Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 2
Q '2 MÖRGúkÍBLAÐlb 'mÍðViÍCUDAGUR 27 MÁRZ! 1991 Davíð Oddsson um málefni landsbyggðarinnar: Unnið verði af heilindum að efl- ingu vaxtarsvæða Akureyri. DAVIÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fjölmennum fundi sem haldinn var á Akureyri í gærkvöld að flokkurinn vildi leggja ofurkapp á að efla vaxtarsvæði á landsbyggðinni, en það þyrfti að gera af hcilindum, ekki á sama hátt og gert var þegar staðsetning álvers var á döfinni. Beinlinis hafi verið rangt að halda því að mönn- um, norðanlands og austan, að líkindi væru fyrir því að forstjórar álfyr- irtækjanna myndu af sjálfsdáðum velja annan hvorn staðinn, Eyjafjörð eða Reyðarfjörð, undir álverið. þeim efnum. Hann sagði fullkomlega eðlilegt að flokkur sem metnað hefði til áhrifa krefðist þess að fá að láta til sín taka í þeim málaflokki, en einkum vildi Sjálfstæðisflokkurinn sjá til þess að úr miðstýringu yrði dregið og hafa um það forgöngu að til heildstæðrar sjávarútvegsstefnu sé stofnað. Davíð sagði að hver maður hafi vitað eða mátt vita frá upphafi að álverið lenti á þeim stað sem því nú hefur verið ætlað. Rangt hafi verið að halda því að fólki á landsbyggð- inni mánuðum saman að aðrir kostir en Keilisnes væru inni í myndinni. „Ég er ekki í vafa um að öll sú umræða hafi síður orðið til þess að menn hafi horft til annarra átta, síður reynt að hagnýta sér önnur tækifæri vegna þeirra vona sem við þessi mannvirki voru byggð. Með þessum miklu byggðalegu hillingum voru hafðir af mönnum margir dýr- mætir mánuðir, auk þess kostnaðar og þeirra vonbrigða sem málatilbún- aði af þessu tagi hlýtur að fylgja,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson kom víða við í ræðu sinni á fundinum, sem var sá fyrsti í röð funda sem formaður Sjálf- stæðisflokksins mun halda í kjör- dæmum landsins. Nær sjö hundruð manns voru á fundinum. Meðal ann- ars ræddi Davíð skatta- og byggða- mál, en um þau mál sagði hann að m.a. yrði kosið í alþingiskosningun- um í vor. Hvað byggðamálin varðar sagði Davíð, að höfuðáherslu yrði að leggja á það að í landinu byggi ein þjóð, ekki væri rétt að etja fólki saman eftir búsetu. Með sama hætti og einkunnarorð sjálfstæðisfólks „stétt með stétt“ myndi kjörorðið „byggð með byggð" skipa veglegan sess í framtíðinni. Þá ræddi Davíð ítarlega um sjáv- arútvegsmál og stefnu flokksins í Morgunblaðið/PPJ Ný þota reynd íísingu Ný þota, BAe 1000, framleidd af breska fyrirtækinu British Ae- rospace, hefur undanfarna dag:a verið við reynsluflug í ísingarskilyrð- um hér við land og haft bækistöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Bri'tish Aerospace er stærsti flugvélaframleiðandinn í Bretlandi og meðal stærstu fyrirtækja.í heiminum í þessari iðngrein. Þetta er fimmta sinnið sem breska fyrirtækið framkvæmir tilraunir með nýja flugvéla- tegund hér við land. Er þess skemmst að minnast að hin hljóðláta fjögurra hreyfla farþegaþota BAe 146 var hér um nokkura vikna skeið á árunum 1982 og 1983 við flugtilraunir í ísingarskilyrðum og við léleg flugbrautarskilyrði. Dagsbrún samþykkir sölu hluta- bréfa í Is- landsbanka Á AÐALFUNDI Dagsbrúnar í gærkvöldi kom fram frávísunar- tillaga frá Ólafi Ólafssyni, gjald- kera félagsins, við tillögu meiri- hluta stjórnar Dagsbrúnar um sölu á hlutabréfaeign félagsins í eignarhaldsfélagi Alþýðubank- ans, sem er hluthafi í íslands- banka. Tillagan var felld með 61 atkvæði gegn 37. Tillaga stjórnar um að selja bréf- in, sem samþykkt var á félagsfundi á síðasta ári, var samþykkt með meginþorra atkvæða gegn 10. Jafn- framt var samþykkt að veija 60% af söluandvirði bréfanna í vinnu- deilusjóð og 40% í fræðslusjóð. Kjarakröfur flugmanna hjá Flugleiðum; Vilja hærri áhættuþóknun, blind- flugsálag o g handbókargjald Félagsdómur veitti lögmanni FÍ A frest til þriðjudags í