Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ -EIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990
.37
Fargjöld hækka um
, 10%hjáStrætis-
vögnum Akureyrar
Kaup á nýjum vagni til athugunar
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt
hækkun á fargjöldum Strætis-
vagna Akureyrar, en hún kem-
ur í kjölfar hækkunar á olíu.
Fundur um
íslenskt at-
i vinnulífl992
ÍSLENSKT atvinnulíf eftir 1992
j er yfirskrift funda sem haldnir
hafa verið víðsvegar um landið
að undanförnu, en á föstudag
^ verður haldinn um þetta efni
fundur á Akureyri. Hann verð-
ur á Hótel KEA og hefst kl. 15.
Umræðuefni á fundinum verður
annars vegar áhrif sem breytingar
á markaðsaðstæðum í Evrópu hafa
á íslensk fyrirtæki þegar markaðir
1 Evrópubandalagsríkjanna verða
I sameinaðir í árslok 1992 og hins
vegar verður fjallað um þjónustu-
hlutverk atvinnuveganna.
Frummælendur á fundinum eru
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Jón Steindór
Valdimarsson, EB-sérfræðingur
Félags ísl. iðnrekenda, Páll Kr.
Pálsson, forstjóri Iðntæknistofn-
unar, Ingjaldur Hannibalsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsr-
áðs, og Gunnlaugur Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Þróunarfélags-
ins.
SVA á nú fjóra strætisvagna og
er farið að huga að kaupum
þess fimmta, en einnig þykir
afar brýnt að bæta úr bágri
aðstöðu farþega í miðbæ.
Stefán Baldursson forstjóri
SVA sagði að ákveðið hefði verið
að hækka einstök fargjöld fullorð-
inna úr 55 krónum í 60 og barnaf-
argjöld úr 20 krónum í 22. Sú
breyting tók gildi í haust, að ungl-
ingar upp að 16 ára aldri greiða
barnafargjald og sagði Stefán að
það væri gert til að koma til móts
við nemendur í skólum.
Fargjöld SVA hafa ekki hækkað
í rúmt ár eða frá því í október á
síðasta ári og sagði Stefán að á
þeim tíma hefði öll þjónusta sem
kaupa þyrfti hækkað, en hækkun-
in nú væri þó fyrst og fremst til
komin vegna hækkunar á olíu-
verði. Um 20% af rekstri vagnanna
eru vegna olíukaupa.
Vagnar SVA eru nú fjórir, auk
tveggja vagna sem sinna ferliþjón-
ustu og sagði Stefán að farið
væri að huga að kaupum á nýjum
vagni, einkum til að bæta þjónustu
á Norðurbrekku. Af öðrum verk-
efnum, sem brýnt er að leysa,
sagði Stefán að aðstaða farþega
í miðbænum væri mjög bágborin.
„Við höfum margítrekað óskir um
að bætt yrði úr þessu, en það hef-
ur því miður ekkert gerst ennþá,“
sagði Stefán.
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra:
Flokkurinn að
styrkjast eft-
ir erfið átök
„ÉG ER mjög ánægður með uppröðun listans og sérstaklega þyk-
ir mér ánægjulegt hversu eindreginn stuðning ég hlaut til að Ieiða
flokkinn í kjördæminu,“ sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra, sem varð í 1. sæti við val á framboðslista Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra á aukakjördæmisþingi sem
haldið var á Húsavík um síðustu helgi.
Guðmundur sagði að mjög rót-
tækar breytingar hefðu verið gerð-
Innanhússmót
í knattspyrnu
COCA-cola mótið í innanhúss-
knattspyrnu verður haldið í
Iþróttahöllinni á Akureyri dag-
ana 23.-24 nóvember, en frestur
til að tilkynna þátttöku rennur
út á föstudag, 16. nóvember.
Það er Ungmennafélagið Reynir
á Árskógsströnd sem sér um mó-
tið og er þetta í annað sinn sem
slík mót er haldið. Spilað verður
eftir reglum KSÍ.
Veitt verða verðlaun fýrir 1.,
2. og 3. sæti og það lið sem lendir
í 1. sæti hlýtur mat og rokksýn-
ingu í Sjallanum. Þá verða. veitt
aukaverðlaun til markaskorara
mótsins.
Festur til að tilkynna þátttöku
er fram á föstudag, 16 nóvember,
en Garðar Níelsson á Árskógs-
strönd tekur á móti þátttökutil-
kynningum.
ar á listanum fyrir síðustu alþing-
iskosningar, röð manna breyttist
og nýtt fólk kom inn á listann.
„Það kemur líka nýtt fólk inn á
listann núna, þannig að ég er
bæði ánægður með uppstillinguna
og bjartsýnn á gengi listans með
þetta ágæta fólk í forsvari."
