Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 ' 25 Tillögur að reglum um hreindýrastofninn: Hreindýraráð selji veiðileyfi í TILLÖGUM nefndar á vegum umhverfisráðuneytisins um reglur varðandi hreindýraveiðar er gert ráð fyrir að komið verði á fót sér- stöku hreindýraráði, sem eigi að sjá um sölu veiðileyfa og útvega hæfa leiðsögumenn fyrir hreindýraskyttur. Þá skipti ráðið arði af sölu veiðileyfa og afurða felldra hreindýra samkvæint arðskrá og verði umhverfisráðuneytinu og embætti veiðistjóra til aðstoðar og ráðgjafar við hvaðeina er viðkemur vernd og nýtingu hreindýrastofns- ins, en eitt meginmarkmið tillagnanna er að árlega verði ákvarðaður eftir aldri og kynferði sá fjöldi dýra sem veiða skuli til þess að sam- setning hreindýrastofnsins sé hagstæð bæði hvað varðar viðkomu hans og nytjar af honurn. Gert er ráð fyrir að Hreindýraráði verði heimilt að starfrækja skrifstofu þar sem sala veiðileyfa og önnur starf- semi á vegum ráðsins fari fram. Umhverfisráðherra skipaði nefnd fjögurra manna 17. desember síðast- liðinn til að semja reglur um skipu- lag hreindýraveiða og rannsóknir á hreindýrum. í nefndina voru skipað- ir þeir Páll Hersteinsson, veiðistjóri, formaður nefndarinnar, Jón Gunn- arsson, umhverfisráðuneyti, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Búnaðarsam- bandi Austurlands,, og Einar Már Sigurðsson, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Nefndin skilaði tillögu að reglugerð og hefur hún verið send hreindýraeftirlits- mönnum, oddvitum og fleirum til umsagnar. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að umhverfísráðherra skipi hreindýraráð til fjögurra ára í senn, og skuli það hafa umsjón með því fyrir hönd umhverfisráðuneytisins að framkvæmd hreindýraveiða sé í samræmi við reglur hveiju sinni. í ráðinu sitji fimm menn, einn sam- kvæmt tilnefningu hreppsnefndar Fljótsdalshrepps, einn samkvæmt tilnefningu Jökuldalshrepps, einn samkvæmt tilnefningu héraðsnefnd- ar Múlasýslna, einn samkvæmt tiln- efningu héraðsnefndar Austur- Skaftafellssýslu og einn án tilnefn- ingar, en veiðistjóri verði ráðinu til ráðgjafar og sitji fundi þess. Gert er ráð fyrir því í tillögum nefndarinnar að umhverfisráðuneyt- ið ákvarði árlega hve mörg hreindýr skuli felld og hvernig veiðarnar skuli skiptast eftir hjörðum og aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum veið- istjóraembættis og hreindýraráðs. Einnig ákvarði ráðuneytið árlega verð á veiðileyfum að fengnum til- lögum hreindýraráðs, en heimilt verði að hafa verðið mishátt eftir tímabilum og svæðum. Nefndin leggur til að eignarréttur á landi þar sem hreindýr halda sig veiti ekki rétt til veiða á dýrunum, og þeir einir fái leyfí til að veiða hreindýr sem sannað geta hæfni sína og kunnáttu eftir reglum sem hrein- dýraráð setji. Hreindýraráðið efni til námskeiða fyrir verðandi leiðsögu- menn hreindýraveiðimanna gegn hóflegu gjaldi svo oft sem þurfa þykir og auglýsi þau opinberlega. Þá sjái ráðið um árlegt uppgjör tekna og gjalda vegna sölu veiðileyfa og hreindýraafurða og vegna reksturs skrifstofu, ráðsfunda og annarrar starfsemi. Umhverfisráðherra ákveði að fengnum tillögum veiði- stjóraembættis og hreindýraráðs hve stórum hluta arðs verði varið til rannsókna á hreindýrastofninum, en að öðru leyti skiptist arðurinn milli sveitarfélaga þar sem hreindýr halda sig að jafnaði á einhveijum árstíma. Sveitarstjórn skal síðan fyrst og fremst láta þá bændur njóta arðs af veiðunum, sem fyrir mestum ágangi verða af hreindýrum á beiti- lönd sín. Doktor í veðurfræði ISLENSKUR veðurfræðingur, Jón Egill Krisijánsson, lauk ný- lega doktorsprófi í veðurfræði frá háskólanum í Björgvin. Vörnin fór fram 21. febrúar sl. Andmælandi var Arne Bratseth, prófessor í Osló. Doktorsritgerðin