Morgunblaðið - 15.11.1990, Page 45

Morgunblaðið - 15.11.1990, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 45 Islandica: Rammíslensk Varðveisla þjóðararfs Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Á meðan menningarþjóðir í Evrópu skópu dýrustu perlur tónbókmenntanna kváðu Is- lendingar rímur og stunduðu tvísöng sér til skemmtunar og hugarhægðar. Slík tónlist þykir víst ekki merkileg við háborð tónlistarinnar frekar en önnur alþýðutónlist. Hinu verður þó ekki neitað að islensk þjóðlög, rímur og tvísöngur eru þjóðar- arfur, sem okkur ber að varð- veita og hvers kyns viðleitni í þá átt er fagnaðarefni. Hljómsveitin Islandica hefur um nokkurra ára skeið kynnt íslensk þjóðlög, gömul og ný, bæði hér á landi og erlendis við góðar undirtektir. Það má því segja að tími hafi verið til kominn að festa nokkur sýnishorn úr efn- isskrá hljómsveitarinnar á hljóm- plötu enda kunna liðsmenn hennar vel til verka á þessu sviði. Is- landica samanstendur af Herdísi Hallvarðsdóttur, Gísla Helgasyni, Guðmundi Benediktssyni og Inga Gunnari Jóhannssyni, sem öll eru vel þekkt úr tónlistarbransanum, og nýja platan þeirra, „Rammís- lensk“, er verðugt framlag til varðveislu þess þjóðararfs, sem íslensku þjóðlögin eru. Fyrir u.þ.b. 30 árum blés Sa- vanna-tríóið nýju lífi í íslenska þjóðlagatónlist og vann vissulega mikið brautryðjendastarf á því sviði. Útsetningar tríósins voru ferskar og hafa margar festst í sessi, svo sem_ við lögin „Á Sprengisandi“, „Útiíesjamenn" og mörg fleiri, en samkvæmt tíðar- anda þess tíma má glöggt finna þar áhrif bandarískrar þjóðlaga- hefðar. Islandica sneiðir að mestu hjá tískubólum í útsetningum sínum á „Rammíslensk", (með örfáum undantekningum að vísu), og það er kannski það sem gefur plötunni einna helst gildi, að mörg laganna eru hér færð nær uppr- una sínum en á þeim plötum, sem áður hafa komið út með sama efni. Má þar nefna lögin „Ólafur Liljurós", „Rímur og kvæðalög", „Séra Magnús/Ó mín flaskan fríða“, og „Island farsælda frón“, en tvö þau síðastnefndu eru vel þekkt tvísöngslög, sem eru auðvit- að ómissandi á plötu sem þessari. Á hinn bóginn þykja mér dálítið glannalegar útsetningarnar á „Krummavísum", sem eru í eins konar raggae-takti, og dansiballa útfærslan á „Krummi krúnkar úti“, og að því leyti stinga þessi lög nokkuð í stúf við annað efni á plötunni. En það er fleira sem gleður eyrað á þessari plötu, en hitt sem finna má að. Má þar nefna „Af- mælisdigtur" meistara Þórbergs við lag Atla Heimis Sveinssonar, „Maístjörnu“ Jóns Ásgeirssonar við ljóð Halldórs Laxness og frumsamið lag Herdísar Hall- varðsdóttur við ljóð Ingu Rúnar Pálmadóttur, „Tröllaþvaður", en lagið er í rammíslenskum takti og minnir um margt á þá tónlist sem Þursaflokkurinn flutti á sínum tíma. Þá hafði ég einnig gaman af flautuleik Gísla Helga- sonar í hinu sérstæða þjóðlagi, sem sungið er við trúarljóðið „Lilju“. Eins má nefna „Móðir mín í kví kví“, sem sungið er af Bryndísi Sveinbjörnsdóttur og er vel við hæfi að heyra barnsrödd syngja þetta lag í ljósi þjóðsög- unnar sem vísan byggir á. Auk þeirra sem hér hafa verið nefndir koma einnig við sögu í nokkrum laganna trommuleikar- arnir Ásgeir Óskarsson og Pétur Grétarsson, Ásgeir Steingrímsson á flygelhorn og trompet, Daði Kolbeinsson óbó, Hafsteinn Guð- mundsson fagott, Joseph Ogni- bene horn, Sigurður R. Jónsson hljómborð og Sveinn Kjartanson við forritun strengjahljómborðs. Allir