Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK ttrguulifafrife STOFNAÐ 1913 226.tbl.78.árg. LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þýskaland: Kommúnistar hóta málþófi í þinginu Bonn. Reuter. ÞÝSKA þingið hafnaði í gær beiðni Flokks hins lýðræðislega só- síalisma (PDS), arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, um undanþágu frá reglum um fjárstuðning við þingflokka. Gregor Gysi, formaður flokksins, hótaði því á blaðamannafundi að beitt yrði málþófi hættu hinir flokkarnir ekki að kúga kommúnista. Þing sameinaðs Þýskalands kom nú saman í fyrsta skipti í Bonn og eins og daginn áður í Berlín hleypti Gysi nokkru fjöri í umræðurnar. Flokkur hans fór fram á undanþágu frá þeim regl- um að 33 þingmenn þyrfti til þess 'að þingflokkur nyti ríkisstyrkja. Kommúnistar eru eini austur- þýski flokkurinn sem fulltrúa á í Bonn og ekki hefur tekist að mynda bandalag við flokka sem þar eru fyrir. Reyndar voru græn- ingjar á báðum áttum en ákváðu Filippseyjar: Uppreisnar- menn leggja niður vopn Manila. Reuter. ALEXANDER Noble, leiðtogi uppreisnarmanna innan hers Filippseyja, gafst upp í gær- kvöldi að sögn Renato de Villa hershöfðingja, yfirmanns her- afia landsins. Uppreisnin var gerð í fyrra- kvöld á næststærstu eyju lands- ins, Mindanao. Hún hófst í borg- inni Cagayan de Oro undir for- ystu Noble. Þetta er sjöunda uppreisn hermanna gegn stjórn Corazon Aquino síðan hún komst til valda árið 1986. Noble tók þátt í þeirri sjöttu í desember síðastliðnum og flýði til Mindanao þegar hún fór út um þúfur. Sjá „Uppreisnar- mönnum ..." á bls. 25. að láta það vera að bindast sam- tökum við PDS. Þar með eru hinir 24 þingmenn kommúnista of fáir til að teljast þingflokkur hvað fjár- veitingar varðar og þykir þeim það súrt í broti. Undanþágubeiðni þeirra var hafnað og á frétta- mannafundi í gær hótaði Gysi hefndaraðgerðum. „Við gætum borið fram ýmsar tillögur og flutt ræður til þess að hægja á umræð- um," sagði þingmaðurinn. Þingið samþykkti í gær ný lög um kosningarnar 2. desember næstkomandi. Hver flokkur þarf nú 5% atkvæða hið minnsta annað- hvort í vestur- eða austur-hluta Þýskalands til að fá þingsæti. Stjórnlagadómstóll Vestur-Þýska- lands hafði dæmt þau lög ógild að flokkur þyrfti 5% allra atkvæða í Þýskalandi til að komast á þing. Var talið að sú regla mismunaði flokkum því hún kæmi svo augljós- lega verst við austur-þýska smá- flokka eins og PDS. Bandaríkin: Eplihanda Moskvubúum Reuter Matarskortur er nú orðinn svo tilfinnanlegur í Moskvuborg að íbúarn- ir.leita út á landsbyggðina til að verða sér úti um matvæli. Þessi mynd var tekin í gær fimmtíu km frá höfuðborginni við veginn til Smolensk. Konurnar bjóða hér epli til sölu en einnig sækja borgarbú- ar sér egg, kartöflur og annað grænmeti út í sveitirnar. Evrópubandalagið: Breska pund- iðtengtERM Lundúnum. Reuter. BRESKA sljórnin tilkynnti óvænt í gær að breska pundið yrði tengt ERM, samráði Evrópubandalags- ríkja um gengismál, frá og með mánudeginum. Hún boðaði einnig að vextir yrðu lækkaðir í 14% en þeir voru hækkaðir í 15% fyrir sléttu ári. Aðgerðunum er ætlað að styrkja stððu pundsins og blása nýju lífi í breskan efnahag, sem hefur ein- kennst af samdrætti að undanförnu. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að aðgerðirnir bæru þess merki að þing- kosningar væru í nánd en Bretar ganga að kjörborðinu á næsta ári. Mikil verðbólga og háir vextir hafa valdið íhaldsflokknum breska nokkr- um erfiðleikum en hann hefur átt minna fylgi að fagna en Verka- mannafiokkurinn í skoðanakönnun- um að undanförnu. Samkvæmt ERM, sem er hluti af Evrópska myntkerfinu, EMS, grípa seðlabankar Evrópubandalagsríkja inn í ef miklar breytingar verða á gengi gjaldmiðla aðildarríkjanna til að tryggja stöðugleika í gengismál- um. John Major, fjármálaráðherra Bretlands, lagði til að pundið gengi í ERM á genginu 1:2,95 miðað við