heitir On a Consistent Treatment o^Condens- ation and Clouds in Numerical Models for Weather Prediction og fjallar um meðferð skýja og úrkomu í hermilíkönum sei» notuð eru við veðurspár. Slík líkön krefjast óhemjumikilla útreikninga og reikn- igetu og eru daglega keyrð á risat- ölvum í Evrópu og Bandaríkjunum. Frá því að fyrstu líkönin voru smíðuð um 1950 hefur orðið mikil þróun í gerð þeirra og ekkert lát á henni því að enn eru mörg vanda- mál óleyst. Meðal þeirra þátta sem hefur verið tiltölulega lítill gaumur gefinn er myndun skýja og úrkomu. I ritgerðinni eru rannsökuð áhrif þess að taka á þessum þáttum af meiri nákvæmni en áður. Niður- stöðurnar benda til að með því móti megi segja fyrir um krappar lægðir af meira öryggi en hægt hefur verið hingað til. Auk þess fjallar ritgerðin um mismunandi áhrif líkansins á ský og úrkomu eftir því hve þéttar upp- lýsingar þess eru miðað við tíma og vegalengd. Sýnt er fram á að úrkoma líkansins vex en skýjahula minnkar eftir því sem upplýsingarn- ar eru þéttari. Bent er á hvaða af- leiðingar þetta hefur fyrir skilning manna á skýjamyndun í slíkum lík- önum. Ennfremur er rannsakað gildi mismunandi aðferða við að líkja eftir því hvernig raki og ský berast með vindum. Dr. Jón Egiil Kristjánsson í ritgerðinni eru fjölmörgum til- raunum með veðurspárlíkön gerð skil. Niðurstöður þéirra hafa verið bornar saman við gervitunglamæl- ingar og athuganir frá jörðu. Jón Egill Kristjánsson erþrítugur að aldri, fæddur í Reykjavík 1960, sonur Kristjáns H. Ingólfssonar tannlæknis og Þorbjargar Jónsdótt- ur, ritara í dómsmálaráðuneytinu. Hann tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð vorið 1979. Að því loknu hélt hann til Noregs og hóf nám í veðurfræði í Björgvinjarháskóla. Hann lauk þar embættisprófi í þeirri grein vorið 1985, og hefur síðan starfað við rannsóknir og kennslu, lengst af í Björgvin. Eiginkona Jóns Egils er Rita Moi, veðurfræðingur og eiga þau einn son. Frá æfingu í Langholtskirkju á mánudaginn, Kór Langholtskirkju: Jóhannesarpassían á skír- dag o g föstudaginn langa KÓR Langholtskirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir Johann Se- bastian Bach á skírdag og föstudaginn langa. Flytjendur ásamt kórnum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Björk Jónsdóttir, alt, Michael Goldthorpe, tenór, Bergþór Pálsson, bassi, og Eiður Ágúst Gunnarsson, bassi. Kammersveit Langholtskirkju skipuð 25 hljóðfæraleikurum leikur með kór og einsöngvurum og er Hlíf Sigurjónsdóttir konsertmeistari. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jon Stefánsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og er for- sala aðgöngumiða í Langholtskirkju og Bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar. Johann Sebastian Bach lauk við Jóhannesarpassíu árið 1723, stuttu eftir að hann tók við starfi kantors við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Talið er að hann hafi samið fjórar passíur um píslarsögu frelsarans eftir það en einungis ein þeirra, Matteusarpassía, hefur varðveist í heillegri mynd. Efni Jóhannesarpassíu Texti passíunnar er að mestu eftir Barthold Heinrich Brockes (1680-1747) og segir frá hand- töku, yfirheyrslu og krossfestingu Krists. Passían hefst á lofsöngi til frels- arans. Guðspjallamaðurinn lýsir því er Kristur fer með lærisveinum sínum í grasagarðinn og Júdas kemur í fylgd með hermönnum og þjónum. Jesú spyr mannfjöldan hvers hann leiti og kórinn svarar að hann leiti að Jesú frá Nazaret. Sunginn er dapurlegur söngur áður en guðspjallamaðurinn hefur sagt frá Símoni Pétri og einnig eftir að Jesú hefur beðið hann að slíðra sverðið. Sagt er frá því þegar Jesú er bundinn og færður til Annasar en því næst eru sungnar tvær ar- íur. Sú fyrri er altrödd