Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 20
20 OflOI .3 :Vú>: EÍVPJÖHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1990 Ragnar Emilsson arkitekt - Minning Fæddur 3. október 1923 Dáinn 27. september 1990 Faðir minn, Ragnar Emilsson, fæddist 3. október 1923. Hann var listamaður sem vildi lifa einföldu og nægjusömu lífi í fullri sátt við umhverfi sitt. Hann gat séð litadýrð í því sem virtist grátt og hversdags- legt. Næmleiki fyrir samhljóm hjálpaði honum einnig til að njóta líðandi stundar, t.d. við vatnslita- málun í íslenskri náttúru, við sil- ungsveiðar á kyrrlátum sumar- kvöldum, að tafli eða spjalli við vini og kunningja. Sem arkitekt naut hann einnig listrænna hæfileika sinna. Meðal þekktari verka hans eru Kópavogs- kirkja sem hann vann fyrir emb- ætti húsameistara ríkisins í tíð Harðar Bjarnasonar, Mosfells- kirkja, Þykkvabæjarkirkja, kirkjan í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, Hornafjarðarkirkja, Grindavíkur- kirkja o.fl. verk sem hann vann á eigin vegum. Varðandi Kópavogskirkju þá var hann stoltastur af hugmynd sinni að parabólu- eða fleygbogaforminu sem auk kirkjunnar einkennir það land sem Kópavogsbær stendur á og jökull formaði endur fyrir löngu. Hugmyndina að tígulegum form- um Mosfellskirkju fékk faðir minn frá ár- og jökulsorfnum fjallatopp- unum sem gnæfa upp af norður- hlíðum Mosfellsdals svo fátt eitt sé nefnt. Þannig las faðir minn form guðs- húsa úr rúnum ísaldar. Þau þrjátíu ár sem við feðgar áttum saman skiptust á skin og skúrir. Mér þótti oft nóg um hóg- værðina og nægjusemina sem ég sakna raunar einnig, nú á kveðju- stundu. Emil J. Ragnarsson í dag verður jarðsunginn Ragnar Emilsson, starfsmaður húsameist- ara ríkisins, en hann lést að morgni fimmtudags, 27. september sl., eft- ir stutta legu og vonlausa baráttu við klóharðan sjúkdófn. Ragnar fæddist 3. október 1923 í Kaupmannahöfn, sonur hinna val- inkunnu sæmdarhjóna, Emils Jóns- sonar, ráðherra, og frú Guðfinnu Sigurðardóttur. Var hann elstur sex systkina. Eftir stúdentspróf við Mennta- skólann á Akureyri vorið 1944 hélt Ragnar til Svíþjóðar til þess að stunda nám í húsagerðarlist, fyrst í Stokkhólmi skamman tíma en síðan við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg. Ragnar kvæntist árið 1948 Sig- rúnu Jónsdóttur, vefnaðarlistakonu og kennara, sem þá var einnig við nám í Gautaborg. Eignuðust Ragn- ar og Sigrún tvö börn. Þau eru: Sigurborg Ragnarsdóttir, kennari og fyrrum starfsmaður Sjónvarps- ins. Hún býr nú í Washington í Bandaríkjunum og er gift Stefáni Karlssyni, lækni, sem starfar þar að erfðafræðirannsóknum við National Institutes of Health. Sig- urborg og Stefán eiga tvo syni, Ragnar Karl og Jón Hall; Emil Jón Ragnarsson, læknir. Hann starfar nú við sjúkrahús í Reykjavík og er ókvæntur. Sigrún átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi þegar hún og Ragnar giftust og lét Ragnar sér annt um þroska þeirra, nám og gengi. Sigrún og Ragnar slitu samvist- um árið 1983 en héldu samt góðu kunningjasambandi. Var Sigrún honum traust stoð og stytta í bana- legunni. Ragnar starí'aði jafnan eftir að hann kom heim frá náminu í Svíþjóð hjá embætti húsameistara ríkisins í Reykjavík. Þar átti hann ríkan þátt í teikningu margra opinberra bygginga, m.a. Kópavogskirkju, þar sem smekkvísi hans og næmt list- rænt auga komu að góðum notum. Við Ragnar Emilsson kynntumst árið 1963 