Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.1990, Blaðsíða 9
h ft i i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTOBER 1990 Hraðlestrarnámskeið...með ábyrgð! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandí, skaltu skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Næsta námskeið hefst laugardaginn 13. október. Skráning alla daga í síma 641091. Ath. VR og mörg önnur félög styrkja þátttöku félaga sinna á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOUNN ~\ 10 ÁRA Skrifstofa stuðningsmanna Geirs H.Haarde í prófkjöri sjálfstæðismanna opnar á morgun,sunnudag, kl. 15, að Túngötu 6. Allir velkomnir í síðdegiskaffi. . Skrifstofan verður opin virka daga kl. 17 - 21 og kl. 14 -18 um helgar. Símar:24527 og 24597 3JU 1 ftff>ffftfp»ff>f»fff»tff» t Átökin magn- ast Átökin innan Alþýðu- bandalagsins magnast með hverjum deginum sem líður. Ðeilurnar inn- an flokksins um álmálið hafa brotist út á opinber- um vettvangi. Þar takast á tvær fylkingar fyrst og fremst. Stuðningsmenn formannsins, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, og skoð- anabræður þeirra Svav- ars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússon- ar, varaformanns. Ólafsliðið er yfirleitt fylgjandi byggingu ál- versins, en gamla kommaklíkan, undir for- ystu Svavars og Steingrims J., er enn sem fyrr andvíg stóriðju og raunverulegum þjóðfé- lagsbreytingum. Þessi hópur hamast því gegn byggingu álversins. Einn havaðasamasti andstæð- ingur þess er þingmaður Austurlands, Hjörleifur Guttormsson. En afstaða hans á ekki einskorðaðan stuðning flokksmanna í kjördæminu. Það má glöggt sjá af grein Snorra Styrkárssonar, hagfræðings á Neskaup- stað, sem hann ritar í flokksblaðið Austurland. Útlendinga- hatur og land- ráð Snorri segir í grein sinni, að á Islandi búi íslenzkir vinstrimenn við kreppu í pólitísku lífi. Þeir hafa verið og séu í tilvistarkreppu. Sundr- aðir og ótrúlega áhrifa- litlir. Austfirzkir vinstri- menn, frjálslyndir og víðsýnir, verði að staldra við. Hvert vi\ji þeir fara og hver séu þeirra mark- mið? Snorri spyr, hvort ekki sé tími til kominn að stokka spilin upp. Síðar í grein sinni seg- ir Snorri orðrétt: Álsamkomulag staðfest Flæðisker og glæpurinn í Staksteinum er stiklað á samþykkt fram- kvæmdastjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna um álmálið, svo og gréin, sem einn af frammámönnum Alþýðu- bandalagsins á Neskaupstað hefur ritað í Austurland, þar sem veizt er að þing- manni flokksins, Hjörleifi Guttormssyni. „Nú eru hins vegar blikur á lol'li, Ákveðinn hópur manna ætlar sér að sprengja ríkissljórn- ina. Til þess á að nota gamlar lummur. Útlend- ingahatur og landráða- kenningar eru dregnar fram í dagsyósið. Fram- arlega í þeim hópi er einn þingmanna Austurlands. Beitt verður mörgum og margvíslegum útreikn- ingum til að sanna land- ráðstefnuna — til þess verður fenginn hópur gamalreyndra sérfræð- inga í slikum hlutum." Stokkað upp I lok greinarinnar læt- ur Snorri Styrkársson til skarar skríða gegn þing- manni Alþýðubandalags- ins, Hjörleifi Guttorms- syni, og segir: „Nú þurfum við svo sannarlega að stokka upp spilin. Er ekki rétt að byrja núna og finna nýja fletí í framboðsmál- um með austfirzka hags- muni að leiðarjjósi." Af þessu má fjóst vera, að á meðan Hjörleifur Guttormsson hamast í höfuðborginni gegn ál- verinu þá flæðir undan honum í kjördæminu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvort Hjörleifur dagar uppi á flæðiskeri sinu sem nátt- tröll vegna ótrúlegs aft- urhalds í þjóðmálum. Vaxtar- broddurinn 1 öllum stiórnmála- flokkum er það að sjálf- sögðu unga fólkið sem vaxtarbroddurinn. Það hef ur ætíð verið ein- kenni á unga fólkinu, að það hefur verið róttæk- ara í þjóðfélagsmálum en þeir sem eldri eru og reyndari. Unga fólkið knýr á um breytíngar — róttækar breytingar í samræmi við hugsjónir sínar og æskuhita. Unga fólkið í Fram- sóknarflokknum virðist þó vera undantekning hér á. í stað kröfu um róttækar þjóðfélags- breytingar virðast ungir framsóknarmemi vnja afturhvarf til fortíðar. Afturhald í þjóðfélags- málum virðast þeirra ær og kýr. Þetta má ráða af samþykkt fram- kvæmdastíórnar Sam- bands ungra framsókn- armanna um álmálið. Glæpurinn Foringjar ungra fram- sóknarmanna gerðu eft- irfarandi ályktun á fundi sínum sl. fimmtudag: „Framkvæmdasljórn SUF telur að ekki skuli ganga til samninga um byggingu nýs álvers á Keilisnesi. Fram- kvæmdastíórn SUF ítrekar þá skoðun sljórn- ar SUF að stóriðja eigi ekki að rísa á suðvestur- horni Islands vegna þeirrar gífurlegu byggðaröskunar sem slik staðsetning veldur. Réttíætanlegt hefði verið að reisa álver utan suðvesturhornsins til að hamla gegn þeirri óæski- legu byggðaþróun sem orðið hefur undanfarin ár, ef slíkt brytí ekki í bága við umhverfissjón- armið. Nú er komið í Ijós að umhverfisspjöll vegna álvers eru töluverð, þrátt fyrir að það rísi á Keilis- nesi. Glæpurinn er því tvðfaldur, verði álverið reist. Nær væri að^ veita því fjármagni sem íslending- ar leggja til álvers, beint eða óbeint, tíl að byggja upp atvinnustarfsemi á 'landsbyggðinni og stuðla þannig að jafnvægi í byggðaþróun á íslandL SUF vekur einnig at- hygli á að með byggingu álvers veikjum við hina hreinu ímynd landsins. Sú imynd er forsenda uppbyggingar Islands sem ferðamannalands og framleiðslulands ómeng- aðra afurða." ir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.