Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
35—
Tveir aðalleikararnir þeir Charlie Sheen og Emilio Estevez.
Regnboginn sýnir mynd-
ina „Ur öskunni í eldinn“
REGNBOGINN hefur tekið til sýninga myndina „ Úr öskunni í eld-
inn“. Með aðalhlutverk fara Charlie Sheen og Emilio Estevez. Leik-
stjóri og handritshöfundur er Emilio Estevez.
■ SLYSARANNSÓKNADEILD
lögreglunnar í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að árekstri á Bar-
ónsstíg, ofan Laugarvegar laug-
ardaginn 6. október síðastliðinn.
Þar var ekið á kyrrstæða fólksbif-
reið og er talið að rauð Range
Rover bifreið hafi þar verið á ferð.
■ RANNSÓKNADEILD lög-
reglunnar í Hafnarfirði leitar nú
eins af fimmtán gráum og rauðum
Nissan Pathfinder-jeppum sem til
eru hér. Talið er að ökumaður eins
slíks hafi ekið á hvítan Mitshubishi
Galant fólksbíl við Sveinsbakarí í
Dalshrauni um klukkan 9.30 í gær-
morgun, miðvikudag. Vitni sáu teg-
und og lit jeppans sem ekið var af
vettvangi og skorar lögreglan í
Hafnarfirði á ökumanninn að gefa
sig fram.
■ MORGUNBLAÐINU hefurbo-
rist fréttatilkynning frá Neytenda-
samtökunum þar sem óskað er
eftir að komið verði á framfæri leið-
réttingu á „meinlegri villu“ í síðasta
tölublaði Neytendablaðsins, sem
samtökin gefa út. Þar var missagt
að sá sem hringt er í úr farsíma
þurfi að greiða fyrir samtalið. Rétt
er að sú meginregla að sá sem
hringir greiðir fyrir símtalið gildir
einnig í farsímakerfinu.
Myndin segur frá tveimur létt-
lyndum ruslakörlum sem komast í
hann krappan er þeir fínna lík borg-
arfulltrúa í einni öskutunnunni.
Vegna misskilnings halda þeir að
þeir hafi orðið manninum að bana
og ákveða að fela líkið. Og með
hina raunverulegu morðingja, lög-
regluna og vafasaman eftirlitsmann
hreinsundardeildar á hælunum,
upplifa þeir félagar vægast sagt
viðburðaríkar stundir.
■ PÚLSINN, Vitastíg 3, heldur
tónleika með Bubba Morthens
fimmtudaginn 15. nóvember og
hefjast þeir kl. 21.30. Tónleikarnir
verða teknir upp á vegum Stöðvar
2 og í samvinnu við Steina lif. og
Púlsinn. Aðeins 100 miðar eru til
sölu á tónleikana og kostar miðinn—
kr. 1000. Föstudag og laugard.
16. og 17. nóv. leikur á Púlsinum
hljómsveitin Hunangstunglið en •
hana skipa þeir: Asgeir Sæmunds-
son, söngur og gítar, Kristján
Edelstein, gítar, Þórður Guð-
mundsson, bassi, Kristján Valdi-
marsson, hljómborð og Hafþór
Guðinundsson, trommur. Hljóm-
sveitin flytur eigið efni ásamt völdu
efni eftir aðra. Hunangstunglið hef-
ur h'aft í ýmsu að snúast undanfar-
ið, m.a. upptökum á eigin tónlist
og tónleikahaldi. Sunnudaginn 18,
nóvember heldur Friðrik Karls-
son ásamt hljómsveit sinni að Ellen
Kristjánsdóttur meðtalinni, tón-
leika þar sem á efnisskránni er efni
af sólóplötu Friðriks Karlssonar
sem er nýlega komin út og heitir
Point Blank. Þetta eru einu tón-
leikar Friðriks Karlssonar og
hljómsveitar fyrirhugaðir í nóvem-
ber. Mánudaginn 19. nóvember
verður hljómsveitin Islandica með
tónleika þar sem m.a. verður kynnt
nýútkomið efni af hljómplötu þeirra,
Ilannníslensk, auk þess að flutt
vei'ða hressileg lög í þjóðlagastíl
úr ýmsum áttum.
