Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 ísland semji sig að flugmálareglum EB eftirEinar Sigurðsson í ræðu sinni á aðalfundi Flugleiða lét fyrrum stjórnarfoiTnaður félags- Ins, Sigurður Helgason, þau orð falla að hann styðji hugmyndir um að gefa alla flutninga í lofti fijálsa, og bætir svo við að hugsanlega þurfi einhvem umþóttunartíma. Þá segir hann að vitaskuld þurfí að gæta fyllsta öryggis og að leyfi til flug- reksturs verði einungis veitt þeim aðilum sem upfylla þær kröfur sem gilda um slíkan rekstur ogþeim kröf- um verði að fylgja eftir. Flugleiðir hafa í raun gengið lengra í þessu máli en Sigurður Helgason, fyrrum stjómarformaður. í ársskýrslu Flugleiða sem kom út í síðustu viku er hvatt til þess að ís- land semji sig að flugmálareglum Evrópubandalagsins (EB) og þeim hertu reglum sem taka gildi þar árið 1993. Með þessum reglum er stefnt að því að afnema hömlur sem milliríkjasamningar setja samkeppni í flugi. Flugumferð milli landa er nú stýrt með tvíhliða loftferðasamningum. Þannig er útilokað fyrir íslendinga að ákveða upp á sitt eindæmi að gefa millilandaflugið fijálst eins og einhveijir kunna að hafa lesið út úr ummælum Sigurðar Helgasonar, fyrrum stjómarformanns Flugleiða. Um þetta verður að semja. Flestir loftferðasamningar Islands eru við ríki Evrópu. Það er skoðun Flugleiða að það sé mun hagkvæmara fyrir íslendinga að semja um gildistöku EB reglna um flug á íslandsleiðum en að semja um breytingar á loftferðasamningum við einstök ríki. Þessa samninga við EB má annaðhvort gera í viðræðum Einar Sigurðsson „Flugnmferð milli landa er nú stýrt með tvíhliða loftferðasamn- ingum. Þannig er úti- lokað fyrir íslendinga að ákveða upp á sitt eindæmi að gefa milli- landaflugið frjálst.“ EFTA og EB eða í tvíhliða viðræðum íslands og EB. EB-reglumar gera ráð fyrir að allt flug innan bandalags- ins verði talið innanlandsflug og stefnt er að því að hömlur sem sett- ar em í tvíhliða loftferðasamningum milli ríkja bandalagsins falli úr gildi. Hömlur í loftferðasamningum við ríki utan bandalagsins eða utan gildis- svæðis flugmálareglnanna verði áfram í gildi. Nú þegar sjást ýmis merki þess að EB muni láta ýmsar íþyngjandi reglur sem gilda innan bandalagsins ná til flugfélaga sem standa utan þess en stunda fiug til EB-landanna. Kosturinn við að semja sig að þessum reglum umfram það að semja við einstök ríki er að þær gæfu íslenskum flugfélögum ný tækifæri til markaðssóknar. íslensk flugfélög fengju aðgang að mörkuðum innan bandalagsins sem samningar milli íslands og einstakra ríkja gæfu ekki færi á. Islensk flugfélög gætu þar með farið út í flutninga á fólki og frakt milli Bretlands og Þýskalands eða á milli hvaða annarra landa bandalagsins sem vera skal. Það yrði trauðla hægt að semja um við ein- stök ríki. Jafnframt myndu reglur bandalagsins opna öðrum flugfélög- um en Flugleiðum, íslenskum og er- lendum, færi á að keppa á íslands- leiðum. Það er ekki ljóst af ummælum Sigurðar Helgasonar, fyrrum stjórn- arformanns, hvort hann er að horfa til lengri eða skemmri tíma. Þó virð- ist sem þetta sé langtímasjónarmið vegna þess að hann telur að hugsan- lega þurfí einhvem umþóttunartíma. ísland og önnur EFTA-lönd eiga nú í samningum við EB um ýmis mál. Það er skoðun Flugleiða að ekki sé rétt að hnika neinu til sem máli skipt- ir í flugmálastefnu landsins á meðan þessar samningaviðræður standa yfir. Samningar við EB, þar á meðal flugmálasamningar, eru flóknir og viðamiklir og niðurstaða þeirra getur skipt íslendinga verulega miklu máli í framtíðinni. Flugleiðir eru eindregið þeirrar skoðunar