Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 Útivist: Tólf ferðir um páskana PÁSKAHELGIN verður sannkölluð útvistarhelgi. Útivist býður upp á 4 helgarferðir og 8 dagsferðir yfir páskana. Af helgarferðunum eru tvær skíðagöngur: Fimm daga gönguskíðaferð úr Landmannalaugum yfir í Bása á Goðalandi, gist verður í skálum, og þriggja daga skíða- ganga frá Þingvöllum, upp á Hlöðuvelli og niður að Geysi, gist verður í tjöldum. Þá verður farin fjögurra daga ferð á Snæfellsnes og m.a. gengið á jökulinn og þriggja daga ferð í Bása á Goðalandi. Dagsferðir um páskana verða sem hér segir: Skírdagur, 28. mars, kl. 10.30. Fjallganga á Esju. Gengið upp Gunn- laugsskarð og vetur eftir Esjunni. Komið niður hjá Esjubergi. Kl. 13.00: Skemmtiganga á Kjal- arnesi. Kjörin fjölskylduferð. Bytjað verður á því að ganga á „fjall“ bam- anna, Brautarholtsborg. Þaðan verð- ur haldið niður í Nesvík og yfir í Gullkistuvík. Þar verður haldin mikil pylsuveisla. í lokin verður hlaupið undan öldunum í Messing. Föstudagurinn langi, 30. mars, kl. 13.00. Söguferð. Ekið austur fyrir Fjall og í Þorlákshöfn. Þaðan með suðurströndinni í Selvog. Fylgdar- maður verður Gunnar Markússon, safnvörður í Egilsbúð. Þorlákshafn- arkirkja' og Strandarkirkja verða skoðaðar. Fróðleg skoðunarferð fyrir alla. Laugardagur, 30. mars. Geldinga- nesgrandi, kl. 13.00. Blikastaðakró. Þetta er fjöruferð á stórstraumsfjöru fyrir alla fjölskylduna. Gengið verður austur fjöruna frá Geldinganes- granda. Farið verður út í Leirvogs- hólma og í Blikastaðakró. Fjörulíf skoðað og tíndar skeljar og kuðung- ar. Kl. 20.00: - Tunglskinsganga. Gengið úr Katlahrauni út á Sela- tanga. Þar verður kveikt fjörubál. Sunnudagur, páskadagur 31. mars, kl. 13.00. Grindaskörð — Kald- ársel. Fylgt verður Selvogsgötunni, gömlu þjóðleiðinni tii Hafnarfjarðar. Komið verður við í Valabóli og Hundraðmannahelli. Mánudagur, annar í páskum, 1. apríl. Heklugangan, 1. áfangi. Kl. 10.30: Grófin-Elliðaárhólmar-Geit- háls. Nú verður lagt af stað í fyrsta áfanga Heklugöngunnar, en áformað er að ganga í tólf áföngum úr Reykjavík til Heklu. Heklugangan verður farin aðra hveija helgi og verður hápunktur göngunnar 1. sept- ember er gengið verður á fjallið. í þessum fyrsta áfanga verður gengin gamla þjóðleiðin úr Miðbænum, aust- an Skólavörðuholts, sunnan í Bústað- arhálsi upp Reiðskarð og áfram aust- ur að Geithálsi. Kl. 13.00 verður boðið upp á rútuferð frá Umferðar- miðstöðinni — vestanverðri og mun hópurinn sameinast árdegisgöngunni við gömlu rafstöðina. Einnig er hægt að bætast í hópinn á leiðinni. Ekkert þátttökugjald er i þessum fyrsta áfanga Heklugöngunnar. Brottför í ferðimar er frá Umferð- armiðstöð — bensínsölu, nema í Heklugöngunni kl. 10.30. Þá er lagt upp frá skrifstofu Útivistar, Grófinni 1. Þegar farið er í átt til Suðurnesja er stansað á Kópavogshálsi, í Garðabæ við Ásgarð og í Hafnarfirði við Sjóminjasafnið. Þegar farið er til Suðurlands er stansað við Árbæjar- safn og við Kaupfélagið við Mosfells- bæ. I dagsferðirnar er frítt fyrir börn að fimmtán ára aldri í fylgd með fullorðnum. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jóhanna Gottskálksdóttir túlkar myndir Ásgríms við opnun sýningar í Listasafni Árnessýslu. M-hátíð á Suðurlandi: Ásgrímsmyndir og afmælis- sýning í Listasafni Árnessýslu Selfossi. SÝNING á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar var opnuð laugardaginn 23. mars í Lista- safni Árnessýslu. Þá var einnig opnuð 10 ára afmælissýning Myndlistarfélags Árnessýslu þar sem sýndar eru 68 myndir frá 18 listamönnum. Sýningarn- ar eru liður í M-hátíð á Suðurl- andi. Margar merkustu þjóðsagna- mynda Ásgríms eru á sýningunni í listasafninu. Við opnunina fór Jóhanna Gottskálksdóttir for- stöðumaður Ásgrímssafnsins í Reykjavík nokkrum orðum um listamanninn og list hans. Hún túlkaði einnig nokkrar myndanna og þann skilning sem í þeim býr. Á afmælissýningu Myndlistar- félags Árnessýslu eru myndir eftir vana listmálara og einnig þá sem eru að hefja göngu sína á þessari braut. Myndirnar eru af ýmsum gerðum og málaðar með mismun- andi tækni. Félagið hefur undan- farin ár haldið sýningu um pá- skana. Sig. Jóns. Bandarískur soul-söngv- ari kemur til landsins BANDARÍSKI söngvarinn Bob Manning