en sú seinni er sópranrödd. Eftir þetta tekur við yfirheyrslan hjá Annasi og fyrsta þætti verksins lýkur með hugleiðingu og sálmi þar sem fjall- að er um ógæfu og sálarkvöl Pét- urs, mönnum til aðvörunar. Annar þáttur verksins er tví- skiptur og mun lengri en fyrsti þáttur. Hann hefst á leikrænum þætti um yfírheyrslu Pílatusar og samskipti hans við gyðinga. Þar leikur kórinn stórt hlutverk og eru sum kóratriðin með áhrifamestu þáttum verksins. í seinni hluta annars þáttar er fjallað um kross- festinguna þar sem kórinn er ekki lengur leikrænn þátttakandi en hugleiðir efnið, til dæmis í næsts- íðasta atriði verksins sem er falleg vögguvísa. Þess má geta að texti ■ guðspjallamannsins, Krists og ann- arra er fluttur með tónlesaðferð nema þar sem kórinn grípur inn í í gervi hermanna, presta og lýðs. Aríurnar eru hugleiðingar um efni sögunnar og sálmarnir eru eins konar andsvar safnaðarins sem brýnir fyrir mönnunum að þeim beri að vera þakklátir fyrir fóm- fýsi frelsarans og þá sáluhjálp sem þeir uppskera er fylgi dæmi hans. Fimm einsöngvarar Eins og áður sagði taka fimm einsöngvarar þátt í flutningi verks- ins._ Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr- ansöngkona stundaði framhalds- nám við Tónlistarháskólann í Vín, í Þýskalandi og á Ítalíu. Hún hefur tekið þátt í fjölda tónleika með Kór Langholtskirkju auk þess sem hún hefur verið raddþjálfari kórs- ins undanfarin ár. Björk Jónsdóttir syngur altrödd. Hún lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1982 og átt- unda stigi frá Söngskólanum í Reykjavík 1988. Michael Gold- thorpe tenórsöngvari stundaði nám við Trinity College Cambridge og síðan King’s College og Guildhall School of Music and Drama í Lon- Framundan er tónleikaferð til Bandaríkjanna og Kanada, og vilja meðlimir hópsins gefa íbúum á höf- uðborgarsvæðinu kost á að heyra efnisskrá ferðarinnar. Músíkhópinn Hverafugla skipa þeir Daníel Þorsteinsson, píanóleik- ari, Kolbeinn Bjarnason, flautu- leikari, Pétur Jónasson, gítar- leikari, og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir don. Hann er fyrst og fremst þekktur fyrir túlkun sína á tónlist barokk og endurreisnartímabilsins. Hefur hann sungið í flestum lönd- um Evrópu og er fastagestur á óperusviðum í Frakklandi og Holl- andi utan heimalands síns. Bergþór Pálsson bassasöngvari syngur hlutverk Jesú í passíunni. Hann lauk mastersprófi í tónlist frá Há- skólanum í Indiana og starfaði við óperuna í Kaiserslautan í Þýska- landi frá 1988. Eiður Ágúst Gunn- arsson bassasöngvari syngur hlut- verk Pílatusar. Hann stundaði framhaldsnám í Köln og hefur starfað við óperur í Dusseldorfí Þýskalandi, Linz í Austurríki og Achen í Þýskalandi. Jón Stefánsson stjórnandi Kórs Langholtskrikju stundaði nám hjá dr. Páli ísólfssyni og dr. Róbert A. Ottósyni. Eftir tónmenntapróf og Kantorpróf hóf hann nám hjá Karli Richter við Tónlistarháskól- ann í Munchen og síðar Michael Radulescu við Tónlistarháskólann í Vín. Jón hefur verið organisti og kórstjóri í Langholtskirkju nær óslitið síðan 1964. Kórinn hóf æf- ingar á Jóhannesarpassíunni í jan- úar og hefur Bjarni Jónatansson séð um undirleik á æfíngum. Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson, Jó- runni Viðar, Samuel Barber, Manuel de Falla, B. Martinu, Sergei Rakhmanínov og Dimitri Sjostakovítsj að ógleymdum Þor- keli Sigurbjörnssyni sem hefur lagt til verkið Hverafugla en af því dregur hópurinn nafn sitt. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Músíkhópurinn Hverafuglar. Kveðjutónleikar músík- hópsins Hverafugla MÚSÍKHÓPURINN Hverafuglar heldur kveðjutónleika í menning- armiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði, miðvikudagskvöldið 27. mars kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.