Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 4 Sigurður Karl Sveins- son — Minningarorð Fæddur 10. maí 1957 Dáinn 1. október 1990 Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar og skólafé- laga, Sigurðar Karls Sveinssonar, sem lést á Landspítalanum þann 1. október sl. Kalli var einn af þessum hressu peyjum sem svo sannarlega setti svip á umhverfi sitt með skemmti- legum uppátækjum og lífskrafti. Eitt aðaláhugamál Kalla var fót- bolti. Hann var sparkandi bolta öllum stundum og þótti liðtækur í íþróttinni. Spilaði hann með Þór og ÍBV í öllum aldursflokkum og einnig um tíma með sænsku fé- lagsliði. Eins og gengur skildu leiðir okkar flestra þegar unglingsárun- um lauk. Árið 1984 héldum við árgangsmót í Eyjum og að sjálf- sögðu gerði Kalli sér ferð frá Svíþjóð til að hitta okkur. Það virt- ist sem sumir hefðu lítið breyst og var Kalli einn þeirra. Hann mætti til leiks gáskafullur og hress að vanda. Þrátt fyrir erfið veikindi undan- farin ár mætti Kalli á árgangsmót- *¦ ið sl. sumar og voru það síðustu samverustundirnar sem við vorum öll saman. Margs er að minnast og margs er að sakna á kveðjustund sem þessari. Viljum við þakka fyrir öll góðu árin sem við áttum með Kalla. Við vottum Beddu, Örnu Huld, Gullu og óðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Árgangur 1957 úr Vestmannaeyjum. Þegar vindharpan ómar hæst í suðaustan sautján og ölduskaflarn- ir berja Stórhöfða í sífellu þá undr- ar mann að Höfðinn skuli ekki bif- ast. Hnarreistur eins og steinmað- ur úr hafinu tekur hann boðaföll- unum, brýtur niður báruna og klýf- ur vindhörpustefíð niður í sitt sígilda hversdagsljóð þar sem ímyndin er bylgjað gras, fuglager við brúnir, særofið berg og enda- laust litaspil. Þannig stóð hinn ungi Eyjamaður, Sigurður Karl Sveinsson, svo hnarreistur og markviss undanfarin ár í barát- tunni við sjúkdóminn sem lagði hann að velli 33 ára gamlan. Hann gafst aldrei upp og þótt hann lyti í lægra haldi með lífi sínu þá hafði hann sigur gagnvart sjálfum sér, andlega reisn til enda eins og hetju sæmdi. Sárt er hans saknað, í brimi blikar tár og blíðu auga. Hann kom og hann fór eins og hlýir dagar, dulur og ekki allra en að bakhjarli átti hann traustan vinahóp þar sem skoðanir hans urðu eins konar ankerisfestar, því þeir sem þekktu hann vissu að sannfæring hans' var meitluð og mótuð hvort sem rætt var um menn eða málefni, knattspyrnu eða tónlist, lífsins melódí. Hann var stórhuga óg hreinskiptinn, frekur til hugmynda og fylginn sér með allt á hreinu eins og fylgir aðals- merki ættar Ársæls Sveinssonar útvegsbónda, en svolítið dularfull- ur í innbyggðri sérvisku. Kalli Sveins var ævintýramaður í sér, ferðaðist um Asíu þvera og endi- langa með öðrum öðlings Eyja- peyja, Jónasi Gíslasyni, trygglynd- um og táknrænum fyrir myndríka persónuleika. í nær 10 ár var Kalli atvinnumaður í knattspyrnu í Svíþjóð, lauk þar stúdentsprófi af því að hann hafði ekki mátt vera að því á heimaslóð, og dreif sig í verkfræðinám ytra. En án þess hann vissi var eitthvað að, óveðurs- ský yfir lífstakti þessa áræðna drengs og eins og fuglinn fmnur til farar hélt hann skyndilega heim til íslands 1987. En jafnvel sjö dögum síðar þegar óvæntur sjúk- dómur blasti við þá bar hann sig sem fyrr, hið stílhreina ljóð með baráttugleði og ást til lífsins. Hann ætlaði sér sigur og áræðið gaf honum mikið, þroska og góðar stundir. Aldrei minntist hann á sjúkdóminn sára, kvartaði aldrei, var í mesta lagi að hvíla sig að- eins, en hvílíkt brim hlýtur að hafa bylgjast í brjósti hans í óvissunnar tíma. Guði sé lof var þráin um ævintýri yfirsterkari í þessari bar- áttu. Stoltur hélt hann sínu striki, tók þátt í lífsleik úteyinga_ með félögum sínum í indælli Álsey, spáði í birtuna, teiknaði stemmn- ingar náttúrunnar, þeysti á hrað- bátum, gekk til verka, lifði