er væntanlegur hingað til lands og mun hann halda tón- leika í Púlsinum í byrjun apríl. Manning hefur einkum helgað sig soul-tónlist en hann hóf feril sinn sem „gospel“-söngvari í Norður-Virginíu á fímmta áratugnum. Á sjöunda og áttunda áratugnum starfaði hann meðal annars með James Brown og Gladis Knight. I seinni tíð hefur hann rekið eigin hljómsveit, Bob Manning and the Soul Enterprise. í Púlsinum kemur Manning fram með KK-bandinu, sem skipuð verður Kristjáni Kristjánssyni, Þorleifi Sig- urðssyni, Eyþóri Gunnarssyni, Sig- Bob Manning tryggi Baldurssyni og Sigurði Flosa- syni. Bíóborgin: Myndin „Bálköstur hégómans“ sýnd BIÓBORGIN hefur tekið til sýn- ingar myndina „Bálköstur hégóm- ans“. Með aðalhlutverk fara Tom Hanks og Bruce Willis. Leikstjóri er Brian de Palma. Sherman McCoy er ungur marg- faldur milljónamæringur sem laum- ast frá eiginkonu sinni til að hitta hjákonu sem bíður hans á Kennedy- flugvelli. Á leiðinni til baka tekur hann skakka beygju út af hraðbraut- inni sem endar með því að hann á bensanum sínum keyrir á ungan blökkumann. Peter Fallow sem er útbrunninn blaðamaður fær að vita Þrír aðalleikarar myndarinnar þau Tom Hanks, Melanie Griffith og Bruce Willis. um þetta slys. Hann hittir svartan gera þetta að stórfréttinni sem Peter trúarleiðtoga sem hefur áhuga á að Fallow hefur verið að bíða eftir. Sýning a myndum JóhannsBríem Gnúpverjahreppi. UM PÁSKANA verður opnuð sýning á málverkum eftir Jóhann Briem listmálara frá Stóra-Núpi inn. Á sýningunni verða yfir 30 verk frá ýmsum tímum. Sum hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir áður þar sem þau eru í einkaeign, fengin beint úr vinnustofu málarans á sínum tíma. Önnur hafa verið feng- in frá Listasafni íslands, Lands- bankanum, Búnaðarbankanum, Eimskip, ASÍ og fleiri stofnunum. Meðal myndanna á sýningunni má fínna hreinustu perlur sem víða hafa borið hróður hins merka lista- manns. Margar myndanna eru mál- aðar-austur í Gnúpveijahreppi og viðfangsefnið sótt í umhverfið þar. Það er dóttir málarans, frú Katrín Briem, og fjölskylda hennar ásamt Sigurði Árnasyni málara sem hefur haft veg og vanda af vali mynda á sýningunni. Einnig hafa þau annast umsjón og uppsetningu sýningarinnar í Ámesi. En M-nefnd uppsveita Árnessýslu hefur séð um að framkvæmdir í tengslum við Gnúpveijahreppi sem nú er nýlát- sýninguna. Menntamálaráðuneytið hefur lagt fjármuni til þessa verk- efnis svo og hreppsnefnd uppsveit- anna og eru nefndarmenn þakklátir fyrir þann skilning og velviija sem sýningin nýtur. Málverkasýningin í Árnesi verður opnuð á skírdag, 28. mars, kl. 16.00. Alla aðra daga verður hún svo opin frá kl. 14-22 fram til sunnudagskvöldsins 7. apríl. Skóla- stjórar sunnanlands eru hvattir til að skipuleggja ferðir nemenda sinnar til að skoða sýninguna sem verður að teljast einstakur viðburð- ur. Kennarar munu fá í hendur kennsluefni sem tengist sýning- unni. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en kaffi og meðlæti verður til sölu á staðnum og vona nefndar- menn að sem flestir komi og skoði sýninguna og fái sér kaffisopa í leiðinni og njóti stundarinnar. — Jón. Guðný Frið- riksdóttir afhenti fyrir hönd Lio- nessuklúbbs Siglufjarðar peningagjöf og tók Jak- ob Kárason við henni fyrir hönd tómstunda- heimilisins Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Nýtt tómstunda- heimili í notkun Siglufirði. HINN 23. febrúar var formlega tekið í notkun nýtt tóm- stundaheimili á Hlíðavegi að sunnanverðu. Þessu heimili var gefið nafnið Skjól og átti Ólafur Bjömsson, níu ára gamall Sjglfirðingur, þessa nafna- gift. Eíonessuklúbbur Sfglú- Gagnfræðaskólanum niðri fjarðar afhenti af þessu til- efni tómstundaheimilinu höfðinglega peningagjöf til kaupa á ýmsum leiktækjum. - ny'. HLJÓMSVEITIN SJÖUND FRÁ VESTMANNAEYJUM leikur fyrir dansi Snyrtilegur klœðnaður OPIÐ KL. 23 - 03 KLANG& K0PMPANÍ HALDA UPPI STUÐI Opið fró kl. 18.00*03.00 MONGOLIAN BARBECUE Grensásvegi 7, sími: 688311. Matur og miði á Dansbarínn kr. 1.280,- Opið: Fimmtudag — skírdag Laugardag Sunnudag — páskadag Mánudag — annan í páskum Opið íkvöid til kl. 3.00 og mánudag, annan ípáskum, til kl. I.OO. HANSBARINN Gri ísvegi 7, símar 688311 og 33311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.