Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 61

Morgunblaðið - 15.11.1990, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR iV. NÓVEMBER 1990 61 Ufán/R FOLX ■ KÖLN vill nú losna við dýrasta leikmann sinn Henrik Andersen sem liðið keypti fyrir 3,5 milljónir marka frá Anderlecht. Hann þykir hreint arfalélegur FráJóni og hefur varla kom- H. Garðarssyni ist í varaliðið. Hann 1 Þýskalandi lék þó með um helg- ina en fékk lægstu einkunn og er ekki búist við að Köln fái nema rúma milljón marka fyrir hann. ■ JEAN-Marie Pfaff, fyrrum landsliðsmarkvörður Belga, er hættur. Hann tilkynnti það í viðtali hjá belgískri sjónvarpsstöð um helg- ina en hann var fyrir skömmu rek- inn frá tyrkneska félaginu Trap- sonspor. ■ ANNAR markvörður var í sviðsíjósinu um helgina. Alexander Famula, markvörður Karlsruhe, átti hræðilegan dag, fékk á sig tvö klaufamörk og var skipt útaf í hálf- leik. Hann rauk heim í fússi og horfði á síðustu mínúturnar í sjón- varpinu en Karlsruhe sigraði 3:2. ■ ANDREAS Thom, skemmti sér hinsvegar mjög vel um helgina. Hann skoraði fyrir Leverkusen í 2:0 sigri á Köln. Um kvöldið fór hann svo á skemmtun hjá félaginu og vann þar bifreið, Audi Quadro, sem metinn er á tæpar tvær milljón- ir króna. ■ IGOR Belanov þykir líklegur til að hreppa titilinn óheppnasti leik- maður úrvalsdeildarinnar. Skömmu eftir að hann kom til Gladbach var eiginkona hans handtekin fyrir búð- arþjófnað og hvert óhappið hefur rekið annað. Hann kemst ekki leng- ur í lið og til að bæta gráu ofan í svart krafðist hann þess að fá borg- að í dollurum. Dollarinn hefur lækk- að um rúm 20% gagnvart þýska markinu síðan Belanov skrifaði undir og hefur hann því orðið af góðri summu. ■ JOHN Gayle, sem leikið hefur með Wimbledon í þrjú ár, var í gær seldur til Fulham fyrir 150 þúsund pund. Andreas Thom. ■ BILLY Bonds varð 60 þúsund pundum ríkari í fyrrakvöld er West Ham og Tottenham áttust við í góðgerðarleik á Upton Park. Bonds hefur verið hjá West Ham í 23 ár, fyrst sem leikmaður síðan þjálfari og nú sem framkvæmdá- stjóri. Hann á 700 leiki að baki fyrir félagið og er eini leikmaðurinn í Englandi sem fengið hefur tvo góðgerðarleiki. West Ham sigraði Tottenham, 4:3, og gerði Billy Bonds sigurmarkið sjálfur úr víta- spymu. ■ GARTH Crooks, fyrrum leik- maður Tottenham, Stoke, WBA, Man. Utd. og Charlton , hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, ■ eftir þrálát meiðsli. Crooks, sem er 32 ára, mun segja starfi sínu sem formaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna lausu. Hann hefur hug á að gerast út- varps- og sjónvarpsmaður. ■ HEIDI Zeller, ein besta skíða- kona Svisslendinga, viðbeinsbrotn- aði er hún féll illa á æfingu með svissneska landsliðinu í Sölden í Austurríki í gær. Zeller,' sem er 24 ára og hefur verið sögð arftaki Michelu Figini og Mariu Walleser í svissneska liðinu, var flutt á sjúkrahús til Bern í Sviss. Reiknað er með að hún verði ekki með í heimsbikarkeppninni í vetur. ■ JAN-Ove Waldner, heims- meistarinn sænski í borðtennis, varð sigurvegari í heimsbikar- keppninni eftir að hafa unnið Kínverjann Ma Wenge í úrslitum á heimsbikarmótinu í Chiba í Jap- an í gær. Svíinn sigraði í jöfnum KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaiið/Þorkell Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambandsins (t.v.) og Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka, handsala samninginn. KKÍ endurnýjar samn- ing við Austurbakka Körfuknattleikssamband íslands hefur endurnýjan samning sinn við Austurbakka h.f. Samningurinn er til eins árs, tengdur vörum frá Nike og Spalding. Samið var við Austurbakka beint, en ekki erlendu fyrir- tækin. Austurbakki leggur til bolta, skó, keppnis- og æfingagalla, sokka, töskur, boli og léttan fatnað á landsliðin, auk þess sem allir er æfa með einhveiju fimm landsliða Islands fá verulegan afslátt í versluninni Frísport. Leikmönnum karlalandsliðsins ber að leika í vörum merktum Nike í öllum landsleikjum. Á móti lætur KKÍ Austurbakka í té auglýsingaskilti á öllum landsleikjum sem fram fara á vegum KKÍ. Jafnframt í mótaskrá og öðr- um þeim bæklingum sem gefnir eru út á vegum KKÍ. Þessi stuðningur Austurbakka við KKÍ er metinn á um tvær milljónir króna. