Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 Ljósmynda- sýningin 1991 List og hönnun Bragi Asgeirsson Vestursalur Kjarvalsstaða er fram til laugardagisns 30. marz undirlagður fjölþættustu sýningu á ljósmyndum íslenzkra Ijósmyndara, sem ég minnist þess að hafa séð. Auk þess er lítið en gagnmerkt sýnishorn úr ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar kynni í vestari gangi og myndavélum úr merkilegu safni séra Arnar Friðrikssonar á Skútustöðum dreift um sýningar- svæðið. Það sem maður tekur fyrst eftir, er inn á sýningarsvæðið kemur, er hve mikil vinna hefur verið lögð í uppsetningu og fyrirkomulag sýn- ingarinnar og í þessu formi tel ég hana frambærilega hvar sem er á erlendum vettvangi. Sennilega er hinn menningarlegi árangur því að þakka, að sérstöku fyrirtæki, Skyggna/Myndverk, hef- ur verið falið að sjá um framkvæmd sýningarinnar, sem útilokar að sjálfsögðu allt einstaklingspot og klíkuskap, sem hefur verið mesti dragbítur á uppsetningu og fram- kvæmd listsýninga hérlendis til þessa. Að sýningum er farsælast að standa á sem hlutlægastan hátt, og hugsa fyrst og fremst að miðla ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Ásmundarsalur var í síðustu viku undirlagður fuglamyndum eftir Þórdísi Óldu Sigurðardóttur og er þetta önnur einkasýning hennar, en hina fyrri hélt hún í Listhúsinu Borg. Þórdís sker sig úr öðrum lista- mönnum fyrir leik sinn í víravafn- ingi og bera myndir hennar ótví- rætt svip af gerandanum, þannig að ekki verður um villst hver höf- undurinn sé. Myndverkin í Ásmundarsal eru annaðhvort ábúðarmiklir fuglar í rúmtaki, þar sem pressaður vír og allskonar tilfallandi hlutir úr öðrum efnum eru uppistaðan, eða kostu- legir furðufuglar í tvívídd undir gleri, þar sem unnið er í mörg efni svo sem olíukrít, vatnslit, prent- svertu o.fl. Rýmisverkin á gólfinu eru unnin af mikilli sköpunargleði og krafti, en nokkuð truflaði það listrýninn hve samruni ólíkra efna er harður og útfærslan jafnvel glannaleg. En það getur stafað af því, að verkin þurfa vísast meiri fjarlægðir en í því, sem sýnt er hverju sinni, á sem greinarbestan hátt til sýningar- gesta. Þetta er einmitt eitt af því góða, sem við eigum að taka upp eftir erlendum, en síður að rækta sjónar- mið norrænnar minnimáttarkennd- ar og útnesjamennsku. Það kemur þó fram í vðtölum við forsvarsmenn beggja ljósmynda- sýninganna, sem í gangi eru, að viðmiðunin við útlönd er þeim full nærtæk og telja báðir aðilar, að þeir þurfi ekki að skammast sín varðandi nágrannalöndin. En svona á einfaldlega ekki að hugsa og gera hiklaust sömu kröfur og stærri þjóðarheildir, því að við erum jafn vel og jafnvel betur af guði gerð, þrátt fyrir að við séum færri. Við höfum þrátt fyrir fæðina sömu möguleika til að vinna úr efniviðn- um og allir aðrir, og minnumst þess að mörg dýriegustu myndlistai-verk aldarinnar hafa verið gerð af litlum efnum og í hrörlegum húsakynnum og í ýmsum tilvikum af sjálfmennt- uðum, en þó hámenntuðum ein- staklingum, er trúðu og treystu á sjálfa sig. Ekki var ég búinn að vera lengi á sýningarsvæðinu, er mér varð ljóst, að hér væri um að ræða mik- ilsháttar sýningu á íslenzkum ljós- myndum. einum litlum sýningarsal, og helst að vera úti undir beru lofti. Er meira en sennilegt að náttúran gæfi þeim þann samhljóm og það undirspil, sem þau fá ekki innan- dyra. V Tvívíðu myndverkin eru um sumt skyld rýmisverkunum hvað harða uppbyggingu snertir, en í hinum hrifmestu þeirra kemur fram létt- leiki og litagleði, sem hin hafa ékki sv sem „Kerrufugl" (5) og Færeysk- ur dans með karabísku ívafi“ (6). Þá eru myndirnar „Beðið eftir flug- taki“ (17) og „Fuglinn og rost- ungamir hvílast að afloknu flugi yfir hafið ...