Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 27 En einsog menn voru sáttir við kjör Dansar við úlfa sem besta mynd ársins kom val bestu erlendu myndar ársins eins og þruma úr heiðskíru lofti. Flestir reiknuðu með að hin franska Cyrano de Bergerac yrði heiðursins aðnjótandi, stjörnum prýdd stórmynd sem hafði gengið vel vestan hafs og framleiðendurnir ósparir á auglýsingafé. En sú sem hlaut hnossið var Vonarferð, (Reise der Hoffnung), lítt kunn svissnesk mynd um fátæka tyrkneska fjöl- skyldu sem heldur til Sviss í von um betra líf. Vilja sérfræðingar jafnvel kenna aðalleikaranum, Ger- ard Depardieu, um óvænta útreið Cyrano de Bergerac, en hann hefur verið í heldur slæmum málum í pressunni vestan hafs að undan- förnu. Costner varð að láta í minni pok- ann fyrir afburðaleik Jeremy Irons í Sýknaður!!!, sem færði þessum breska stórleikara styttuna gull- slegnu fyrir bestan leik karlleikara í aðalhlutverki. Tvísýnna þótti valið á bestu kvenleikkonunni í aðalhlut- verki en það sæmdarheiti hlaut Kathy Bates, mikilsmetin sviðsleik- kona, fyrir leik sinn í Eymd, sem byggð er á sögunni Misery eftir hrollvekjumeistarann Stephen King. Þrátt fyrir að vera ein mest sótta mynd síðasta árs þótti Draugar ekki líkleg til vinninga en hlaut þó tvenn ágæt verðlaun. Bruce Joel Rubin fyrir besta frumsamda hand- ritið og mörgum á óvart féll Óskar- inn til handa bestu leikkonunni í aukahlutverki Whoopi Goldberg í skaut fyrir eldhressa túlkun á fals- miðli. Benti hún á það í þakkarræð- unni að svo virtist sem fjölmiðlar álitu að myndir sem möluðu gull ættu ekki verðlaun skilið. Og í ann- arri tvísýnni keppni var það Joe Pesci sem bar sigurorðið af öðrum karlleikurum útnefndum fyrir best- an leik í aukahlutverki, hann bar einnig af frábærum meðleikurum sínum í Góðum gæjum, sem hlaut aðeins þessi einu verðlaun. Stórmyndin Dick Tracy varð að láta sér nægja þrenn verðlaun, og þau minni háttar; fyrir bestu förð- un, besta listræna stjórnun og besta frumsamda lagið — Sooner or Lat- er, eftir hið góðkunna Broadway- tónskáld Stephen Sondheim. Þá hlaut Leitin að Rauða október Óskarinn fyrir bestu hljóðbrellurnar og hin franska Cyrano de Bergerac var verðlaunuð fyrir bestu búning- ana að þessu sinni. Agiskanir und- irr. í síðasta sunnudagsblaði voru í aðalatriðum réttar, alls níu af fjór- tán, sem bendir ,til að úrslitin á mánudagskvöldið hafi komið fáum á óvart — að þeim undanskildum sem sátu eftir með sárt ennið ... Sæbjörn Valdimarsson Rúmur milljarður manna fylgdist með Óskarsverðlaunahátíðinni í sjónvarpi: Ulfadans Kevins Costners hlaut sjö Oskarsverðlaun ■ LONDON - Efnahagsleg og pólitísk ólga í Þýskalandi varð til þess að gengi Bandaríkjadoll- ars hækkaði gagnvart þýska markinu í gær og hefur gengi hans ekki verið hærra gagnvart markinu í níu mánuði. Um skeið kostaði dollar rúmlega 1,70 mörk á gjaldeyrismarkaði í London en þegar viðskiptum lauk var gengi hans 1,6950 mörk. Lokagengi hans í kauphöllinni í Frankfurt var 1,6965 mörk. Hrun efna- hagslífs í austurhluta Þýskalands og kröftug