■ GUDSÞJÓNUSTA verðuf'
haldin í Nýju Postulakirkjunni
sunnudaginn 18. nóvember kl.
11.00 og eru gestir boðnir velkomn-
ir af safnaðarpresti kirkjunnar,
Hákoni Jóhannessyni, og eigin-
konu hans, Christine Jóhannes-
son, sem jafnframt er organisti
kirkjunnar. Hákon mun á sunnu-
daginn aðstoða Fagnaðarboðana
Hans Marwede og Jurgen Babbel
við guðþjónustuna. Að henni lok-
inni verður boðið upp á kaffiveit-
ingar. Kirkjusalur Nýju Postula,-
kirkjunnar er á Háaleitisbraut
58-60 (2. hæð) v. hliðina á íslands-
banka.
Birgitte Bruun
Vísnatón-
leikar í Nor-
ræna húsinu
DANSKA söng- og leikkonan
Bi 'gitte Bruun og píanóleikarinn
Henrik Sorensen halda tvenna
vísnatónleika í Norræna húsinu.
Hinir fyrri verða föstudaginn 16.
nóvember kl. 20.30 og seinni tón-
leikarnir verða sunnudaginn 18.
nóvember kl. 20.30.
Á efnisskránni eru vísur eftir
Poul Henningsen en auk þess flytur
hún söngva eftir Jacques Brels,
Bertholt Brecht, m.a. úr Túskild-
ingsóperunni, og Kurt Tucholsky.
Nýlega kom út hljómplata með
söng hennar, þar sem hún syngur
vísut' Pouls Henningsens og hlaut
hún góða dóma.
Sl. sumar flutti Birgitte Bruun
svipaða dagskrá í Tívolí í Kaup-
mannahöfn og hún býður áheyrend-
um að hlýða á í Norræna húsinu.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
14. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 98,00 55,00 89,89 12,759 1.146.992
Þorskur(óst) 87,00 70,00 82,12 6,399 525.490.
Smáþorsk. (ósl.) 35,00 35,00 35,00 0,295 10.325
Ýsa 110,00 81,00 98,22 4,719 463.514
Ýsa (ósl.) 78,00 74,00 76,68 1,912 146.612
Koli 52,00 52,00 52,00 0,009 468
Langa (ósl.) 30,00 30,00 . 30,00 0,021 630
Karfi 25,00 25,00 25,00 0,174 4.350
Lýsa (ósl.) 20,00 20,00 20,00 0,022 440
Ufsi (ósl.) 20,00 20,00 20,00 0,040 800
Ufsi 25,00 25,00 25,00 0,103 2.575
Keila 39,00 25,00 31,43 0,806 25.330
Hlýri 59,00 59,00 59,00 0,204 12.066
Steinb. (ósl.) 45,00 45,00 45,00 0,065 2.925
Steinbítur 59,00 59,00 59,00 0,712 42.008
Lúða 250,00 200,00 228,94 0,218 49.910
Langa 59,00 58,00 58,55 0,833 48.772
Keila (ósl.) 33,00 19,00 28,84 2,588 74.641
Samtals 78,82 33,278 2.623.173
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(st) 101,00 78,00 ' 92,68 20,706 1.919.020
Þorskur(óst) 65,00 65,00 65,00 0,030 1.950
Ýsa (sl.) 102,00 86,00 96,85 16,096 1.558.971
Ýsa (ósl.) 95,00 74,00 87,90 0,068 5.977
Blandað 39,00 14,00 21,25 0,262 5.568
Gellur 345,00 345,00 345,00 0,065 22.425
Grálúða 56,00 56,00 56,00 0,094 .5.264
Karfi 48,00 46,00 46,91 11,071 519.374
Keila 42,00 20,00 32,70 5,380 175.945
Kinnar 205,00 205,00 205,00 0,024 4.920