þegar að því dró að sá sem þessar línur ritar giftist stjúp- dóttur hans, Svövu Sigurjónsdóttur. Það fór vel á með okkur Ragnari þessi 27 ár. Við áttum ýmis sameig- inleg áhugamál (þ. á m. var skák- in). Þá ferðuðumst við ósjaldan saman um landið, ekki síst til Víkur í Mýrdal þar sem fjölskyldan átti bæði sumarhús og marga vini. Naut Ragnar þess virkilega vel að koma þangað og slaka á við veiðiskap, kartöflurækt, hestamennsku o.fl. Þar og víðar málaði hann líka mynd- ir á stundum, einkum vatnslita- myndir, sem margar hverjar eru besta stofuprýði. Ragnar Emilsson var hæfileika- maður, ekki síst á listræna sviðinu, en jafnframt látlaus persóna og gerði ekki mikið úr sjálfum sér í orðræðum. Að lífsskoðun var hann einlægur og sannfærður jafnaðar- maður, alveg eins og faðir hans og móðir, og var alla ævi hliðhollur hagsmunum alþýðumannsins. Það var gaman að hitta Ragnar. Kom þar ekki síst til kímni hans. Hann hafði alveg sérstakt skop- skyn. Og hann hafði gaman af að hitta fólk, sagði skemmtilega frá og var þægilegur í framkomu. Fyrir nokkrum árum veiktist Ragnar af erfiðum sjúkdómi sem þá tókst að lækna eða bægja frá í bili. En slík lækning mun reyna mikið á líkamann og veikja varnir hans. Enda fór það svo að í sumár vitjaði hans á ný skyldur, illvígur kvilli. Varð þá ekki við neitt ráðið. Einstaka sinnum bráði þó af honum í þessari viðureign sem áttí eftir að verða hans dauðastríð. Áttum við þá skemmtilegar samræður um heima og geima, rétt eins og í gamla daga, í stuttri ágústheimsókn okkar Svövu til íslands. En maðurinn með Ijáinn krafðist síns. Meinið heltók Ragnar og var hann allur á örfáum vikum. Það er í léttu samtali á kvöld- stund sem Ragnar Emilsson stend- ur mér ljósast fyrir hugskotssjón- um, með brosviprur á vörum og kímni í augnkrókum: Og ef við skyldum enn eiga eftir að hittast, þá hlakka ég til þess að vita hvaða kostulega sögu hann ætlar að segja mér næst. New York, 3. október 1990, Andri ísaksson Mér brá mjög þegar ég frétti um lát Ragnars vinar míns þótt ég vissi að hann yæri mjög sjúkur og þungt haldinn. Ég hafði fylgst með líðan hans nær daglega og heyrt að lækn- ar hans á Landspítalanum hefðu haft nokkra von um að lyfin, sem hann fékk gætu bjargað honum. En það brást og við urðum öll von- svikin og hrygg. Ég ætla ekki að rekja hér upp- runa eða æviferil Ragnars, því ég veit að það munu aðrir gera. Aðeins vil ég þó geta þess að ég kynntist nokkuð foreldrum hans, Emil Jóns- syni ráðherra og frú Guðfinnu Sig- urðardóttur. Þau hitti ég oft á heim- ili Ragnars og eiginkonu hans, frú Sigrúnar Jónsdóttur, kennara og listakonu, meðal annars við mörg tækifæri þegar við hjónin vorum hjá þeim í samkvæmum. Ragnar var mjög ánægjulegur maður, léttur í lund og hafði oftast einhverja gamansögu að segja þeg- ar við hittumst eða hann kom í heimsókn til okkar með frú Sigrúnu eða einsamall eins og hann gerði oft upp á síðkastið. Eg hef alltaf haft gaman af kímni og Ragnar kunni líka vel að meta það spaugi- lega sem ég kunni að segja honum. Ragnar Emilsson var bæði list- fengur og frumlegur arkitekt, það má sjá bæði á kirkjum og mörgúm húsum, sem hann hefur teiknað. Hann teiknaði sumarbústað fyrir okkur Þórdísi konu mína í landi Bíldsfells í Grafningi og höfum við verið afar ánægð bæði með útlit hans og innra fyrirkomulag. Margir sem þangð hafa komið hafa dáðst að honum og viljað líkja eftir honum við gerð