Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 72. tbl. 79. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ibúar Bagdad svelta heilu hungri: Starf Rauða hálfmánans mið- ast við að fæða hermeimma - segir þýskur þingmaður á Evrópuþinginu og fulltrúi Þýskalandsdeildar Rauða krossins Amman. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞAÐ verður ekkerl, ýkt um ástandið í Bagdad. Fólk sveltur heilu hungri, börn, gamalmenni og konur verða verst úti. Þær takmörkuðu matarbirgðir sem enn hafa verið sendar til landsins fara aðallega til hermannanna og ekki til þeirra sem mest þurfa. Starfsemi Rauða hálf- mánans í Bagdad miðast öll við að fæða hermennina. Það eru alveg ótrúleg vinnubrögð," sagði þýsk kona, þingmaður á Evrópuþinginu og fulltrúi þýska Rauða krossins, en hún kom frá Bagdad í gær. Sovétríkin: Tilskipun um verk- fallsstöðv- un hundsuð Moskvu. Reuter. SPENNAN í Sovétríkjunum óx enn í gær er sovéska þingið sam- þykkti að stöðva bæri verkfall kolanámamanna og forystumenn sovéska kommúnistaflokksins sök- uðu róttæka umbótasinna um að stefna að því að hrifsa völdin í sínar hcndur. Talsmenn náma- manna sögðu að verkfallsmenn- irnir myndu hafa samþykkt þings- ins að engu. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sagðist í samtali við sovéska sjónvarpið í gær bjart- sýnn á lausn deilunnar. „Sam- kvæmt mínum upplýsingum verð- ur hægt að færa ástandið í eðli- legt horf á næstu dögum,“ sagði forsetinn og bætti því við að hann ætlaði sér að hitta fulltrúa náma- manna innan skamms. Sovéska þingið samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir því að stöðva bæri verkfall kolanámamanna í Don- bass í Úkraínu og Kúzbass í Síberíu í tvó mánuði. Valentín Pavlov, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, hafði lagt til að gripið yrði til harðari að- gerða gegn verkfallsmönnunum en tillögu hans var hafnað. Hann sagði að verkfallið hefði kostað Sovétmenn þrjár milljónir tonna af koium og mikil hætta væri á að loka þyrfti öðrum fyrirtækjum vegna eldsneytis- skorts. Stjórnmálaskýrendur í Prövdu og öðrum málgögnum sovéska komm- únistaflokksins sökuðu Borís Jeltsín, forseta rússneska þingsins, og stuðn- ingsmenn hans um að hafa reynt að kynda undir ólgunni í landinu í því skyni að steypa stjórn kommúnista. Róttækir umbótasinnar hafa boðað til íjöldafundar til stuðnings Jeltsín í Moskvu á morgun er skyndifundur, sem boðað hefur verið til á þingi Rússlands, verður settur. Búist er við að kommúnistar á þinginu reyni að víkja Jeltsín úr embætti forseta þingsins, sem hefur tryggt honum víðtæk völd. Borgarstjórn Moskvu samþykkti í gær að virða að vettugi bann sov- ésku stjórnarinnar við mótmælafund- um í höfuðborginni til 15. apríi. Lög- reglustjóri borgarinnar, Pjotr Bogd- anov, sagði í viðtali við Prövdu að hætta væri á að vopnum yrði beitt á fundinum á morgun en hann neit- aði því að hermenn innanríkisráðu- neytisins myndu beita táragasi eða bryndrekum til að dreifa mótmæl- endunum. fjóra flugræningja sem héldu 123 mönnum í gíslingu á aðalflug- velli eyjarinnar og felldi þá alla, að sögn talsmanns stjórnvalda. Að hans sögn eru gíslarnir allir heilir á húfi. Flugræningjarnir, sem voru frá Pakistan, rændu í gær Airbus þotu Singapore Airlines á leið frá Kuala Hún sagði að samgöngur lægju niðri og fólk kæmist ekki leiðar sinnar nema innan síns hverfis. Betl- arar eru á hveiju strái og neyðin skelfileg. „írakar eru mjög stoltir og það hefði einhvern tíma verið óhugs- Lumpurtil Singapore. 