Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 1990 Hádegisverður á Hótel Holti Verð frá kr. 995.- Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboð í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði án þess að slakað sé á gæðakröfum. w Bergstabastrœti 37, Sími 91-25700 \ o,,v NÁMSKEI FYRIR FORELDRA UNGRA BARNA Á námskeiðinu verður fjallað um: + slysavarnir og skyndihjálp + málþroska, leiki, leikföng + samskipti foreldra og barna + nýjan Qölskyldumeðlim, viðbrögð eldri systkina + barnasjúkdóma og heilsuvernd + tennur, tannvernd Áhugasamir foreldrar eru hvattir til að taka þátt. Fyrri námskeið um sama efni hafa hlotið einróma lof þátttakenda. Námskeiðið hefst mánudaginn 19. nóvember kl. 20.00 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Námskeiðið er 20 kennslustundir og fer kennslan fram í 5 hlutum. Skráning stendur yfir til kl. 17.00 föstudaginn 16. nóvember. Nánari upplýsingar hjá Rauða krossi íslands, Rauðarárstíg 18, s.: 2 67 22. Lengi býr að fyrstu gerð. iqÐ/ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUDA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 Ljóð danskra skálda ____________Bækur____________________ Ingi Bogi Bogason Líkami borgarinnar. Úrval ljóða eftir Michael Strunge og Sören Ulrik Thomsen. Þýðend- ur: Þórhallur Þórhallsson og Magnús Gezzon. (62 bls.) Sögu- snældan 1990. Michael Strunge (1958-1986) var afkastamikið skáld þótt ekki nyti hans lengi við. Á átta árum sendi hann frá sér á annan tug ljóðabóka, stundum þijár bækur á ári. Michael var ástsælt skáld í heimalandi sínu, sérstaklega meðal ungs fólks og var iðulega þétt setið í „Húsinu“ í Kaupmannahöfn þegar von var á því að hann læsi. Eftir dauða Michaels óttuðust sumir vin- ir hans að voveiflegur aldurtili hans gæti orðið öðrum fyrirmynd og minntu því ungt fólk á að lífið væri þess virði að lifa því þótt Mieh- aei væri allur. Ljóð Michaels Strunge eru þung- lyndisleg og full af sársauka: Nótt borgarinnar er svart vinyl kalt af þunglyndi. Loftið ljómar af hávaða malbikið glansar af regnbogum ljóssins. (Vinyl) Sjálfsmynd mælandans er gjarn- an klofin, stundum óþekkt. í heimi hlutgervingar, sóunar og sundur- lauss fjöldaáreitis þreytist sinnið fljótt: „Af himninum fal]a hlutir; útvarpstæki / lyfjaglös, dagblöð, sápa og glerbrot. I kringum borgina liggur skógurinn / og geijast af / eitri og lyíjum. /.../ Plastsól- in glóir sem bólgið auga / joðgeisl- ar blinda íbúana." (Plastsólin). Sá sem talar þekkir ekki sjálfan sig þótt hann skyggnist tíðum inn í eigið sálartetur. Eðlilega eru því lýsingar á umhverfinu óvissar og skekktar. Mörg góð dæmi er um slíka upplifun hjá Michael Strunge. Ljóðið Gler endurspeglar sérlega vel þessa tilfinningu skáldsins: Ég sakna einhvers sem mér þykir vænt um en ég get ekki munað, hver það er. Veröldin er aðeins fyrir utan mig og ég er fyrir utan veröldina með svarthol hið innra sem sýgur allt í sig og heldur mér saman. Ljóð Michaels eru afar sjálflæg, fyrsta persónu fornafnið kemur oft fyrir og eykur þá tilfinningu lesand- ans að hér sé á ferðinni afskaplega prívat skáld sem yrkir um prívat efni. Sem er ekki rétt. Þvert á móti er freistandi að álykta að sjálf- lægnin í ljóðum Strunges sé, eða hafi verið, samnefnari fyrir sjálflæg þankabrot fjöldans. Þar með er einkaheimurinn orðinn opinber, undantekningin orðin að reglu. Andstætt ýmsum svartsýnis- mönnum bendir Michael á fáeinar hugsanlegar lausnir á tilveruvand- anum þótt ekki séu þær alltaf aðlað- andi. Ein þeirra minnir dálítið á línu Steins Steinars „Og ég var aðeins til í mínu ljóði“: :::Skáldskapur minn er verksmiðja sem framleiðir bæði dínamít og bijóstsykur!::: þá geri ég augnablik kröfu um að fá að vera maður. Lát mig annars deyja. (Dínamít og bijóstsykur) Þessa hugmynd endurtekur Michael í ýmsum ljóðum sínum í mismunandi tilbrigðum. í Styttum heimfærir hann hana á allt og alla, einkaörlög