þessir listamenn skila sínu verki vel sem og liðsmenn Is- landicu og er platan í heild hinn eigulegasti gripur fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og menningu. _________Brids___________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna Nú er barómeternum lokið með sigri Ingibjargar og Sigríðar en lokastaðan varð þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 299 Hrafnhildur Skúladóttir — Kristín ísfeld 235 Ólafía Þórðardóttir — Hildur Helgadóttir 224 Halla Bergþórsdóttir - SoffíaTheodórsdóttir 189 Nanna Águstsdóttir — Júlíanaísebarn 184 Ingunn Bernburg — Gunnþórunn Erlingsdóttir 173 Jakobína Ríkharðsdóttir - Ljósbrá Baldursdóttir 156 Næsta keppni félagsins verður 3ja kvölda Butler-tvímenningur. Þó verður ekki spilað í honum fyrsta mánudag í desember því þá verða Hafnfirðingar heimsóttir og att kappi við þá. Þau pör sem ætla að vera með í butlernum geta skráð sig í síma 32968 (Ólína). Að Butl- ernunr loknum verður eins kvölds jólatvímenningur með Mitchell- kerfi og mjög vegleg verðlaun ásamt jólaglöggi. Stofnanakeppni Brids- sambands Islands Stofnanakeppni Bridssambands íslands hófst sunnudaginn 11. nóv. Aðeins níu sveitir mættu til keppni og hefur þátttaka aldrei verið minni frá upphafi. Spilaðir eru 10 spila leikir, allir við alla og eftir 3 umferð- ir er sveit ístaks efst með 60 stig, sveit 3x67 með 52 stig og í þriðja til fjórða sæti eru jafnar sveitir Ríkisspítalanna og Islandsbanka með 49 stig. Keppnin heldur áfram þriðjudagskvöldið 13. nóv. kl. 19.30 og lýkui' síðan næsta sunnudag. Landstvímenningur 1990 Útreikningi Landstvímennings- ins 1990 er nú lokið. Alls tóku 247 pör þátt í þessum tvímenningi, sem spilaður var víðs vegar um landið vikuna 15.—19. október sl. Það er 35 pörum fleira en síðasta ár, sem er mjög gott miðað við að vitað var um 2 stór félög á Reykjavíkursvæð- inu sem gátu ekki verið með þar sem þátttaka þeirra skaraðist svo mikið innbyrðis við önnur félög á svæðinu. Röð efstu para: stig Símon Viggósson — Þórður Reimarsson, Bridsfélagi Tálknaljarðar 4073 Arnar G. Hinrikss. — Einar V. Kristjánss. Bridsfélagi ísafjarðar 4061 Þórður Pálsson — Gauti Halldórsson Bridsfélagi Vopnaflarðar 3996 Sveinbjörn Guðjónsson — Helgi Helgason Bridsfélagi Selfoss 3949 Ásgrimur Sigurbjömsson - Steinar Jónsson Bridsfélagi Siglufjarðar _ 3912 Ingveldur Magnúsd. — Heba A. Ólafsdóttir Bridsfélagi Patreksfjarðar 3891 Kristinn Kristjánsson - Rúnar Vífilsson Bridsfélagi ísafjarðar 3863' Jón Hauksson - Ólafur Týr Guðjónsson Bridsfélagi Vestmannaeyja 3838 Anton Haraldsson — Jakob Kristinsson Bridsfélagi Akureyrar 3822 Listar með röð þátttakenda verða sendir út til félaganna mjög fljót- lega. Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Nú er aðeins einni umferð ólokið í sjö kvölda tvímenningnum og er hörkukeppni um efstu sætin. Staðan: Pálmi — Ólafur 1099 Þorvaldur — Páll S. 1072 Sigurður St. — Sveinn G. 1040 Oddur — Sigurlaug 1024 Jónína — Sveinn H. 994 Jón Bjarki — Siguijón 984 Það kemst ekki hvaða naut sem er inn í Argentínu. Fimmtudagskuöld eru prime ribs" kvöld. Naut kvöldsins: Komíheiminn: Undan: Þyngd: Eigandi: Heimahagar: Slátrað: Flokkur: Verkandi: Sýrustig: Matreiddur: 30.október1988 Holda I78kg Guðmundur V. Gunnarsson Lindarbrekka, Berufirði 26. október 1990 á Hornafirði UNIIF Kjöthf., Jónas Þór 5,57 f kvöld á Argentínu KÁTAMASKlNAN / HVfTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.