eigin bústaðar. Þau hjónin kómu oft til okkar í bústaðinn og stundum var Ragnar með okkur við laxveiði í Soginu við þau tækifæri. Við heimsóttum þau einnig oft í sumarbústað þeirra nálægt Miðfelli við Þingvallavatn og veiddum þar oftast marga sil- unga. Það er ánægjulegt að minn- ast þessara indælu samverustunda okkar á liðnum árum. Ragnar teiknaði margar fallegar kirkjur og frú Sigrún kona hans hannaði og bjó til fjölda listrænna muna bæði í þær og á prestana. Þau eignuðust tvö börn saman, Sigurborgu, sem var um skeið þulur ríkissjónvarpsins en er nú gift Stef- áni Karlssyni lækni, og Emil Jón lækni. Börnum Sigrúnar frá fyrra hjónabandi var Ragnar sérlega góð- ur og - umhyggjusamur eins og sínum eigin. Hann var tryggur og traustur vinur vina sinna. Við Þórdís kona mín og fjölskylda okkar samhryggjumst innilega börnum hans, tengdabörnum og fjölskyldunni allri. Við þökkum hon- um vináttuna og biðjum honum Guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans. Erlingur Þorsteinsson í dag kveðjum við Ragnar Emils- son, samstarfsmann okkar í mörg ár. Ragnar hefði orðið 67 ára í þessari viku, hefði hann lifað. Hann starfaði samfellt frá 1957, eða í 33 ár, við embætti húsameistara ríkis- ins og var með lengstan starfsaldur okkar, sem þar störfum í dag. Ragnar Emilsson fæddist í Kaup- mannahöfh-3. október 1923. Hann var sonur hjónanna Emils Jónsson- ar ráðherra og Guðfinnu Sigurðar- dóttur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 hélt Ragnar til náms í byggingar- list í Gautaborg í Svíþjóð og vann þar einnig um skeið á teiknistofum. Árið" 1953 fluttist hann aftur til íslands og hefur starfað hér síðan. Er heim kom frá Svíþjóð tók hann fyrst til við sjálfstæð hönnun- arstörf og hefur á löngum starfs- ferli unnið að hinum fjölbreyttustu verkefnum. Ragnar helgaði bygg- ingarlistinni alla starfskrafta sína. Byggingar, sem Ragnar er höfund- ur að, bera glöggt vitni um smekk- vísi hans og góða fagmennsku. Af þessum verkum eru kirkjurnar að Mosfelli, Þykkvabæ, Stóradal, á Höfn í Hornafirði og í Grindavík án efa helstar. Einnig má nefna félagsheimilið Festi í Grindavík, dvalarheimili aldraðra og heilsu- gæslustöð í Borgarnesi, auk margra einbýlishúsa. Á löngum starfsferli sínum við embætti húsameistara ríkisins vann Ragnar einnig að fjölmörgum verk- efnum. Verkefnin voru fjölbreytt og ólík í eðli sínu, en Ragnar sinnti þeim af samviskusemi og Iagði gott til þeirra. Meðal slíkra verka voru t.d. kirkjur, skólar, sjúkrahús, fang- elsi og embættisbústaðir. Við, sem kynntumst Ragnari á vinnustað, minnumst hans sem dag- farsprúðs og heiðarlegs félaga. Hann var ljúfur í viðmóti og geð- þekkur, en hafði sig ekki mikið í frammi að óþörfu. Allt fram á síðasta dag rækti hann störf sín af einlægni og vandvirkni. Hin síðari árin hafði sjúkdómur sá, sem að lokum náði yfirhend- inni, þó náð að draga úr starfsorku hans um hríð. Fyrir sex árum háði hann erfiða baráttu við sjúkdóminn, en náði heilsu á ný ogiliom aftur til starfa. Bundnar voru vonir við, að hann hefði náð fullum bata, enda var ekki annað á Ragnari að merkja. Það kom okkur samstarfs- mönnum hans því í opna skjöldu, þegar hann fyrirvaralítið var lagður inn á sjúkrahús í byrjun ágúst síðastliðins og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Ragnar var liðtækur skákmaður og hafði einnig mikinn áhuga á bridge. Hér áður fyrr var oft tekið í spil í