Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 54
- 54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 BORÐTENNIS / LANDSLIÐIÐ Fjórir í æfingabúðir í Kína fyrir HM í Japan Framundan er 35 tíma ferðalag til Wuhan, sem er 500 km fyrir sunnan Peking FJÓRIR íslenskir borðtennis- kappar eiga erf iða ferð fyrir höndum. Það eru þeir Kjartan Briem, Tómas Guðjónsson, Kristján Jónasson og Kristján Viðar Haraldsson, sem fara til Kína í æfingabúðir - þar sem þeir undirbúa sig fyrir heims- meistarakeppnina, sem verður íJapan. eir félagar, sem verða í sviðs- ljósinu á Islandsmeistaramót- inu, sem hefst á morgun í TBR-hús- inu, halda upp í mánaðar ferðalag 6. apríl, ásamt iandsliðsþjálfaranum Hu-Fao-Ben. Þeir fara í tuttugu tíma flugferð til Peking, en þaðan er fimmtán tíma lestarferð til borg- arinnar Wuhan, sem er 500 km fyrir sunnan Peking. Hu-Fao Ben, þjálfari þeirra, er fæddur þar. Þar verða þeir í æfingabúðum fram til 24. apríl, en þá hefst heimsmeist- arakeppnin í Chiba í Japan, sem er borg í útjaðri Tókýó. Heim verð- ur síðan komið 7. maí. Þetta mun vera lengsta ferð sem a-landsliðið í borðtennis hefur farið. Gunnar Jóhannsson, formaður BTÍ, og Halldór Haralz, stjórnarmaður sambandsins, hitta borðtennis- mennina í Japan. Þeir fara þangað á þing alþióða borðtennissambands- ins og einnig verður þing Evrópu- sambandsins í Chiba um leið og heimsmeistarakeppnin fer fram. HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND 423 manna þorp eignast úrvalsdeildarlið Þýskir handknattleiksáhugamenn vita nú hvar smáþorpið Eitra er í Suður- Þýskalandi, eða rétt sunnan við Kassel. Handknattleikslið þorpsins, þar sem eru 423 íbúar, tryggðu sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta keppn- istímabil. Eitra leikur heimaleiki sína í 650 manna íþróttahúsi í bænum Duten- hofen, sem er skammt frá. Félagið er byggt á gömlum leikmönnum frá Gross- wallstadt og er Michael Roth þeirra kunnastur. Þá leikur Júgóslavinn Boris Jara með liðinu. Keflavík New York BEIJING (Peking) > JAPAN Með lest til Wuhan og til baka Shanghai g> FERÐAST TIL if KÍNA OG JAPAN MbUKG íuém FOLK H IAN Woosnam sigraði á millj- ónadollaramóti golfi í New Orleans um helgina, eftir bráðabana við Jim Hallet. Woosnam náði pari á ann- arri holunni í bráðabananum en Hallet lék á einu yfir en þeir léku báðir 72 holur á 275 höggum. Þetta var fyrsti sigur Woosnams á bandarísku mótaröðinni og hann segist sannfærður um að hann sé besti kylfingur heims um þessar mundir. Þess má geta að eftir tvo daga hafði Jack Niklaus þriggja högga forskot en var í 14.-15. sæti eftir Ijórða daginn. ■ DAVID Seaman, markvörður Arsenal, stendur í marki Englands í kvöld á Wembley er írar koma í heimsókn. Leikurinn er liður í Evr- ópukeppninni. ■ GRAHAM Taylor, þjálfari Englands, ætlaði að gefa upp byij- unarlið sitt í gær, en eftir að Jack Charlton, þjálfari íra, sagðist ekki gefa upp byijunarlið sitt fyrr en eftir að hann hefði séð uppstillingu Taylors, ákvað enski þjálfarinn að bíða. „Ef ég græði eitthvað á því að bíða með að Ijóstra upp byrjunar- liðinu bíð ég aúðvitað," sagði Tayl- or. Hann kvaðst þó ekki eiga von á að geta kómið Charlton neitt á óvart. „Mig grunar hann viti nokk hveija ég nota í liðið,“ sagði Taylor. ■ HAMBURGER SV skuldar nú andvirði 432 millj. ísl. kr. Félagið hefur átt í erfiðleikum með að fá menn til að fjárfesta í félaginu og ef það tekst ekki er reiknað með að Hamburger missi sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta keppnistímabil. ÚRSUT Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni í fyrrinótt: Orlando - Golden State.......115:106 Washington - New Jersey......113:106 Houston - Chicago............100: 90 Detroit - Denver........... 118: 94 OtahJazz-Milwaukee...........109: 98 LA Clippers - Phoenix........106: 94 LA Lakers - Sacramento....... 