eru orðin alheimsörlög: Nú erum við eins og styttur á brottför í einstökum geimförum. Með sérstæðum kjamorkusprengjum. Þið hinir ókunnu, ýtið . á hnappinn. Skilið okkur aftur til upphafsins. SLiPiDiDU Sch Sören Ulrik Thomsen Eitt sterkasta einkenni hjá Sören Ulrik Thomsen (1956-) eru leiftur- kennd myndbrot, oft margræð. Hugurinn fangar fleira en hann með góðu móti torgar svo að skynj- unin er oftar en ekki glundroða- kennd. Aðeins mælandinn er kyrr- stæður meðan allt æðir í kringum hann. Hraðinn og óróinn endur- speglast vel í tíðri notkun ýmissa hreyfingarsagna eins og „sveiflast", „blakta“, „flökta“: karlar kasta hver öðrum gegnum glerrúð- umar böm syngja án orða leiftur eftir leiftur yfir frosnum vötnum vínið þýtur um líkamann líkaminn þýtur um nóttina (Ferðir um þröng sund. Víma og fall. Sýn) í heimi þessum líkum er fátt haldbært, menn eignast hvorki al- mennilega vini né óvini. Einsemdin er staðfastur fylginautur: þúsundir nianna ganga inn og út úr andliti mínu í hin löngu ferðalög með ruggandi lestar- röddum, óþekktur undir sama tungli hnippi af söknuði fleygt undir bekkinn gleðin kastar mér dýpra inn í opinn glugga leðuijakkinn heldur á mér hita (Óþekktur undir sama tungli) Þótt tónninn í ljóðum Sörens Thomsen sé að sama skapi þung- lyndislegur og hjá Michael Strunge Michael Strunge þá eygir hann oftar vin í eyðimörk- inni, t.d. í Sjórnmálaljóði: Til ykkar sem sakið ljóðlistina um einangrunarstefnu og hrópið: Leystu frá skjóðunni! það er heimurinn sem er filabeinsturn; öll ljóð eru ósk um inngöngu. í þýðingum, og þá sérstaklega ljóðaþýðingum, má greina tvö and- stæð skaut. Sumir þýðendur leggja upp úr því að koma frummerkingu sem óbrenglaðastri til skila — og þá á kostnað listrænnar útfærslu. Aðrir þýðendur leyfa sér að um- skapa listaverkið, reyna að ná „and- anum“ í því, vitandi það að aldrei er hægt að flytja verk úr einu máli yfir á annað með því að þýða orð fyrir orð. Þýðing Þórhalls og Magnúsar er frekar trú fyrra sjónarmiðinu. Af þeim ljóðum sem mér voru tiltæk hefur verið lögð alúð við að ná fram merkingu frekar en listrænni áferð ljóðanna. Undantekningar fundust hins vegar. Þegar t.d. stendur svo á dönsku: „byen jager sit nálebundt ind gennem ruden“ sýnist mér „borgin eltir[!] nálabúnt sitt inn;[!] í gegnum rúðuna" vera ekki einung- is klúðurslegt heldur vafasamt. (Ur Óþekktur undir sama tungli). í lokin eitt atriði sem skiptir tölu- verðu máli: Útlit á bókarkápu er aðstandendum bókarinnar til lítils sóma. Það er löngu kominn tími til að bókaútgefendur, jafnt stórir sem smáir, taki sig saman í andlitinu og gangi frá útliti bóka í samræmi við innihald þeirra. Góður smekkur setur enga bókaútgáfu á hausinn. Skáldsaga eftir Rún- ar Helga Vignisson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Nautna- stuldur eftir Rúnar Helga Vignis- son. Þetta er önnur skáldsaga Rúnars Helga en fyrir sex árum gaf hann út skáldsöguna Ekkert slor. Egill Grímsson er hetja þessarar sögu, drengur úr dreifbýlinu, skól- aður í Reykjavík, tvístígandi í Kaup- mannahöfn, á framabraut í Banda- ríkjunum. Feiminn, fullur sjálfsvor- kunnar og finnst hann hvergi eiga heima. Því hann er erfiður sá veru- leiki sem nútíminn leggur ungum manni á herðar. En getur nokkur maður orðið heilsteyptur einstakl- ingur í samfélagi mótsagnanna? Og ástin sjálf, hvað þá girndin! Varla getur það talist neitt grín að velja sér konu og lynda við hana á tímum jafnréttis og framfarafíknar. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „Rúnar Helgi Vignisson ber margar spurningar á borð í sögunni um Egil Grímsson, því eins og allar snjallar sögur er þessi ekki öll þar sem.hún er séð. Hún er allt í senn, Rúnar Helgi Vignisson táknræn og sértæk, nautnaleg og hrollvekjandi, ærslafull og sorgleg. Sannkallaður nautnafundur!" Nautnastuldur er 228 bls. Auk hf./Björn Jónsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.