Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 27 nikil- íimál lýstu sömu afstöðu og töldu undir- ritun iðnaðarráðherrans ríkisstjórn- inni óviðkomandi. Eigi að síður þótti þeim ástæða til að halda þingflokks- fund um þetta atriði sem var ríkis- stjórninni óviðkomandi og mótmæla því harðlega. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þarf að mótmæla því með þessum hætti sem ríkisstjórninni kemur ekkert við og bindur hana ekki á nokkurn hátt. Rökfræðin er sjálfsagt fengin úr sögum Bakkabræðra. Hvar eru samningar á vegi staddir? Þá hefur það verið mikið deilu- efni ríkisstjórnarflokkanna hvað samkomulag er um við erlendu stór- fyrirtækin. Iðnaðarráðherrann hef- ur margítrekað að undirritun þessa áfanga í samningunum feli í sér niðurstöður skattamála og orku- sölusamnings svo og varðandi um- hverfisvernd. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins lýsa því á hinn bóginn yfir að því fari fjarri að samkomu- lag sé orðið um öll þessi atriði. Af þessu verður helst dregin .sú ályktun að annað hvort sé ríkis- stjórnin að blekkja erlendu viðsemj- Þorsteinn Pálsson „Sjálfstæðismenn vilja mjög gjarnan sjá viðun- andi samningsniður- stöðu í þessu efni, þann- ig að hér verði unnt að reisa nýtt álver á til- teknum tíma og hefja framkvæmdir við stór- virkjanir." endurna um stöðu málsins ellegar að hún sé að blekkja Alþingi og íslensku þjóðina. Önnur ályktun verður varla dregin á meðan menn líta á ríkisstjórnina sem eina heild. Bakari hengdur fyrir smið? Formaður viðræðunefndarinnar sem farið hefur með þetta mál er Jóhannes Norðdal, Seðlabanka- stjóri, einn af virtustu og reyndustu embættismönnum landsins. Honum var falið þetta verkefni af ríkis- stjórninni sem embættismanni. Nú brá svo við á fimmtudags- kvöldið að fjármálaráðherrann sá ástæðu til þess að hella úr skálum reiði sinnar yfir þennan embættis- mann sem ríkisstjórnin sjálf hafði þó falið að vinna þetta verk. Ef Bakkabræður hefðu verið ráðherrar hefðu þeir ugglaust getað talið sjálfum sér trú um að embættis- mennirnir bæru pólitíska ábyrgð. En ég býst við að allur almenning- ur líti svo á að það sé fjármálaráð- herrann sem sé fyrst og fremst ábyrgur fyrir þeirri blekkingar- starfsemi sem á sér stað af hálfu stjórnvalda varðandi þetta mál. Fólkið í landinu lítur svo á að það séu meiri hagsmunir í húfi en svo að einstakir ráðherrar geti far- ið með málið eins og þeir væru að leika bræðurna frá Bakka. Frumkvæði sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fylgjandi samningum við erlenda aðila um orkufrekan iðnað. Reyndar hafði flokkurinn forystu um þetta efni á sínum tíma þegar samning- arnir voru gerðir við ÍSAL og virkj- unarframkvæmdir hófust við Búr- fell. Þeir samningar mörkuðu tíma- mót í atvinnusögu landsins. í iðnaðarráðherratíð Friðriks Sophussonar, komst verulegur skriður á samningaumleitanir um þetta efni á nýjan leik. En sem al- kunna er hafði Alþýðubandalagið með Hjörleif Guttormsson í stóli iðnaðarráðherra rýrt svo álit íslands í þessum efnum að langan tíma tók að ná fótfestu aftur. Núverandi iðnaðarráðherra tók við þessu máli þegar það var komið á gott skrið. Fyrst eftir stjórnar- skiptin hægði verulega á samninga- viðræðum. Engu var líkara en að núverandi iðnaðarráðherra vildi fresta því í Iengstu Iög að fá ágrein- ing um þetta efni innan ríkisstjórn- arinnar upp á yfirborðið. Síðan gerðist það að eitt af erlendu fyrir- tækjunum gekk út úr viðræðunum en annað bandarískt fyrirtæki kom þar í staðinn. Segja má að frá þeim tíma hafí verið góður gangur í við- ræðunum. Sjálfstæðismenn vilja mjög gjarnan sjá viðunandi samningsnið- urstöðu í þessu efni, þannig að hér verði unnt að reisa nýtt álver á til- teknum tíma og hefja framkvæmd- ir við stórvirkjanir. Álmálið mikilvægara en ríkisstjórnin Hjá því hefur þó ekki verið kom- ist að benda á að þau drög að orku- sölusamningi sem fyrir liggja eru á mörkum þess sem verianlegt er. Út frá afmörkuðum hagsmunum Landsvirkjunar er ljóst að nokkuð verður liðið fram á næstu öld þegar hún fer að hafa beinan hag af orku- sölusamningnum. Hann mun í heild sinni skila nokkrum arði yfir allt samningstímabilið. Eðlilegt er að ríkisstjórnin komi sér saman í mál- inu áður en Landsvirkjun ábyrgist væntanlega samninga. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi hugs- anlega styðja frumvarp sem iðnað- arráðherra myndi leggja fram sem þingmaður ef skrípaleikurihn í ríkisstjórninni leiðir til þess að þar verði ekki samkomulag um stjórn- arfrumvarp sem heimili ríkisstjórn- inni að ganga formlega frá samn- ingum. Því er til að svara að ekki verði séð að til þess komi að Sjálf- stæðisflokkurinn fái aðstöðu til þess að hafa úrslitaáhrif á afgreiðslu málsins meðan núverandi ríkis- stjórn situr. í fyrsta lagi Iítur iðnaðarráðherra svo á samkvæmt opinberum yfirlýs- ingum að skrípaleikur samstarfs- flokka hafa litla'sem enga pólitíska þýðingu því að ríkisstjórnin muni að lokum standa sameiginlega að afgreiðslu málsins. Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki sameiginlega þingmeirihluta. Allt tal um samstarf þessara flokka um afgreiðslu málsins án þingkosn- inga er þess vegna óraunhæft með öllu. Alþýðuflokkurinn kaus að vinna að þessu máli með Alþýðu- bandalaginu. Væntanlegt stjómarfrumvarp mun fela í sér heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að ganga frá samningum á tilteknum forsendum. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Alþingi hvort veita eigi ríkis- stjórn sem er svo ósammála um þetta mikilvæga hagsmunamál, umboð til þess að ganga frá samn- ingum. Andstæðingar málsins gætu allt eins náð yfirhöndinni innan ríkisstjórnarinnar og komið í veg fyrir framgang þess hvað sem liði heimild Alþingis. Eina örugga leiðin til þess að vinna málinu framgang er sú að efna til kosninga og mynda nýja ríkisstjórn, flokka sem ekki erú á öndverðum meiði um öll grund- vallaratriði. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. nsem húsinu Sterk staða Bush Bush forseti leggur mikla áherslu á tengsl við almenning og er óhræddur við að ferðast, vill hitta • fólk og þjpðarieiðtoga augliti til i auglitis. Ég kom frá Suður- " Ameríku fyrir mánuði þar sem ég • skipulagði ferð forsetans til fimm i eða jafnvel sex landa en henni hef- 1 ur nú verið frestað fram í desem- ber. Bush kemur mjög vel út úr skoðanakönnunum núna með tæp- : lega 80% fylgi en rétt er að benda á að forsetar njóta að jafnaði mik- i ils fylgis á átaka- og hættutímum. ; En mikilvægast er að almenningur t er ánægður með stefnu forsetans í i Persaflóadeilunni. Bush hefur tekist að fylkja nær öllum þjóðum heims að baki stefnu Bandaríkjanna, og Hvíta húsinu í Washington. Morgunblaðið/Sverrir Sig Rogich, sem er eirin af ráð- gjöfum George Bush Bandaríkin- forseta. beitt til þessa stjórnmálalegum að- ferðum sem eiga sér ekki fordæmi, einkum beinum tengslum við þjóð- arleiðtoga. Myndband til Bagdad Ég hef yfirumsjón með öllum segulbands- og myndbandsupptök- um af opinberum ávörpum fyrir forsetann, þ. á m. ávarpinu til írösku þjóðarinnar sem sent var til Bagdad og sýnt þar í sjónvarpi. Við þurftum ekki að taka það upp nema einu sinni og það var textað á arabísku. Til vonar og vara lét ég írakana fá ávarpið á öllum hugs- anlegum gerðum myndbanda svo að þeir gætu ekki borið við tækni- legum erfiðleikum og tekið þannig aftur loforðið um að sjónvarpa því! Það er erfitt að meta hvaða áhrif ávarpið hafði en ég hygg að það hafi haft heilmikil áhrif vegna þess að Saddam Hussein svaraði okkur með sínu myndbandi, klukkustund- arlöngu ávarpi til Bandaríkja- manna. Churchill sagði að stundum væri hægt að meta árangur verka sinna með því að kanna viðbrógð andstæðingsins!" „Sumarleyfi" í Kennebunkport Bush forseti var gagnrýndur fyr- ir að taka sér frí fyrstu vikur Persa- flóadeilunnar og stunda fískveiðar í Kennebunkport. Rogich sagði að forsetinn hefði farið í leyfi á þessum tíma með fjölskyldu sinni ár hvert um 30 ára skeið og þetta leyfi hefði að sjálfsögðu verið skipulagt með löngum fyrirvara. En mestu skipti að alls ekki hefði verið um raun- verulegt sumarieyfi að ræða; forset- inn hefði verið í stöðugu sambandi við helstu ráðamenn og ráðgjafa. „Ég var 'þarna sjálfur átta daga