Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 45 Þórunn Hansdóttir Wium — Kveðjuorð Fædd 16. október 1928 Dáin 11. mars 1991 Þá er þessu furðulega ævintýri lokið — var það fvrsta sem mér kom í hug þegar ég frétti andlát Þórunnar Wium. Aldrei aftur fer ég með feijunni frá Esbjerg yfir til Nordby, geng á land í langri halarófu fólks, hjóla og bíla og fer yfir veginn, upp í gegnum litlu götuna og inn á Hovedgaden fyrir framan póst- húsið. Ég geng ekki framar eftir steinlagðri, hlykkjóttri og þröngri Hovedgaden og virði fyrir mér kunnugleg, gömul hús með versl- unum og auglýsingaskiltum og bíð þess með óþreyju að við mér blasi lítið, rautt hús með stráþaki og gaflinn út í götuna. Þarna er það loksins og þarna er eldhúsglugginn sem veit út að götunni og útihurð- in og stofuglugginn. En oftast var farið inn í lítinn garð sunnan við húsið og barið á tvískipta hurð eins og í kúrekamyndum eða bara gengið beint í bæinn. í þessu nærri þijú hundruð ára gamla húsi var ríki Þórunnar Wium. í litlum stof- um með loftbitum sem maður varð að beygja sig undir, þar hófst ævintýrið sem allir tóku þátt í sem þangað komu. Þegar við heimsóttum Þórunni Wium fyrst haustið 1982 vissum við næsta lítið um hana. Við hefð- um ef til vill átt að leggja betur við hlustir þegar fólk sem við höfð- um talað við á Fanö og vissi að við vorum íslendingar sagði undir eins: „I kender da fröken Wium?“ Þetta vorum við búin að heyra æði oft áður en við hringdum í hana og spurðum hvort við mættum líta inn. En við lögðum ekki neina sér- staka- merkingu í þessi orð, ekki fyrr en seinna. Við vorum líka ósköp fáfróð um Fanö á þessum tíma og þegar við ókum eftir Hovedgaden í leit að nr. 44 horfð- um við undrandi á sjóinn sem flæddi upp í þvergöturnar og hug- suðum með okkur að þetta væri merkilegt, en kannski væri það daglegt brauð. Hjá Þórunni voru þá staddir tveir ungir, danskir piltar úr sjó- mannaskólanum í Nordby. Þeir voru að gera eitthveijar ráðstafan- ir sem við áttuðum okkur heldur ekki á. En brátt vorum við leidd í allan sannleikann. Það var stormur og Norðursjávarflóð í aðsigi. Réttu ári áður hafði komið þarna mikið flóð og þá höfðu þessir sömu pilt- ar, alveg ókunnugir, barið upp á hjá Þórunni og boðið fram hjálp sína. Sjórinn haði flætt inn í hús hennar eins og svo margra ann- arra sem þarna bjuggu. Fólkið varð að flýja og það var ekki fyrr en eftir marga mánuði, þegar búið var að gera húsin upp og hreinsa þau, að flutt var í þau aftur. Nú voru blessaðir drengirnir mínir, eins og Þórunn kallaði þá, að hjálpa henni að loka niðurföllum og setja lokur fyrir aðra útihurðina ef flóð- ið færðist ofar. Það varð ekki í þetta sinn og nú hefur verið gerð- ur varnargarður meðfram sjónum, þannig að neðstu húsin í Nordby eru ekki í jafnmikilli hættu og áður var. Þessir drengir sem þarna voru mættir urðu auðvitað heimili- svinir í Hovedgaden 44 og annar hálfgerður fóstursonur. En hver var svo Þórunn Wium og hvernig stóð á henni á þessari litlu eyju utan við Esbjerg? Smátt og smátt áttuðum við okkur á því og þó ... Ævi og örlög Þórunnar Wium voru manni sífellt undrunar- og ævintýraefni, en allir sem kynntust henni bárust inn í það ævintýr áður en þeir vissu af. Þórunn Wium var fædd á Ask- nesi við Mjóafjörð 16. október 1928. Hún var dóttir hjónanna Önnu Ingigerðar Jónsdóttur og Hans Guðmundssonar Wium sem þá bjuggu á Asknesi og seinna á Reykjum í sömu sveit og var hún elst af ellefu börnum þeirra hjóna. Mjóifjörður