KRÖFUGERÐ Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem lögð hefur miðnætti aðfaranótt föstudags en verið fram sem „minnispunktar" í kjaradeilu flugmanna og Flug- þeir hafa jafnframt boðað vikuleg leiða er m.a. farið fram á hækkun sérstaks blindflugsálags í 10%, eins dags verkföll náist ekki satnn- greidd verði sérstök 5% áhættuþóknun, 10% handbókargjald og að ingar. vaktaálag hækki í 33% og 45% í páska- og jólamánuði og að í stað desemberuppbótar fái flugmenn þrettánda mánuðinn greiddan. Flug- leiðir meta hugmyndir flugmanna samtals til yfir 80% launahækkana. Stefna Vinnuveitendasambands sama dag eða á miðvikudag og er íslands gegn FÍA var -þingfest í Félagsdómi í gær. Lögmaður FÍA óskaði eftir fresti fram yfir páska til að skila greinargerð og fékk hann frest til kl. 9.30 næsta þriðju- dag. Hefst málflutningur síðdegis búist við að dómur gangi í málinu fljótlega að honum loknum enda er lagt kapp á að hraða meðferð máls- ins, að sögn Garðars Gíslasonar, dómforseta. Sólarhringsverkfall flugmanna hjá Flugleiðum hefst á Formaður LR um deilu fjármálaráðherra og Læknafélags Reykjavíkur: Ráðherra reynir að drepa niálinu á dreif Deilan snýst um greiðslukerfi, segir ráðherra HÖGNI Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra reyni að drepa á dreif kröfum lækna á hendur honum um afsökunarbeiðni vegna ummæla, sem ráðherrann hafði uppi í sjónvarpsfréttum síðastliðinn laugardag og læknar telja ærumeiðandi. Ólafur Ragnar vísar á bug kröfum lækna og segist aðeins hafa verið að gagnrýna það greiðslukerfi, sem læknar fái borgað eftir. segir að í bréfi, sem fjármálaráð- herra sendi félaginu í gær, séu ekki svör við neinu af því, sem læknar hafi farið fram á. „Ólafur Ragnar er að reyna að draga athyglina frá því, sem hann í raun sagði og draga alls konar önnur mál inn í,“ sagði Högni. „Við viljum að hann dragi til baka að við séum ijárkúgarar og hótum manndrápum." Högni segir að listi ráðherrans yfir greiðslur til lækna sé mjög vill- andi. Stór hluti greiðslnanna sé verktakagreiðslur, sem ekki komi óskiptar sem laun til lækna, heldur hafi læknar talsverðan kostnað af því að reka stofur sínar og því hærri semverktakagreiðslumar séu þeim mun hærri sé kostnaðurinn. Laun til lækna séu því oft aðeins 20-30% af þessum greiðslum. Ólafur Ragnar lagði fram á blaðamannafundi í gær-vinnuplagg eða greinargerð frá samninganefnd lækna, sem skrifuð var í kjaradeilu lækna við ríkið í kring um síðustu áramót. Ráðherrann segir að þetta plagg staðfesti það, sem hann hafi sagt um aðferðir lækna í kjarabar- áttu. Högni segir að þegar ráðherr- ann haldi því fram að læknar seg- Ólafur Ragnar sagðist á blaða- mannafundi í gær vilja afnema verktakagreiðslur til lækna og færa þjónustu þeirra inn á sjúkrahúsin í auknum mæli. Ráðherrann lagði fram lista yfir 65 lækna, sem fengu meira en 4 milljónir króna alls í greiðslur frá launaskrifstofu ríkis- ins og Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1989. „Þetta hátekjukerfi vil ég afnema," sagði Ólafur. Hann sagðist telja að verktaka- greiðslur til lækná fyrir þá þjón- ustu, sem þeir inntu af hendi fyrir ríkið, væru ofgreiðslur. í því sam- bandi minnti ráðherrann á að lækn- ar hefðu verið mjög andvígir því að stimpilklukkur væru teknar í notkun á spítulunum, og þar með að fylgzt væri með vinnutíma þeirra. Ráðherrann sagðist leggjast gegn kerfi, sem væri þannig að það gerði mönnum kleift að fá háar greiðslur fyrir vinnuframlag, sem ekki væri í samræmi við þær. Hann sagði að ef þjónusta lækna yrði flutt inn á spítalana myndi þetta breyt- ast. Tekjur læknanna yrðu þá ekki háðar því, hversu oft sjúklingar kæmu til þeirra. Högni Óskarsson, formaður LR, ist ekki munu virða landslög, rang- túlki hann þau sjónarmið, sem læknar hafi sett fram í kjaradeilu í janúar síðastliðnum. „Lagasetn- ingar hafa aldrei leyst vandamál, heldur aðeins frestað þeim. Það er aðeins það, sem við erum að segja. Svo segir hann að við hótum að beina vopni að sjúklingum. Með „vopni“ er átt við uppsagnir sér- fræðinga.