“ (18) þróttmiklar í útfærslu, og alveg sér á báti á sýn- ingunni fyrir litræna dýpt er mynd- in „í heilu sólkerfi“ (20). Það eiga flestar myndirnar sam- eiginlegt, að bera því vitni að ger- andinn er uppfullur leik- og sköpun- argleði og sést ekki alltaf fyrir í ákafa sínum. Myndverkin vilja þá verða nokkuð ósamstæð í myndflet- inum og það eykur á óróleikann hve mörgum ólíkum efnum hér er teflt saman. Vera má að þetta sér allt gert af ásettu ráði, því að við bætist að Þetta var a sunnudeginum, dag- inn eftir opnunina og mikil þröng í salnum þannig að segja má, að menn hafi uppskorið eins og þeir sáðu. Það gaf mér einnig tækifæri til að athuga lítilsháttar viðbrögð manna og ég get staðfest, að fólk virðist hafa góða tilfinningu fyrir ljósmyndum miðað við það, hvaða myndir vöktu sérstaka athygli. Vinnubrögðin vöktu ekki síður at- hygli en sjálft myndefnið, en þau eru raunar kafli út af fyrir sig, því að öll vinna við myndirnar er full- komnari en ég hef áður séð á ís- lenzkri ljósmyndasýningu. Auðvitað uppsetning og upphenging mynd- verkanna er nokkuð óskipuleg og óróleg. Einhvern veginn leggst það á mig, að Þórdís Alda eigi mikla óbeislaða krafta inni og væri spenn- andi að sjá árangurinn, tækist henni að ná valdi á þeim. Eins og sýningin leggur sig hefur hún svip af barnslegri leikgleði, og því er rétt slegið fram, að hún sé jafnt fyrir börn sem fullorðna. Einn galli er á framkvæmdinni eiga hér ómældar framfarir á tækn- isviðinu hin síðustu ár dijúgan þátt í árangrinum, en það þarf þó fleira til, t.d. gott auga fyrir myndbygg- ingu svo og myndefni. Eg tók einmitt fljótlega eftir lýs- andi dæmi um þessa eiginleika, sem koma svo fagurlega fram i ein- faldri en áhrifamikilli mynd „Rækt- un“ eftir Rafn Hafnfjörð, (Iðnaðar- og atvinnuljósmyndir) og í fijálsa flokknum „Haust“ eftir sama ásamt „Páskahret við braut II eftir Hauk Snorrason og „Án titils“ eftir Lars Björk. Allar þessar myndir bera vott um næmt auga fyrir megin- og hann er, að sýningin er einungis opin frá sunnudegi til sunnudags, sem er of stuttur tími. Svo var einn- ig um sýningu Margrétar Þorvarð- ardóttur á sama stað, en er ég kom á sunnudegi og hélt að hún stæði í viku lengur var henni að ljúka! Slíkt getur alltaf komið fyrir okkur listrýnendur, þegar sýning- artíminn er jafn stuttur og sveijum við af okkur alla ábyrgð, ef listrýni birtist ekki á sýningartímanum eða yfirhöfuð nokkurn tíma. þáttum ljósmyndarinnar. Þessar myndir ásamt ýmsum ágætum and- litsmyndum í sama flokki komu list- rýninum strax í gott skap, því að fátt er ánægjulegra fyrir slíka en að koma inn á markverða sýningu. Annars er afar erfitt að punkta við sérstakar myndir og þyrfti margar yfirferðir, og að sjálfsögðu eru sumir 1 essinu sínu á sýning- unni, en aðrir hafa ver'ið betri, svo það er viðkvæmt mál að nefna nöfn. En það má koma fram, að nefndui' Rafn svo og Friðþjófur Helgason, eru tvímælalaust á alþjóðamæli- kvarða í öllum sínum myndum á sýningunni og það eru raunar fleiri. Punktaði ég óskipulega við myndir áður en ég athugaði höfundana nánar og eftir aðra