Morgunblaðið - 15.11.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAÍUR 15. NÓVEMBER 1990
47
geta skapað sér svigrúm til að gera
verulegt átak í sorpmálum, en hin
smærri lenda trúlega í meiri erfið-
leikum. Margt bendir til að ríkis-
sjóður þurfi að hlaupa undir bagga
með þeim.
Úrbætur eru knýjandi vegna þess
að atvinnuvegir okkar byggjast á
vinnslu sjávarafla og landbúnaðar-
afurða, auk þess kem þjónusta við
ferðamenn er vaxandi. Til að þessir
atvinnuvegir geti þrifist í fram-
tíðinni og við getum notfært okkur
nýja möguleika, eins ogt.d. útflutn-
ing á neysluvatni, þarf 'að halda
mengun á landinu og hafinu í kring-
um það í lágmarki. Landsmenn eiga
einnig að sjálfsögðu rétt á hreinu
og ómenguðu umhverfi.
Rangt að tengja salmonellu
við Skagafjörð
Fyrir skömmu (23., 25. og 27.
sept.) voru fréttir í Morgunblaðinu
um ástand sorpmála í Skagafirði.
Fyrsta fréttin tengdist viðtali við
umhverfisfrömuðinn dr. James A.
Roberts sem var hér á landi, stjórn-
völdum til ráðgjafar og til að halda
námskeið um mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmda. Ef fréttin var
lesin án samhengis við viðtalið inni
í blaðinu, gat sú mynd sem dregin
var upp í fréttinni virkað að hluta
til villandi. Þótt ástandið í umhverf-
ismálum í Skagafirði sé ekki eins
og æskilegt væri, er það í heildina
lítið eða ekkert frábrugðið því sem
er víða annars staðar. Fyrirsögnin
„Salmonella í Skagafirði" er því
villandi og orsakast af misskilningi
vegna samanburðar við faraldur
sem upp kom í Landeyjum á síðasta
ári. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram
á að salmonella sé vandamál í
Skagafirðinum, en þess ber að geta
að marktækar rannsóknir á út-
breiðslu salmonellu hafa hvorki ver-
ið gerðar þar né annars staðar á
landinu. Unnið er að rannsókn á
tíðni salmonellu í vargfugli og sýna
Guðrún Ágústsdóttir
verður rædd á menntamálaþingi
dagana 16. og 17. nóvember og
hefur um 200 manns verið boðið á
þingið. í drögunum er auk grunn-
skólans fjallað um leikskólastigið,
framhaldsskólastigið, háskólastig-
ið, fullorðinsfræðslu, kennara- og
fóstrumenntun, starfshætti
menntamálaráðuneytisins og í við-
auka er gerð grein fyrir þeim kostn-
aðarauka sem fellur á ríkissjóð ef
framkvæmdaáætlunin nær fram að
ganga. Þar kemur m.a. fram að
hlutur menntamála af ríkisútgjöld-
um er nú um 13%. Kostnaðaraukinn
þýðir að fjárframlög til menntamála
þyrftu að ná 14-15% af ríkisútgjöld-
um eins og var mest alla síðustu
tvo áratugi. Stefnumörkun sú sem
fram kemur í framkvæmdaáætlun-
inni hefur að geyma fagleg rök sem
ætlað er að vera vopn í baráttunni
fyrir auknum skilningi á fjárþörf
til þessa málaflokks. Vonandi tekst
þjóðinni að sameinast um að færa
menntunarmál barna ofar á for-
gangslistann.
---------------------------------
Höfundur cr a ðstoðarmaöur
menntamálaráðherra.
þær niðurstöður sem nú liggja fyrir
mun minna smit en fannst í Land-
eyjum í fyrra. Einnig ber að geta
þess að það heyrir til undantekn-
inga eð salmonella greinist í öðrum
matvælasýnum en alifuglum, sem
rannsóknastofa Hollustuverndar
fær frá heilbrigðisfulltrúum. Það
er því alls ekki rétt að tengja salm-
onellu við Skagaijörðinn. Hitt er
annað mál að alls staðar þar sem
frágangi úrgangs eða frárennslis
er ábótavant er viss hætta á smiti
eða sýkingum. Smit getur t.d. bor-
ist með fuglum, sem lifa á sorp-
haugum og við skólpræsi, m.a. í
fóður, matvæli og opin vatnsból.