“ „Þessi deila kemur greiðsiukerfi ekkert við. Við erum tilbúnir að tala við ráðherra um rekstrarfyrir- komulag í heilbrigðisþjónustunni og erum að vinna að tillögum um hvað er hægt að gera hagkvæmara á hvetjum tíma. En við munum ekki ræða við ráðherra um neitt slíkt fyrr en hann hefur beðizt afsökunar á þessum ósvífnu ummælum,“ sagði Högni. Sjá ennfremur bls. 7. í minnispunktum samninga- nefndar flugmanna er farið fram á að launáflokkum verði fækkað úr 29 í 25. Þá fara þeir fram á að handbókargjald hækki úr 5% í 10% vegna stöðugt aukinnar skrif- finnsku og heimavinnu. Þá vilja þeir að svokallað CAT Il-gjald verði hækkað í 10% en þar er um að ræða sérstakt blindflugsálag sem reiknast af grunnlaunum og vaktaálagL Þeir fara fram á að fá greidda fulla dagpeninga eftir 8 tíma vakt en flugmenn fá greidda dagpeninga bæði í innanlands- og utanlands- flugi. Þá fara þeir fram á að fá árlega greiðslu vegna kaupa á flugtöskum, gleraugum, ferðatösk- um og flughönskum og að skópen- ingar verði kr. 14.000. Farið er fram á að laun hækki í takt við þjóðarsáttarsamninga á þessu ári en flugmenn hafa fengið greiddar kauphækkanir i samræmi við almennar launahækkanir þrátt fyrir að samningar þeirra hafi runn- ið út 31. mars 1990. Flugmenn vilja að tekið verði til- lit til reynslu við nýráðningu þegar skipað er í launaflokka. Skuli það vera afturvirkt en ná þó einungis til þeirra, sem ráðnir voru til félags- ins eftir sameiningu starfsaldurs- lista árið 1981. Þeir fara fram á að greiddur verði þrettándi mánuð- ur í stað desemberuppbótar sem skv. kjarasamningum er 20% af grunnlaunum flugmanns í 10. árs launaflokki. Vilja þeir að álagður skattur af bíla- og dagpeningum verði greiddur og að orlofsuppbót í formi dagpeninga greiðist þegar orlof er tekið. Flugmenn vilja að greitt verði í eftirlaunasjóð þeirra af desember- uppbót og þrettánda mánuðinum. Vilja þeir að áfram verði greitt fullt framlag til sjóðsins eftir að þeir fara á eftirlaun. Þetta verði greitt uns viðkomandi hefur náð sjötugs- aldri og greiðist honum eða henhi mánaðarlega af sjóðnum ásamt eft- irlaunum. Vilja þeir ennfremur fá einn helgarfrídag aukalega í mán- uði, að starfsaldursreglur verði end- urskoðaðar og einnig vilja þeir breytingar á tryggingamálum. í minnispunktum flugmanna segir ennfremur: „Þar sem verkfallsrétt- ur stéttarinnar hefur í raun verið afnuminn, þótt með óformlegum hætti sé, ber að hafa það ávallt í huga þá fjallað er um launakjör hennar.“ I dag mun stjórn FIA halda fund með lögmanni sínum, Arnmundi Backmann hrl., til að ræða dóm- kröfur vinnuveitenda í Félagsdómi, að sögn Geirs Garðarssonar, for- manns FIA. Lézt í vinnuslysi MAÐURINN, sem lézt í vinnu- slysi á Seyðisfirði á mánudag, hét Þorsteinn Jónsson, til heimil- is að Múlavegi 5 á Seyðisfirði. Þorsteinn heitinn var á 66. ald- ursári og starfaði hjá Seyðisfjarð- arbæ. Hann lætur eftir sig þijú uppkomin böm. Tannréttingar lækka um 3% SKRIFAÐ var undir samning Tryggingastofnunar ríkisins og tannlækna í gær með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Sam- kvæmt nýja samningnum mun gjald vegna tannréttinga lækka um 3%, flúormeðferð mun einnig lækka en tannúrdráttur hækkar litillega, að sögn Svend Richters, formanns Tannlæknafélags ís- lands. Svend sagði að breytingar á gjaldskrá væru óverulegar og rúm- uðust innan þjóðarsáttar. „Það er von mín að með þessu samkomu- lagi hafi sættir tekist um fram- kvæmd tannréttinga og að þetta leiði til að þau mál séu loksins í höfn,“ sagði hann. Samningurinn verður lagður fyr- ir félagsfund í Tannlæknafélaginu 11. apríl. Þorsteinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.