum sem undirrituð voru um samningsáfanga á fimmtudag var sérstök bókun um tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Fram hafa komið raddir um að áætlanirnar, sem til grundvallar eru lagðar, séu reistar á bjartsýni og því sé arður íslendinga af orkusölunni í hættu. Morgunblaðið ræddi þetta atriði við Hans G. D. van der Ros, einn framkvæmda- stjóra hollenska álfyrirtækisins Hoogovens á blaða- mannafundi sem fulltrúar Atlantal héldu í gær. Van der Ros segir enga bjartsýni vera í áætlunum um þróun álverðs, þvert á móti bendi margt til að ál- verð á heimsmarkaði gæti orðið hærra næstu tíu ár. „Þetta eru að okkar áliti raunsæjar áætlanir um meðalverð á áli í framtíðinni og þær byggjast á reynslu síðustu tuttugu ára,“ segir van der Ros. Hans G. D. van der Ros framkvæmdastjóri hjá Hoogovens Aluminium. Heimsframleiðslan á áli er um þessar mundir um 18 milljónir tonna. Meðal þess sem einkennir markaðinn er skortur á áli í Austur Evrópu, verð hefur verið hátt undanfarin fjögur til fimm ár og hlutur endur- vinnslu fer sívaxandi. Van der Ros spáir því að jafnvægi muni smám saman komast á framleiðslu og eftir- spum, þannig að álnotkun aukist um allt að 4% á ári, en frumframleiðslan um allt að 3%, mismunurinn komi frá endurvinnslu. „Aukning álframleiðslu á liðnum áratugum hefur verið mjög mikil miðað við aðrar framleiðsluvörur. Á hinn bóginn er ál tiltölulega ný vara, það var fyrst eftir síðari Heimsstyij- öldina að farið var að framleiða það í einhvetju magni. Framleiðsluaukn- ingin varð um 10% á ári á sjöunda áratugnum og um 5% á ári á átt- unda áratugnum og nú hefur aukn- ingin minnkað niður í eðlilegri stærð, 2% til 3% á ári síðasta árátug. Ástæða þess, að við teljum frekari aukningu væntanlega er eðlilegur hagvöxtur á mörkuðunum og að enn eru ónumdir markaðir fyrir ál. Þar á meðal er bílaiðnaðurinn, þar sem hlutdeild áls getur enn aukist tölu- vert. í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan eru vaxandi markaðir fyrir áldósir. Á þessum og fleiri sviðum teljum við að verði vaxandi eftir- spurn, sem þýðir að sé litið til langs tíma eykst hún á bilinu 2,5% til 4% á ári fyrir venjulegt ál, en fyrir fyrsta flokks ál verður aukningin minni. Þá mun hlutdeild endurunnins áls aukast, endurvinnslan þarf aðeins 5% þeirrar orku sem frumframleiðsl- an þarf. Að auki koma þar til fleiri umhverfisverndarsjónarmið sem gera eftirsóknarvert að endurvinna ál. Á1 er nú þegar verðmætur málm- ur til endurvinnslu og um 70% þess fer í gegn um það ferli í Evrópu og í heiminum öilum er búist við að hlut- deild endurunnins áls í heimsfram- leiðslunni hafi aukist um 25% til 30% eftir áratug. Þetta veldur því að þeg- ar við tölum um að framleiðsluaukn- ing í heiminum verði 2,5% til 4% þá verður minni aukning i frumfram- leiðslunni, 2% til 3%. í Austur Evrópu og Sovétríkjunum er þegar mikil álframleiðsla og sá heimshluti getur sett strik í reikning- inn, einkum vegna þess að verksmiðj- urnar eru margar hverjar úreltar og þarf mikið fjármagn til að endurnýja þær. Við gerum ráð fyrir að álnotkun muni aukast mikið í Austur Evrópu, reyndar meira en á Vesturlöndum, það þýðir að eftirspurnin eykst þar Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Náðum fram öllum kröfum um skattamál ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að ef einhver hefði átt að skrifa undir samkomulag í álmálinu á fimmtudag þá hefði það átt að vera fjármálaráðherra, sem hefði náð öllum sínum meginkröfum fram í skattamálum, en ekki hinn „umboðslausi" stjórnarformaður Landsvirkjunar. „Ég tel það alvarlegt mál að grundvallaratriði íslenskra skatta- Landsvirkjun veiti stjórnarform- anni sínum ekki umboð í málinu. Jóhannes Nordal hefur ekki fengið neitt umboð til að halda viðræðun- um áfram á