lífinu æðrulaust undir kjörorðinu: Ég skal. Með ástvinum sínum gekk hann mót nýjum dögum með sig- urglampa í augum og í hjarta sínu átti hann spegilmynd huga síns í dóttur sinni Ornu Huld níu ára. Svo fljótt, svo fljótt, fyrir aldur fram hvarf vinurinn sá til huliðs- heima. Guðs veri vökul hönd yfir vinum og vandamönnum, vorblær úr sporum sem vöktu virðingu og vinarþel. í brimi blikar tár og blíðu auga, þá vindharpa minninganna ómar. Árni Johnsen Mig langar til að minnast Kalla bróður míns, sem í dag er til mold- ar borinn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Mig langar að þakka honum fyrir það sem hann gaf okkur í sínum veikindum, það er ómetanlegur þroski fyrir mig og mína fjölskyldu að hafa fengið að fylgjast með baráttunni við þann sjúkdóm sem hefur hrjáð hann í rúm 3 ár. Hann dvaldi oft hér hjá okkur í Reykjavík þegar hann þurfti að vera hér til lækninga. Það voru ekki svo fáar ferðirnar sem hann lagðist inn á Borgarspít- alann, en alltaf kom Kalli út aft- ur, viljastyrkurinn var svo mikill. Já, það er viljinn, jákvætt hugarfar og trú sem hjálpar okkur þegar mikið gengur á í lífi okkar, það sást best síðastliðið haust þegar Kalli ákvað að halda jól hjá Jónasi æskufélaga sínum í Mexíkó. Kalli fór út um miðjan desember já- kvæður og lífsglaður, en samt svo sárþjáður. Hann ætlaði að dvelja í 5 vikur í Mexíkó, en dvölin varð heldur styttri. Hann varð að koma heima á gamlársdag sárþjáður og lagðist beint inn á Borgarspítal- ann, en upp úr þeim veikindum stóð hann líka, það var alveg ótrú- legt þrek. Hann átti eina dóttur, Örnu Huld. Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með hvað hún hefur sýnt mikla stillingu og hlýju í veik- indum pabba síns, aðeins 9 ára gömul. Kalh var við nám í háskóla í Gautaborg og nam verkfræði, en hætti námi vegna veikinda í mars 1987. Hann bjó í Svíþjóð í 9 ár ásamt sambýliskonu og dóttur. Kalli var yngstur af okkur systkin- unum, aðeins 33 ára þegar kallið kom. Mig langar að biðja góðan Guð að styrkja okkur öll á þessari stundu, sérstaklega mömmu sem sér á eftir þriðja syninum yfir móðuna miklu. Gulla mín, ég vil þakka þér fyrir þinn kærleika, og bið Guð að styrkja ykkur mæðgur. Vinum hans viljum við þakka fyrir hlýhug í hans garð. Eg veit að elsku Kalli er hvíldinni þakklátur eftir mikla baráttu síðustu 4 vik- ur. Ég kveð elsku bróðir minn, Guð geymi hann. Dóra systir og fjölskylda. Okkur langar til að þakka kærum heimilisvini samfylgdina. Við kynntumst Kalla fyrir 12 árum þeg- ar Gulla, elsta systirin í fjölskyld- unni, kynnti hann fyrir okkur. Upp frá því varð hann eins og eitt af systkinunum. Þrátt fyrir stopular samverustundir hélst ávallt góð vin- átta milli okkar. Þegar Gulla og Kalli settust að í Svíþjóð, þar sem Kalli m.a. spilaði knattspyrnu, vor- um við alltaf velkomin á heimili þeirra og voru þau boðin og búin að gera dvöl okkar þar sem ánægju- legasta. Árið 1981 fæddist þeim dóttir, Arna Huld. Kalli var lærður rafvirki, en hug- ur hans stóð til frekari menntunar og lauk hann stúdentsprófi í Svíþjóð. Hann hóf síðan verkfræði- nám, en varð frá að hverfa vegna veikinda. Kalli kom heim til íslands snemma vors 1987 og kom þá fljót- lega í Ijós að hann var mikið veik- ur. Undanfarin þrjú og hálft ár höfum við fylgst með baráttu hans við veikindin og fannst okkur hann oft ætla að hafa betur, en að lokum varð hann að lúta í lægra haldi. Árla morguns 1. október var þraut- um hans lokið. Sínum grimmu ör- lögum tók Kalli með æðruleysi. Við eigum öll erfitt með að sætta okkur við að Kalli sé dáinn og kveðjum hann með sárum söknuði. Blessuð sé minning hans. Við vottum Gullu og Örnu, Beddu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Vallartröð 2 Hann Kalli er dáinn eftir hetju- lega baráttu við sinn erfiða sjúk- dóm. Það er erfitt að trúa því þó að við