að ísland eigi að semja sig að flugmálareglum EB, en það verður að gerast æsingalaust og án flumbrugangs. Höfundur er blaðafulltrúi Flugleiða. Matthías Johannessen, skáld og Pétur Jónasson, gítarleikari. Sálmar á atómöld í Brautarholtskirkju MATTHÍAS Johannessen, skáld, flytur ljóðaflokkinn Sálmar á atómöld í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi á föstudaginn ianga. Pétur Jónasson, gítarleikari, leikur sígilda gítartónlist milli atriða. Ljóðaflokkurinn Sálmar á vallaprestakalli. atómöld kom fyrst út árið 1966 í ljóðabókinni Fagur er dalur en kemur nú, um þessa páska, út öðru sinni hjá Almenna bókafé- laginu í lítið eitt breyttri útgáfu ásamt inngangi eftir dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest í Reyni- Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Brautarholtskirkja er lítil timburkirkja byggð árið 1857; hún hefur nú verið endurbyggð frá grunni. Dagskráin hefst kl. 17.00. (Fréttatilkynning) Borgarneskirkja: Mozart hjá Borgfirðingxim Hvannatúni, Andakíl. KAMMERSVEIT Rcykjavíkur skilaði hljómlist Mozarts vel til áheyr- enda í Borgarneskirkju hinn 19. mars. Þetta var annað verkefni Tón- listarfélags Borgarfjarðar á þessu starfsári. steinn Gylfason hafði tekið saman textann sem Gunnar flutti. Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti verkefnin og las úr bréfum tón- skáldsins þar sem lýst er aðdraganda verkanna og ytri aðstæðum, þannig að áheyrandinn fór með honum meira en 200 ár aftur í tímann og upplifði andrúmsloftið á þeim tíma. Þor- Samstarfsörðugleikar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri: Vil ræða gagnrýnisatriði og ná fullum sáttum um þau - segir Gauti Arnþórsson, yfirlæknir handlækningadeildar UNDANFARIÐ hafa borist fregnir af því að hópur starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hyggist segja upp störfum frá 1. júní næstkomandi, og ástæða þess sé samstarfsörðugleikar.við Gauta Arnþórsson, yfirlækni handlækningadeildar spítalans, sem þá sé væntanlegur til starfa á ný eftir eins árs rannsóknaleyfi. I samtali við Morgunblaðið sagði Gauti að fyrir eiriu ári síðan hefðu verið uppi gagnrýnisraddir á hann fyrir samskiptaörðug- leika, og þá hefði hann eindregið farið fram á umræðu um það svo hægt yrði að komast að niðurstöðu um hvernig breyta mætti samskiptaformum og framkomuatriðum. „Agreiningur um sam- skipti er ætíð harmsefni, og þau atriði framkomu minnar, sem sært hafa samverkamenn mína, vil ég gjarna fá tækifæri til þess að lagfæra. En til þess þarf ég jákvæða, velviljaða og raunhæfa gagnrýni. Þess vegna vÚ ég auðvitað ræða þau gagnrýnisatriði, sem snúa að mér sjálfum, og ná fullum sáttum um þau, eins og önnur þau atriði, sem til bóta horfa um samskipti einstaklinga, hópa og deilda á sjúkrahúsinu," sagði Gauti. „Nú berst orðrómur manna á meðal og hefur komið fram í ákveðnum fjölmiðlum, en hann er tvíþættur. Annars vegar snertir hanri athugun landlæknis 1989 á vissum þáttum í starfi mínu, og hins vegar er því á loft haldið, að samráð og sammæli um sam- skipti og umgengnisvenjur strandi á mér. Þama gætir misskilnings og misminnis," sagði Gauti. „Úrskurður landlæknis í októb- er 1989 hreinsaði sjúkrahúsið af grunsemdum um það, að lækning- ar á vegum handlækningadeildar þess væru ekki í samræmi við lögmál vísinda og manngæsku. Agreiningur um úrskurð land- læknis snérist snemma árs 1990 upp í skoðanamun um sam- skipti. Ég óskaði þess eindregið, að málin yrðu rædd til þess að allir gætu vel við unað, og að það þyrfti ekki að trufla starfsemi spítalans, eða verða mér, né nein- um öðrum sem málið snerti, til álitshnekkis, armæðu eða tjóns.