Krabbi 10,00 10,00 10,00 0,012 120
Langa 55,00 49,00 52,82 1,467 77.483
Lúða 390,00 240,00 315,06 0,577 181.790
Lýsa 37,00 18,00 30,93 - 1,128 34.884
Skarkoli 80,00 48,00 53,69 0,106 5.691
Steinbítur 62,00 53,00 56,72 12,962 735.224
Tindabikkja 6,00 6,00 6,00 0,048 288
Ufsi 48,00 43,00 46,05 51,003 2.348.536
Undirmálsfiskur 50,00 20,00 41,36 7,429 307.280
Samtals 61,55 128,530 7.910.712
FiSKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 116,00 48,00 95,24 56,350 5.366.571
Ýsa 113,00 40,00 82,70 32,842 2.716.017
Lýsa 28,00 28,00 28,00 0,272 7.616
Karfi 56,00 35,00 44,40 0,578 25.666
Blálanga 55,00 55,00 55,00 0,350 19.250
Lax 85,00 85,00 85,00 0,100 8.500
Lúða 320,00 245,00 293,71 0,085 24.965
Ufsi 54,00 23,00 44,53 12,750 567.719
Kinnar 62,00 62,00 62,00 0,015 930
Gellur 306,00 306,00 306,00 0,029 8.874
Langa 65,00 40,00 55,52 9,980 554.090
Keila 40,00 20,00 31,32 20,402 639.030
Steinbítur 59,00 20,00 53,40 1,554 82.976
Samtals 74,07 135,307 10.022.204
Selt var úr dagróðrabátum, Skarfi og Albert. í dag verður meðal annars selt
úr dagbróðrabátum.
Olíuverð á Rotterdam-markaöi, síðustu tiu vikur,
4. sept. -13. nóv., dollarar hvert tonn
GASOLÍA 425 400 375—
rW rv
300 T V U
í/ 299
225 200 175 150 -H—I h 7.S 14. 21. H—1 h- 28. 5.0 12. H 1—1—M— 9. 26. 2.N 9.
DAGBOK
Frá Dagbókarsíðu.
KROSSGÁTA
FRETTIR
1 2 3 4
m ■
6 7 8
9 ■
11
13 14 _ 1 1
LÁRÉTT: — 1 farangur, 5
snemma, 6 fyrirgefningar, 9 spil,
10 kyrrð, 11 samliggjandi, 12 ílát,
13 óhreinkar, 15 happ, 17 hindrar.
LÓÐRÉTT: — 1 liggja í makind-
um, 2 flenna, 3 illgjörn, 4 skellótt,
7 grannt, 8 átrúnaður, 12 knæpur,
14 rödd, 16 frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 bósi, 5 knár, 6
áman, 7 ss, 9 látin, 11 yl, 12 nýt,
14 nafn, 16 dreifa.
LÓÐRÉTT: — 1 bráölynd, 2 skart,
3 inn, 4 hrós, 7 sný, 9 álar, 10
inni, 13 tía, 15 Fe.
KVENFEL. Seljasóknar
verður með sölubás í Kola-
portinu, laugardag. Tekið á
móti kökum og varningi í
kirkjumiðstöðinni á morgun
eftir kl. 20.
HVASSALEITI 56-58.
Þjónustu- og félagsmiðstöð
aldraðra. I dag verður m.a.
kl. 13 íjölbreytt handavinna,
félagsvist spiluð kl. 14 og
kaffiveitingar kl. 15.
EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Rvík. í kvöld verður spiluð
félagsvist á Hallveigarstöðurh
kl. 20.30.
KÓPAVOGUR. Fél. eldri
borgara, lokakeppni í féiags-
vist, verður spiluð annað
kvöld í Hákoti kl. 20.30. Síðan
verður dansað.
KRISTNIBOÐSFÉL.
kvenna heldur basar í kristni-
boðssalnum á Háaleitisbraut
58 á laugardaginn kemur og
hefst hann kl. 14. Basarnum
er veitt móttaka í salnum
annað kvöld.