grundvelli þess texta sem liggur fyrir. Mér finnst það rangt að hann undirriti textann sem formaður viðræðunefndarinn- ar þegar ljóst er að þangað til á fimmtudagsmorgun ætlaði hann að undirrita sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Það er fáránlegt að hann sé að skipta um hatt eft- ir að stjóm Landvirkjunnar mein- aði honum að vera með hatt Landsvirkjunar við undirritunina. Mér fínnast slík vinnubrögð draga mjög úr þeirri virðingu sem ísland þarf að gæta í samningum við erlenda aðila. Þetta er ekki leik- 'araskapur," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að á miðvikudags- kvöld hefði hins vegar komið í ljós að erlendu fyrirtækin fallast á þær kröfur sem fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra höfðu komið sér saman um í skattamálum og nú væri viðurkennd lögsaga ísienskra dómstóla og gerðardóma og laga mótuðu meginefnið. „Það fáránlega í málinu er að ef ein- hver hefði átt að undirita þá er það fjármálaráðherra sem í sam- vinnu við iðnaðarráðherra hefur náð fram öllum meginkröfum sínum í skattamálum en ekki hinn umboðslausi stjórnarformaður Landsvirkjunar sem ekkert hefur fengið samþykkt í orkumálunum þar sem umboð hans á rætur,“ sagði fjármálaráðherra. Hann sagði samningana því standa þannig að enn væri eftir að ákveða meginþætti umhverfismálanna og eftir ætti að fá niðurstöðu í við- ræðunum um orkuverð. Fjármálaráðherra sagðist að- spurður telja að stjórnin væri ekki í hættu út af þessu máli. Það hefði eindregið komið fram í þingflokki Alþýðubandalagsins og viðræðum við mikinn fjölda flokksmanna að Alþýðubandalagið ætlaði ekki að ijúfa stjórnarsamstarfið vegna þessa máls en það væri mikilvægt að allir aðilar málsins vönduðu sín vinnubrögð. Ráðstefna um landnám VÍSINDAFÉLAG íslendinga gengst fyrir ráðstefnu í dag um landnám Islands. Ráð- stefnan verður haldin í Norr- æna húsinu og hefst klukkan 9. Haldin verða 15 erindi og að þeim loknum verða frjáls- ar umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Á ráðstefnunni verður íjallað um ritaðar heimilir um landnám en því næst um þá vitneskju sem fornleifafræðin veitir um fyrstu byggingu landsins. Þá verður lýst nútímatækni sem er beitt við að tímasetja landnámið og leifar elstu mannvista í landinu. Þar á meðal er gjóskulaga- tímatalið, aldursgreinar með geislakoli, fijógreiningar og það sem lesið verður úr ískjörnum úr Grænlandsjökli. Fjallað verð- ur um uppruna þjóðarinnar, hvað ritaðar heimildir segja um það efni, einnig um mál og menningu, erfðamörk og mann- fræðileg einkenni. Auk þess verður fjallað um uppruna hús- dýranna. Þá verður fjallað um ásýnd Iandsins við landnám, nýtingu landsins og áhrif búse- tunnar. Að lokum verður rætt um viðhorf íslendinga til land- námsins. hratt og eins og útlitið er nú, geta framleiðendur þar ekki sinnt þeirri eftirspurn, að minnsta kosti ekki þegar til skamms tíma er litið. Þetta hefur jákvæð áhrif fyrir álframleið- endur í Vestur-Evrópu, sem geta flutt út til Austur-Evrópu. Mjög erfitt er þó að segja til um þetta til langs tíma, vegna þess að að lokum hlýtur þetta ástand að leiða til framleiðsluaukningar í Austur- Evrópu. En, til þess þurfa þeir að afla tekna ef þeir byggja iðnaðinn upp sjálfir, eða þá að þeir þurfa að bjóða vestrænum fyrirtækjum að reisa þar verksmiðjur eða eiga hlut í þeim.