Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 21 Aldraðir í öndvegi? Tryggingalöggjöf, bætur og upplýsingaskylda eftirÞóri S. Guðbergsson Margt er vel gert. Vel er unnið á mörgum víg- stöðvum. Hvað eru bótaflokkar trygg- inga margir? Vita aldraðir, aðstandendur, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki um almenn réttindi aldraðra hjá Tryggingastofn- un og sveitarfélögum? Hver á að upplýsa hvern um hvað og hvernig? Margt er vel gert Á undanförnum áratugum hefur margt breyst til batnaðar í málefn- um aldraðra. Ný lög voru sett á Alþingi 1982 sem mörkuðu tímamót í málaflokknum. Lögin voru endur- skoðuð og þeim breytt á Alþingi 1989 og tóku gildi á síðastliðnu ári. Reykjavíkurborg, Kópavogur, Akureyri og fleiri sveitarfélög hafa gengið á undan á mörgum sviðum og ef vel er gætt eru málefni aldr- aðra á margan hátt betur á vegi stödd en hjá mörgum af nágranna- löndum okkar á Norðurlöndum. Enn er þó ástæða til þess að spyrja hvort aldraðir séu í öndvegi í samfélagi okkar og hvernig hlúð er að þeim á ýmsan hátt og þeim sýnd virðing eða óvirðing. Hvaða sess hafa þeir í hugum okkar og hvernig njótum við eða nýtum starfsreynslu þeirra, lífsreynslu og þekkingu og hvaða möguleika hafa þeir til þess að nýta krafta sína, andlega og líkamlega, þó að þeir hafi náð 67-70 ára aldri? Ekki ætla ég að svara öllum þess- um spurningum í stuttri grein. Þeim er einnig varpað fram til umhugs- unar og endurskoðunar á viðhorfi okkar og lífsgildum, á mati okkar á því hvað okkur þykir mikils virði á lífsgöngunni. Með fáeinum atriðum langar mig aðeins til þess að stikla á stóru í íslenskri tryggingalöggjöf og vekja athygli á þáttum sem ég hef oft minnst á áður bæði í blöðum og öðrum íjölmiðlum. Tekjutrygging Síðan tekjutrygging var lögleidd hér á landi sem hafði fyrst og fremst það markmið að koma til móts við þá einstaklinga sem engan höfðu lífeyrissjóð eða aðrar tekjur, en frá Tryggingastofnun ríkisins á 'efri árum, hefur hún bjargað þús- undum aldraðra fjárhagslega og komið í veg fyrir að fjöldi aldraðra þyrfti að leita til sveitarfélaga til þess að komast lífs af. Á síðastliðn- um tveimur áratugum frá því að öllu vinnandi fólki var gert að greiða í lífeyrissjóði samkvæmt lögum, hefur ijárhagur margra batnað þeg- ar þeir hætta launavinnu, en þrátt fyrir allan bata, er enn hundruðum eða þúsundum aldraðra ekki ljóst hver réttur þeirra er hjá Trygginga- stofnun ríkisins. íjölda aldraðra, ekki síst kvenna, sem enn eru í hlutavinnu á efri árum er ekki ljóst, að þeir eiga rétt á tekjutryggingu, þó að þeir séu enn í vinnu eða njóta einhverra líf- eyrissjóðsréttinda eftir að launa- vinnu er hætt. Á síðastliðnu ári hækkaði t.d. svokallað frítekjumark við tekju- tryggingu til muna og bætti hag ótal aldraðra ijárhagslega og þá ekki síður andlega, þar sem .þeir gátu nú enn fremur staðið á eigin fótum og verið sjálfbjarga svo sem allir kjósa. Frá því í júlí árið 1990 geta aldraðir haft allt að krónum 19.000 á mánuði án þess að lekju- trygging frá almannatryggingum skerðist. Áður var þetta mark við tæplega 13.000 krónur á mánuði. Frá sama tíma á síðasta ári geta aldraðir sótt um skerta tekjutrygg- ingu eftir ákveðnum reglum, og fellur tekjutrygging ekki alveg nið- ur fyrr en við tæplega 60.000 krón- ur á mánuði. Afsláttur af afnotagjaldi síma - Samgönguráðuneytið Þess má einnig geta, að þeir aldr- aðir sem hafa óskerta tekjutrygg- ingu, geta sótt um niðurfellingu á ársfjórðungsgjaldi á síma. Sú niður- felling kemur ekki sjálfkrafa, því að hún er háð reglugerð samgöngu- ráðuneytisins þar sem kveður nánar um reglur varðandi niðurfellingu af þessu tagi. Fólk