Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 Elín Sigmjóns- dóttir - Minning Fædd 19. desember 1903 Dáin 23. mars 1991 Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. Hvort sem leiðin þín ligpr um lönd eða höf, gefðu sérhveijum sumar og sólskin að gjöf. (Þorsteinn Þ. Þorsteinsson) í dag er gerð útför föðursystur minnar, Elínar Sigurjónsdóttur, sem lést síðastliðinn laugardag í Borgarspítalanum. Elín var elst fjögurra barna Sig- ríðar Ólafsdóttur og Sigurjóns Jóns- sonar, héraðslæknis Svarfdælahér- aðs en hin þijú voru Oddný, Júlíus og Ingibjörg sem öll eru látin. Mikill kærleikur var með þeim systkinum frá Árgerði við Dalvík og þeim var löngum tíðrætt um bernskuárin og alla vinina fyrir norðan. Elín giftist Þórami Sveinssyni, lækni, miklum öðlingsmanni sem féll frá árið 1970, langt fyrir aldur fram. Á fallegu heimiii þeirra að Reykjavegi 24 dvöldust löngum ættingjar þeirra og vinir og nutu umönnunar og hjartahiýju þeirra. Þar sannaðist máltækið: „Þar sem hjartarúm er þar er ætíð húsrúm." Afi minn og amma bjuggu þar síðustu ár ævi sinnar umvafin hlýju og elsku þeirra hjóna. Minnisstætt er mér þegar ég átta ára gömul dvaldi á þessu fjölmenna heimili um tíma þegar foreldrar mínir voru erlendis. Það var nú fjarri því að mér leiddist þótt ég væri eina bam- ið á heimilinu. Á kvöldin var tekið í spil, rætt um alla heima og geima og alltaf nóg um að vera. Elínu og Þórarni varð ekki barna auðið en Edda, fósturdóttir þeirra, kom sem sólargeisli inn í líf þeirra og hefur alla tíð reynst þeim hin besta dóttir. Eiginmaður hennar er Finnbogi Ásgeirsson og eignuðust þau 4 böm sem öll hafa verið ömmu sinni til mikillar gleði og ánægju. Fyrir hjónaband átti Þórarinn dótt- ur, Kristínu Elísabetu sem ætíð hefur verið sem ein af fjölskyld- unni. Kristín giftist Jyrki Mantyla og bjó um tíma í Finnlandi. Kristín missti mann sinn árið 1972. Síðasta árið sem faðir minn lifði og heilsan var farin að gefa sig var það orðinn fastur punktur í tilver- unni hjá honum að við færum svona einu sinni í viku í heimsókn til Elín- ar. Áttu þau góðar stundir saman og létu hugann reika til bernskuár- anna og allra þeirra ljúfu minningar sem þeim voru tengdar. Nú þegar að leiðariokum er kom- ið er margs að minnast og ljúft er að ylja sér við minningar um góða konu og gott veganesti okkur öllum sem kynntumst þessu einstaka heimili þeirra Þórarins að Reykja- vegi 24. Blessuð sé minning Elínar Sigur- jónsdóttur. Auður Júlíusdóttir Elín Siguijónsdóttir andaðist í Borgarspítalanum hinn 23. þ.m. Hún kom á sjúkrahúsið í nóvember sl. vegna beinbrots og átti þaðan ekki afturkvæmt. Með Elínu hefir merk kona kvatt þennan heim. Hún fæddist á Stað- arhrauni á Mýrum 19. desember 1903, dóttir hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur og Siguijóns Jónssonar, þá héraðslæknis í Mýrahéraði. Að Elínu stóðu traustar ættir og at- hafnamenn. Þegar Elín var fimm ára að aldri flytur læknisíjölskyldan til Dalvíkur þar sem Siguijón var síðan héraðs- læknir um þijátíu ára skeið. Hann þjónaði stóru læknishéraði við erfið- ar aðstæður eins og þær gerðust þá víða, en var auk læknisstarfsins kunnur fræðimaður. Lærdómur og þekking voru mikils metin á heimil- inu, jafnt verkleg sem bókleg, og leiðbeindu foreldramir börnum sín- um undir skóla. Fyrir þá hand- leiðslu var Elín alla tíð afar þakklát. Elín gekk í Gagnfræðaskólann á Fædd 27. september 1911 Dáin 14. mars 1991 Það reynist erfitt að festa á blað minningar og hugsanir um elsku ömmu míha svona stuttu eftir frá- fall hennar. Hún hafði mikil áhrif á mig og var stór partur af lífi mínu, og þegar svo stór hluti hverf- ur úr lífi manns er erfitt að orða hugsanir sínar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég missi einhvem kær- kominn og mikið sýnist dauðinn grimmur. Það sem er dýrmætast af öllum minningunum um ömmu mína em öll skiptin sem ég heimsótti hana í Gnoðarvoginn, og við sátum saman tvær i eldhúsinu og töluðum. Þrátt fyrir sextíu og þriggja ára aldurs- mun náðum við vel saman og ég leitaði til hennar því við vorum svo miklar vinkonur. Svo gömul sem hún var orðin gerði hún sér fulla grein fyrir