meðan Bush var í Kennebunkport og það voru stanslausir fundir og skýrslugerðir, Baker utanríkisráð- herra og Scowcroft öryggismála- ráðgjafí ráðguðust við forsetann, þjóðarieiðtogar komu til viðræðna, það var nóg að gera. Þingið var í sumarieyfi og ríkisstjórn landsins var í reynd ekki Iengur í Washing- ton. Það er eitt sem menn hljóta að geta orðið sammála um í sambandi við Bush; vinnusemi hans og skyldurækni er með eindæmum. Menn geta gagnrýnt skoðanir hans en á þessu sviði getur enginn fund- ið að neinu, hann er harðduglegur og stendur sig frábærlega vel, legg- ur sál sína í forsetastarfið." Enn íslendingur Rogich varð bandarískur ríkis- borgari 1965, einkum til að geta neytt kosingaréttar en hann segist hafa orðið áhugasamur um stjórn- mál strax á unga aldri. Hann lítur samt á sig sem Islending þótt hann tali ekki málið. Hann var spurður hvort Bush vissi að hann væri af íslenskum ættum. „Já ég hef sagt honum að ég sé eini íslendingurinn sem nokkurn tíma hafi starfað í Hvíta húsinu! Ég er hreykinn af þjóðerni mínu, er ekkert að leyna því. Forsetinn þekkir til landsins, hefur veitt lax hérna og var harðán- ægður með þá ferð, er mjög hlýtt til landsmanna. Ég veit ekki hvort hann kemst aftur hingað til að veiða en ég veit að það vildi hann gjarnan ef ráðrúm gæfist." Yfirlýsing Bandaríkjaforseta: Leifur Eiríksson var somir Islands Dagur Leifs Eiríkssonar verður haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum á þriðjudag, 9. október, eins og gert hefur verið síðan 1964. Athygli vekur að í yfirlýsingu George Bush forseta í tilefni dagsins er í fyrsta sinn tekið skýrt fram að Leifur hafi verið Islendingur en áður hefur hann verið sagður norskur. Yfirlýsingin fer hér á eftir. Þegar Leifur Eiríksson steig á land í Norður-Ameríku fyrir nær þúsund árum ruddi hann braut sem síðar var farin af mörgum kynslóð- um hraustra evrópskra landkönn- uða og trúboða. Hann efndi einnig til fyrstu tengslanna, sem nú hafa staðið í aldir, milli þjóða þessa meginlands og íbúa Norður-Evrópu. Leifur Eiríksson var sonur Eiríks rauða, er hafði forystu fyrir fyrstu Evrópumönnunum sem námu land á Grænlandi, og talið er að Leifur hafi snúið aftur til lands forfeðra sinna, Noregs, árið 1000. Sam- kvæmt Eiríks sögu rauða snerist ungi siglingakappinn þar til krist- innar trúar. Síðar fékk Ólafur kon- ungur Tryggvason hann til að snúa aftur til Grænlands og stunda þar kristniboð. Og enn vatt Leifur upp segl. I einni af mörgum ferðum sínum um úthöfin kannaði „Leifur heppni" hluta Norður-Ameríku. Margir fleiri fylgdu í fótspor hans, í von um að sjá sjálfir hin auðugu og fögru lönd sem hann hafði nefnt Helluland, Vínland og Markland. Frá því að Leifur Eiríksson fyrst steig á land á meginlandi Norður- Ameríku hafa kynslóðir norrænna karla og kvenna komið til Banda- ríkjanna og fært með sér auð ein- staks menningararfs síns. Innflytj- endur frá íslandi, Grænlandi, Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi hafa auðgað land okkar og bætt sínum eigin köflum við sögu þróunar Bandaríkjanna sem ávallt er yerið að rita. í hvert sinn sem við minnumst Leifs Eiríkssonar, þessa hrausta sonar íslands pg sonarsonar Nor- Stytta Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju í Reykjavík. egs, 9. október fögnum við einnig glæstri norrænni arfleifð þjóðar okkar. Siglingakappinn hugprúði, með neista trúboðans, við tengjum nafn hans svo oft við ævintýri og rómantík og hann er okkur einnig kært tákn um sterk og varanleg bönd sem eru milli íbúa Banda- ríkjanna og vina okkar á öllum Norðurlöndunum. Sameinað Bandaríkjaþing ákvað 2. september 1964 að biðja forset- ann að lýsa 9. október á hverju ári Dag Leifs Eiríkssonar. Þess vegna lýsi ég, George Bush, forseti Banda- ríkjanna, 9. október 1990 Dag Leifs Eiríkssonar og gef viðeigandi emb- ættismönnum skipun um að draga fána þjóðarinnar að hún við allar opinberar byggingar þann dag. Ég hvet einnig íbúa landsins til að nota tækifærið og kynna sér betur hinn auðuga arf Norðurlandabúa í Bandaríkjunum og forna sögu meg- inlands okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.