var alltaf hennar stað- ur þó að hún yrði að fara þaðan fljótlega eftir fermingu að leita sér lækninga. Hún var á sjúkrahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík og síðan var hún send til Kaup- mannahafnar til frekari lækninga með Drottningunni 1947. Eftir það átti hún aldrei heima á íslandi nema sem gestur mislangan tíma. Hún taldi þó jafnan lögheimili sitt í Mjóafírði og vinur hennar og fyrr- um kennari, Vilhjálmur Hjálmars- son, gætti þess að hún dytti ekki út af skrá. Þórunn var hérna heima síðast sumarið 1987, en var þá flutt, líkt og 40 árum áður, fársjúk á sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Þórunn Wium hafði þann sjald- gæfa eiginleika að líta á líf sitt og annarra sem margslungið, ótrú- legt ævintýri og smita aðra með þessu óvenjulega viðhorfi. Senni- lega hefur frábær frásagnargáfa hennar og öll framkoma átt sinn þátt í því. Hún var óvenjuleg sagnamanneskja og ég var ekki hissa þegar ég heyrði það einu sinni haft eftir Hans Brink, presti í Sönderho á Fanö, að í henni hefði hann uppgötvað hinar nýju íslend- ingasögur. Á heimili hans dvaldi hún eitt sinn nokkrar vikur eftir slys sem hún hafði orðið fyrir. Allt veikindastríð Þórunnar varð henni ótæmandi brunnur sagna af skemmtilegu fólki, kynlegum ör- lögum og furðulegum atburðum sem hentu hana þegar verst stóð á. Ótrúleg flugferð frá Vestmanna- eyjum í stríðinu þegar hún var flutt fárveik á Landspítalann. Sjóferð þessarar kornungu, veiku stúlku með Drottningunni til Kaup- mannahafnar þegar hún kynntist uppáhaldsskáldinu sínu, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi, sem gerðist verndari hennar á leiðinni og sá um að hún fengi að fara í land í Færeyjum og upp frá því tók hún sérstöku ástfóstri við Færeyjar. Allt urðu þetta undur- samleg ævintýr. Og áfram héldu ævintýrin endalaust. Læknirinn hennar, prófessor Erik Husfeldt, sem gerði á hen'ni skurðaðgerð, kom henni í skóla hjá Hándarbejd- ets Fremme. Þar lærði hún kven- fatasaum og setti síðan á stofn sína eigin saumastofu í Kaup- mannahöfn. Og seinna kynni henn- ar af Fanö, en þangað hafði próf- essor Husfeldt sent hana um sumartíma til þess að henni yrði gott af hreinu sjávarloftinu. Þar átti hún eftir að setjast að og eign- ast sitt eigið hús og setja á stofn saumastofu og verslun. Allt þetta og ótalmargt fleira var í hennar huga röð af undursamlegum tilvilj- unum eða ævintýri sem hún og allir vinir hennar og ættingjar tóku þátt í og áttu með henni. Hovedgaden 44 varð fljótlega okkar fasti viðkomustaður á Fanö. í fyrstu urðum við dálítið undrandi þegar fólk var stanslaust að koma, flestir án þess að berja að dyrum. Þarna streymdi fólk látlaust inn, ungir og gamlir, flestir í smáerind- um eða bara til þess að spjalla og fá sér kaffitár og kannski pönnu- köku. Þórunn var oftast í miðju kafi að steikja pönnukökur þegar við komum og þá jafnframt að svara í símann eða sinna gesti. En fljótlega hættúm við að furða okkur á nokkru sem gerðist í þessu húsi. Við höfðum heyrt eftir einum dönskum vini hennar að Hovedgaden 44 væri eins>og járn- brautarstöðin í Fredericia, þar væri látlaus traffik og þar kæmu allir við til þess að skipta um lest. Gestimir voru líka eins ólíkir og hugsast gat. Danskir eða færey- skir rithöfundar, íslenskir lista- menn, sjómenn frá íslandi eða Færeyjum, húsmæður og börn frá Fanö eða Kaupmannahöfn, heimil- isfeður og gamalmenni og svo endalaus runa af íslendingum. Einhvern tíma þegar við vorum að ræða þetta við Þórunni svaraði hún á þessa leið: „Ég þekki íslend- inga um leið og ég sé þá. Ég er kannski að sauma hérna við gluggann og verður litið út. Þá sé ég fólk koma eftir götunni og veit um leið að þetta eru íslendingar. Þið getið reitt ykkur á að þá hleyp ég út og spyr hvort ekki séu íslend- ingar á ferð og þá sé ég meira að segja á svipnum að þetta eru ætt- ingjar einhverra sem ég þekki frá íslandi en hef ekki lengi séð. Auð- vitað býð ég þeim í bæinn. Finnst ykkur ég ekki vera heppin að hitta þetta fólk?