Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1,991 33 HÁRÓMANTÍK í HAVANA Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Havana. Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Sidney Pollack. Helstu hlutverk: Robert Red- ford, Lena Olin, Alan Arkin, Raul Julia. Bandaríkin. 1990. Talað hefur verið um að Havana eftir Sidney Pollack með Robert Redford og Lenu Olin sé nk. nú- tímagerð myndarinnar Casablanca. Margt er líkt með skyldum. Red- ford er ístöðulaus Bandaríkjamaður og fjárhættuspilari í Havana síðustu stjórnardaga Batista. Sigur byltingaraflanna er í nánd en ör- yggislögreglan illræmda telur sig enn hafa þarfaverk að vinna. Red- ford, kominn til Havana að vinna stóra pókersigra, flækist inn í at- burðarásina þegar hann aðstoðar unga byltingarkonu (Lena Olin) og verður ástfanginn af henni. Hún er gift einum af foringjum upp- reisnarinnar (Raul Julia) en þegar hann er talinn af' tekur ástin að blómstra á milli spilarans og bylt- ingarsinnans. Reyndar er Redford ekki í gömlu Bogart-rullunni nema að hálfu leyti, hinn helmingurinn er hjá Alan Arkin sem leikur kaldhæðnislegan og lífsþreyttan stjómanda spilavítis í Havana. Aðrar aukapersónur eru þátttakendur sem við eigum að venjast í þessari stöðu; sadistalegur yfirmaður öryggislögreglunnar, sleipur CIA-maðurinn, neikvæði blaðamaðurinn og fleiri. í bak- grunni eru ófriðartímar í landinu, uppreisnarandi og frelsisbarátta á götum úti. Ekkert hefur verið til sparað til að gera hana vel úr garði. Sidney Pollack endurskapar á. talsvert sannfærandi hátt andrúmsloftið í Havana fyrir fall Batista sem þá var einhver íjörugasti ferðamanna- staður heimsins, næturlífið, spilavítin, skemmtistaðirnir, allt kemst þetta mjög vel til skila í myndinni. En byltingin í landinu er aðeins bakgrunnurinn. Aðrir þættir eru ekki jafn sannfærandi. Myndin er fyrir það fyrsta a.m.k. um hálftíma of löng. Það vantar snerpu í fram- vinduna og hraða í frásögn. Hand- ritið dvelur full lengi við atriði sem virðast ekki skipta miklu máli við Lífsförunautur („Longtime Companion") Sýnd í Regnbogan- um. Leikstjóri: Norman René. Aðalhlutverk: Patrick Cassidy, Bruce Davison, Campbell Scott, Marie-Louise Parker. Ofáar myndir bæði í bíó og sjón- varpi hafa fjallað um þann hrylli- lega sjúkdóm eyðni, sem hetjað hefur á heimsbyggðina frá upphafi níunda áratugarins en fáum ef nokkrum hefur tekist það jafnvel og þessari frábæru mynd, Lífsföru- nautur („Longtime Companion"), sem gerð er eftir handriti Craig Lucas. Flestir kannast við myndir um homma eða gagnkynhneigða sem fá eyðni og áhrifin sem það hefur á fjölskyldur þeirra og tilveruna almennt. Lífsförunautur er um hommasamfélagið sjálft. Hún segir frá stórum vinahóp homma og hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif á hópinn og fellir vinina einn af fyrstu sýn (nema sem lýsing á karimennsku stjörnunnar) eins og þegar Redford fer með blaðamann- inum út á lífið og sefur hjá tveim- ur afar ungum stúlkum. Samtöl dragast á langinn og langar kveðju- stundir virðast óumflýjanlegar. Myndin er böðuð í gamaldags rómantísku ljósi, þetta er fyrst og fremst ástarsaga á milli Redfords og Olin, en hún verður hvorki nógu átakamikil né spennandi til að þola lengdina og maður tekur að velta. því fyrir sér hvaða erindi hún á uppá hvíta tjaldið. I ofanálag virkar Redford of gamall fyrir hlutverkið. Þetta er rulla sem hann er fæddur til að leika, en ekki á þessum aldri. Pers- ónan á að vísu' að vera fullorðin og veraldarvön og Redford er ailtaf Redford en samband hans og Olin er talsvert plagað af aldursmunin- öðrum. Þetta er mjög sorgleg mynd, yfirlætislaus og frábærlega vel leikin og falleg. Hún er miklu meira en bara um eyðni. Hún er um dauðann og missi ástvina og er um leið einstakleg góð lýsing á þeim veruleik sem hommar sér- staklega bjuggu við þegar og eftir að sjúkdómurinn gerði vart