Guðmundur kvaðst vera mjög
ánægður með þann stuðning sem
hann hefði hlotið, en hann fékk
nær öll greidd atkvæði 1. sætið.
„Þetta er mikil traustsyfirlýsing
fyrir mig, sérstaklega eftir þau
miklu átök sem urðu við framboð
mitt í 1. sætið fyrir siðustu kosn-
ingar. Það hafði þær afleiðingar
að hluti af traustu flokksfólki
treysti sér ekki til að styðja listann
eins og hann var skipaður fyrir
tjórum árum. Núna er Ijóst að
megnið af því fólki hefur komið
aftur til stuðnings við hann. Á
þinginu var fólk sem ekki var
ánægt með uppstillinguna siðast,
en stendur með mér á nýjan leik.
Það þykir mér vísbending um að
flokkurinn er aftur að styrkjast
eftir erfið átök,“ sagði Guðmundur
Bjarnason.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Endurbygging leikskólans Iðavalla er hafin.
Endurbætur hafnar á Iðavöllum
VINNA er hafinn við endur-
byggingu leikskólans Iðavalla á
Oddeyri, en áætlað er að verja
4,2 milljónum króna í endur-
bætur. Tilboði Páls Alfreðsson-
ar verktaka hefur verið tekið,
en samtals er áætlað að veija
4,2 milljónum króna í verkið.
Ágúst Berg húsameistari Akur-
eyrarbæjar sagði að búið væri að
rífa út úr loftinu, en þak hússins
hefði þurft nánari skoðunar við,
þar sem ekki hefði fyrirfram verið
vitað um ástand þess annað en
að það hefði sigið nokkuð.
Tilboði frá Páli Alfreðssyni
verktaka hefur verið tekið, en
bæjarstjórn ákvað að veija 4,2
milljónum króna í verkið. í fyrstu
var miðað við að því lyki um ára-
mót, en vegna ýmissa tafa sem
orðið hafa er reiknað með að verk-
inu ljúki 15. janúar á næsta ári.
Áætlað hafði verið að gera við
rafmagnsofna í húsinu fyrir um
150 þúsund krónur, en Ágúst
sagði að ákveðið hefði verið að
leggja nokkurt fé til viðbótar fram
til verksins og leggja hitaveitu
heim að húsinu.
Þau böm sem voru á Iðavelli
hafa verið á nýrri dagvist, Holta-
Unnið á Iðavöllum: Karl og Þórður pípulagningamenn og smiðirn-
ir Jóhannes og Halldór.
koti við Þverholt, en þangað flutt-
ust þau er leikskólanum þeirra
var lokað í sumar. Sigríður Gísla-
dóttir fóstra sagði að haldinn hefði
verið foreldrafundur þar sem for-
eldrum var kynnt hvað á döfinni
væri varðandi endurbætur á Iða-
völlum og þar hefði þeim einnig
verið gerð grein fyrir þeirri
hverfaskiptingu sem í gildi er í
bænum. Börn í Glerárhverfi geta
þannig fengið að vera áfram á
Holtakoti eftir að Iðavellir eru til-
búnir, en þau sem búsett eru í
öðrum bæjarhlutum myndu þá
flytjast á ný á Iðavelli.
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti er nú orðin fokheld og er búist við að hægt verði að taka stöðina
í notkun næsta vor.
Hrísey:
Einangrunarstöð fyrir
hunda og ketti fokheld
EINANGRUNARSTÖÐ fyrir hunda og ketti, sem verið er að flytja
frá útlöndum til Islands, er nú orðin fokheld. Unnið verður inni í
vetur og reiknað er með að framkvæmdum ljúki er líður á vorið.
Siguijón Helgason bústjóri í Ein-
angrunarstöð holdanauta í Hrisey
sagði að framkvæmdir vegna bygg-
ingar stöðvarinnar hefðu hafist í
fyrravetur og var þá steyptur upp
gmnnur.
Það eru héimamenn sem um
bygginguna sjá; en verktakinn
Björk hf. í Hrísey hefur byggt hús-
ið. Einangrunarstöðin er um það
bil 100 fermetrar að stærð og þar
verður pláss fyrir 7-8 búr, en mein-
ingin er að þar verði hýstir bæði
hundar og kettir.
Sigurjón sagði að unnið yrði inni
við í vetur og reiknuðu menn með
að framkvæmdum lyki í mars eða
apríl á næsta ári, þannig að næsta
vor ætti ekkert að vera því til fyrir-
stöðu að taka húsið í notkun.
Enn hefur ekki verið ákveðið á
hvern hátt starfsemin verður, þ.e.
hvort hún muni heyra undir Ein-
angrunarstöð holdanauta eða vera
með öðrum hætti.