vissum að hverju stefndi. Ég var svo lánsamur að kynnast Kalla á okkar yngri árum og hélst sá vinskapur fram til síðasta dags. Hann flutti til Svíþjóðar ásamt sambýliskonu sinni, Guðlaugu B. Guðjónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem heitir Arna Huld. Eftir að Kalli flutti aftur til Eyja var hann tíður gestur á heimili okk- ar. Alltaf var tilhlökkun hjá dætrum okkar þegar von var á Kalla því að hann var einstaklega barngóður. Það er stórt skarð höggvið í vina- hópinn sem aldrei verður fyllt, en þegar Kalla er minnst koma góðar og skemmtilegar minningar upp í hugann. Elsku Bedda, Arna Huld, Gulla og aðrir ástvinir, megi minningin um góðan dreng lifa. Blessuð sé minning hans. Halli Steini, Stína og dætur Hann Kalli var svo góður. Ég er svo sorgmædd yfir að hahn skuli vera farinn frá okkur, en ég veit að honum líður betur núna. Þegar ég var lítil fór ég stundum í sum- arfrí til Svíþjóðar þegar Gulla, Kalli og Arna Huld áttu heima þar. Ég man svo vel eftir því. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman. Mér varð þá einu sinni á að kalla hann Kalla pabba minn. Það fóru allir að hlæja og ég fór svolítið hjá mér, en þá sagði hann að ég mætti alveg kalla sig það. Hann bauð mér líka stundum með Örnu Huld að heim- sækja sig til Vestmannaeyja. Það er gott að eiga svona góðar minn- ingar. Ég sakna hans mikið. Rakel Helstríðinu er lokið. Dauðinn er kærkominn eftir langa baráttu við manninn með Ijáinn. Hve lífið getur oft verið miskunnarlaust. Ungur maður í blóma lífsins er kvaddur héðan í dag, langt um aldur fram, í fæðingarbæ sínum sem hann unni svo mjög, Vestmannaeyjum. Sigurður Karl Sveinsson hét hann, fæddur 10. maí 1957, því aðeins 33 ára að aldri er hann lézt. Kalli Sveins var hann kallaður, yngstur sona hjónanna Bernódíu S. Sigurðardóttur og Sveins Ár- sælssonar. Bedda og Sveinn eignuð- ust 3 syni á 3 árum, Ársæl, Svein Bernódus og Sigurð Karl, sem ólust upp á fjölmennu myndarheimili á Túngötu 16. Bedda hafði verið áður gift og eignast 4 börn. Eitt dó f æsku, en Hlöðver, Örlygur og Dóra fluttu með móður sinni til Eyja, þegar hún giftist Sveini, sem reynd- ist ekki síður faðir þeirra en sinna sona. Þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa Örlyg, músíkalskan efni- spilt, en hann drukknaði aðeins 18 ára að aldri. Faðir Kalla, Sveinn, sem var mikill íþróttamaður á yngri árum í knattspyrnu í íþróttafélaginu Þór, margfaldur Vestmannaeyjameistari og íslandsmeistari ígolfi, kom börn- um sínum snemma til að iðka íþrótt- Minning: Þorgerður Vilhjálms- dóttiráMúla Fædd 14. ágúst 1903 Dáin 29. september 1990 Þegar ég frétti af andláti Gerðu á Múla, eins og hún var jafnan kölluð í Eyjum, komu upp í hugann ýmis atvik frá um hálfrar aldar kynnum okkar. Ætli það hafi ekki verið um 1940 er ég kom fyrst að Múla, heimili Gerðu. En ferðirnar urðu fleiri, — var meira og minna viðloðandi í 50 ár. Þær voru marg- ar ferðirnar að Múla — til að fá sér kaffi eða til þess að létta aðeins á amstrinu. Þessar heimsóknir faeddu margt af sér, en þó fyrst og fremst kynni við þessa góðu konu. Svo sem að líkum lætur bar margt á góma á þessum samstund- um okkar. Það var styrjöld í Evrópu og margt andstætt og upp spruttu vandamál á öllum sviðum. Auðvitað bar ég mig undan þeim, — en þá kom Gerða til, tjáði sín sjónarmið og málið tók oft aðra og betri stefnu. Og árin liðu, Gerða var mér og mínu fólki innan handar um margt og hjálpaði til við tíma- bundna erfiðleika, tilstand í pólitík- inni og annað í svipuðum dúr. Og svo komu allt í einu jarðeldar á Heimaey, „gos". Það urðu miklar breytingar á venjulegu mannlífi í Eyjum. Fólk flýði Eyjarnar, en jarð- eldarnir slokknuðu og menn komu aftur til þess að byggja upp að nýju. Og að Mula var fljótlega búið að koma heimilinu í lag. Þar var gott að eiga athvarf, þegar var verið að reyna að hálda einhverju tíl haga af sínu dóti. Man ég að þá var nota- legt að sitja yfir góðgerðum í stof- unni á Múla, — en úti gnauðaði vindurinn, dimmt, og yfir lá askan kolsvört. Og nú er mér efst í huga þakklæti fyrir hlýju, velvild og skilning í minn garð og míns fólks. Þorgerður Vilhjálmsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 14. ágúst 1903, og lést þar 29. september sl. 87 að aldri. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Arnadóttir ættuð úr Mýrdal og Vilhjálmur Olafsson úr Meðallandi. Þéssi hjón reistu bú að Múla hér í Eyjum í upphafi þessar- ar aldar. Gerða ólst upp í föður- garði við gott atlæti. Vestmannaeyjar voru á þessum árum í miklum uppgangi, útgerð óx hröðum skrefum og uppsveifla í atvinnulífi yfirleitt. Hingað til Eyja komu því margir í atvinnuleit og þá einkum úr sveitunum á Suð- urlandi. Þetta var að verulegu leyti. ungt fólk, og þá einkum ungir menn. Einn þessara manna var Steinn Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rang- árvöllum. Míkill dugnaðarmaður og einhver mesti öðlingur er ég hefi kynnst, bæði til orðs og æðis. Þau Gerða og Steini felldu hugi saman og giftu sig á vertíðarloka- daginn 11. maí 1923. Þau settu.bú sitt að Múla er varð heimili þeirra nær þar til yfir lauk. Efnin voru í upphafi ekki mikil, en með sam- heldni, dugnaði og nýtni komu þau sér' upp góðu heimili er alla tíð var til fyrirmyndar. A þessu heimili komu þau upp börnum sínum, fjór- um stúlkum, Sigríði, Jónu, Þóru og Guðrúnu. Þessar góðu og myndarlegu stúlkur eru löngu farnar af bæ, giftar myndarmönnum, eiga falleg heimili og mannvænleg börn. Hlut- ur góðrar húsfreyju í heimilishaldi verður seint ofmetinn, og i heimilis- haldinu lét Gerða ekki sinn hlut eftir liggja. Vakin og sofinyfir vel- ferð þess og lét ekkert tækifæri óhotað til þess að hlúa að því og styrkja. Gestrisni var Gerðu í blóð borin og hún hafði yndi af því að gera vel til þeirra er bar að Garði, tók öllum af alúð og umhyggju og hafði yndi af því að hafa fólk í kringum sig. Lífið rennur ekki alveg snurðu- laust hjá garði. Menn verða fyrir áföllum og Gerða mín fór ekki var- hluta af því. Steinn maður hennar var henni góður eigihmaður, tillits- samur og ástríkur, og þess vegna var það henni mikið áfall er hann féll frá 1. mars 1983. Lauk þar með elskulegu hjónabandi er staðið hafði í tæp 60 ár. Líf góðrar konu er á enda runn- ið, hennar er saknað, lífsstarf henn- "ar var til eftirbreytni og skilur eftir í minningunni það sem mest er um vert, fallega mynd af góðri konu. Astvinum hennar og öllu skylduliði sendi ég og mitt fólk samúðarkveðj- ur. Björn Guðmundsson Hún amma á Múla er dáin. Amma á Múla hét fullu nafni Þor- gerður Vilhjálmsdóttir, fæddist 14. ágúst 1903 í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Guðbjargar Arna- dóttur og Vilhjálms Ólafssonar. 11. maí 1924 giftist amma afa, Steini Ingvarssyni, f. 23.10. 1892, d. 1.3. 1983, frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, framfærslufulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og starfs- manni Samkomuhúss Vestmanna- eyja. Þau eignuðust fjórar dætur, Sigríði, gift Sveini Magnússyni og eiga þau fjóra syni, búa í Vest- mannaeyjum; Jónu Guðbjörgu, gift Hilmari Guðlaugssyni og eiga þau þrjú börn, búa í Reykjavík; Guð- björgu Þóru, gift Finnboga Árna- syni, þau eiga einn son og búa í Garðabæ; Guðrúnu, gift Jóhanni Ólafssyni og eiga þau þrjú börn og búa í Vestmannaeyjum. Barna- barnabörnin eru orðin yfir 20. Amma og afi á Múla héldu alltaf vel utan um fjölskyldu sína og voru höfuð ættarinnar með sahni. Amma hafði alltaf lag á að stjórna ættinni þó hægt færi, fylgdist alltaf með öllum okkar gjörðum og.kom með sínar aðfinnslur ef henni þótti ástæða til. Stálminni hafði hún,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.