þýska markið en mætti hækka eða lækka um 6 af hundraði. Aðildarríki Evrópubandalagsins. þurfa að sam- þykkja þetta á fundi sem haldinn verður í Brussel í dag. Ríkisútgjöld stöðvast náist ekki samkomulag um fjárlög Washington. Reuter, GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann myndi beita neitunarvaldi gegn samþykktum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ef þær fælu ekki í sér varanlega lausn á fjárlagavanda Banda- ríkjanna. Fulltrúadeildin felldi Reuter Heimsmet í salatgerð Þúsundir Madrídbúa nutu góðs af þegar búinn var til heimsins stærsti skammtur af grænmetissalati fyrir skemmstu. Fimmtán kokkar hrærðu í salatinu í 12 stundir til þess að komast í heimsmetabók Guinness. Til matargerðarinnar notuðu þeir meðal annars tvö þúsund hvítlauks- rif, 300 kíló af piparávexti og 300 lítra af ólívuolíu! óvænt í fyrrakvöld fjárlagafrum- varp Bandaríkjastjórnar þótt það væri niðurstaða mánaðalangra samningaviðræðna milli stjórnar og þingleiðtoga. Eini möguleikinn til þess að hindra að nær öll út- gjöld ríkisins stöðvuðust frá og með miðnætti vegna skorts á fjár- lagaheimildum virtist því vera sá í gærkvöldi að fulltrúadeildin samþykkti lítið breytta mynd fjár- lagafrumvarpsins sem ríkissljórn- in lagði fram. 1. október síðastliðinn hófst nýtt fjárlagaár í Bandaríkjunum. Fyrir þann tíma átti að vera búið að sam- þykkja fjárlög. Ekki kemur þó til stöðvunar ríkisútgjalda á meðan til- lögur liggja fyrir þinginu en fjárlaga- frumvarpið var lagt fram í byrjun vikunnar. í fyrrakvöld felldi fulltrúa- deildin svo frumvarpið óvænt með 254 atkvæðum gegn 179. Við það skapaðist mikil óvissa. Þingmenn gældu við þá hugmynd að samþykkja aukafjárveitingar til að fjármagna ríkisútgjöld næstu daga á meðan endanlegt frumvarp væri samið. Bush hótaði því hins vegar í gær að beita neitunarvaldi gegn slíkum aukafj^rveitingum; þingið yrði að samþykkja endanleg fjárlög ella stöðvuðust ríkjsútgjöld. Nokkur óvissa var um það í gær- kvöldi hvaða þýðingu slík stöðvun hefði. Talið var að ríkisstjórninni væri heimilt að halda ýmiss konar neyðarstarfsemi gangandi. Einnig var það trú manna að áhrifin yrðu ekki ljós fyrr en á þriðjudag en á mánudag er frídagur í Bandaríkjun- um, svokallaður Kólumbusardagur. Það voru andstæðingar aukinnar skattlagningar úr flokki repúblikana og fylgismenn aukinna ríkisútgjalda úr demókrataflokknum sem tóku höndum saman um að fella fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Sam- kvæmt því átti að skera niður ríkisútgjöld um 500 milljarða dala næstu fimm árin. Hækka átti álagn- ingu á tóbak, áfengi og bensín svo dæmi séu tekin og töldu fréttaskýr- endur að þingmönnum hefði ekki litist á svo óvinsælar aðgerðir nú þegar einungis mánuður er til kosn- inga til fulltrúadeildarinnar. Tap vegna lokunar herstöðva á Grænlandi Nuuk. Frá N. J. Hruuu. fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR Bandaríkjamenn yfirgefa herstöðina í Syðri-Straumfirði, ratsjárstöðina í Kulusuk og fækka mönnum í Thule-stöðinni tapar grænlenski landssjóðurinn 100 milljónum danskra króna (tæpum einum milljarði ÍSK) í skatttekjum. Er talið að störf eitt þúsund manna verði lögð niður á næstu tveimur árum í bandarísku stöðv- unum á Grænlandi. ' Þessi tekjulækkun jafngildir 20% lækkun á beinum tekjum græn- lensku landstjórnarinnar af skatt- heimtu. Samhliða þessu aukast út- gjöld stjórnarinnar, þar sem hún þarf að standa undir kostnaði við rekstur á hinum almenna hluta flugvallarins í Syðri-Straumfirði og á litla flugvellinum í Kulusuk við Ammassalik á austurströnd Græn- lands. Bandaríkjastjórn nefndi ekki Grænland á nafn á dögunum þegar hún sagði frá áformum sínum um að loka á annað hundrað herstöðv- um víða um heim. Landstjórnin vonar enn, að Bandaríkin leggi fram fé til að standa undir rekstri vallar- ins í Syðri-Straumfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.