Morgunblaðið - 15.11.1990, Page 48

Morgunblaðið - 15.11.1990, Page 48
48 MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 NEYTENDAMÁL Lyf og fylgiseðlar lyfja Öryg-gisþáttur neytenda Um þessar mundir fer fram mikil umræða um lyf og lyfjasölu hér á landi. Umræðan vekur upp margar spurningar sem erfitt hefur reynst að fá viðunandi svör við, má þar nefna rétt sjúklinga eða neytenda til að fá með lyfjum þær upplýsingar, sem oft fylgja með í pökkum utan um lyf, frá framleiðendum. Á fylgi- seðlum þessum eru upplýsingar frá lyfjaframleiðendum um virkni Iyfsins, mögulegar aukaverkanir eða víxlverkanir. Hér á landi hefur það viðgengist að fylgiseðlar þessir séu fjarlægðir áður en lyfin eru afhent sjúklingi. Lyfjafræðingar hafa í gegnum árin verið beðnir um skýringar. Rökin sem færð hafa verið fram gegn afhendingu fylgiseðlanna hafa verið fjölskrúðug: Að íslend- ingar séu almennt svo illa að sér í erlendum tungumálum að þeir geti auðveldlega misskilið upplýs- ingarnar ... að fólk sé oft svo ímyndunarveikt að það upplifi aukaverkanir, sé um þær getið á fylgiseðli ... það sé læknisins að segja sjúklingnum það sem hann nauðsynlega þurfi að vita, en ekki lyfjafræðingsins. Neytendur telja sig eiga kröfu á að fá í hendur allar upplýsingar sem fylgja eiga lyfjum, upplýsing- ar munu þó vera látnar fylgja með nokkrum tegundum iyfja. Það er löngu orðið tímabært að könnuð verði réttarstaða neyt- enda í þessu máli. Fylgiseðlar lyfja Neytendasíðan leitaði til heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og ræddi málin við Ing- olf Petersen lyfjafræðing sem sér um þennan málaflokk hjá ráðu- neytinu. Hann var fyrst spurður hvaða reglur væru í gildi í sam- bandi við fylgiseðla með lyfjum. „í reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu og merkingu eru ákvæði um að fylg- iseðlar skuli vera með lyfjaumbúð- um þegar nauðsynlegar upplýs- ingar um meðferð og notkun lyfs- ins rúmast ekki á umbúðunum sjálfum, skal þá greint á umbúð- unum að slíkur seðill fylgi. Enn- fremur segir, að ráðuneytið geti, að fenginni umsögn lyfjanefndar, heimilað að upplýsingar fylgi lyij- aumbúðunum. Þarna er um tvenns konar upplýsingar að ræða,“ sagði Ingolf, „tæknilegar leiðbeiningar um notkun lyfs og upplýsingar um verkun þess“. Fylgiseðla þarf að samþykkja Hann sagði að á markaði væru tæplega 2.000 lyf og væru fylgi- seðlar með mörgum þeirra, en ekki öllum og væru þeir á ýmsum málum. „Þessir fylgiseðlar eru yfirleitt ekki sendir okkur til sam- þykktar," sagði Ingolf. „Þegar sótt er um skráningu Jyfs, þá er sótt um að það verði skráð við ákveðinni ábendingu, einni eða fleiri, þ.e. við hvaða sjúkdómi og sjúkdómseinkennum nota skuli lyfið. Ef þessir fylgiseðlar ættu að fylgja lyfjunum, þyrftum við að viðurkenna þá líka. Fyrir kem ur að framleiðandi sækir ekki um skráningu sömu ábendinga í einu landi og í öðru. Þá kemur fyrir, að umsókn um skráningu ábend- ingar fyrir notkun lyfs hefur ein- hverra hluta vegna verið hafnað af skráningaryfirvöldum eins lands, t.d. vegna óviðunandi upp- lýsinga er fylgdu umsókninni, þótt skráningaryfirvöld annars lands hafi samþykkt hana. Það er skylda framleiðenda að leggja Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingolf Petersen lyljafræðingur. „Við lifum á tímum upplýsinga og það er ekki er óeðÚlegt að fólk vilji fræðast um þau lyf sem það tekur inn. fram gögn er sýna að lyfið hafi