“ Þetta óvenjulega við- Reykjavík: Samkirkjulegt starf NÝLEGA lauk samkirkju- legri hátíðaviku er fram fór í Reykjavík á vegum Sam- starfsnefndar kristinna trúfé- laga á Islandi dagana 10. til 12 mars. Sameiginlegar guðs- þjónustur voru haldnar í sal- arkynnum allra þeirra kirkna er hlut eiga að máli. Síðasta opinbera athöfnin á vegum Samstarfsnefndar þenn- an veturinn fer fram í Dóm- kirkju Krists konungs í Landa- koti nú á skírdag. Guðsþjónust- an hefst kl. 11.00 og verður henni útvarpað. Með ritningarlestra fara Haf- liði Kristinsson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins, Óskar Jónsson brigader í Hjálpræðis- Landakotskirkja. hernum, Torfí Ólafsson formað- ur félags kaþólskra leikmanna og Eric Guðmundsson forstöðu- maður Aðventsafnaðarins. Séra Heimir Steinsson predikar og séra Jakob Rolland kanzlari kaþólsku kirkjunnar á íslandi þjónar fyrir altari. horf til lífsins afvopnaði okkur gjörsamlega og árið sem við dvöld- um á Fanö fór fyrir okkur eins og öllum öðrum vinum Þórunnar Wium að áður en varði var hún orðin ein af fjölskyldunni og vinir okkar og fjölskylda sem heimsótti okkur varð líka að heimsækja hana og hún fylgdist með því alla tíð síðan af sama áhuganum hvað okkar fólki leið. Við sögðum stundum við Þó- runni að hún væri einn besti sendi- herra sem ísland ætti í Danmörku. Þessu tók hún með gamansemi. En sannast sagna var hún verðug- ur sendiherra. Þó að hún hefði neyðst til þess að flytja frá íslandi sem unglingut- gleymdi hún aldrei landinu sínu eða tungunni einn einasta dag. Hún var óþreytandi að fræða Dani og annarra þjóða fólk um ísland og mörgum leið- beindi hún sem ákvað að heim- sækja landið. Hún kenndi skóla- börnum á Fanö, bæði í Sönderho og í Nordby, eftir að hún hætti að reka saumastofuna og þau börn voru leidd í allan sannleikann um þetta dásemdarland sem danskar skólabækur segja ekki mikið um. Samt veit ég að Dönum fannst þeir eiga talsvert mikið í henni. Hún vissi deili á flestum á Fanö og þekkti ættir þar betur en marg- ur innfæddur. Hún var sérfræðing- ur í þjóðbúningum á Fanö og Vestur-Jótlandi og oft leitað til hennar í þeim efnum. Hún var afskaplega vel að s0r í öllu sem gerðist í Danmörku, hvort heldur var á lista-, stjórnmála- eða menn- ingarsviði. Hún fylgdist einnig vel með öllu sem var að gerast hér heima. Hún átti gott safn danskra, þýskra og íslenskra bóka og fékk iðulega send íslensk blöð og þætti úr íslenska útvarpinu á snældum og seinna myndbönd með sjón- varpsþáttum. Á vissan hátt var Þórunn Wium orðin þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og ég veit að hún verður það áfram á Fanö. Hver á nú að sauma brúðarkjóla? Hver getur saumað þjóðbúninga? Hver er kominn á fætur fyrir allar aldir á Fanödaginn eða Sönderhodaginn til þess að klæða konur, ungar og gamlar, í þjóðbúninga? Hver kann að binda höfuðbúnaðinn rétt? Hver bakar hlaða af pönnukökum, aðstoðar við stórafmæli, tekur þátt í sorgum og ástvinamissi? Hver getur að- stoðað ungmenni sem þurfa að komast í skóla í Kaupmannahöfn? Hver getur veitt einhveijum vesal- ingi sem allir eru orðnir dauð- þreyttir á húsaskjól? Hver tekur smábörn, hunda eða ketti í fóstur þegar foreldrar eða eigendur þurfa að bregða sér bæjarleið? Og hver skammar yfirvöldin þegar á ein- hvern er gengið? Allt þetta átti Þórunn til og ótalmargt fleira. Því var nýkominn íslendingur óðara spurður: „De kender sikkert fröken Wium?