Morgunblaðið - 15.11.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 15.11.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 Frumvarp um breytingar á húsbréfakerfinu: Almennur vilji fyrir því að málið fái skjóta afgreiðslu JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um Húsnæðistofnun íslands. Húsbréfakerfið fær aukið hlutverk og vægi. Þingmenn stjórnaraudstöðu gerðu athugasemdir en aljir voru þess fýsandi að frumvarpið fengi skjóta afgreiðslu. Félagsmálaráðherra gerði í upp- hafi grein fyrir niðurstöðum starfs- hóps þess sem skipaður var í sum- ar til að athuga fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins, en hópur þessi athugaði einnig almennt stöðu húsnæðismála og lagði fram tillögur um hvernig hinu opinbera húsnæðiskerfi yrði best háttað. Eindregið er lagt til að lánakerfinu frá 1986 verði lokað. Félagsmála- ráðherra lét þess getið að um 11-12 milljarða þyrfti til að afgreiða þær 5.500 umsóknir sem þar biðu af- greiðslu. Einnig kom fram í ræðu ráðherrans að áætluð heildarútgáfa húsbréfa verði um 12 milljarðar króna þegar húsbréfakerfið hafi að fullu tekið við af lánakerfinu frá 1986, en líkleg sala á markaði verði rúmir 9 milljarðar. Starfshópurinn metur stöðuna og reynsluna af húsbréfakerfinu þannig að ekki sé ástæða til að ætla að ríkissjóður verði fyrir kostnaði vegna ríkis- ábyrgðar á húsbréfum. Aukin um- svif húsbréfakerfisins gætu haft jákvæð áhrif á fjármagnsmarkað- inn, þar sem losna myndi um fjár- magn lífeyrissjóða og viðskipta- banka og gæti það Ieitt til lækkun- ar vaxta. Ræðumaður sagði einnig að húsbréfakerfið hefði hingað til ekki leitttil hækkunar á íbúðaverði. Nýmæli í frumvarpinu Félagsmálaráðherra gerði því næst nokkra grein fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, m.a. sagði hún eðlilegt að endurbætur og end- umýjun á notuðu íbúðarhúsnæði rýmdust innan húsbréfakerfisins og því væri í fyrstu grein frum- varpsins m.a. kveðið á um að hús- bréfadeild Húsnæðistofnunar sé heimilt að skipta á húsbréfum og fasteignaveðbréfum vegna við- bygginga, endurbóta og endurnýj- unar. Ráðherra gerði þessu næst grein fyrir 2. grein frumvarpsins þar sem kveðið er á um að húsbréf miðist við allt að 75% af matsverði verð- minnstu íbúðanna ef matsverðið er undir 6,2 milljónum. Fyrir allt að 4,65 milljónir ef matsverðið er á bilinu 6,2-7,154 milljónir. Fyrir allt að 65% ef matsverðið er 7,154 milljónir eða meira. Jóhanna Sigurðardóttir sagði m.a. að greiðslubyrði íbúðarkaup- enda lækki verulega eý viðmiðunar- mörkin hækkuðu úr 65% í 75%, eða um 10-15%. Möguleikar lágtekju- og meðaltekjufólks til íbúðarkaupa á hinum almenna markaði ykust verulega en það væri megintilgang- ur þessara lagabreytinga. Að endingu gerði Jóhanna grein fyrir ákvæði til bráðabirgða í frum- varpinu þess efnis að húsbréfadeild verði heimilt fyrstu 12 mánúífna eftir gildistöku laganna að skipta á húsbréfum og fasteignaveðbréf- um sem gefin eru út með veði í íbúðarhúsnæði til greiðslu á skuld- um íbúðareigenda í greiðsluerfið- leikum. Meðal skilyrða fyrir fyrir- greiðslu eru að fjárhagsvandinn sé til kominn vegna fjármögnunar á „hóflegu íbúðarhúsnæði miðað við fjölskylduaðstæður". Hún benti á að allt frá árinu 1985 hefðu íbúðar- eigendum í erfiðleikum verið veitt sérstök lán úr Byggingarsjóði ríkis- ins allt að 600 þúsundum króna. Samtals hefðu 2,8 milljarðar verið lánaðir til þessa málaflokks, upp- reiknað til september 1990. Það kom ennfremur fram í máii hennar að á síðustu misserum