Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991
Hálaunafólk
eftir Harald
Baldursson
Kjarasamningar flugmanna
Flugleiða hf. eru lausir. Enn og
aftur finn ég mig í þeirri aðstöðu
sem og allir aðrir flugmenn Flug-
leiða að hlusta á skefjalausa gagn-
iýni og allt að því ásakanir frá fólki
allt um kring. Gagnrýnin er öll með
viðlíka formerkjum, því gengið er
út frá því að flugmenn hafi ógnarhá
laun annarsvegar, en vinni hinsveg-
ar sáralítið. Fáa hef ég hitt ennþá
sem geta tjáð sig af innsæi og skiln-
ingi um starf og starfsaðstöðu flug-
manna, enda ekki von, því starfið
er jú afar ólíkt flestum öðrum störf-
um. Ætli það sé ekki hluti þjóðar-
sálarinnar að við íslendingar teljum
okkur geta fullyrt stórlega um
flesta hluti, þó vitið til þess vanti
oft. Til að varpa ljósi á ýmsa þætti
starfans mun undirritaður reyna að
skýra þá í stuttu máli, og einbeita
sér að nokkrum þeim þáttum sem
renna stoðum undir þá fullyrðingu
að flugmonnum beri góð laun.
Dæmin miðast eingöngu við stöðu
undirritaðs hjá Flugleiðum hf., en
það er flugmannsstarf á Boeing 757
flugvélunum, í flugstarfsemi sem
flestir þekkja undir nafninu „Amer-
íkuflug". Starfsaldur hjá Flugleið-
um hf. er tæp 7 ár, en sem flugmað-
ur eða flugkennari hefur undirritað-
ur starfað í tæp 13 ár. Og þá er
komið að tölunum. Mánaðarleg út-
borguð laun mín eru 132.088 kr.,
ef ég nýti einungis minn eigin per-
sónufrádrátt. Þessi tala breytist
ekki milli mánaða, því ekki er um
að ræða neina yfirvinnu eða nætur-
vinnu. Hámarksvinnutími er fyrst
og síðast ákvarðaður af þeim lögum
og reglum sem ætlað er að tryggja
viðunandi flugöryggi. Fyrir utan
þessi laun fá flugmenn greidda
dagpeninga. Hluta dagpeninga má
mögulega halda eftir og kalla þá
laun, en mín reynsla er sú að það
er frekar fræðilegur möguleiki en
raunveralegur. En hvað er það þá
sem réttlætir góð laun flugmanna?
Lítum á nokkra liði.
Flugnámið
Flugnám kostar í dag um eina
og hálfa milljón. Framlegð hins
opinbera til námsins er hverfandi
sé miðað við aðra menntun, og LÍN
lánar einungis til bóklega hluta
námsins, en sá verklegi er dýrasti
hluti þess. Meðalnámstími til fyrsta
stigs atvinnuflugmannsréttinda er
nær 3 árum (ágiskun greinarhöf-
undar). Ólíkt því sem gengur og
gerist erlendis taka hvorki ríkið né
flugfélögin þátt í grunnþjálfun flug-
manna.
Er þessu svona háttað í þínu
starfi?
Ráðningar flugmanna
Þegar flugmaður er ráðinn til
stærri flugfélaga er hæfni viðkom-
andi könnuð áður en ráðning fer
fram. Um er að ræða hæfnispróf í
flugi, þ.e. hvernig viðkomandi leys-
ir starfið af hendi sem hann hugsan-
lega yerður ráðinn í og ennfremur
andleg hæfni. Andlega hæfnin er
könnuð með sálfræðiprófum, per-
sónuleikaprófum og gáfnaprófum,
sem 'síðan aðrir skoða og skrafa
um áður en ákvörðun um ráðningu
er tekin.
Er það þannig í þínu starfi?
Vinnutími
Óregla vinnutímans er alger.
Meirihluti vinnu minnar (u.þ.b.
70%) fer fram á „óeðlilegum“
vinnutíma, sé litið svo á að eðlileg-
ur vinnutími sé frá 7 á morgnana
til kl. 19 á kvöldin. En gott og vel,
margir þegnar þjóðfélagsins vinna
vaktavinnu sem felur í sér nætur-
vinnu (reglulega þó), en við flug-
menn fáum hinsvegar bara 15%
álag á grunnlaunin fyrir þetta fyrir-
komulag.
Er það svoleiðis í þínu starfi?
Ábyrgð
í starfi flugmanns er ábyrgðin
alger og mjög áþreifanleg. Það sem
greinir okkar ábyrgð frá venjulegri
ábyrgð í starfi er að augnabliks
vangá eða kæruleysi á ákveðnum
stigum flugs getur haft í för með
sér hörmulegar afleiðingar fyrir
stóran hóp fólks, þ.e.a.s. stórslys.