matartímanum, eða tefld skák og var Ragnar þá með áhuga- samari og snjallari spilamönnum. Ragnar kvæntist árið 1948 Sig- rúnu Jónsdóttur listakonu. Þau eignuðust tvö börn, Sigurborgu kennara og Emil Jón lækni. Þá ólst Svava, dóttir Sigrúnar, upp hjá þeim hjónum. Ragnar og Sigrún slitu samvistum, þótt góður vin- skapur héldist áfram með þeim. Við samstarfsmenn Ragnars sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Við þökkum við- kynningu við góðan dreng. Garðar Halldórsson Hryggur í huga minnist ég, með nokkrum orðum, félaga míns og vinar, Ragnars Emilssonar arki- tekts, en hann lést í Landspítalan- um 27. september tæplega 67 ára gamall. Hann fæddist í Kaupmannahöfn 3. október 1923 og var elstur sex barna Emils Jónssonar ráðherra og konu hans, Guðfinnu Sigurðaróttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum í Hafnarfirði, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og hélt þá utan til Svíþjóðar til náms í arkitektúr. Heimkominn árið 1953 hóf hann störf hjá húsameist- ara ríkisins og starfaði þar allan sinn starfsferil hérlendis, eða alls í þrjátíu og þrjú ár. Árið 1948 kvæntist Ragnar Sigr- únu Jónsdóttur, kennara og eignuð- ust þau tvö börn, Emil Jón, lækni' og Sigurborgu, kénnara, sem gift er Stefáni Karlssyni, lækni og eiga þau tvö börn. Þau eru búsett í Washington í Bandaríkjunum. Leiðir okkar Ragnars lágu fyrst saman í Stokkhólmi, þar sem við dvöldum báðir við nám veturinn 1945-46. Myndaðist fljótt með okk- ur góður kunningsskapur og vinátta sem haldist hefur alla tíð síðan. Áhugamálin voru mörg. Hann lék knattspyrnu, spilaði badminton og æfði ýmsar íþróttir aðrar, sér til ánægju og skemmtunar. Hann fylgdist mjög vel með gangi mála . á fþróttasviðinu og var sérstakur styrktarmaður FH í Hafnarfirði og viídi hag síns félags sem mestan. Hann var góður skákmaður og tefldi mikið á tímabili og fylgdist grannt með öllu sem að skák laut, bæði innanlands og utan, og lét sig sjaldan vanta þegar stórmót voru haldin hérlendis. Hesta átti hann sem voru honum kærir. Annaðist hann þá sjálfur, eins og heilsa hans og þrek leyfði. Hann gat þó lítið farið á bak síðustu árin, vegna mjög alvarlegra veikinda sem hann mátti þola fyrir sex árum. Það tók hann heilt ár að sigrast á þeim vágesti, og reyndist sú barátta hon- um rflikil þolraun. Eftir það gekk hann raunar aldrei heill til skógar. Veiðiskapur heillaði hann, og var hann kappsamur í besta lagi þegar fiskurinn gaf sig. En hann átti það líka til, þegar lítið var að hafa, að taka upp rissblokk og penna og draga upp mynd af því umhverfi sem auga hans nam, og hann var svo næmur fyrir. Var þá sem hann gleymdi stund og stað. Býður mér í grun, að þá hafi hann notið sín hvað best, enda gerði hann talsvert af því að teikna og mála „fyrir sjálf- an sig" eins og hann orðaði það. Málverkasýningar sótti hann tíðum og var vel heima á þeim vettvangi. Sumarbústaðurinn við Þingvalla- vatn og Iitla sumarhúsið í Vík í Mýrdal voru sælureitir þar sem Ragnar undi sér vel. Dvaldi hann þar löngum þegar tækifæri gafst sér til ánægju, hvíldar og hressing- ar. Eftir að heilsu hans tók að hraka, gat hann lítið sinnt þessum „perlum" sínum og hafði af því viss- ar áhyggjur. Árið 1956 fékk ég, ásamt nokkr- um félögum mínum, úthlutað lóð undir raðhús í Skeiðarvogi og feng- um við Ragnar til að teikna fyrir okkur húsin. Vorum við mjög ánægðir með teikninguna, sem m.a. skapaði