við sig. Hún er um vináttu og samstöðu og ást og tekur mjög skynsamlega á málum og af alvöru og þekkingu. Frásögnin í myndinni spannar allan eyðniáratuginn og byijar árið 1981 þegar birtist lítil sakleysisleg frétt í „The New York Times“ um að óvenjulegur og banvænn sjúk- dómur hefði gert vart við sig á meðal homma í Bandaríkjunum. Síðan er tekið fyrir eitt ár í einu fram til 1989 þegar myndinni lýkur en fráleitt sögunni. Þetta ér saga sem á auðvelt með að koma við áhorfandann og þessi mynd ætti að snerta djúpt hvern um. I annan stað á hann að taka út þroska sinn eftir því sem líður á mýndina, breytast úr kæruleysis- legum manni sem hefur aldrei skipt sér af neinu í kringum sig nema veðmálum í pólitískt meðvitaðan einstakling. Hann virðist líka of gamall til að snúa við blaðinu þótt hann hitti unga stúlku. Redford kemst eins og oft áður ansi langt á sjarmanum en mótleik- ari hans, Olin hin sænska, er glæsi- leg leikkona og fer einkar vel með hlutverk sitt og það gera einnig aukaleikararnir Arkin og Julia. Það er ósvikinn stórmyndabragur á Havana og mikill metnaður sem liggur að baki hjá leikstjóra sem gert hefur þær margar mjög góð- -ar(„Tootsie“, „Three Days of the Condor“, „Out Of Afriea“), en hér er efniviðurinn fjarlægur manni og efnistökin lítt athyglisverð. sem er. Handritið er hreinasta af- bragð og kemur mjög vel inná flest það sem máli skiptir af trúverðug- leika, hispursleysi og jafnvel kímni. Viðbrögð ástvina og félaga og sjálfra sjúklinganna eru einkar trú- verðug og sönn og fráfall þeirra átakanlegt. Leikstjórinn Norman René hefur gott lag á að fjalla um efnið án falskrar tilfinningasemi eða væmni. Leikaramir eru hver öðrum betri en ef einhver stendur uppúr þá er það Bruce Davison, sem tilnefndur var til Óskarsins fyrir bestan leik í aukahlutverki. Atriðið þegar hann kveður dauð- vona félaga sinn og hvetur hann til að sleppa taki af lífinu og sárs- aukanum er ógleymanlegt. Þess má geta að Campbell Scott, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum, er sonur George C. Scott og Colle- en Dewhurst. Lífsförunautur er sannarlega góð mynd sem leiðir fólk í hræðileg- an sannleikann sem býr að baki tölunum um látna eyðnisjúklinga. Hún eyðir fordómum og opnar glugga í veröld sem fengið hefur að þjást að mestu í hljóði. Lifað með eyðni Lengst til vinstri er fatnaður Vilhjálms Vilhjálmssonar sem hafnaði í öðru sæti sýndur, fyrir miðju er hönnun Sólveigar Eiríksdóttur sem sigraði, og lengst til hægri er fatnaður Maríu Ólafsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Fatahönnunar- keppni Smirnoff; Sólveig Eiríksdótt- ir sigraði ÍSLANDSKEPPNI Smirnoff Int- crnational Fashion Award, keppni í fatahönnun, var haldin í Reylyavík laugardaginn 16. mars og bar Sólveig Eh’íksdóttir, nemi við Myndlista- og handíðaskóla íslands, sigur úr býtum. Hún tekur þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni í Amsterdam 29. maí næstkomandi ásamt sigurvegurum frá 21 öðru landi. í öðru sæti varð Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Myndlista- og handíða- skólanum, og í þriðja sæti María Ólafsdóttir sem stundar nám við Parsons School of Design í París. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 8 = 1723278'h = I.O.O.F. 9 = 1723277'h = Bh. I.O.O.F. 7 = 1723278’/z =M.A. SAMBAND ÍSLENZKRA ýJEfí' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkonna á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Friðrik Hilmars- son. Guðrún og Hildur Sigurð- ardætur Syngja. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS OLDUGÖTU 3 S: 11798 1953? Skemmtilegar dagsferðir um bæna- daga og páska: Skírdagur 28. mars kl. 13 Krókatjörn-Selvatn. Gönguferð við allra hæfi um falleg vatna- og heiðalönd rétt austan Reykjavíkur (Miðdalsheiðina). Föstudagurinn langi kl. 13 Garðskagi-Hvalsnes. Öku- og skoðunarferð um Suðurnes. Far- ið að Garðskagavita, Hvalsnes- kirkju og Stafnesi. Fróðleg ferð. Laugardagur 30. mars kl. 20 Tunglskinsganga, fjörubái. Gengið um ströndina vestan Straumsvikur hjá Óttarsstöðum og að Kapellu heilagrar Barböru. Fullt tungl. Annar í páskum, 1. aprfl kl. 13. Þingvellir: Öxarárfoss-Hvanna- gjá. Gengið um gjárnar Al- mannagjá, Hvannagjá o.fl. Brottför í ferðirnar frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Það þarf ekki að panta fyrir- fram. Verið með. Ferðafélag íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. Samhliða svig Ármanns Samhliða svig skíðadeildar Ár- manns í opnum flokkum karla og kvenna 15 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum laugardaginn 30. mars '91. Skráning I mótið er í síma 620005 milli kl. 9 og 12 alla virka daga (Helga Sigurð- ardóttir), einnig er hægt að skrá sig I síma 651144 á daginn og 75591 ákvöldin(ÓmarKristjáns- son). Skráningu lýkur fimmtu- daginn 28. mars 1991. Skíðadeild Ármanns. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Skemmtilegar dagsferðir um bæna- daga og páska: Skírdagur, fimmtudagur 28. mars, kl. 13 a. Gönguskíðaferð í Bláfjöll- um. Notið tímann meðan færi gefst til gönguskíðaiðkanna. b. Krókatjörn - Selvatn. Gönguferð við allra hæfi um fal- leg vatna- og heiðalönd rétt austan Reykjavíkur (Miðdals- heiðina). Föstudagurinn langi, 29. mars, kl. 13 Garðskagi - Hvalsneskirkja - Básendar. Öku- og skoðunar- ferð um Suöurnes. Farið að Garðskagavita, Stafnesi, Hvals- neskirkju og að Básendum þar sem hinn forni kaupstaður stóð. Á Hvalsnesi hóf séra Hallgrímur Pétursson prestskap svo það er vel við hæfi að heimsækja staðinn þennan dag. Fróðleg ferð. Laugardagur 30. mars kl. 20 Tunglskinsganga, fjörubál. Gengið ströndina vestan Straumsvíkur hjá Óttarsstöðum og að Kapellu heilagrar Barböru. Fullt tungl. Annar í páskum 1. aprfl kl. 13 Þingvellir: Öxarárfoss Hvannagjá. Gengið um gjárnar Almannagjá, Hvannagjá o.fl. Brottför í ferðirnar frá Umferð- armiðstöðinni, austanmengin. Það þarf ekki að panta fyrir- fram. Verið með. Gleðilega páska. Ferðafélag íslands. Tilkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Páskaeggjaganga Skíðafélags Reykjavíkur (einn kílómetri) fer fram á skírdag kl. 14.00 við Blá- fjallaskálann. Allir ræstir I einu, ekkert þátttökugjald. Skiða- göngufólk, mætið vel. Ef veður verður óhagstætt kemur tilkynn- ing í Ríkisútvarpinu kl. 10.00 á sklrdag. Mótsstjórar verða Lilja Þorleifsdóttir og Pálmi Guð- mundsson. Upplýsingar í síma 12371. Skíðaféiag Reykjavíkur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá páskavikunnar: Skirdagur: Brauðbrotning safnaðarins kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Einsöngur Leifur Pálsson. Föstudagurinn langl: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Tvöfaldur kvartett syngur. Ein- söngvarar Ágústa Ingimarsdótt- ir og Sigríður Þórarinsdóttir. Laugardagur: Tónleikar kl. 19.00. Ffladelfíu- kórinn syngur. Meðal ein- söngvara verða Ágústa Ingi- marsdóttir, Geir Jón Þórðar- son, Leifur Pálsson og Sólrún Hlöðversdóttir. Undirleikarar Árni Arinbjarnarson, Daníel Jónasson og Carolyn Kristjáns- son. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Fíladelfíukórinn syngur ásamt einsöngvurum. Annar í páskum: Fagnaðarhátíð kl. 16.30. Fíla- delfíukórinn syngur ásamt ein- söngvurum. Vitnisburðir. Allir velkomnir á tónleika og samkomur meðan húsrúm leyfir. GUÐ GEFI LANDSMÖNNUM GLEÐILEGA PÁSKA. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Nýtið páskafríið til ferðalaga Fjölbreytt úrval páskaferða. 1. Snæfellsnes-Snæfells- jökull, 3 dagar (28/3-30/3). Ein besta svefn- pokagisting á Snæfellsnesi að Görðum í Staðarsveit. Sundlaug i nágrenni. Jökulgangan er há- punktur ferðarinnar. Einnig í boði skemmtilegar skoðunar- og gönguferðir um sérstæða og fjölbreytta ströndina undir Jökli. Matsala á staðnum. Fararstjór- ar: Hilmar Þór Sigurðsson og Kristján M. Baldursson. Brottför skirdag kl. 8. 