Kannast þú við þetta úr þínu
starfi?
Hámarksaldur
Starfsævi flugmanns endar í síð-
asta lagi við 63 ára aldur. Þar með
talið er undanþáguákvæði sem
heimilar störf framyfir sextugt sé
starforka óskert (skv. mati á heilsu
og hæfni). Eftirlaun frá hinu opin-
bera þiggja flugmenn ekki fyrr en
við 67 ára aldur, en mismuninn (4
ár) á eftirlaunum verður lífeyris-
sjóður okkar að fjármagna. Þarmeð
er ljóst að flugmenn halda fullum
launum 4 árum skemur en flestir
aðrir, þótt fullfrískir séu.
Er þetta þitt hlutskipti við starfs-
lok?
Starfsaðstaða
Flestir geta ímyndað sé hvernig
stjórnklefi lítur út. Hann er hannað-
ur þannig að mestallur tækjabúnað-
ur er innan við armlengd frá flug-
manni, og verða stjórnklefar því
sjaldnast stórir. í sumum flugvélum
er hægt að rísa úr sæti og teygja
úr sér í nokkrar mínútur í senn
innan veggja stjórnklefans, en í
öðrum er það ekki hægt. í þessum
klefum eyðum við allt að 10 klukku-
stundum óslitið, nær óhreyfðir í
sætum okkar.
Er þín vinnuaðstaða svipuð?
Kröfur um getu
Flugmenn Flugleiða hf. eru próf-
aðir tvisvar á ári í flughermi, þar
sem öll hugsanleg óhöpp og bilanir
eru settar á svið í því skyni að
kanna getu flugmanna til að leysa
vandamálin. í læknisskoðanir er
farið einu sinni til fjórum sinnum á
ári, eftir aldri. Einnig koma eftirlits-
flugsmenn í ferðir með okkur með
litlum fyrirvara og gi'andskóða
frammistöðu okkar í venjulegu
flugi. í öllum þessum tilfellum getur
brugðið til beggja vona með starfs-
frama og jafnvel starfið sjálft. Af
þessu má ljóst vera að nóg er um
streituvalda í starfinu.
Alveg fram á síðustu starfsárin
eftir Kristínu
Einarsdóttur
Eins og landsmönnum er kunn-
ugt urðu nokkrar umræður á Al-
þingi á síðustu starfsdögum þess
um það hvort rétt væri að reisa
álver á Keilisnesi. Fyrir þinginu lá
tillaga frá iðnaðarráðherra um að
haldið skyldi áfram samningavið-
ræðum um byggingu álversins.
Flestir, sem tjáðu sig um málið,
voru að vísu þeirrar skoðunar að
tillagan væri óþörf en gæti verið
gott innlegg í kosningabaráttu ráð-
herrans á Reykjanesi, sem bvrjaði
í haust, þegar tekin var ákvörðun
um að álver skyldi rísa á Keilisnesi
og blásið var á alla byggðastefnu.
Kvennalistakonur komu í veg
fyrir, ásamt öðrum, að þessi tillaga
yrði samþykkt. Með samþykkt til-
lögunnar hefði Alþingi verið að
leggja blessun sína yfir málsmeð-
ferð ráðherrans og skrifað þar með
undir þær forsendur sem lagðar eru
til grundvallar án þess að þingmenn
fengju tækifæri til að kynna sér
málið til hlítar.
er námsgeta flugmanna reynd. Þeg-
ar skipt er um flugvélategundir
þurfa flugmenn að sitja margra
vikna strangt nám og standast við-
eigandi próf, og skiptir þá engu þó
starfsaldur séu tugir ára.
Ert þú háður viðlíka eftirliti og
prófunum í þínu starfi?
Dvöl erlendis
í nóttum talið eyddi undirritaður
90 slíkum að heiman á síðasta ári
á vegum vinnuveitanda. í flestum
tilfellum er dvöl erlendis svo stutt
að mestur tíminn fer í hvíld á milli
fluga, þó stundum sé dvalið lengur.
Varst þú þetta lengi að heiman
á síðasta ári?
Frídagar og vinnuskrá
Vinnuskrá fá flugmenn 2 vikur
fram í tímann. Fjöldi frídaga í mán-
uði eru minnst átta. Hinsvegar
kveður samningur okkar á um að-
eins 1 helgarfrí í mánuði. Undirrit-
aður var hinsvegar mjög heppinn á
síðasta ári og fékk ég 18 helgarfrí
á árinu (utan sumar- og vetrarfr-
ía), en það er sá fjöldi helgarfría
sem dagvinnumaður fær á u.þ.b.