verður að sækja um hana. Yfirgnæfandi meirihluti aldraðra þekkir þessar reglur og hefur sótt um niðurfellingu, en enn er íjöldi aldraðra sem þekkir ekki þessi réttindi. Afsláttur af afnotagjaldi sjónvarps og útvarps - Menntamálaráðuneytið Fjöldi aldraðra spyr á hveiju ári hvort þeir sem eigi rétt á niðurfell- ingu afnotagjalda síma eigi ekki einnig rétt á niðurfellingu á afnota- gjaldi sjónvarps og útvarps. Svo er þó ekki. Menntamálaráðherra setur reglugerð af þessu tagi og þar kveð- ur svo á um, að þeir aldraðir sem njóta svokallaðrar uppbótar á líf- eyri (grunnlífeyri), heimildarupp- bótar, geti sótt um niðurfellingu á afnotagjaldi, með vottorði frá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki eru nærri allir aldraðir eða aðstandend- ur þeirra sem þekkja þessi lög og reglugerðir, sem geta þó skipt aldr- aða miklu máli. Á undanförnum árum hef ég vakið athygli á þessum þáttum og fyrrverandi ellimálafulltrúi Reykja- víkurborgar, Geirþrúð'ur Hildur Bernhöft, vakti oft athygli stjórn- valda á sömu málum og óskaði eft- ir endurskoðun og samræmingu. Lækkun á fasteignagjöldum - Sveitarfélög Þá má einnig minnast á lækkun á fasteignagjöldum, þar sem um þessar mundir fá ailir íslendingar kveðjur frá sveitarfélögum um álagningu fasteignagjalda og allir skilja að bæði ríki og sveitarfélög þurfa á tekjum að halda til að standa straum af útgjöldum sínum. í lögum er kveðið svo á um að sveit- arfélög hafi heimild til að lækka fasteignagjöld hjá þeim elli- og ör- orkulífeyrisþegum sem hafa ákveðnar lágmarkstekjur og eiga erfitt með að komast af ijárhags- lega. Tekjulitlir lífeyrisþegar geta því sótt um til sveitarfélagsins um lækkun á fasteignagjöldum og eru þáð bæjar- og sveitarstjórnir sem ákveða þessi mörk og kveða nánar á um reglur. Ekkert kemur af sjálfu sér - Um allt þarf að sækja til Tryggingast.ofnunar Eins og kveðið er á um í trygg- ingalöggjöf verður að sækja um allar bætur Tryggingastofnunar ríkisins. Ekkert kemur af sjálfu sér. Því miður eru bótaflokkar nokkuð margir, grunnlífeyrir, tekj- utrygging, heimilisuppbót, sérstök heimilisuppbót, heimildaruppbót, makalífeyrir, bensínstyrkur (fyrir hreyfihamlaða), styrkur til kaups á bifreið, bifreiðalán, styrkur til kaupá á hjálpartækjum ýmiss konar o.s.frv. Um 14 bótaflokkar alls. Ef fólk veit ekki eða gleymir að sækja um réttindi sín falla þau nið- ur fram að þeim tíma sem sótt er um, en tryggingaráð hefur heimild til að hnika til í ýmsum málum ef sótt er um til þess. Eg ætla að nefna fáein dæmi sem sum hver eru ekki algeng en skipta þó máli og við megum ekki gleyma því að réttindi aldraðra eru mál allra þegna landsins. 84 ára ekkja gleymdi að sækja um heimilisuppbót í 3 ár Kona leitaði til félagsmálastofn- unar vegna ijárhagsörðugleika. Hún var rúmlega áttræð þegar hún missti maka sinn, þau áttu engin börn, og þremur árum síðar var ijárhagur hennar svo slæmur að hún neyddist til þess að leita til sveitarfélagsins og það voru henni þung spor. Bæði höfðu þau notið óskertrar tekjutryggingar frá Trygginga- stofnun ríkisins þar sem þau höfðu engar aðrar tekjur. Þegar konan varð ekkja breyttist grunnlífeyrir hennar þar sem hjón nutu aðeins 90% af grunnlífeyri ein- staklings, en hún „gleymdi“ eða vissi ekki, að þegar hún yrði ein í heimili og deildi ekki heimilis- kostnaði með öðrum, gæti hún sótt um heimilisuppbót hjá Trygg- ingastofnun, um 6.000 krónur á mánuði. Hún hafði því tapað rúm- lega 200.000 krónum á þessum þremur árum. Einstaklingur með óskerta tekjutryggingu vissi ekki um reglur Pósts og síma 78 ára karlmaður vann hluta- Þórir S. Guðbergsson „Áttræður einstakling- ur hafði legið lengi á sjúkrahúsi, lengur en 4 mánuði alls síðastliðna 24 mánuði. Hann vissi ekki að tryggingalög- gjöfin kvæði svo á um að 5. mánuðinn, og þar á eftir, féllu niður tryggingabætur hans.