þá verkun sem hann fullyrðir að það hafi. Ástæða fyrir því að fylg- iseðlar hafa verið fjarlægðir, gæti því verið að þeir innihaldi upplýs- ingar um verkun lyfsins, sem ekki hefur verið staðfest af skráning- aryfirvöldum." > Skilningsleysi almennings — Nú er málið á þessum seðl- um fremur almennt orðað, enda eru þeir ætlaðir neytendum. „Það er ekki sjálfgefið," sagði Ingolf. „Sérfræðingar hafa sagt að þeir treysti sér til áJTlesa suma fylgiseðla og skilja þá í eigin sér- grein en ekki annarri. Hvemig á almenningur að geta túlkað þess- ar upplýsingar rétt ef læknarnir treysta sér ekki til þess.“ — Fyrir nokkrum árum fékk ég lyf í hendur i erlendum umbúð- um. Á pakkaumbúðunum stóð að nauðsynlegt væri að lesa vel með- fylgjandi leiðbeiningar áður en lyfið væri notað. Leiðbeiningarnar fundust ekki, þær höfðu verið fjar- lægðar. „Þetta hefur breyst á seinni árum,“ sagði Ingolf. „Ég veit ekki hvers vegna fylgiseðlar voru fjar- lægðir hér í upphafi. Ég tel per- sónulega að það sé frá þeim tíma þegar ekkert mátti segja sjúkl- ingi, það átti að vera í höndum læknisins. Við lifum á tímum upp- lýsinga og það er ekki. óeðlilegt að fólk vilji fræðast um þau lyf sem það tekur inn. Nú hafa verið tekin ákveðin skref, gefnar hafa verið út lyfjabækur og næsta skref er að þessar uppiýsingar fylgi lyfjutn." Reglur um fylgiseðla lyfja í nágrannalöndunum Ingolf sagði að í Efnahags- bandalagi Evrópu yrði það skylda að fylgiseðlar skuli fylgja öllum lyfjum. Þessir fylgiseðlar eiga að vera á tungumálum þeirra EBE- Ianda sem lyfin eru skráð í og eiga að sjálfsögðu að vera sam- hljóða. í Danmörku ætluðu yfirvö- Id framleiðendum að annast gerð fylgiseðla með lyfjum sínum, en hafa orðið að hverfa frá þeirri ákvörðun og taka upp eftirlit með gerð þeirra. „Við erum í norrænu samstarfi og þar erum við að reyna að sam- ræma reglur. Það hefur ekki tek- ist samstaða um fylgiseðla á Norðurlöndum, hins vegar hefur tekist samstaða um merkingu lyfja. Samræmdar norrænar merkingar eru þá á lyfjum sam- kvæmt reglum þar að lútandi, þannig má t.d. sjá heiti lyfja- formsins (krem eða lausn) á fleiri en einu Norðurlandamáli á um- búðum lyfsins. Slíkar pakkningar eru merktar samnorrænu vöru- númeri," sagði Ingolf. Reglur um fylgiseðla lyfja hér á landi — Nú segir lyfjaformsheiti eða vörunúmer fólki harla lítið um lyfið sjálft eða virkni þess. Hafa lyfjafræðingar hér nokkra heimild til að fjarlægja upplýsingar, þ.e. fylgiseðil, úr lyfjaumbúðum? „Það eru engin lögtil sem heim- ila þeim að taka fylgiseðlana, það eru ekki heldur til lög sem banna þeim að ijarlægja þá og það eru engin lög sem segja að þessir fylgiseðlar eigi að fylgja með í umbúðunum," sagði Ingolf. — Nú hefur því verið haldið fram að þegar um ofnotkun lyfja sé að ræða hér á landi, geti ein ástæðan verið gleymska, fólk gleymi upplýsingum sem þeim hafa verið sagðar af lækni. Gætu upplýsingar með lyíjum ekki kom- ið í veg fyrir mögulega ofnotkun? „Ég held ekki að það sé rétt, miðað við þær upplýsingar sem við höfum. Það er sjálfsagt rétt að sjúklingurinn man oft ekki hvað læknirinn sagði þegar hann er kominn út af stofu hans. Hins vegar getur skort á að læknirinn fræði sjúklinginn, en þá á sjúkl- ingurinn að geta leitað sér upplýs- inga í lyfjabúð. Það er þó háð þeim annmarka að lyfjafræðing- urinn þekkir almenna notkun lyfs- ins, en ekki hvað lækni og sjúkl- ingi fór á milli.