4Vi mánuði.
Flugmenn Flugleiða geta lent í
því að vera sendir burtu í allt að
18 daga, með einungis þriggja daga
fyrirvara. Staðarvalið er að sjálf-
sögðu ekki okkar, og oft dvelja flug-
menn langdvölum á þeim stöðum
jarðarinnar sem aðrir forðast í
lengstu lög.
Býrð þú við þetta í þínu starfi?
Stórhátíðavinna
í hugum flugmanna hefur hug-
takið „stórhátíð" enga merkingu
þegar til vinnu er litið. Enginn dag-
ur ársins er sjálfkrafa frídagur okk-
ar. Að eyða jólunum á hóteli í út-
löndum fjarri fjölskyldu sinni er
hluti af starfssamningi flugmanns.
Fáum við þá kannski heilmiklar
aukagreiðslur fyrir stórhátíðavinnu
eins og aðrir launþegar? Ekki aldeil-
is, því fyrir þetta er ekki greidd ein
aukakróna.
Eru stórhátíðarnar svona í þínu
starfi?
Sumarfrí/vetrarfrí
í sumar- og vetrarfríum er undir-
ritaður með samanlagt 36 daga á
ári. En hvernig taka flugmenn sín
frí? Sumarfrí mitt er aðeins 16 virk-
ir dagar, því það hentar rekstri fyr-
Álsinnar á Alþingi sameinast
Framganga Kvennalistan% í ál-
málinu varð til þess að álsinnar á
Alþingi sameinuðust um að koma
í veg fyrir að kosið væri í stjórn
Landsvirkjunar eins og þó hafði
verið gert ráð fyrir.
Alþingi er ætlað að kjósa í ýmis
ráð og nefndir á vegum ríkisins. Í
byrjun mars var sett á dagskrá
þingsins kosning í nokkur ráð og
nefndir eins og venja hefur verið.
Þar á meðal var kosning í stjórn
Landsvirkjunar. Alltaf öðru hvoru
þarf þingið að kjósa í ýmsar stjórn-
ir. Síðastliðið haust var t.d. kosið í
bankaráð Seðlabankans til 4ra ára.
Þá hreyfði enginn andmælum. Nú
brá hins vegar svo við að ekki
mátti fylgja rótgróinni hefð og kjósa
fyrir þinglok. Gömlu flokkarnir fjór-
ir sameinuðust um _að koma í veg
fyrir kosninguna. Ymsar ástæður
voru gefnar upp en augljóst var að
kosning í stjórn Landsvirkjunar var
ástæðan, þar sem líklegt var að
Kvennalistinn fengi fulltrúa í
stjórninni. Stjórnarandstaðan hefur
Haraldur Baldursson
„Ég vona að ofan-
greindir punktar kasti
einhverju ljósi á þá
þætti flugmannsstarfs-
ins sem aðgreina það
frá flestum öðrum
störfum, og hjálpi til að
svara þeirri spurningu
hvort t.d. greinarhöf-
undur sé í ofborguðu
lúxusstarfi eins og sum-
ir hafa haldið fram.“
irtækisins betur að ég taki frí mín
að mestu á veturna (20 virka daga).
Tímabil sumarfríanna er frá maí til
september, að báðum mánuðum
meðtöldum, en þessir tveir mánuðir
eru utan sumarfrístíma flestra ann-
arra þegna þjóðfélagsins.
Hvernig er það annars í þínu
starfi?
Heilsan
Það má lítið bera útaf í heilsu
flugmanns. Á næstum hveiju ári
missa menn úr okkar litla hópi vinn-
una mörgum árum fyrir venjuleg
starfslok vegna þess að heilbrigðis-
skilyrðum er ekki fullnægt. Gagn-
vart langflestum öðrum störfum
hafa þessi flugmenn óskerta starfs-
orku, en verða eigi að síður að
ganga í land og þiggja skyndilega
eftirlaun í stað fullra launa, og taka
á þeim vandamálum sem fylgja því
að missa starf sitt fyrir aldur fram.
Er þetta algengt í þinni stétt?
Lúi í starfi
I utanlandsflugi Flugleiða er
„Ótrúlegt var að fylgj-
ast með hve samstíga
karlarnir voru í að
koma í veg fyrir að
kona kæmist inn í þetta
karlavígi.“
hingað til staðið saman þegar kosið
er í nefndir. Gert var ráð fyrir að
svo yrði einnig nú. Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði ekki þingstyrk til að fá
nema einn í stjórn Landsvirkjunar
en ef stjórnarandstaðan stæði sam-
an fengi hún 2 fulltrúa. Svo var
því um talað að Kvennalistinn fengi
annan fulltrúann. En það passaði
nú allt í einu ekki inn í kramið.