“ En þrátt fyrir þetta allt var Þórunn Wium mestalla ævina að beijast við illvígan sjúkdóm sem lét hana aldrei alveg í friði og var óvenju miskunnarlaus síðustu árin. Hún lagði þó aldrei árar í bát. Ég heimsótti hana fyrir mánuði. Þá var allt snævi þakið í Danmörku og ís á leiðinni milli Esbjerg og Fanö. Hún lá heima og stórt sjúkrarúm hafði verið flutt í litlu stofuna hennar við ganginn þar sem gengið var inn í húsið. Guð- mundur bróðir hennar, sjómaður og bóndi í Þingeyjarsýslu, var þá hjá henni. Hún hafði hjá sér hand- hægan síma, útvarp, sjónvarp og neyðarbjöllu. En samt var þetta líkt og í gamla daga. Fólk gekk inn án þess að beija. sjómaður kom með nýveidda ýsu og skellti á eld- húsborðið, kona kom með flíkur sem hún hafði verið að pijóna á eitthvert hinna óteljandi smábama sem Þórunn elskaði, drengur kom með blómvönd frá konu sem hún hafði saumað á brúðarkjól fyrir ótal árum, síminn hringdi og alltaf var hugur Þórunnar vakinn og sofinn yfir velferð einhvers sem þurfti að sinna. Hjúkrunarkonurn- ar sem komu kvelds og morgna að sinna henni voru auðvitað komnar inn í ævintýrið. En- Hel- ena, besta vinkona hennar á Fanö, sem hefur stutt hana með ráðum og dáð síðustu árin hafði þurft að skreppa úr bænum og einkennilegt var að koma í Hovedgaden 44 án þess að heyra hressandi málróm hennar og hlátra óma um húsið. Nú er vika liðin síðan Þórunn Wium andaðist og í fyrstu fannst mér að ævintýrinu væri lokið, þessu ævintýri að kynnast henni og öllu sem því fylgdi. En á þessum vikutíma hefi ég fundið það betur og betur að því fer ijarri og því Iýkur eflaust ekki á næstunni, sagnir af henni munu ganga frá kynslóð til kynslóðar á Fanö og hér heima. Hvar og hvenær sem er getum við átt von á því ef Fanö, Mjóafjörð eða ísland ber á góma að heyra þessa spurningu, blandna forvitni og eftirvæntingu: Þekkirðu kánnski Þórunni Wium? Kendte du máske fröken Wium? Haben Sie Fraulein Wium gekannt? Kendir tú fröken Wium? Var ekki einhvem tima sagt að aldrei fyrntist minning þess sem gæti sér góðan orðstír? Systkinum Þórunnar Wium og þeirra fólki sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ég veit að henni var það ómetanlegt hversu vel þau hafa reynst henni alla tíð og þá einkanlega síðustu árin og ekki hvað síst Jóna systir hennar sem var hjá henni meira og minna þar til yfir lauk. Við hin sem vorum svo lánsöm að kynnast henni og verða þátttakendur í ævintýri lífs hennar hljótum að minnast hennar með gleði og undrun og ekki kæmi mér á óvart þótt farnar yrðu eins konar pílagrímsferðir til Fanö eða Mjóafjarðar. Steinunn Bjarman Blömastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. + Innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ÓSKARS M. GÍSLASONAR, Faxastíg 2b, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki St. Jósefsspítala í Hafnar- firði, starfsfölki Sjúkrashúss Vestmannaeyja og safnaðarsystrun- um í Betel, Vestmannaeyjum, fyrir allt ykkar framlag. Kristfn J. Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.