hefði það orði æ algengara að fólk sem feng- ið hefði lán úr lánakerfinu 1986 hafi þurft að sækja um greiðsluerf- iðleikalán hjá Húsnæðismálastofn- un ríkisins. Félagsmálaráðherra var þess fullviss að með samþykkt þessa frumvarps hefði húsbréfakerfið fyllilega leyst lánakerfíð frá 1986 af hólmi. Hún fór þess á leit að málið fengi skjóta afgreiðslu og yrði vísað til félagsmálanefndar. Ekki til batnaðar Halldór Blöndal (S/Ne) sagði að á ráðherranum hefði verið að skilja að þunginn í þessum greiðslu- vandamálum væri vegna laganna 1986 en rætur vandans væru eldri, frá þeim tima þegar Alþýðuflokk- urinn beitti sér því fyrir að hús- næðislán urðu verðti-yggð að fullu. Halldór Blöndal sagði staðreynd- ina vera þá að félagsmálaráð- herrann hefði vanrækt þá embætt- isskyldu sína að treysta fjárhags- legan grundvöll Byggingarsjóðs ríkisins og afla fjár til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Ráðherrann hefði með margvíslegum hætti staðið að því að skapa mismunandi kjör þeim til handa sem væru að koma þaki yfir höfuðið. Halldór rakti nokkur talnadæmi og útreikninga, til sam- Jóhanna Sigurðardóttir. Halldór Blöndal. anburðar og fróðleiks. Taldi hann mismun á greiðslubyrði á jafnháum lánum eftir kerfinu 1986 og hinu nýja húsbréfakerfi vera allveruleg- an, þó afföllum væri sleppt. Halldór kom ekki auga á að þetta nýja kerfi væri betra fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum en var sam- mála félagsmálaráðherra að nauð- synlegt væri að koma til móts við þetta fólk, óverjandi væri að hrekja fólk úr sínum íbúðum til þess að það kæmist inn í húsbréfakerfíð. — Úr því að búið væri að stöðva þau eðlilegu húsnæðislán sem hefði ver- ið stofnað til árið 1986. Ræðumaður tók fram að hann teldi félagslegt húsnæðiskerfi vera nauðsynlegt en gagnrýndi mjög harkalega sérkjör á ákveðnum lán- um, sérstaklega til kaupleigu- og búsetaíbúða. Hann sagði mismun- un þegnanna ekki ganga upp, allra síst þegar tekjuskatturinn væri kominn í 40%. Halldór gagrýndi í ræðulok að ekki hefði verið afgreitt greiðslu- erfiðleikalán síðustu misserin og nú væri svo komið að margir ættu í verulegum erfiðleikum. Húsbréf vegna greiðsluerfiðleika væru miklu dýrari lausn en eldra kerfið en úr því sem komið væri, væri nauðsynlegt að hraða þessu frum- varpi um leið og einstök atriði væru gaumgæfð. Þetta væri það sem ríkisstjórnin treysti sér til að ganga lengst, og ekki mætti neinn tíma missa, Salóme Þorkelsdóttir (S/Rn) Lagafrumvarp um Umboðsmann bama „SÚ ER von flutningsmanna þessa frumvarps að alþingismenn geri sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að stefnubreyting verði í málefn- um barna á næstu árum. Stofnun embættis, sem yrði falið að vera málsvari barnanna í samfélaginu, væri áfangi að breyttum vinnu- brögðum og tvímælalaust skerf í rétta átt.“ Frumvarpi til laga um embætti umboðsmanns barna hefur verið dreift til þingmanna. Flutnings- menn eru Guðrún Helgadóttir (Ab/Rv), Árni Gunnarsson (A/Ne), Áðalheiður Bjarnfreðsdóttir (B/Rv), Þórhildur Þorleifsdóttir (Sk/Rv), Hjörleifur Guttormsson (Ab/Al) og Jón Kristjánsson (F/Al). Umboðsmaðurinn skal skipaður af Alþingi til fjögurra ára í senn og skal hafa sérþekkingu á svíði uppeldismála og velferðarmála barna. Honum til ráðuneytis skipar Alþingi einnig sjö manna ráð eftir tilnefningu Barnaverndarráðs ís- lands, Fóstrufélags íslands, Stétt- arfélags íslenskra félagsráðgjafa, Kennarasambands Islands, Sál- fræðingafélags íslands, Félags HÆÐ 188,4 s^JDum heim - HÆÐ 160,9 