99: 89 Knattspyrna Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri. London: England - írland.................3:0 Rodney Wallace (44.), Alan Shearer (62.), Jason Cundy (7.) Áhorfendur: 9.120. Kilmarnock: Skotland - Búlgaría..............1:0 Billy Findlay (35.) Áhorfendur: 3.722. Frakkland - 1. deild: Lyon - Saint Etienne.............1:1 SKIÐI Samhliðasvig Ármanns um helgina Hið árlega samhliðasvig Ármanns verður haldið í Bláfjöllum á laugar- dag, 30. mars. Keppt verður í opn- um flokki karla og kvenna, og 15 ára og flokki eldri. Leiðrétting Martha Ernstdóttir á ekki Islands- metið í 10 km hlaupi eins og sagt var í blaðinu í gær. Ragnheiður Olafsdótt- ir, FH, á metið, 33:35,41 mín. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN „Ætla ekki ad enda ferilinn í Keflavík“ - segirAxel Nikulásson, leikmaður KR, sem ætlarað hætta ívor Axel Nikulásson, einn litríkasti körfuknattleiksmaður lands- ins, segist ákveðinn í að hætta körfubolta í vor. Meiðsli í baki hafa hijáð hann og hann segir að þetta tímabil verði sitt síðasta. Hann mætir til leiks í kvöld með KR-ing- um sem fara til Keflavíkur í þriðja leikinn í undanúrslitum úrslita- keppninnar. „Ég er ákveðinn í að hætta í vor og geri ráð fyrir að standa við það. Ég stefni þó að því að komast í landsliðið og vona að við stöndum okkur í undankeppninni hér heima,“ segir Axel, sem lék með Keflavík, áður en hann fór til KR. Leikurinn gegn IBK í kvöld gæti orðið síðasti leikur Axels í úrvals- deildinni því ef KR-ingar tapa eru þeir úr leik. „Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að enda ferilinn með tapi í Keflavík. Við erum ákveðnir í að rífa okkur upp eftir síðasta leik og held að við eigum að geta unnið í Keflavík. Við höfum gert það áður og ef við leikum agað getum við líka gert það núna,“ seg- ir Axel. Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- stjóri Keflvíkinga, segist eiga von á erfiðum leik: „Við náðum góðum seinni hálfleik í síðasta leiknum en KR-ingar hafa spilað betur þegar á heildina er litið. Það sem skiptir þó líklega mestu máli er að við fengum sjálfstraustið aftur.“ Jón þekkir Axel líklega betur en flestir og segist eiga von á að sjá hann aftur næsta vetur: „Ég þekki Axel og ég veit hvernig það er með áhugasama menn. En ef hann hætt- ir væri það mikil synd því hann er litríkur og skemmtilegur leikmað- ur,“ sagði Jón. Axel IMikulásson á hér í baráttu við Tyrone Thornton í úrslitaleik bikarkeppn- innar í Laugardalshöllum á dögunum. Þeir mætast á ný í kvöld í Keflavík. C-stigs Uálfaranámskeið KSÍ verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 5.-7. apríl nk. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ, sími 84444, Þátttökugjaldkr, 7.500,- Góð þjálfun - betri knattspyrna. Fræðslunefnd KSÍ KNATTSPYRNA Unglingalandsliðið á leið til Möltu á sterkt mót: Leikið við Arsenal á morgun Fimm leikmenn frá Akranesi eru í sextán • manna landsliðshóp drengja, 16 ára og yngri sem held- ur áleiðis til Möltu í dag, en þar tekur liðið þátt á sterku um pá- skana. Islendingar eru í riðli með Grikklandi og Kýpur. Landsliðið fer í dag Lundúna og keppir þar við unglingalið Arsenal í fyrramálið. Mótið á Möltu er hluti undirbún- ings fyrir úrslitakeppni Evrópu- mótsins, sem verður haldið í Sviss í maí. Eftirtaldir leikmenn eru í landsliðshópn- um sem fer utan: Gunnar Egill Þórisson, Víkingi, Árni Arason, ÍA, Einar B. Árnason, KR, Viðar Erlingsson, Stjörnunni, Alfreð Karlsson, ÍA, Lúðvík Jónasson, Stjörnunni, Orri Þórðar- son, FH, Hrafnkell Kristjánsson, FH, Þor- valdur Ásgeirsson, Fram, Pálmi Haraldsson, ÍA, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Stefán Þórðar- son, ÍA, ívar Bjarklind, KA, Guðmundur "enediktsson, Þór, Jóhann Steinarsson, ÍBK g Helgi Sigurðsson, Víkingi. Kristinn Björnsson og Þórður Lárusson eru þjálfar liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.