mótmæli íbúa þar að undanförnu gegn lokun verk- smiðja og iðnfyrirtækja hefur dregið úr eftirspurn eftir markinu að undanförnu. Lækkun marksins olli einnig verðfalli á verðbréfa- markaði í Frankfurt í gær. ■ PRAG - Sovéska öryggis- lögreglan KGB hefur lokað skrif- stofum sínum í Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu. Úr skrifstofun- um var tékknesku leynilögregl- unni stjórnað þar til kommúnistar hrökkluðust frá völdum fyrir hálfu öðru ári. Ekki var skýrt frá lokun- inni þar til í gær en hún átti sér stað 15. mars si. og var gerð að kröfu tékknesku stjórnarinnar, að sögn innanríkisráðuneytisins í Prag. Fimm fulltrúar KGB eru farnir frá Prag en sá sjötti hefur aðsetur í sovéska sendiráðinu og er búist við að hann snúi til Moskvu í ágúst nk. ■ SÓFÍU - Búlgarska sjón- varpið sagði í gær að skjöi um andófsmanninn Georgi Markov, sem búlgarskur leyniþjónustu- maður myrti á götu í London 1978, hefðu verið eyðilögð. Var hann einn andófsmanna sem varð fyrir barðinu á svokölluðum regn- hlífarmorðum. Sjónvarpið nafn- greindi þijá herforingja sem það sagði bera ábyrgð á því að skjölin voru í eyðilögð. Blaðið Zemed- elsko Zoame sagði í gær að ríkis- saksóknari hefði fyrirskipað rann- sókn á skjaiahvarfinu og morðinu á Markov. ■ BELGRAD - Eranjo Tudj- man og Slobodan Milosevic, for- setar stærstu lýðvelda Júgó- slavíu, Serbíu og Króatíu, hafa gert kröfu um að stjórnmála- kreppan í landinu verði leyst innan tveggja mánaða. Hittust þeir á laun á landamærum lýðveldanna á mánudag og gengu þar frá sam- komulagi sem einnig felur í sér kröfur um mannabreytingar í ríkisstjórn landsins og breytingar á stefnu hennar. Tudjinan og Milosevic eru andstæðingar í þeim stjórnmáladeilum sem eiga sér stað í Júgóslavíu. Serbar vilja óbreytta stjórnarhætti í ríkja- sambandinu en Króatar að það verði laustengt bandalag fullvalda ríkja. Hafa þeir hótað að segja sig úr lögutn við hin lýðveldin verði ekki komið til móts við kröf- ur þeirra. ■ PEKING - Jarðskjálfti sem mældist 5,8 stig á Richterskvarða skók borgina Datong í norðurhér- uðum Kína árla í gærmorgun með þeim afleiðingum að 131 maður slasaðist og 1.328 hús eyðilögð- ust. Að sögn kínverska sjónvarps- ins voru óstaðfestar fregnir um manntjón í borg á kolavinnslu- svæði í Shanxi-héraði, um 300 km vestur af Peking. Undanfam- ar tvær vikur hefur sá orðrómur verið á kreiki í Peking að öfiugur jarðskjálfti væri yfirvofandi en talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt það hugarburð, engum skjálfta væri spáð. ÞAÐ kom fáum á óvart að ótví- ræður sigurvegari á afhending- arhátíð Óskarsverðlaunanna í fyrrakvöld var ein umtalaðasta og vinsælasta mynd síðustu missera, stórvestri Kevins Costners, Dansar við úlfa, en í ár fylgdist röskur milljarður áhorfenda víða um heim með úthlutun þessara veigamestu verðlauna kvikmyndaiðnaðar- ins. Myndin hlaut alls sjö verð- laun, þar af tvenn af þeim eftir- sóttustu; var valin besta mynd ársins og Costner besti leik- stjórinn. Til viðbótar hlaut hún fimm önnur: fyrir besta