VJCUUA/I UppWm HÆÐ 133,4 HÆÐ 105,9 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 13.50« KR. 11.700 KR. 9.700 KR. 7.600 KR. ODYRAR BÓKAHILLUR 4 HÆÐIR OG 4 BREIDDIR (95,3 cm, 130,5 cm, 165,7 cm og 200,9 cm á breidd) HVÍTAR, SVARTAR OG UÓS ASKUR habitat LAUGAVEGI 13 - REYKJAVlK - SlMI 625870 (INNGANGUR I HÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN) sagði það vera árlegan viðburð að félagsmálaráðherra legði fram „bútafrumvarp" sem alltaf þyrfti að „betrumbæta og lappa uppá“. Salóme gagnrýndi m.a. að ekki hefði liðið sólarhringur frá því frumvarpið var lagt fram þangað til það kom til umræðu og meiri tíma hefði þurft til að kynna sér efni frumvarpsins. Hún hvatti þó til að málinu yrði vísað til nefndar hið fyrsta, því þörf væri skjótra aðgerða. Að endingu lét hún þá von og skoðun í Ijós að fólk þyrfti ekki að ganga „betligöngur" til að kom- ast undir þak, og þetta húsnæðis- lánakerfi yrði það einfalt að ekki þyrfti pólitíska úthlutunarstofnun sem Húsnæðismálastofnunin væri. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv) gagnrýndi einnig hve lítill tími hefði gefist til að kynna sér frumvarpið. Hún vildi einnig benda þingheimi á að ekki mætti gera of lítið úr möguleikum félagslega íbúðakerfísins og einnig taldi hún ljóst að vextirnir í húsbréfakerfinu gætu reynst mörgum erfiðir. Að endingu fagnaði Guðrún því að þetta frumvarp, sem hún hugði að væri nauðsynlegt, væri nú fram komið þótt hún hefði viljað að það gengi í ýmsum atriðum lengra. Dæmareikningur Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra þakkaði umræð- una og einnig viljayfirlýsingar um að afgreiðslu frumvarpins yrði hraðað. Hún gagnrýndi forsendur og reiknistuðla í talnameðferð og reikningsdæmum Halldórs Blöndal. Jóhanna rakti niðurstöður þegar tekið væri tillit til fleiri forsendna, s.s. vaxtabóta. Voru niðurstöður Jóhönnu og hennar ráðgjafa heldur en ekki húsbréfakerfinu í vil. Halldór Blöndal (S/Ne) 'var síðasti ræðumaður og ræddi m.a. ýmsar reikniforsendur, s.s. afföll, vexti og greiðslubyrði, sem Halldór taldi vera þunga í húsbréfakerfinu, með afföllum um 7% Þetta væri það besta sem ríkistjórnin byði og það yrði fólkið að sætta sig við, — vonandi þó ekki lengur en fram í apríl þá yrðu kosningar og upp rynni önnur tíð og blíðari með blóm í haga. Málinu var vísað til félagsmála- nefndar og 2. umræðu. þroskaþjálfa og Félags uppeldis- fræðinga. Kostnaður af störfum ráðsins greiðist úr ríkissjóði. Meðal verkefna umboðsmannsins er að fylgjast með löggjöf og ákvörðunum sem stjórnvöld taka í málefnum barna og fylgjast með framkvæmd laga og reglna sem börn varða. Vera til ráðgjafar og gangast fyrir rannsóknum á að- stæðum bama í samfélaginu. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að börn á aldrinum 0-15 ára séu um fjórðungur þjóðarinnar. Þjóðfélagsaðstæður hafi allar breyst undanfarna áratugi og margar hverjar börnum ekki í hag, jafnvel að börn séu „ekki tekin al- varlega sem lifandi og hugsandi einstaklingar". Flutningsmenn telja að börnin þurfi sinn málsvara, í greinargerðinni segir m.a: „Flutn- ingur þessa frumvarps hefur verið ræddur við Gauk Jörundsson, um- boðsmann Alþingis. M.a. var það rætt hvort embætti umboðsmanns barna mætti koma fyrir innan emb- ættis umboðsmanns Alþingis. Nið- urstaða var sú að verkefni umboðs- manns barna væru annars eðlis en verkefni umboðsmanns Alþingis og því væri eðlilegt að umboðsmaður barna starfaði sjálfstætt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.