“ Van der Ros var spurður hvort spár þeirra um álverð, sem raforku- verð tengist, séu reistar á bjartsýni. „Þær byggjast ekki á bjartsýni. í útreikningum okkar fram til þessa höfum við, báðir samningsaðilar, ekki notað tölur sem byggjast á bjartsýni, heldur að okkar mati raunsæjar, enda er nauðsynlegt að byggja á slíkum tölum þegar við leggjum útreikninga á orkuverði fyr- ir stjórnir fyrirtækja okkar og að sama skapi þegar Landsvirkjun og íslenska ríkisstjórnin meta þessa sömu reikninga. Þetta eru að okkar áliti raunsæjar áætlanir um meðal- verð á áli í framtíðinni og þær byggj- ast á reynslu síðustu tuttugu ára. Við vitum að oft verða sveifiur á álverði, það á eínkum við síðustu ár. Ef við skoðum ástandið á álmörkuð- um síðustu fjögur, fimm ár, þá getur það gefið tilefni til mikillar bjartsýni um verðþróun. En, okkar áætlanir byggjast ekki á því verði. Mikil bjart- sýni um verðþróun byggist á að ál- notkun aukist, en framleiðslan haldi ekki að fullu í við eftirspurnina. Þá verður skortur á markaðnum eða tæpt jafnvægi sem leiðir til þess að álverð getur orðið hátt. Hins vegar, ef framleiðslan er ögn rífleg verða einnig sveiflur, hugsanlega með lægra verði um skamman tíma, en við erum hins vegar að líta til lengri tíma, 30 til 40 ára. Þess vegna er það of mikil bjartsýni að gera ráð fyrir að umframeftirspum verði allan þann tíma. Ef verðið verður mjög hátt um einhvem tíma, verður markaðurinn aðlaðandi fyrir framleiðendur og þá verða reistar fleiri verksmiðjur. Því verður, þegar til langs tíma er litið, jafnvægi á markaðnum. Þegar á allt er litið, tel ég að við notum raunsæj- ar verðviðmiðanir og áætlanir okkar séu góðar. Miklar líkur eru á að verð- ið verði nokkuð hærra en við gerum ráð fyrir, að minnsta kosti næstu tíu ár.“ Gunnar G. Schram lagaprófessor: Undirritun nauðsynleg en ekki bindandi GUNNAR G. Schram lagaprófessor segir að undirritun Jóns Sig- urðssonar iðnaðarráðherra á áfanga í samningaviðræðum um nýtt álver á Keilisnesi sé ekki yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinn- ar, heldur iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra hafi hins vegar ver- ið rétta stjórnvaldið til þess að undirrita þennan áfanga. „Hann hefur eðlilega og réttilega verið að staðfesta þá áfanga, sem þeg- ar hafa náðst í samningaviðræðunum, og það er eflaust nauðsyn- legt til þess að hægt sé að halda áfram; að menn viti hvar þeir standa, bæði íslendingar og hinir útlendu samningsaðilar," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði að í reglugerð um ing, en hefur ekki skuldbindandi Stjórnarráð Islands frá 1969, þar sem tiltekin er skipting starfa milli ráðherra ríkisstjórnarinnar, kæmi fram að iðnaðarráðherra hefði forræði yfir sínum mála- flokkum, sem væru meðal annars orku- og iðnaðarmál. Þar af leið- andi væri eðlilegt að hann fjallaði um þau efni innan ríkisstjórnar- innar og leiddi samningamál um stóriðju, enda væru þeir samning- ar á vegum ráðherrans og iðnaðar- ráðuneytisins. „Það sem nú hefur verið gert, sýnist mér vera að iðnaðarráð- herra hefur með undirskrift sinni staðfest minnisblað um ýmis grundvallaratriði væntanlegs samnings. Hins vegar ber að und-„ irstrika að hér er ekki um neinn samning að ræða, þetta er aðeins áfangi á leið til samnings," sagði Gunnar. „Þetta er meira yfírlýs- gildi fyrir íslenzka ríkið á nokkurn hátt. Ríkið verður aðeins skuld- bundið með lagafrumvarpi, sem þarf að leggja fyrir Alþingi." Gunnar sagði að samþykkt slíks * frumvarps væri svo grundvöllur- inn fyrir því að hægt væri að gera endanlegan samning um byggingu nýs álvers. „Að vísu má gera form- legan samning með fyrirvara um samþykki Alþingis, en aðalatriðið er að samþykki Alþingis þarf til slíks samnings," sagði Gunnar. Forsenda þess, að stjórnarfrum- varp um byggingu álvers verði lagt fram á Alþingi, er að allir stjórnarflokkarnir séu sammála um að frumvarpið skuli lagt fram. „Það krefst samkomulags í ríkis- stjórninni, allra flokka. Það er for- senda þess að hægt sé að leggja fram stjórnarfrumvarp," sagði Gunnar G. Schram. ... og við bjóðum þig ^elkominn að kynnast skólum, pottum, pönnum, hnífapörum, Ijósum, og vefnaðarvöru. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.