Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 29 Þrjár konur leigja verslun KEA á Hauganesi: Nauðsynlegt að hafa verslun á staðnum NESKAUP er heiti á nýrri verslun sem þrjár ungar konur á Hauga- nesi hafa tekið á leigu af Kaupfélagi Eyfirðinga. Verslunin var opnuð í gær og lagði þangað fjöldi manns leið sína. Sett hefur verið upp kaf- fitería í versluninni og í kjallaranum er keramikverkstæði. „Við erum mjög ánægðar með við- tökurnar, okkur hefur verið afar vel tekið. Það hefur komið mikill fjöldi fólks í verslunina og margir fært okkur blóm í tilefni dagsins," sagði Soffía Ragnarsdóttir sem ásamt Björk Brjánsdóttur og Soffíu Jóns- dóttur leigja verslunarreksturinn. Hrepparnir framan Akureyrar: Kosið um sam- eininguídag KJORFUNDIR vegna sameining- ar Hrafnagilsshrepps, Saurbæjar- hrepps og Ongulsstaðahrepps í eitt sveitarfélag hófust kl. 10 í morgun, Iaugardag. Kosið er á þremur stöðum í hreppnum og eru um 650 manns á kjörskrá. Sam- hliða kosningunum verður einnig í gangi skoðanakönnun um tillög- ur að nafni á væntanlegt nýtt sveitarfélag, en borist höfðu tæp- lega 50 hugmyndir. Ibúar Hrafnagilshrepps kjósa um sameininguna í félagsheimilinu Laugaborg, íbúar Saurbæjarhrepps í Steinhólaskála og íbúar Önguls- staðahrepps í Freyvangi. Valin hafa verið 14 nöfn úr þeim tillögum sem bárust og geta kjósend- ur valið eitthvert þeirra í skoðana- könnuninni, en endanlegt val á nafni sveitarfélagsins er í höndum þeirra sveitarstjórna sem nú sitja. Þau nöfn sem til greina koma og eru með í skoðanakönnuninni eru Eyjafjarðar- hreppur, Eyjafjarðarbyggð, Eyja- fjarðarsveit, Framfjarðarbyggð, Framfjarðarhreppur, Grundarþing, Helgahreppur, Helgamagrabyggð, Kerlingarhreppur, Kristneshreppur, Staðarbyggð, Sunnusveit, Vaðla- hreppur og Vaðlaþing. „Það er nauðsynlegt að hafa versl- un á staðnum og þvi tókum við okk- ur til og ákváðum að skella okkur út í þetta þegar kaupfélagið ætlaði að hætta verslunarrekstri hér. Ég er bjartsýn á framtíðina því okkur hefur verið afar vel tekið," sagði Soffía. Búið er að gera kaffiteríu í versl- uninni, þar sem fólk getur sest niður og spjallað yfír kaffibolla og nýbök- uðu brauði. „Við viljum hafa líf í versluninni og vonumst til að trillu- karlar og þeir sem vinna í fiskverkun- inni hérna komi í kaffi til okkar," sagði Soffía. I kjallara verslunarinn- ar er starfandi keramikverkstæði Kolbrúnar Ólafsdóttur og eru munir hennar til sýnis og sölu í versluninni. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Þrjár ungar konur á Hauganesi hafa tekið verslun Kaupfélags Ey- firðinga á staðnum á leigu. Á myndinni eru frá vinstri Kolbrún Ólafs- dóttir sem rekur keramikverstæði sitt í kjallara verslunarinnar, Björk Brjánsdóttir, Soffía Ragnarsdóttir, Soffía Jónsdóttir og Hilm- ir Sigurðssonsem vár fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar. Sæplasts-* bréfin uppseld HLUTABRÉF sem seld voru í hlutafjárútboði Sæplasts hf. á Dalvík eru uppseld, en síðustu bréfin voru seld í gær, föstudag. Hlutabréfín voru að nafnvirði 6á milljónir króna og sölugengið var* 6,8, þannig að alls voru seld hluta- bréf í fyrirtækinu fyrir 40,8 millj- ónir króna. Sölutími bréfanna var 12 dagar og sagði Jón Hallur Pétursson hjá Kaupþingi