Þar sem oft er erfitt að rekja smit-
leiðir verður að leggja áherslu á að
virða öryggisreglur. Þegar starfs-
maður Hollustuverndar var í eftir-
litsferð í Skagafirði um miðjan sept-
ember sl. var t.d. frágangi úrgangs
verulega ábótavant. Gera þarf sér-
stakar ráðstafanir til að mávar og
hrafnar komist ekki í úrgang frá
sláturhúsum, fiskvinnslustöðvum
og fóðurstöðvum, en á þessu hafði
orðið misbrestur. Þess ber þó að
geta að vatnsból þar eru lokuð og
því lítil hætta á mengun þeirra.
Það þarf sameiginlegl átak
Á Sauðárkróki er unnið að úrbót-
um í frárennslismálum og verið að
leita leiða til úrbóta í sorpeyðingar-
málum. Á Sauðárkróki er hafin
gámavæðing, sem getur auðveldað
mjög öðrum sveitarfélögum í hérað-
inu að nýta sér kosti gámanna.
Dreifbýlið er víða í mestu vandræð-
um með sorpmálin og bendir margt
til að koma þurfi verulegur stuðn-
ingur frá ríkisvaldinu til að hægt
sé að ná settum markmiðum.
Einnig var nýlega farin eftirlits-
ferð á Akranes. Þar hefur á undan-
förnum árum verið unnið markvisst
að úrbótum í umhverfismálum og
er ástandið til fyrirmyndar. Sorp-
hirða og eyðing er jafnvel orðin
með því besta hér á landi, enda
hefur tekist góð samvinna milli
bæjaryfirvalda, heilbrigðiseftirlits,
fyrirtækja og íbúa. Þetta er eitt
dæmi af nokkrum þar sem vel hef-
ur tekist til í umhverfismálum.
(Frá Hollustuvernd ríkisins)
Metsölulisti New York Times
IHEST SELDll KILJURnRR
SKÁLDSÖGUR
Vikur
á listanum
Dawn eftir V.C. Andrews. 1
Daddy éftir Danielle Steel. 3
The Reasonable Doubt eftir Philip Friedman. 5
The Dark Half eftir Stephen King. 6
The Captive eftir Victoria Holt. 3
Sorceress of Darshiva eftir David Eddings. 2
The Great and Secret Show
eftir Clive Barker. 1
Exiles, Strak Trek Next Generation
eftir Howard Weinstein. 1
Postcards from the Edge eftir Carrie Fisher. 7
Defcon 1 eftir Joe Weber. »1
The Secret Diary of Laura Palmer
eftir Jennifer Lynch. 6
Oldest Living Confederate Widow
Tells All eftir Alex Gurganus. 7
The Minotaur eftir Stephen Coonts. 6
California Gold eftir John Jakes. 6
Presumed Innocent eftir Scott Turow. 50
The Joy Luck Club eftir AmyTan. 25
í verslunmn
Eymundsson
ÞRJÁR EIGULEGAR
BÆKUR UM MYNDLIST,
HÚSAGERÐARLIST
OG LJÓSMYNDUN:
Otto Dix - aðeins 995 kr.
Antoni Gaudí - aðeins 1495 kr.
Jeff Dunas - aðeins 495 kr.
AUSTURSTRÆTI - VIÐHLEMM - MJÓDD - KRINGLUNNI - EIÐISTORGI
91-18880 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700
Panafax
í FYRIRTÆKIÐ — Á HEIMILIÐ
Panasonic
Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda
Sendir A4 síðu á aðeins 17 sekúndum
Panafax UF-140
70 númera skammvalsminni
Sjálfvirkt endurval
Verö kr. 94.631 — Stgr. 89.900
Panafax UF-130
10 númera skammvalsminni
Verð kr. 84.105
Stgr. kr. 79.900
Panasonic
Tímanna tákn!
IhTHEKIAHF
I j Laugavegi 170-174 Simi 695500
STÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665/687175
.