“ Afhending fylgiseðla lyfja — Fyrir ekki löngu síðan fékk ég lyf afgreitt úr apóteki, lyfið var í erlendum umbúðum og fór ég fram á að fá afhentan fylgiseð- ilinn sem fylgdi lyfinu. Eftir nokkra stund var sagt að hann fyndist ekki meðal annarra snepla í ruslakörfunni. Hafa lyfjafræð- ingar leyfi til að neita fólki um fylgiseðil sem fylgt hefur lyfí? „Ég ítreka enn að ég tel að fylgiseðlar eigi að vera á íslensku. Hins vegar er leitast við að ís- lenska hin erlendu læknisfræði- legu orð, en því miður vill það oft brenna við að þessi orð, það er nýyrðin, segja fólki sem einhveija þekkingu hefur á þessu sviði ekki neitt, hvað þá almenningi. Vanda- mál við erlenda fylgiseðla er oft orðaval þeirra. Notuð eru orð sem ekki er að finna í algengustu orða- bókum, heldur eingöngu í læknis- fræðilegum orðabókum sem al- menningur hefur ekki greiðan aðgang að,“ sagði Ingolf að lok- um. Neytendur vilja að allir fylgiseðlar fylgi lyfjum Frá sjónarmiði íslenskra neyt- enda er fráleitt og raunar óviðun- andi að fylgiseðlar séu ekki alltaf látnir fylgja með þeim erlendum lyijum sem hafa fylgiseðla — þó á erlendu máli séu. Hér þykir sjálfsagt að öllum tækjum fylgi nauðsynlegar leið- beiningar um notkun og virkni (þó ekki séu þær alltaf á íslensku). Er það gert til að tækin nái að vinna rétt, en einnig til að fyrir- byggja skaða eða slys. En þegar svo kemur að upplýsingum sem fylgja með í umbúðapakkningum lyfja þá eru þær oft rifnar úr pakkningunum áður en neytand- inn fær lyfið í hendur, neytandinn má ekkert vita, jafnvel þó heilsa hans geti verið að veði. Hér virð- ast skorta ákveðnar reglur um þennan þátt lyfjasölu. Þessu þarf að breyta. M. Þorv. Listasafn Islands: Sýning1 á sovéskri samtímalist í LISTASAFNI íslands verður opnuð laugardaginn 17. nóvember kl. 15.00 sýning fimm sovéskra listamanna, sem allir verða viðstaddir opnunina. Sýningin nefnist Aldarlok. Þetta er fyrsta sýn- ingin á íslandi á sovéskri samlímalist. Listamennirnir eru Andrej Fílíppov, Sergej Mírónénko, Vladimir Míonénko, Oleg Tístol og Konstantin Reúnov, en Verk sumra þeirra eru nú orðin mjög eftirsótt- ir á alþjóðlegúm markaði. Hér er um að ræða samvinnu- verkefni milli íslands og Sovétríkj- anna. I júní síðastliðinn var sýning fímm íslenskra listamanna í Moskvu og nú heimsækja ísland fimm sov- éskir listamenn. Sýningin kemur hingað fyrir tilstilli sovéska list- gagnrýnandans og kvikmyndagerð- armannsins Olgu Sviblovu, en hún mun halda fyrirlestur í safninu sama dag kl. 17.00 um sovéska samtímalist. Tveir listamannanna, bræðurnir Sergej og Vladimir Míonénko, eru fulltrúar konsepliststefnunnar í Moskvu sem á rætur sínar að rekja til 7. áratugarins meðal listamanna, sem nú eru heimsþekktir eins og Ilaj Kabakov og Erik Bulatov. En sú stefna var sú fyrsta sem mótuð var í Sovétríkjunum um nokkurra áratuga skeið. Olga Sviblova lýsir list þeirra svo: „List þessara lista- manna er kaldhæðnislegur leikur að sovéskri hugmyndafræði.“ Tveir listamannanna, Oleg Tistol og Konstantín Reúnov, koma frá Úkraníu. Þeir hafa skapað persón- legt tjáningarform sem á upptök sín í suður-rússneskum barokkstíl svo og framúrstefnustíl sem var vinsæll í Úkraníu í upphafi 20. ald- ar. List þeirra er ekki eins háð hugmyndafræðinni og hins hópsins og andstöðunni við kerfið. (Fréttatilkynning) Sovésku listamennirnir í Listasafni íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.