2. Landmannalaugar, skíðagönguferð, 5 dagar (28/3-1/4). Gengiðfrá Sigöldu í Laugar. Séð verður um flutning á farangri. Einnig nokkur laus sæti í ökuferð (nýtt). Sívinsæl ferð. Gist í upphituðu og velbúnu sæluhúsi F.í. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. Brottför skírdag kl. 8. 3. Þórsmörk, 3 dagar (30/3-1/4). Gist í Skagfjörðs- skála í Langadal. Gönguferðirvið allra hæfi. Góð færð. Þórsmerk- urferð er tilvalin fjölskylduferð. Fararstjóri: Sturla Jónsson. Brottför laugardagsmorgun kl. 8. 4. Miklafell-Lakagígar, skíðaganga, 5 dagar (28/3-1/4). Ný og spennandi skíðagönguferð. Gist í gangna- mannaskálum. Séð um flutning á farangri milli skála. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Brottför skirdag kl. 8. 5. Skaftafell-Fljótshverfi (28/3-1/4). Gist að Hofi i Ör- æfum og Tunguseli. Skoðunar- og gönguferðir. Brottför skírdag kl. 8. Góð fararstjórn f öllum ferðun- um. Kvöldvökur. Ferðist með Ferðafélaginu um páskana. Eitthvað fyrir alla. Pantið tímanlega á skrifst. Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Greiðslukortaþjónusta. Pantið og takið farmiða tímanlega. Ferðafélag íslands. ÚTIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Dagsferðir um páskana Skírdagur 28/3 kl. 10.30: Fjallganga á Esju. Gengið upp Gunnlaugsskarð og vestur eftir Esjunni. Komið niður hjá Esjubergi. Kl. 13.00: Skemmtiganga á Kjalarnesi. Kjörin fjölskylduferð. Byrjað verður á þvi að ganga á „fjall'' barnanna, Brautarholts- borg. Þaðan verður haldið niður í Nesvik og yfir í Gullkistuvík. í lokin verður hlaupið undan öld- unum í Messing. Föstudagurinn langi 29/3 kl. 13.00: Söguferð. Ekið austur fyrir Fjall og í Þorlákshöfn. Þaðan með suðurströndinni í Selvog. Fylgdarmaður verður Gunnar Markússon, safnvörður í Egils- búð. Þorlákshafnarkirkja og Strandarkirkja verða skoðaðar. Fróðleg skoðunarferð fyrir alla. Laugardagur 30/3 kl. 13.00: Geldingamesgrandi - Blika- staðakró. Þetta er fjöruferð á stórstraumsfjöru fyrir alla fjöl- skylduna. Gengið verður austur fjöruna frá Geldingarnesgranda. Farið verður út í Leirvogshólma og í Blikastaðakró. Fjörulíf skoð- að og tíndar skeljar og kuðungar. Kl. 20.00: Tunglskinsganga. Gengið úr Katlahrauni út á Sela- tanga. Fjörubál og miðnætur- rómantík í stórbrotnu umhverfi Selatangannai Sunnudagur, páskadagur, 31/3 kl. 13.00: Grindaskörð - Kald- ársel. Fylgt verður Selvogsgöt- unni, gömlu þjóðieiðinni til Hafn- arfjarðar. Komið verður við i Valabóli og Hundraðmannahelli. Mánudagur, annar páskadag- ur, 1/4: Heklugangan, 1. áfangi, kl. 10.30: Grófin - Elliðaárhóim- ar - Geitháls. Nú verður lagt af stað í fyrsta áfanga Heklu- göngunnar, en áformað er að ganga í tólf áföngum úr Reykjaviktil Heklu. Heklugangan verður farin aðra hverja helgi og verður hápunktur göngunnar 1. september er gengið verður á fjallið. í þessum fyrsta áfanga verður gengin gamla þjóðleiðin úr Miðbænum, austan Skóla- vörðuholts, sunnan í Bústaðar- hálsi, upp Reiðskarð og áfram austur að Geithálsi. Kl. 13.00 verður boðið upp á rútuferð frá Umferðarmiðstöð - vestan- verðri og mun hópurinn samein- ast árdegisgöngunni við gömlu rafstöðina. Einnig er hægt að bætast í hópinn á leiðinni. Ekk- ert þátttökugjald er í þessum fyrsta áfanga Heklugöngunnar. Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöð - bensínsölu, nema í Heklugönguna kl. 10.30. Þá er lagt upp frá skrifstofu Úti- vistar, Grófinni 1.1 dagsferðirnar er fritt fyrir börn að fimmtán ára aldri í fylgd með fullorðnum. Sjáumst! Útivist. TIL SÖLU Vandaðar bækurtil sölu Hæstaréttardómar frá upphafi til enda i vönduðu skinnbandi. Landsyfirréttar- og hæstaréttar- dómar 1875-1919. Lovsamling for Island allt sem út kom. Skírnir 1827-1989 og fjölmargt annað. Upplýsingar í síma 83131.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.