kvik- myndatökustjórn — Ástralinn Dean Semler; besta handritið byggt á áður birtu efni — Mic- hael Blake; bestu tónlistina — John Barry, svo og bestu hljóð- stjórn og klippingu. Dansar við úlfa fjallar um ridd- araliða og hetju í þrælastríðinu — leikna af Costner — sem býðst stöðvarstjórn á jaðarvirki hvítra í norðvesturhéruðunum um 1860. Þegar til kemur er enginn þar fyrir og einu nágrannamir indjánar. Costner, sem var kennt að frum- byggjarnir væru hættulegir villi- menn, kemst á aðra skoðun og tek- ur að lokum afstöðu með þeim og þeirra málstað er hann fer að kynn- ast þeim. Áhorfandinn hefur á til- fínningunni að hér sé rétt með sög- una farið, frumbyggjarnir loks fengið uppreisn æm í kvikmynda- borginni. Áherslan er lögð á hinar óeigingjörnu og heilbrigðu skoðanir sléttubúans gagnvart miskunnar- lausri ásókn hvíta mannsins sem engu eirði. Höfundar myndarinnar bera djúpa virðingu fyrir menningu indjánanna, tungu þeirra og siðum. Myndin er undurfögur, tekin á heill- - andi víðáttum sem maður áleit að væru að mestu leyti komnar undir malbik. Leikur og tæknivinna eins og hún gerist best hjá fremstu fag- mönnum sem finnast. Það skyldi engan undra þó Dansar við úlfa eigi eftir að vekja upp að nýju vin- sældir vestraformsins. Sigurinn er sérstaklega sætur hjá leikstjóranum, framleiðandan- um og aðalleikaranum Costner því það var fyrir harðfylgi hans og óbilgirni öðru fremur að myndin varð að veruleika. Því Dansar við Allskonar skemmtiiegir leikir fáanleair fyrir alla á aldrinum 4-99 ara. 2 Turbo-stýrispjöld og 1 leikur fylgir nverju læki. lxl leikur 1.690,- 1 x4 leikir 3.600,- 1 x20 leikir 5.100,- 1x31 leikur 5.900,- 1x42 leikir 6.900,- WMj® G3ÖO0GQS •L0ÍÍV* Við tökum vel á móti þér ! SKIPHOLT119 SÍMI29800 Reuter Kevin Costner og kona hans Cindy koma til Óskarsverðlauna- athafnarinnar í Los Angeles. Á innfelldu myndinni má sjá þá sem hlutu verðlaun fyrir bestan leik. Vinstra megin eru Jeremy Irons og Kathy Bates sem valin voru bestu leikararnir og hægra ineg- in á myndinni eru Whoopi Gold- berg og Joe Pasci sem hlutu Óskarsverðlaun fyrir bestu auka- hlutverkin. sínum, framleiðandanum Jim Wil- son, frá hveiju kvikmyndaverinu til annars með þetta óskaverkefni uns samningar náðust við Orion. Og hafði sitt í gegn og framhaldið nú skráð í hina 63ja ára sögu verðlaun- anna. úlfa hafði margt á móti sér í augum fjármálaspekúlanta Hollywood- borgar. Fyrst og fremst er hún hreinræktaður vestri, í bestu og sönnustu merkingu þess orðs, en þeir hafa ekki átt uppá pallborðið hjá áhorfendum síðan seint á sjö- unda áratugnum. Þá var lengdin, röskir þrír tímar, þeim þyrnir í aug- um og eins að Costner fór ekki ofanaf því að töluð yrði tunga frum- byggjanna í samtölum þeirra og þá notaðir enskir textar! Banabiti. Costner, sem er Los Angelesbúi í húð og hár og á tiltölulega skamm- an feril að baki í myndum eins og Bull Durham, Field of Dreams og The Untouchables, gafst ekki upp, þáði smápeninga fyrir leikinn og gekk ótrauður ásamt aldavini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.