Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 47 Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Hluti nemenda tónlistarskóla Súgandafjarðar ásamt skólastjóra sínum að loknum velheppnuðum tónleik- um. SUÐUREYRI Tónleikar tónlistarskólans Suðureyri. Tónlistarskólinn á Suðureyri var með veglega nemendatónleika í húsi verkalýðsfélags Súganda- fjarðar sunnudaginn 10. mars. Til- efnið var dagur tónlistarskólanna 23. febrúar, ásamt 75 ára afmæli ASÍ. Hús verkalýðsins var opið öllum þennan dag og lögðu margir Súg- fírðingar leið sína þangað til þess að njóta kaffiveitinga í boði verka- lýðsfélagsins og tónlistarskólans ásamt því að hlýða á þýða tóna úr hljóðfærum nemenda tónlistarskól- ans. Tónlistarskólinn hefur á að skipa 32 nemendum á þessari önn. Þar er kennt á píanó, orgel og blokk- flautu. Skólastjóri skólans er Stef- anía Sigurgeirsdóttir. Á annað hundrað manns sóttu tónieikana og gerðu góðan róm að tónlistarflutn- ingi nemandanna. - Sturla Páll AFMÆLI fþróttafélagið Suðri fimm ára Selfossi. atlaðir íþróttamenn á suðurl- andi héldu upp á 5 ára af- mæli íþróttafélags síns 22. febrúar sem nýlega hlaut nafnið Suðri. Boðið var til afmælishófs þar sem ræður voru haldnar og félaginu færðar gjafir. Þá var efnt til veg- legrar sýningar á verðlaunagripum einstakra íþróttamanna félagsins. Félagið var stofnað 22. febrúar 1986 undir heitinu íþróttafélag fatl- aðra á Suðurlandi. Á aðalfundi fé- lagsins 19. janúar síðastliðinn var félaginu gefið nýtt nafn, íþróttafé- lagið Suðri. Sigríður Sæland, formaður fé- lagsins í fimm ár, sagði meðal ann- ars í ávarpi sínu að íþróttakeppni og æfingar félagsins hefðu fært það nær markmiðum sinum. Guðný Ingvarsdóttir formaður félagsins sagði markmið félagsins að efla útivist og félagsanda og auka samskipti milli fatlaðra. „íþróttir eru fyrir alla og ekki síst fatlað fólk, bæði félagslega og líkamlega fatlað," sagði Guðný. Verðlaunasýningin vakti mikla athygli. Hér eru nokkrir íþrótta- manna félagsins ásamt formann- inum. Frá vinstri: Benedikt Ingv- arsson, Gunnar J. Halldórsson, Katrín Gróa Sigurðardóttir, Haf- þór Snorrason, Gunnar Þór Gunnarsson, Eiríkur Harðarson, Steinunn Indriðadóttir og Guðný Ingvarsdóttir formaður Suðra. í Suðra eru nú 63 félagsmenn og af þeim eru um 30 manns sem eru virkir við ýmiss konar íþrótta- æfingar og stunda þær reglulega. Starfsemi íþróttafélagsins hefur vakið athygli almennings og ráða- manna á aðstöðu fyrir fatlaða og nauðsyn þess að þeim gefist þessi möguleiki til lífsfyllingar. Fjöldi gesta var í afmælishófinu og voru félaginu færðar fjölmargar gjafir. Mest var um bikara sem fé- lagið fékk til þess að afhenda þeim sem skara framúr. Meðal þeirra var bikar frá bæjarstjórn Selfoss til að afhenda afreksmanni félagsins ár hvert. Ólafur Jensson formaður íþrótta- sambands fatlaðra afhenti félaginu veglega gestabók að gjöf og sagði meðal annars í ávarpi sínu að íþróttaiðkun væri öllum holl en fötl- uðum væri hún nauðsyn. i fif.I M !■>->.): 'i JóÚS.' Innilegar þakkir til allra þeirra, er heiðruÖu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmœli mínu 13. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Jón Egilsson, Ölduslóð 10, Hafnarfirði. 0 0 0 III 0 ■©III BtRC Hljómsveitin Heiðursmenn og Kolbrún lelka fyrír dansi. o o II! o 0 III 0 0 III 0 III 0 0 0 Húsið opnað kl. 23. Aðgöngumiðaverð á dansleik kr. 900,- Tökutn að okkur erfidrykkjur, árshátíðir, afmæli og ónnur mannamót. 0 III 0 0 SIEMENS lr3 JF “ jj :í iÁjl'ÁÁi' L_<—ajr 71 11 Kæ!i - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimiiistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! i Í| SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300 slsJo mU .D’’I •;nil uld iHOIv; inqqojl Bbauöp iBv.fUloÍ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.