Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 17 Er ný stjórnmála- hugsun nauðsynleg? eftirGústaf Níelsson i Nýafstaðinn landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var um margt merkilegur. Að líkindum hefur eng- inn einn fundur, þar sem sjálfstæð- ismenn hvarvetna af landinu koma saman, skotið andstæðingum flokksins öðrum eins skelk í bringu, þótt þeir hamist nú hver um annan þveran við að gera lítið úr niðurstöð- um fundarins, enda vart við öðru að búast. Spenningur fólks vegna þessa fundar var eðlilegur, enda í vændum að hann yrði tíðindaríkur þar sem fyrir lá að taka þurfti ákvarðanir um forustu flokksins undir kringumstæðum sem menn höfðu aldrei horfst í augu við áður, jafnframt því sem lagður yrði grunnur að kosningastefnuskrá fyr- ir Alþingiskosningar sem eru í nánd. Fundurinn tókst með miklum ágætum. Landsfundarfulltrúai' tóku djarfar ákvarðanir í forustu- málum flokksins, sem eiga sér enga hliðstæðu og þrátt fyrir það að fyr- ir lægi að skiptar skoðanir væru með mönnum um mikilvæg þjóðmál fengust niðurstöður án þess að allt færi í hund og kött og breytingar í forustu flokksins munu ekki hafa eftirmál í för með sér, þótt snarp- lega hafi verið glímt. Þær vonir andstæðinganna, að flokksmenn færu sárir og vígamóðir í tvístruð- um fylkingum af landsfundi hafa með öllu brugðist. II Nú þegar þetta er ritað hefur þingið nýlokið störfum sínum og skammt til kosninga. Landsmenn hafa haft kjörið tækifæri til þess að fylgjast með því hvernig hin „djúpa vinátta" hefur verið með mönnum á kærleiksheimili ríkis- stjórnarinnar. I ljósi atburðarásar- innar á Alþingi síðustu daga þess er ekki að undra þótt álit almenn- ings sé ekki ýkja mikið á stjórnmál- amönnum og störfum þingsins al- mennt og nokkurs vonleysis og uppgjafartóns gæti vegna lausa- taka stjórnvalda á málum sem miklu varða um framtíðarstefnu- mótun í þjóðmálum. Má með sann- girni segja að alger upplausn ríki í störfum þess þingmeirihluta sem ríkisstjórnin styðst við. Undir svona kringumstæðum er ekki óeðlilegt að spurt sé hvað taki við að loknum kosningum. Er við því að búast að þjóðin fái yfir sig nýja vinstristjórn, þar sem stjórnarfarið mun einkenn- ast af hrossakaupum, pólitískri létt- úð og algerri vöntun á framtíðarsýn í síbreytilegum heimi? Ekki er þess að vænta að landsmenn kjósi að fá yfir sig enn eitt tilbrigðið af vinstri- stjórn, sem skilur ekki kall tímans um nauðsynlegar breytingar í þjóð- félaginu, en mun þess í stað hamla eftir fremsta megni gegn allri ný- sköpun með þeim hörmulegu afleið- ingum að ísland gæti dagað uppi sem fátækur útkjálki í samfélagi þjóðanna um næstu aldamót. Og nú þegar eru teikn á lofti sem gefa okkur vísbendingar um hnignun og afturför. III Á svipaðan hátt og fulltrúar á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins voru djarftækir í ákvörð- unum um menn og málefni, má ætla að þjóðin geti verið það einnig í næstu kosningum. Valkostirnir virðast skýrir og hljómgrunnur fyr- ir því meðal landsmanna að reyna eitthvað nýtt í stjórnmálunum, sem aldrei hefur verið reynt áður. Breyt- ingarnar í alþjóðastjórnmálum hafa verið gríðarlega harðar og heilu hugmyndakerfin hrunið til grunna á undraskömmum tíma. Þessar að- stæður hafa valdið því að tilvistar- vandi þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga rætur sínar í sósíalískri hug- myndafræði kreppuáranna er orð- inn að vandamáli í samtímanum; þeir eru að breytast í eins konar peðafylkingu á skákborði stjórn- málanna, sem er ófær um að tak- ast á við úrlausnarefni samtíðarinn- ar. Viðbrögð vinstri flokkanna hér- lendis hafa verið með ýmsum hætti vegna þessa. Alþýðubandalagið sem hefur mátt þola mestu hremming- arnar og er i reynd að leysast upp hefur skipt um flokksmerki, eins og að það hafi einhveija pólitíska skírskotun; Alþýðuflokkurinn hefur brugðið á það ráð að auka við nafn sitt í þeirri von að það hressi upp á ímyndina og Framsóknarflokkur- inn virðist ætla að stökkva nokkra áratugi aftur í tímann og ástunda „pólitíska þjóðrækni“ eins og einn framsóknarmaðurinn orðaði það í Timagrein um daginn, hvað svo sem það nú þýðir. Varla myndi blása byrlega fyrir íslenskri þjóð ef þess- um flokkum tækist að mynda ríkis- Kristín Einarsdóttir út. Það verður að teljast ábyrgðar- hluti ekki síst í ljósi þeirra samn- inga sem nú standa yfir. Fróðlegt verður að vita hvort samtrygging flokkanna fjögurra verður nægjanlega öflug eftir kosn- ingar til að útiloka Kvennalistann frá Landsvirkjunarstjórn eða öði'um valdamiklum stjórnum og ráðum sem kosið er til á Alþingi. Höfundur er alþingisnunhir fyrir Kvennalistann í Keykjavík. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI stjórn að afloknum kosningum, ásamt klofningsbrotinu úr Alþýðu- bandalaginu, sem kallar sig Kvenn- alista og hamast af alefli gegn allri nýbreytni og framförum í atvinnu- málum þjóðarinnar, en telur þess í stað að vaxtarbroddurinn í atvinnu- lífi landsbyggðarinnar felist í aukn- um heimilisiðnaði í sveitum, eins og að hann geti verið grundvöllur gróskumikils mannlífs. Einfeldn- ingshættinum virðast engin tak- mörk sett. IV Ég gat þess hér að framan að nú væri hljómgrunnur meðal fólks að reyna eitthvað nýtt í stjórnmál- um á íslandi. Allan lýðveldistímann hafa ríkt samsteypustjórnir og kjós- endur hafa aldrei vitað hvers konar ríkisstjórnir þeir fá yfir sig að lokn- um kosningum, þótt þeir hafi stutt sinn flokk dyggilega. Margir hafa talið þetta alvarlegan annmarka á stjórnmálunum og til þess fallinn að hamla gegn festu og stöðugleika í landsstjórninni. Þessari skoðun virðist vaxa fiskur um hrygg meðal almennings og þær raddir gerast háværari að nýbreytnin í íslenskum stjórnmálum skuli vera sú að kalla einn flokk til ábyrgðar. Slík niður- staða í kosningum hefði ótvíræða kosti í för með sér og gerði öll markmið stjórnmálanna augljósari og auðskildari. Að loknu kjörtíma- bili einsflokksstjórnar myndu að- gerðir og aðgerðaleysi slíkrar Gústaf Níelsson „Að loknu kjörtímabili einsflokksstj órnar myndu aðgerðir og að- gerðaleysi slíkrar stjórnar fara fyrir dóm kjósenda og ógerlegt væri að bera ávirðingar á samstarfsflokka um slakleg vinnubrögð.“ stjórnar fara fyrir dóm kjósenda og ógerlegt væri að bera ávirðingar á samstarfsflokka um slakleg vinnu- brögð. Eins og sakir standa er tæpast við því að búast að nokkur einn stjórnmálaflokkur sé í stakk búinn til að taka að sér landsstjórnina, nema Sjálfstæðisflokkurinn. Fyrir því eru margvíslegar ástæður, en einkum þó tvær. I fyrsta lagi er enginn vinstriflokkanna nógu öflugur til þess að taka að sér meirihlutastjórn (þeir hafa ekki nóg kjörfylgi) og í öðru lagi skortir þá nauðsynlega pólitíska breidd þar sem þeir eru meira og minna sniðn- ir að gæslu tiltölulega þröngra hagsmuna og skortir þar af leið- andi afl og burði til þess að geta markað heilli þjóð markmið og stefnu til langs tíma, sem sæmileg- ur friður gæti haldist um. Reykvík- ingar hafa haft ágæta reynslu af því að fela Sjálfstæðisflokknum meirihlutastjórn borgarinnar og hika ekki við að endurnýja það umboð, þannig að vandséð er að einhver þung rök mæli gegn því að fela Sjálfstæðisflokknum lands- stjórnina næsta kjörtímabil, nema ef vera skyldi einhver tilfinningarök um ímyndaða hagsmuni lands- byggðarinnar, sem þrátt fyrir allt er í reynd engu betur sett undir vinstristjórn — heldur þvert á móti. Á þetta er bent hér vegna þess að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru óþreytandi við þá iðju sína að draga upp þá ímynd af flokknum að hann sé íjandsamlegur lands- byggðarfólki og vilji helst ekkert af því vita. Þetta er auðvitað hin mesta firra, en munurinn á Sjálf- stæðisflokknum og öðrum í þessum efnum (þó einkum Framsóknar- flokknum) er sá að Sjálfstæðis- flokkurinn vill hverfa frá þeirri kyrrstöðupólitík, sem jíkt hefur í atvinnumálum landsbyggðarinnar alltof lengi. Landsmönnum er nauð- synlegt að tileinka sér nýja stjórn- málahugsun þar sem spurt er um árangur af stefnumótun til langs tíma fyrir landið allt í stað þess að einblína á sértæk vandamál ein- stakra byggða vítt og breitt um landið með misjöfnum árangri og stundum alls engum. Höfundur er sagnfræðingur í Reykjavík. • • PASKAR A SOGU OPNUNARTÍMAR VEITINGAS ALA 'HÓTELS SÖGU PÁSKAHELGINA: SKÍRDAGUR, FIMMTUDAGUR 28. MARS: SKRÚÐUR (veitingasaiur 1. hæð) opinn frá kl. 11:00 til 21:30 GRILLIÐ opið frákl. 18:00til21:30 FÖSTUDAGURINN LANGI 29. MARS: SKRÚÐUR opinn frá kl. 11:00 til 22:00 opið frákl. 19:00 til 22:00 GRILLIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS: SKRÚÐUR GRILLIÐ MÍMISBAR opinn frá kl. 11:00 til 23:30 opið frákl. 19:00til23:30 opinn frá kl. 19:00 til 23:30 PASKADAGUR SKRÚÐUR GRILLIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS: opinn frá kl. 11:00 til 21:00 Lokað. ANNAR PASKADAGUR—M ANUDAGUR1. APRIL: SKRÚÐUR opinn frá kl. 11:00 til 23:30 GRILLIÐ Lokað. Gleðilega páskal Ináiet /A<sA íoftirgóðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.