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KA - Grótta 25:28 íþi'óttahöllin á Akureyri, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild — VÍS-keppnin, miðvikudag- inn 14. nóvember 1990. Gangur leiksins: 3:0, 5:6, 8:9, 8:13, 10:15, 12:18, 14:21, 16:25, 20:25, 25:26, 25:28. Mörk KA: Hans Guðmundsson 10/4, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 5, Pétur Bjamason 5, Erlingur Kristjánsson 3, Andrés Magnússon 2. Varin skot: Axel Stefánsson 3/1 og Björn Björnsson 3. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu: Knstján Brooks 7/3, Svafar Magnússon 6, Páll Björnsson 5, Stefán Arnar- son 4, Davíð Gíslason 3, Gunnar Gíslason 2, Friðleifur Friðleifsson 1. Varin skot: Þorlákur Árnason 11. Utan vallar: 6 minútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: Um 200. Jean-Marie Pfaff. Övæntur Gróttusigur leik, 21:13, 13:21, 21:19, 12:21 og 21:17. Walner sagðist vera mjög ánægður með sigurinn enda Ma mjög erfiður andstæðingur. „Þetta var einn besti leikur minn í langan tíma,“ sagði Waldner sem vann Chen í undanúrslitum, 21:13, 21:23, 21:19, 16:21 og 21:18, en Ma vann Svíann, MikaeL-Appel- gren, í undanúrslitum; 21:16, 23:21, 11:21, 19:21 og 21:9. Chen vann síðan Appelgren í keppninni um bronsverðlaunin. ■ YANG YANG frá Kína lenti í erfiðleikum með Pontus Jantti frá Finnlandi í fyrstu umferð á heims- bikarmótinu í badminton í Band- ung í Idonesíu í gær. Yang, sem er efstur á styrkleikalistanum, vann fyrsta leikinn mjög auðveldlega eft- ir aðeins 13 mínútur, 15:5. Jantti byrjaði vel í öðnim leik og komstí 11:4, en þá tók Yang til sinna ráða og vann, 15:13. Úrslitin fara fram á sunnudag í Jakarta. Gróttumenn þurftu ekki að hafa ýkja mikið fyrir sigri á KA í gærkvöldi í ótrúlega sveiflukenndum. KÁ-menn gerðu þijú fyrstu mörkin en síðan tók Grótta völdin og hafði fimm marka forystu í leikhléi. Forskotið óx og var níu mörk þegar tíu mínútur voru eftir. Það var fyrst og fremst ótrúlega lélegur leikur KA sem varð þess valdandi að Grótta náði þessari stöðu en gestimir sýndu engan snilldar- leik. Undir lokin vökuðu KA-menn til lífsins og náðu að minnka í eitt mark en tvö síðustu mörkin gerði Grótta. Meirihluta leiksins stóð ekki'steinn yfir steini hjá KA, hvorki í vörn né sókn og gestirnir nýttu sér það með skynsömum leik. Stefán Arnarson stýrði sínum mönnum vel og Svafar Magnússon sterk- ur. Lykilmenn KA brugðust hinsvegar í leiknum en Sigurpáll stóð sig vel í lokin. Anton Benjamínsson skrilarfrá Akureyri Valur - ÍR 25:15 Iþróttahúsið að Hlíðarcnda, íslandsmótið í handknattleik, .l.deild — VÍS keppnin — mið- vikudaginn 14. nóvember 1990. Gangur leiksins: 5:2, 7:6, 10:7, 17:9, 21:11, 25:15. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6/2, Jón Kristjánsson 4, Júlíus Gunnai*s.son, Jakob Sigurðs- son 3, Brynjar Harðarson 3, Dagur Sigui'ðsson 2, Finnur Jóhannsson 2, Ólafur Stefánsson 1 og Örn Arnarson 1. Varin skol: Einar borvarðarson 7. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk ÍR: Matthías Matthíasson 5, Frosti Guðlaugsson 3, Ólafur Gyl/ason 3/1, Magnús' Ólafsson 2, Guðmundur Þórðai*sson 1 og Róbeit Rafnsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 13. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðmundur Skúli Stefánsson og feirgir G. Ottósson. Þeir misstu tökin á leiknum í síðari hálfleiknum. Áhorfendur: 32. Ikvöld KÖRFUKNATTLEIKUR: Tveir leikir verða leiknir í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld kl. 20. Haukar fá KR í heimsókn í íþrótta- húsið við Strandgötu og í Njarðvík taka heimamenn á móti IR. Einn leikir verður kl. 18 í 1. deild kvenna: Haukar - ÍS. HANDKNATTLEIKUR: Tveir leikir verða leiknir í bikarkeppni kvenna í Seljarskóla. ÍR mætir Stjöm- unni kl. 20 og Ármann leikur gegn Víkingi kl. 21.15. Viðnám í fyrri hálf leik Valsliðið var lengi í gang og það var aðeins seigla þremenninganna; Valdimai-s, Jakobs og Jóns sem að Iryggði þeim nauma forysta í leikhléi. ÍR-ingar léku agaðan sóknarleik og Hallgrímur var frábær í ^ - markinu. í síðari hálfleiknum hrundi leikur ÍR, leikmenn rifust innbyrðis og í dómurum og kæruleysi var algjört í leik liðsins. Vals- Frosti menn gengu á lagið, náðu fljótlega yfirburðastöðu og gátu Eiðsson leyft varamönnunum að spreyta sig síðasta stundarfjórð- skrifar unginn. Valdimar, Jón og Jakob voru bestir í Valsliðinu sem hefur oft verið meira sannfærandi. Hjá ÍR átti Hallgrímur stórleik í fyrri hálfleik og Mattías var atkvæðamikill undir lokin. frumsýnir toppgrínmyndina ÚR ÖSKUNNI í ELDINN Bræðurnir Charlie Sheen og Emilio Estevez eru mættir til leiks sem ruslakallar í einni af vinsælustu gamanmyndunum vestanhafs í haust. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.