114 farþegar voru um borð og 11 manna áhöfn. Eftir að vélin lenti í Singapore tókst tveimur úr áhöfninni að sleppa frá borði. Flugræningjarnir kröfðust þess að tilteknum fjölda fanga í Pakistan yrði sleppt, þ. á m. Asif Ali Zard- ari, eiginmanni Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra lands- ins. Þeir vildu fá að ræða við sendi- andi að þeir fengju af sér að betla." Miðborg Bagdad er að hennar sögn mikið til í rúst en annars sé mesta furða hvað íbúðarhverfi hafi sloppið og hún segist hafa heyrt að mannfall óbreyttra borgara í loftár- herra Pakistans f Singapore og einnig kröfðust þeir þess að elds- neytisgeymar vélarinnar yrðu fylltir á ný svo að þeir gætu flogið til Ástralíu. „Undir lokin þá gerðust flugræn- ingjarnir herskáir og hótuðu öllu illu þannig að okkur var nauðugur einn kostur að láta til skarar skríða,“ sagði talsmaður stjórn- valda í Singapore. ásunum hafi verið minna en opinber- ir aðilar hafi gefið upp. Enn hefur ekki tekist að koma holræsum í lag, rafmagn er aðeins á stöku stað þar sem fyrirtæki hafa sínar eigin raf- stöðvar. Borgin er enn vatnslaus og hún sagðist hugsa með hryllingi til þess hvað gerðist þegar sumarhitarn- ir biystu á á næstu tveimur vikum. „Irakar aftaka hjálp góðgerðarstofn- ana frá Vesturlöndum og vilja ekki lækna þaðan. Þeir krefjast þess að efnahagsþvingunum verði aflétt skil- málalaust svo þeir geti farið að byggja upp á jafnréttisgrundvelli og segja að þessar matvælasendingar séu hvorí sem er ekki upp í nös ’á ketti,“ sagði þingkonan í samtali við blaðamann hér í Amman á þriðjudag. Hún sagðist einnig hafa upplýs- ingar um að upplýsingaráðherra íi’- aks, Latif A1 Jassim, væri einn þeirra sem var látinn víkja þegar Saddam Hussein Iraksforseti gerði breytingar á stjórn sinni um helgina. Hann hefði verið gerður að blóraböggli, haft væri fyrir satt að hann væri í stofu- fangelsi og myndi að öllum líkindum verða leiddur fyrir herrétt og tekinn af lífi. Hún sagði einnig óstaðfestan orðróm hafa verið á kreiki um að klukkustundu fyrir árás bandamanna á loftvarnabyrgi í Bagdad hefði Saddam hefði verið væntanlegur þangað. Forsetinn hefði farið milli byrgja að telja kjark í landa sína. Sjá einnig „Fyrrverandi upplýs- ingaráðherra..." á bls. 26. Svíþjóð: Flak skíps frá 16. öld finnst Siokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR fornleifafræðingar sögðust í gær hafa fundið flak flaggskipsins Lybska Svan, sem sökk árið 1525. Tveiinur árum áður sanidi Krislján II Danakon- ungur uni uppgjöf við Gústav Vasa Svíakonung um borð í skip- inu og leiddi samningurinn til þess að Svíar öðluðust sjálfstæði. Skípið er 30 m á lengd og fannst neðansjávar úti fyrir strönd Stokk- hólms. Fornieifafræðingarnir sögð- ust hafa fundið flakið í nóvember en héldu því leyndu uns gengið hafði verið úr skugga um hvaða skip þetta væri. Einn af fornleifafræðingunum, Anders Franzen, sagði að þessi fund- ur væri mun merkari en þegar her- skipið Gústav Vasa frá 17. öld fannst í Stokkhólmshöfn árið 1956. Singapore: Sérsveitir fella fjóra flugræningja Singapore. Reuter. SÉRSVEIT lögreglu í Singapore réðst í gærkvöld til atlögu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.