Norðurlands að það teldist gott þar sem um væri að ræða fyrirtæki sem óþekkt væri á verðbréfamarkaði. Bæði einstakl- ingar og fyrirtæki keyptu hlutabréf og seldist um einn þriðji hluti á Norðurlandi, en tveir þriðju hlutar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Jóns Halls. Stígandi útflutningur á vatni: Akva sendir 18 stóra gáma vest- ur til Bandaríkjanna fyrir jólin Sannfærður um að vatnsútflutningur á góða framtíð fyrir sér, segir Þórarinn E. Sveinsson ) VATNSÚTFLUTNINGUR Akva hf. á Akureyri hefur verið stígandi og er nú verið að senda alls árján 40 feta gáma af vatni pðkkuðu hjá fyrirtækinu vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem það fer í dreif- ingu á svæðinu frá Washington til Flórída. Átöppun er í fullri keyrslu og hafa verið settar upp tvær vaktir í pökkun, en miðað er við að vatnið verði allt komið á áfangastað í byrjun desember sem þýðir að senda verður síðustu gámana héðan í byrjun nóvember. Þórarinn E. Sveinsson fram- kvæmdastjóri sagði að búið væri að senda af stað sjö gáma í þessari og síðustu viku og verið væri að vinna í þá ellefu sem eftir er að senda. Um er að ræða fyrstu sendinguna undir breyttu nafni og í nýjum um- búðum. Ahersla er nú lögð á Akva- nafnið og á nýju umbúðunum hefur mynd af tignarlegu fjalli leyst vatns- glas af hólmi. Vatninu er pakkað bæði í 0,5 lítra og 0,2 lítra umbúðir. „Það er töluverður mannskapur í vinnu við pökkunina, við erum að keppast við að fylla þá gáma sem eftir er að senda út, en samkvæmt samningum eiga þeir allir að vera komnir til Bandaríkjanna á fyrstu dögum desembermánaðar," sagði Þórarinn. Tvær vaktir eru í 'gangi í pökkuninni og eru fimm starfsmenn á hverri vakt, en þeir eru eingöngu í því að pakka vatninu í kippur. Bæði er um að ræða starfsmenn mjólkursamlagsins -og einnig hafa skólakrakkar sem unnið hafa hjá samlaginu að sumrinu fengið þar vinnu. Unnið er við pökkun vatnsins frá kl. 7 að morgni til kl. 10 á kvöld- in. í lok þessa mánaðar eru væntan- legar vélar sem sjá um að raða fern- unum og verða þær þá settar upp og prófaðar, en Þórarinn sagði að fyrirtækið yrði klárt í slaginn á nýju ári. i „Ég 'er sannfærður um að útflutn- ingur vatns á góða framtíð fyrir sér og ég minnist þess að fyrir nokkrum árum sögðu mér aldnir Hollendingar sem unnu við útflutning landbúnað- arvara að eftir nokkur ár yrði vatn á heimsmarkaði dýrmætara en mjólk. Því til sönnunar sögðu þeir að er þeir voru ungir piltar í hjól- reiðaferð í heimalandi sínu komu þeir á bóndabæ og báðu bónda að gefa sér vatnsglas, en hann kvaðst selja það og nefndi háa upphæð. Þannig gekk þetta alllengi og á fimmta bænum keyptu þeir sér vatnsglas á því verði sem upp var sett. Þegar menn eru orðnir nógu aðþrengdir verður vatnið að gulli," sagði Þórarinn. BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmaeti _______100 bús. kr. Heildarverðmæti vinninga um ________300 bús. kr._______ TEMPLARAHOLUN E/nksgötu 5 — S. 2 0010 f/í SÖLU Hestamenn Til sölu eru folöld. Mæður þeirra eru ættaðar frá Kolkuósi undan Funa og Stíganda 625. Faðir þeirra er Valur undan Þætti 722 frá Kirkjubae. Upplýsingar gefur Ragnar Bene- diktsson i síma 95-12635. Wélagslíf O GIMLI 5999008107 = 1 Húsmæðrafélag Reykjavíkur