möguleika á mismunandi útfærslum innandyra, eftir þörfum og smekk hvers og eins; og þar hef ég búið allar götur síðan. Síðustu árin voru samskipti okk- ar Ragnars all náin. Kom hann oft í heimsókn og saman áttum við margar ánægjustundir. Hann var dulur að eðlisfari, hæglátur og háttvís, og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Allt yfirlæti var honum víðs fjarri. Samviskusamur var hann í starfi og nákvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Góður sögumaður var hann, og sagði skemmtilega frá. Nú, þegar Ragnar er allur, á ég erfitt með að sætta mig við að sam- verustundir okkar verði ekki fleiri. En enginn má sköpum renna, og nú sakna ég vinar í stað. Ég fer ekki oftar með honum tíl hestanna, á málverkasýningar eða í veiði. Stundaglasið er á enda runnið. Hann hefur kvatt þetta jarðlíf, og fetar nú nýjar brautir, þar sem sá Guð, er öllu ræður, skipar hverjum og einum þann sess sem honum ber, í þeim heimkynnum, sem við vonum að öllum séu fyrir búin. Með þessum fátæklegu orðum þakka ég Ragnari samfylgdina og kveð góðan dreng og félaga, sem nú hefur lokið sínu dagsverki. Aðstandendum votta ég samúð. Gunnlaugur Lárusson Ragnar Emilsson fæddist í Kaup- martnahöfn þann 3. október 1923, elsta barn hjónanna Emils Jónsson- ar ráðherra og Guðfinnu Sigurðar- dóttur. Hann eyddi frumbernsku sinni í Danmörku ásamt foreldrum sínum, í fyrstu í Kaupmannahöfn og síðan í Oðinsvéum þar sem faðir hans var við nám og störf í byggingaverk- fræði. Þriggja ára gamall flyzt Ragnar til Islands g settist fjöl- skyldan að í Hafnarfirði, þar sem Emil faðir hans gerðist bæjarverk- fræðingur og síðar bæjarstjóri. Bjuggu foreldrar hans í Hafnarfirði alla tíð síðan. Börnunum fjölgaði fljótt í fjölskyldunni. Þegar Ragnar var kominn á fermingaraldur var hann orðinn elstur 6 systkina. Sex- tán ára gamall flytzt Ragnar úr foreldrahúsum og fer til náms við Menntaskólann á Akureyri. Bjó Ragnar í heimavist skólans eins og algengt var í þá daga og er enn. Þrátt fyrir djúpar rætur fjölskyld- unnar í Hafnarfirði flutti Ragnar ekki þangað aftur, heldur hélt hann til náms í arkitektúr við Chalmers- tækniháskólann í Gautaborg. Svíþjóðarárin urðu Ragnari lær- dómsrík og eftirminnileg. Auk námsins kynntist Ragnar þar sænskri menningu, sem var honum ávallt ofarlega í huga síðan. Einnig kynntist hann mörgum vinum, íslenskum og sænskum sem áttu eftir að halda við hann tengslum ævilangt, þar á meðal eiginkonu sinni, Sigrúnu Jónsdóttur. Ragnar og Sigrún eignuðust tvö börn, Sig- urborgu kennara í Bandaríkjunum og Emil Jón lækni. Auk þess ól Ragnar upp Svövu Sigurjónsdóttur, dóttur Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi. Einnig voru tveir synir Sig- rúnar, Olafur Þórir og Sigurður Sigurjónssynir tíðir gestir á heimili Ragnars og Sigrúnar. Þessi stóra fjölskylda settist að í Reykjavík, á Leifsgötunni og síðar á Hateigs- vegi. Þegar Ragnar flytzt heim frá Svíþjóð að loknu námi um miðjan fimmta áratuginn hefur hann störf hjá Húsameistara ríkisins og vann þar alla tíð síðan. Helsta áhugamál og sérsvið Ragnars í byggingarlist- inni var hönnun kirkna. Ekki er ég viss um að þar hafi ráðið ferðinni trúarlegur áhugi einn saman, held- ur kannski enn fremur sá faglegi metnaður, sem felst í því að leysa mörg skipulagsleg og fagurfræðileg vandamál, sem ávallt eru fyrir hendi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.