yfirferð var árangurinn þessi: Varðandi iðnað- ar- og atvinnuljósmyndir Friðþjófur og Rafn, varðandi persónumyndir Guðmundur K. Jóhannsson „Skáld- ið og rithöfundurinn“ og sami „Portrett, Jim Smait „Finnur“ og sami „Helgi“, „Erlingur". Tízkumyndir eru alltaf rosa mik- ið fyrir augað og hér staðnæmdust augu mín sérstaklega við_ myndir „Odd Stefáns Þórissonar „Án titils“ (67), „Ungfrú ísland 1990“ og „Án titils“ (75), — og blimskökkuðu á myndir Gunnars Gunnarssonar af Lindu Pétursdóttur og Friðþjófs Helgasonar „Án titils“ (77). Áug- lýsingamyndirnar eru skýrar og klárar og bera vott um hugkvæmni einkum hjá þeim Sigurði Stefáni Jónssyni „Auglýsing fyrir Fjárfest- ingarfélagið“ og Sigurgeiri Sigur- jónssyni „St. Yves sjampó" svo og Ragnari Th. Sigurðssyni „Lax“. Hvað listræna ljósmyndún snertir þá kveikti mynd Björns Rúrikssonar „Litbrigði jarðar" strax í listrýnin- um. Barnamyndirnar voru að sjálf- sögðu fallegar og þá einkum mynd- ir Sigurgeirs Sigurjónssonar „Valva“ og Guðmundar K. Jóhanns- sonar „Kittý“, í myndaröðinni Dag- legt líf sá ég mynd er minnti mig að hluta til sterklega á málverk eftir la Tout' og nefnist „Nær- gætni“ og er eftir Jóhannes Long. FUGLAÞING Þórdís Alda Sigurðardóttir Ljóð Ekelöfs á íslensku Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Gunnar Ekelöf: Því nóttin kem- ur. Þýðandi: Pjetur Hafstein Lárusson. (56 bls.) Hringskugg- ar 1990. Gunnar Ekelöf, ásamt Artur Lundkvist, var helsti forgöngu- maður nýrra viðhorfa í sænskri ljóðlist á millistríðsárunum. Hann veitti erlendum nútímastraumum inn í sænska Ijóðahefð, fyrst frá franska súrrealismanum en síðan bar mest á áhrifum frá ljóðum T.S. Eliots. Andstætt Artur Lundkvist var Ekelöf efasemdarmaður og leit sviksama veröldina gegnum ein- hvers konar dulrænt gler. Dauðinn er fastur möndull í ljóðum hans, aftur og aftur læðir hann sér inn. Fullyrða má að úrval Pjeturs Hafsteins sé býsna trútt meginein- kennum í ljóðum Ekelöfs. Dauðinn kemur oft fyrir í þessum ljóðum, ýmist miskunnarlaus eða sem líkn- andi lokaáfangi. Gjarnan er af- staða mælandans gagnvart enda- lokunum æðrulaus því þegar öllu er á botninn hvolft er einmitt dauð- inn sá mælikvarði sem gefur lifinu gildi, sbr. nafnlaust ljóð á bls. 26: Ekki dauðaþrá aðeins læra að nota dauðann: Væri ekki dauðanum fyrir að fara lifði enginn. Ekki lífsdýrkun aðeins læra að nota lífið. ■ Sá sem lifir í raun er líkt og dauður. 1 Hinir dauðu er samspil lífs og dauða sömuleiðis yrkisefnið. Fyrsta erindið, af þremur alls, hljóðar svo: Lifandi deyja lengi. ljodÞeir deyja gegnum tíðina, lífið breytir þeim, Pjetur Hafstein Lárusson dauðinn umbyltir. Fyrst hverfur þeim heilsan síðan hverfa þeir sjálfum sér, ákvörðunarréttinum - En hvenær verða þeir dauðir? Af þessum dæmum má ekki álykta að þessi bók sé eingöngu samsafn nöturlegra dauðaljóða. Slíkt væri heldur ekki góð endur- speglun á ljóðagerð Ekelöfs. Hér eru líka ljóð sem koma býsna vel til skila hljómrænum eiginleikum Ekelöfs enda hefur verið haft á orði að ljóðagerð hans beri ýmsa eiginleika tónlistar. Dæmi um ljóð af þessu tagi er Hannelie: Hvar er Hannelie? - Hún liggur undir böðlinum. Eitt sinn spilaði hún svo fallega fyrir mig grúfði fagurt andlitið yfir strengina Einhvern að elska Það er nú svo að maður elskar þá sem unna strengjunum. Hvar er Hannelie? - Hún liggur undir Böðlinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.