Vetrarstarfið er hafið. Fyrsti fundurinn verður í Félagsheimil- inu á Baldursgötu 9 miðviku- dagskvöldið 10. okt. kl. 20.30. Rætt verður um vetrarstarfið, basarinn og leikhúsferð. Tekið í spil. Kaffiveitingar. Félagskonur fjölmennið. Bænastaðurinn, Fálkagötu 10 Sunnudagaskóli sunnudaga kl. 10.30 á FálkagÖtu 10. FERÐAFÉIAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 • S11798 19533 Sunnudagsferðir 7. okt. 1. Kl. 08 Þórsmörk - haustlita- ferð. Síðasta dagsferðin [ ár. Nú skartar Þórsmörkin sínum fegurstu haustlitum. Verð 2.000 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 2. Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Gengin gamla þjóðleiðin úr Hval- firði til Þingvalla. 5-6 klst. ganga. Verð 1.200 kr. 3. Kl. 13.00 Heiðmörk - Frið- land Reykvíkinga 40 ára. Sjá auglýsingu annars staðar i dálk- inum. Brottför í ferðirnar frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag islands. FERÐAFELAG # ÍSIANDS ÖLDÚGÖTU 3 S 11798 19533 Sunnudagui 7. okt. kl. 13 Heiðmerkurdagur Haustlitaferð í tilefni 40 ára af- mælis Heiðmerkur og þar með skógarreits FÍ. Vígður verður eir- skjöidur með áletrun til minning- ar um Jóhannes Kolbeinsson, sem stjórnaði skógræktarferð- um F(. frá upphafi til 1976. Vign- ir Sigurðsson frá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur mun fræða um skógrækt í Heiðmórk. Gengið verður um fallega skógarstíga í skógarreit F(. og nágrenni. Létt fjölskylduganga. Haustlitirnir skarta - sínu fegursta. Enginn ætti að láta sigvanta. Verð 500 kr., frítt fyrir 15 ára og yngri m. foreldrum sínum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin, kl. 13, en þátttakendum gefst einnig kostur á að koma á einkabílum. Allir velkomnir! Gamla þjóðleiðin frá Hvalfirði til Þingvalla (Leggjabrjótur) kl. 10.30, en haustlitaferð að Þing- vallavatni er frestað vegna Heiðmerkurdags. Þórsmörk í haustlitum kl. 08. Gerist félagar í FÍ. Fyrsta myndakvöld vetrarins er miövikudagskvöldið 10. okt. í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, kl. 20.30. Fjölmennið. Ferðafélag (slands. QÚTIVIST GRÓFINNI1 > REYKiAVÍK • SÍMiAÍMSVARl 14601 Sunnudagur 7. okt. Kl. 09.00: Reykjavikurgangan 2. ferð: Krappinn - Keldur: Gangan hefst við Fiská. Gengið upp með Rangá og Tungufoss skoðaður og einnig Skútufoss i Fiská. Gönguglööum gefst kost- ur á að ganga á Árgilsstaðafjall. Haldið áfram upp Krappann og aö Keldum. Kl. 13.00: Köldunámur- Lambafellsgjá Ný og skemmtileg gönguleið um hrikalegt landssvæði suð-vestur af Sveifluhálsi. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Sjáumst! Útivist. I dag er opið hús í Þríbúðum frá kl. 14.00-17.00. Að vanda sjá Dorkaskonur um veitingar og barnagæslu. Þá verður almenn- ur söngur kl. 15.30 en reynslan hefur sýnt að flestir reyna að vera með í honum. Líttu við í dag og vertu með. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30 Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðumaður Sam Glad. Barna- gæsla. Almenn samkoma kl. 16.30. RæÖumaður Indriði Kristjánsson. Sunnudagaskóli kl. 16.30. Mánudagur: Bibliuskólinn, Völvufelli. Nýr áfangi hefst kl. 19.30. Námsefni: Ræðu- mennska. Systrafundur í Fíladelfíu kl. 20.30. Miðvikudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.