nútímanum og var nút- ímaleg í hugsun, ótrúlega víðsýn og opin fyrir öllu nýju. Hún las mikið, bæði klassískar bókmenntir, ljóð og nútímaskáldskap og fylgdist af miklum áhuga með nútímatón- list. Ég leit upp til hennar fýrir það eins og svo margt annað. Ég mun aldrei gléyma ferðalög- unum sem við fórum í saman síð- ustu sumur ég, mamma og hún. Hún hafði svo gaman af þeim. Sjálf hafði hún ferðast mikið um landið á yngri árum með föður sínum og vissi mikið um alla staði sem við komum á og var mjög fróð um sögu landsins. Oft talaði hún um að helst hefði hún viljað eiga heima í sveit en samt var hún heimskona. Hún hafði ung ferðast til útlanda og vissi mikið um alla sögu. Hún amma mín var heilsutæp upp á það síðasta og mikið var sárt að horfa upp á það, en ég dáðist mikið að henni því hún hafði svo mikla reisn líkamlega og andlega og var alltaf svo falleg. Við áttum svo margt saman. Ég mun aldrei eiga neitt nema góðar og tærar minningar um ömmu mína. Hún var sterkur per- sónuleiki og hafði mikil áhrif á mig. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að hún sé horfin frá mér. Hún skilur eftir sig. svo djúpt skarð - Akureyri og útskrifaðist þaðan. Hún var elst fjögurra systkina, sem nú eru öll látin, en þau voru: Oddný kennari, Júlíus prófessor, var kvæntur Bergljótu Siguijóns- son, Ingibjörg lyfjafræðingur, var gift Sveiwi Magnússyni lyfsala. Fósturdóttir þeirra læknishjóna er Lovísa H. Björnsson, gift Gunnafi Bjömssyni verkfræðingi. Elín og Oddný voru ákaflega samrýndar systur, sem áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þær voru náttúruunnendur og ferðuðust vítt og breitt um landið. Einnig fóm þær saman í náms- og kynnisferð til Þýskalands, sem ekki var al- gengt á þeim árum. Frá þeim tíma las Elín þýskar bækur sér til gagns og gamans. Um tvítugsaldur gerist Elín að- stoðarstúlka frænda síns, Jóns Kristjánssonar, nuddlæknis, sem starfrækti endurhæfingarstofu í Reykjavík. Á lækningastofunni var Elín fljótlega afhaldin af sjúkling- um, sem vottuðu henni margvíslegt þakklæti. Þarna starfaði Elín um nokkurt árabil. Alla tíð var afar náið samband milli barna Jóns Kristjánssonar læknis og Elínar, sem hún taldi til sinna nánustu ættmenna og vina. Árið 1939 verða þáttaskil í lífi Elínar. Þá gengur hún í hjónaband með lækninum og drengskapar- manninum Þórarni Sveinssyni. Snemma á hjúskaparárum sínum reistu þau hús við Reykjaveg 24, þar sem heimili þeirra stóð uns yfir lauk. Heimilið á Reykjavegi vitnaði um samhug þeirra hjóna, þar sem sem enginn getur nokkurn tímann fyllt. „Því fleira gott og fagurt sem manninum þykir vænt um því auð- ugri er hann af kærleika og lífs- gleði, því sárar finnur hann að vísu einnig til.“ Ég mun aldrei gleyma elsku ömmu minni. Tinna Þorsteinsdóttir Norðan við Úlfarsfellið, frá hóln- uir) framan við kirkjuna á Lága- felli, er mikil og falleg útsýn að Esjunni. Þar sést yfír Sundin og út á Faxaflóa að Snæfellsjökli. Þarna var Sunna Stefánsdóttir jarðsett síðastliðinn föstudag, en hún lést á heimili sínu, Gnoðarvogi 18, þann 14. mars. Sunna fæddist 27. september 1911. Hún var dóttir Þuríðar Kára- dóttur frá Lambhaga í Mosfells- sveit og Stefáns Stefánssonar kenn- ara og leiðsögumanns. Barnsskón- um sleit Sunna í Lambhaga sunnan undir Úlfarsfellinu, en flutti síðan til Reykjavíkur er hún var á átt- unda ári og átti heima þar síðan. Sunna var mikill og sterkur per- sónuleiki, henni fylgdi reisn og höfðinglegt yfírbragð. Gestrisni var ætíð ríkjandi á heimili hennar og var þar vel gestkvæmt. Öllum gest- um sínum sýndi hún sömu alúð og virðingu, hvort sem um var að ræða þekkta erlenda fræðimenn eða feiminn og pasturslítinn mennta- skólastrák, sem var að byija að stíga í vænginn við dóttur hennar. En Sunna átti sér fleíri hliðar. Hún var heimsmanneskja, þar sem saman bjó í einni manneskju skemmtileg blanda af gamalli ar- istókratískri hugsun í besta skiln- ingi og framsæknum og jafnvel verulega róttækum skoðunum. Sunna átti 'dágott safn bóka. Þar mátti meðal annars finna klassískar fagurbókmenntir enskrar tungu, Ijóð, rit um mannkynssögu, ferðabækur, sem og ný skáldrit, íslensk og erlend. Hún