“ vinnu, en svo litlar voru tekjur hans, að hann naut óskertrar tekjutrygg- ingar. Hann hélt um 4 ára skeið, að meðan hann væri vinnkndi þýddi ekkert að sækja um niðurfellingu á ársijórðungsgjaldi á síma. Fékk rukkun um símakostnað á dvalarheimilið eftir margra ára niðurfellingu 85 ára kona hafði um margra ára skeið notið óskertrar tekju- tryggingar og fengið niðurfellt árs- fjórðungsgjald síma. Síðan veiktist konan og þurfti að fara á langdval- arstofnun, en flutti símann með sér, sem henni fannst vera einskon- ar lífæð út í samfélagið. Nokkrum mánuðum síðar fær hún rukkun bæði um ársfjórðungsgjald og einn- ig umframskref eins og áður. Henni var ekki kunnugt um að nú væri það sjúkratryggingadeild Trygg- ingastofnunar sem greiddi hluta kostnaðar hennar, hún væri ekki með óskerta tekjutryggingu og auk þess segði reglugerðin í samgöngu- ráðuneytinu, að þeir sem ættu að- gang að almenningssíma skyldu að öllu jöfnu ekki fá niðurfellingu á ársfj órðungsgj aldi. Áttræður einstaklingur hafði leg- ið lengi á sjúkrahúsi, lengur en 4 mánuði alls síðastliðna 24 mánuði. Hann vissi ekki að tryggingalög- gjöfin kvæði svo á um að 5. mánuð- inn, og þar á eftir, féllu niður trygg- ingabætur hans. Þegar hann svo kom heim átta mánuðum síðar og ætlaði að byija á því að greiða húsaleigu og aðrar skuldir sá hann sér tii undrunar að hann hafði ekki fengið greitt eins og áður frá Tryggingastofnun og auk þess var rukkun frá Pósti og síma, en áður hafði hann fengið felld niður árs- ijórðungsgjöldin. Ef við gerum ráð fyrir, að um 2.000 aldraðir séu á langdvalastofn- unum á íslandi, íslendingar 67 ára og eldri eru rúmlega 23.000, og að ársfjórðungsgjald sé um 1.200 krónur er það innan við 10 milljón- ir sem Póstur og sími fær í tekjur frá þessum aðilum! Tæplega níræður ekkill hafði 20% heimildaruppbót í 3 ár án þess að vita um að hann gæti sótt um niðurfellingu á sjónvarpi og útvarpi Þessi aldraði einstaklingur hafði á þessum árum tapað í raun um 54.000 krónum þegar honum varð ljós réttur sinn. Lokaorð Margt er vel gert. Reykjavíkur- borg sendir fréttabréf til allra aldr- aðra í Reykjavík þar sem alltaf er minnst á réttindi og bætur almann- atrygginga öðru hveiju. Bæklipgar Tryggingastofnunar eru í sífelldri endurskoðun og í fræðsludeild og öðrum deildum Tryggingastofnunar er alltaf verið að vinna að endurbót- um. I tíð núverandi ráðherra hefur margt verið fært til betri vegar í málefnum aldraðra, frítekjumörk hækkuð eins og áður er bent á, tryggingalöggjöf í endurskoðun o.fl. Það er oft einfalt að setja út á, nöldra, en erfiðara er að koma með raunhæfar tillögur til úrbóta. Ríki þarf tekjur á móti gjöldum og þá kemur spurning um forgangs- verkefni og hvað okkur finnst rétt- látt og sanngjarnt. Það er nauðsyn. á samræmingu og einföldun. Unnt er að halda áfram, minnast á íbúðarmál, fræðslu og menningu, vistunarmál o.fl. en við látum þetta nægja að sinni. Væri því fé Trygg- ingastofnunar vei varið ef auglýst væri eða einu sinni til tvisvar á ári væru sérstakir fræðsluþættir í fjöl- miðlum til að vekja athygli almenn- ings á réttindum hjá almannatrygg- ingum og ýmsum bótaflokkum? Höfundur er fræðslufulltrúi öldrunarþjónustudeildar Reykjavíkurborgar. íif’K ' ■/'1 ' Dugmikill 9 nála prentari fyrir heimili og skólafólk. FERMINGARTILBOÐ Mannesmann Tally MT 81 duglegur og vandaöur tölvuprentari á sérstaklega hagstæöu termingartilboðsveröi, EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.