Ótrúlegt var að fylgjast með hve
samstíga karlarnir voru í að koma
í veg fyrir að kona kæmist inn í
þetta karlavígi.
í grein sem Halldór Blöndal skrif-
aði í Morgunblaðið sl. laugardag
staðfestir hann að frestun kosning-
anna var, a.m.k. að því er Sjálfstæð-
óreglan í mataræði og svefni gífur-
leg. Áhrifin á líkamann geta verið
slík, að líkamleg og andleg líðan er
í algjöru lágmarki, í fjölda tilfella.
Þetta á ekki eingöngu við um löng
austur-vestur flug, heldur íjölmörg
önnur flug. Venjulegur íslendingur
prófar þetta kannski tvisvar á ári
og finnst mörgum nóg um — en
þetta er atvinna okkar!
Þarft þú að taka á þig óumflýjan-
leg líkamleg óþægindi í þínu starfi?
Matartímar
Matartími á venjulegum vinnu-
stöðum er oft stund milli stríða.
Hjá flugmönnum í utanlandsflugi
skapast þessi „hvíldarstund" alls
ekki, því borðað er af matarbakka
í kjöltunni á sama tíma og við vinn-
um að framgangi flugsins. Er þá
greitt fyrir þetta sérstaklega? Nei.
Gefst þér kostur á matartíma í
vinnunni?
Viðurlög
Flestar reglugerðir hins opinbera
og alþjóðlegra stofnana sem lúta
að flugmannsstarfinu kveða á um
refsingu við brotum á viðkomandi
reglugerð. í flestum tilfellum er um
að ræða missi flugskírteinis og/eða
fangelsisvist.
Eru slík ákvæði til um þitt starf?
Niðurlag
Ég vona að ofangreindir punktar
kasti einhveiju ljósi á þá þætti flug-
mannsstarfsins sem aðgreina það
frá flestum öðrum störfum, og
hjálpi til að svara þeirri spurningu
hvort t.d. greinarhöfundur sé í of-
borguðu lúxusstarfi eins og sumir
hafa haldið fram. Að mínu mati er
hægt að svara þessari spurningu.
Spurningarnar í lok hverrar máls-
greinar eru nefnilega ekki settar
fram af yfirlæti eða drambi, heldur
vil ég biðja góðan lesanda að svara
þessum spurningum og telja saman
jáyrðin. Ef svarið er ,já“ í helmingi
tilfella (7 eða fleiri), þá efa ég held-
ur ekki aðTaun lesandans eru hærri
en höfundar.
Það er hægt að draga fram
marga fleiri pgnkta til stuðnings
máli mínu, þó veigaminni séu. Ekki
vil ég heldur draga úr því að starf-
inu fylgja margir kostir og ekkert
annað starf vildi ég stunda, þrátt
fyrir að það sé oft erfitt. Krafa mín
er hinsvegar sú að það mat sem
leikmenn leggja á starfið sé rétt-
mætt.
Að lokum vil ég taka fram að
þessar skýringar eru mín smíð per-
sónuleg, en ekki stéttarfélags at-
vinnuflugmanna FÍA.
Höfundur er flugmaður hjá
Flugleiðum hf.
isflokkinn varðar, fyrst og fremst
til að koma í veg fyrir að Kvenna-
listinn fengi fulltrúa í stjórn Lands-
virkjunar. Það er greinilega skoðun
þeirra að þau sjónarmið sem Kvenn-
alistinn stendur fyrir í ^lmálinu
megi ekki heyrast í stjórn Lands-
virkjunar. Getur verið að málið þoli
ekki gagnrýna skoðun?
Verður Landsvirkjun
án stjórnar?
Þeir sem nú ráða ferðinni tala
um að strax í sumar muni þing
koma saman m.a. til að ræða breyt-
ingar á stjórnarskránni en gert er
ráð fyrir að Alþingi muni eftirleiðis
starfa í einni málstofu, ef nýkjörið
þing samþykkir þá breytingu. Það
er hins vegar ekki á valdi núver-
andi stjórnarherra að ákveða slíkt.
Enn liggur því ekkert fyrir hvenær
þing kemur saman eftir kosningar
en samkvæmt núgildandi lögum
þarf það ekki að vera fyrr en 10.
október. Allsendis er því óvíst hvort
hægt verður að kjósa í stjórn Lands-
virkjunai' fyrir 1. júlí 1991 þegar
umboð núverandi stjórnar rennur
Samtryg'ging gömlu flokk-
anna og stjóm Landsvirkjunar