var vel lesin og hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og menntum. Þar mun henni hafa svipað til föður síns, Stefáns Stefánssonar eða Stebba guide eins qg hann var betur þekktur, en um t Bróðir okkar, HARALDUR SIGURVIN HARALDSSOIM, Brúarlandi, Blönduósi, lést að morgni 24. mars. Systkini hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR S. HARALDSSON, Brúarlandi, Blönduósi, lést á Héraðshælinu, Blönduósi, 24. mars. Jarðsungið verður frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Sóley Haraldsdóttir, Bjarki Haraldsson, Björgvin S. Haraldsson, tengdabörn og barnabörn. t Utför ÖNNU RÓSU EYJÓLFSDÓTTUR frá Hvoli, verður gerð frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Eyjólfsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður og afa, KETILS VILHJÁLMSSONAR bónda í Meiri-Tungu, Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfræðingum og starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun. Þórhalla Ólafsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Gísli Magnússon, Þórhalia G. Gísladóttir, Ketill Gíslason, Sigríður Ó. Gísladóttir, Guðbjörg Gísladóttir, Árbjörg A. Gísiadóttir, Guðríður Gfsladóttir. ■ — wlannmtm—wawi—iincia'iBiiiBaiinwíTiwirirfnriiiri'hittmi'Iíi Tn’TMiM~itTnMwn>i>MiiiwB Sunna Stefáns- dóttir - Minning ljúfmennska og hjartahlýja áttu fastan sess. Vinir og kunningjar eiga þaðan góðar minningar um gestrisni og glaðar stundir. Hjálp- fýsi þeirra hjóna var viðbrugðið. Lengst af var heimilið all mann- margt. Þar bjuggu oft þrír ættliðir undir sama þaki og kynslóðabil þekktist ekki. Dóttir Þórarins Krist- ín Elísabet, ekkja Jyrki Mantyla, leiklistarstjóra finnska ríkisút- varpsins í Helsinki og fósturdóttirin Guðfinna Edda Valgarðsdóttir, gift Finnboga Ásgeirssyni, verslunar- manni, reyndust foreldrum sínum ávallt hinar elskulegustu dætur. Þórarinn Sveinsson læknir varð bráðkvaddur við Svarthöfða í Borg- arfírði áricí 1970. Fyrir rúmlega tveimur áratugum varð Elín fyrir því áfalli að detta á götu og lærbrotna. Upp frá því varð hún að þola endurteknar að- gerðir, beinbrot og sjúkrahúslegur, en andlegur styrkleiki hennar var mikill og hún tók hveiju áfallinu af öðru með mikilli stillingu og æðruleysi. Elín Siguijónsdóttir var fríð sýn- um, hlý í viðmóti með fágaða fram- komu. Hún var drengskaparkona, greind og góðviljuð og tryggur vin- ur. Hún vildi öllum gott gera. Ég vil að lokum þakka- Elínu áratuga vináttu og kveð hana með söknuði. Kristínu, Eddu og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum aðstandendum sendum við Olafur innilegar samúð- arkvéðjur. Blessuð sé minning Elinar Sigur- jónsdóttur. Margrét Jóhannsdóttir hann segir Halldór Laxness í bók- inni í túninu heima að „... hann var allra manna fljótgáfaðastur, og að sama skapi málhreifur, þó gagnorð- ur.“ Þessi lýsing hefði eins vel get- að átt við Sunnu. Því var alltaf gaman að spjalla við hana, hvort sem umræðuefnið var ný tónlist á íslandi, Fróðárundrin á Snæfells- nesi, sögur frá æskuárunum uppi í Moskó, þegar lítil stúlka trítlaði í sínar fyrstu íjallgöngur áleiðis upp á Úlfarsfell til þess að leita að enda heimsins, en reyndar mun henni ætíð hafa verið náð áður en þangað kom, eða frásagnir af ferðum henn- ar með enska ferðamenn um há- lendi íslands. Sunna var tilfinningarík mann- eskja og hrifnæm. Hinar fögru hlið- ar mannlífsins, lista eða náttúrunn- ar voru henni mikils virði. Lítið ljóð, tónverk eða blóm gátu orðið henni uppspretta mikillar gleði og hug- hrifa, sem hún einatt vildi deila með öðium. En mannlífinu svipar oft til veð- urlagsins hér á Fróni. Það skiptast á sólríkir og hiýir dagar, en fyrr en varir dregur ský fyrir sólu og él beija glugga. Hin síðari ár hrak- aði heilsu Sunnu nokkuð, en þrátt fyrir það hélt hún alltaf reisn sinni og höfðinglegu yfirbragði. Nú hefur Sunna verið lögð til hinstu hvílu hinum megin við tjall- ið, sem hún lagði á fyrir tæpum áttatíu árum. Það er með djúpum og einlægum söknuði að ég kveð Sunnu, því þar fer ekki einungis elskuleg tengdamóðir mín, heldur og mjög náinn og góður vinur. Þorsteinn Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.