“ Að sögn Gauta varð niðursstað- an sú, að hann þekktist boð um að taka eins árs leyfi frá 1. júní 1990 til þess að sinna rannsókn- um. Það hefði méðal annars verið með því fororði, að hann einbeitti sér að rannsóknum, en skipti sér ekki af stjórnun, og gera hefði mátt ráð fyrir því, að þær endur- bætur yrðu á samskiptum, sem dygðu til að koma í veg fyrir árekstra milli hans og annarra, Gauti Arnþórsson. eða á milli annarra manna á spítalanum innbyrðis. „Þetta yoru kannski einskonar grið til eins árs. Þegar svo þrír mánuðir eru eftir af leyfi mínu berast fjölmiðlum- samt fregnir um uppsagnir starfsmanna á spit- alanum og hótanir um frekari uppsagnir, og það látið í veðri vaka, að þessar uppsagnir eigi rætur að rekja til endurkomu minnar. Þótt ég hafi núna sagt af létta um þetta, þá hef ég ann- ars jafnan talið æskilegast, að sem minnst væri fjallað um sam- skiptamál á opinberum vettvangi, því að réttur griðastaður um- ræðna af því tagi er á vinnustaðn- um sjálfum," sagði Gauti.' Hann sagði að þegar sjúkrahús- in hefðu verið gagnrýnd hefði landlæknir oft bent á að íslenskir spítalar ættu við manneklu að etja, og ástandið á Akureyri væri verra en á spítulunum í Reykjavík. „Sem dæmi um það get ég nefnt, að ekki eru fleiri hjúkrunar- fræðingar á skurðdeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri núna, en voru þegar ég hóf störf þar fyrir 20 árum. Starfsemin hefur auðvitað vaxið, og öll lækn- inga- og hjúkrunarstarfsemi orðið miklu þyngri en áður var. Þá var hlutfallslega stærri hluti sjúklinga á spítulunum fólk sem var tiltölu- lega sjálfbjarga, en nú eru þar að miklum meirihluta mjög veikir menn, sem þurfa mikla hjúkrun og lækningar. Þetta hefur auðvit- að þau áhrif, að ennþá meiri hætta er á því en áður, að samskipta- form, og það hvernig menn upp- lifa þau, reynist ófullnægjandi. Þess vegna þarf að vanda sam- skiptaformin og endurvinna þau stöðugt, miklu meira en áður var, og það er ekki hægt að ganga að því gefnu, að hægt sé að hjakka í sama farinu endalaust," sagði Gauti Arnþórsson. Fyrstu tvö verkin fluttu Rut Ing- ólfsdóttir, fiðla, Guðmundur Krist- mundsson, lágfiðla, Inga Rós Ing- ólfsdóttir, selló, og í fyrri Kvartettin- um í C-dúr fyrir flautu lék með þeim Martial Nardeau á flautuna en í Kvartettinum í F-dúr fyrir óbó lék Kristján Þ. Stephensen á óbó. Síðasta verkið er þeirra langþekkt- ast, Eine kleine Nachtmusik eða Lít- il næturljóð. Þar lék með þeim Rut, Guðmundi og Ingu Zbigniew Dubik á fiðlu. Flytjendum var óspart klapp- að lof í lófa og linnti ekki fagnaðar- klappi fyrr en þau höfðu endurtekið síðasta kaflann úr Næturljóðinu. Man undirritaður ekki eftir jafn mik- illi hrifningu áheyrenda á kammer- tónleikum. Þökk sé þeim öllum fyrir komuna og stjórnendum Tónlistarfé- lagsins, þeim Guðrúnu Jónsdóttur, Helgu Vilhjálmsdóttur og Jónínu Ei- ríksdóttur, fyrir þeirra þátt í að koma hljómlist Mozarts á þennan hátt til Borgfirðinga. - D.J. -------------------- Samvinnuháskólinn: Vésteinn tekur við starfi rektors VÉSTEINN Benediktsson við- skiptafræðingur, sem verið hef- ur aðstoðarrektor Samvinnuhá- skólans að Bi- fröst, tekur við starfi rektors skólans nú um páskana. Jónas Guðmundsson hagfræðingur, sem verið hefur lektor við skól- ann, tekur við Vésteinn starfi aðstoðar- rektors. Jón Sigurðsson, sem verið hefur skólastjóri Samvinnuskólans og síð- ar rektor Samvinnuháskólans und- anfarin tíu ár, lætur af störfum rektors að eigin ósk, en hann starf- ar áfram sem lektor við skólann. '9 «0*1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.