Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 7
MQRGUNBLAÐIÐ MlÐVIKUDAGTJftt27 MARZ 1991 r7 Olafur Ragnar Grímsson: Vil afnema hátekju- kerfi í heilbrigðismálum ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að kröfur Lækna- félags Reykjavíkur um að hann biðjist afsökunar á ummælum sínum um læknastéttina, sem féllu í sjónvarpsviðtali síðastliðinn laugardag, séu byggðar á ónákvæmri og stilfærðri endursögn viðtalsins. Hann sjái enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á orðum sínum, hann hafi aðeins verið að gagnrýna það liátekjukerfi lækna sem hér tíðkist. Sú hótun lækna að fara í mál, biðjist hann ekki afsökunar, sé aðeins til þess að hræða aðra stjórnmálamenn frá því að gagn- rýna það greiðslukerfi, sem læknar búi við. Ráðherrann hefur sent Læknafélaginu svarbréf, þar sem ræða málin. Ólafur Ragnar birti á blaða- mannafundi í gær greinargerð frá Sverri Bergmann, formanni samn- inganefndar læknafélaganna, sem lögð var fram í kjaradeilu aðstoðar- lækna við fjármálaráðuneytið í jan- úar síðastliðnum. Greinargerðin var óformlegt vinnuplagg á sínum tíma, en ráðherrann segist leggja hana fram til þess að finna orðum sínum stað, eins og læknar hafi krafizt af sér. Greinargerðin fylgdi bréfi ráðherra, sem hann sendi læknum í gær. I greinargerðinni segir meðal annars að kjaradeila sjúkrahús- lækna verði ekki leyst með sam- komulagi um þjóðarsátt eina saman í þrengstu merkingu. Aðstoðar- læknar muni halda áfram verkfalls- aðgerðum og sérfræðingar fara af staðarvöktum. „Tilgangslaust er að hugsa sér að spítalarnir verði rekn- ir með staðarvöktum yfirlækna, forstöðulækna og sviðsstjóra sem í flestum tilvikum eru einnig eldri eða elztu læknar spítalanna," segir í greinargerðinni. „Þetta ástand ieið- ir til þess að læknar munu krefjast þess að deildum spítalanna verði lokað þar sem þær séu ekki mann- aðar þannig að fyllsta læknisfræði- legs öryggis sé gætt. Af þessu leiðir að spítalarnir væru eingöngu opnir til þess að mæta stærri slysum og bráðustu lífshættulegum veikindum. Engu máli skiptir þótt allt annað starfs- fólk spítalans væri í starfi sem og stjórnunarsviðin og undirstrikar hann býður læknum á fund til að þetta nokkuð eðli spítalanna og hver hin raunhæfa staða lækna er. Þetta gleymist stundum. í beinu framhaldi af þessu verður að benda á, að komi þessi staða upp, og það gæti gerzt innan ör- fárra vikna, yrði i samningagerð að takast á um allt aðrar kröfur heldur en þær sem nú er möguleiki að ná samkomulagi um.“ Síðar í greinargerð samninga- nefndar lækna segir: „Því miður verður það að segjast að margir í hópi sjúkrahúslækna telja svo búið að afbaka laun sín að þeir eru al- veg tilbúnir að fara út í harða kjara- baráttu fyrir breytingu á þeim. Meiri hluta sjúkrahúslækna yrði algjör ógerningur að samþykkja nokkurn samning sem gengi skem- ur en það sem fer í tillögunum hér á eftir.“ Um þetta segir Ólafur Ragnar í bréfi sínu til Læknafélags Reykjavíkur: „Væri fróðlegt að stjórnarmenn Læknafélags Reykjavíkur útskýrðu í hverju sú „harða barátta" hafi átt að vera fólgin, fyrst að þeir vefengja nú ummæli mín í sjónvarpsfréttunum." Síðar í greinargerð samninga- nefnda,rinnar stendur þetta: „Ljóst er að samningar verða að lokum gerðir. Þess skyldu menn einnig minnast og má ekki skoða þetta á neinn hátt sem ókurteisi eða hótan- ir að menn munu ekki vinna stríð við lækna jafnvel ekki með laga- setningu og nægir þar að vísa til sögunnar í nágrannalöndum okkar og vert að menn kynntu sér hana. Læknar eiga beitt vopn. Þegar búið er að egna menn mikið kynni því að verða beitt. Ábyrgir aðilar eins og fulltrúar beggja samninga- nefnda hér vilja auðvitað gera allt til þess að koma í veg fyrir slíkt ástand." Vopnið hlýtur að snúa að sjúklingum Um þetta segir Ólafur Ragnar: „I þessum tilvitnuðu orðum láta forystumenn Læknafélagsins í ljósi þá skoðun að það þýði ekki að beita landslögum gegn læknum, því að þeir eigi beittari vopn en landslög- in. Og þegar búið sé að egna lækna mikið með því að neita kröfum þeirra um kauphækkanir umfram þjóðarsátt, þá kunni læknar að beita þessum vopnum. Þau vopn, sem læknar eiga umfram aðrar stéttir og samninganefnd Læknafélagsins kýs að kalla „beitt vopn“, geta ekki verið neitt annað en það sem snýr að sjúkiingunum. Ef Læknafélag Reykjavíkur telur nú að, að orðalag- ið „beitt vopn“ eigi við eitthvað annað en sjúklingana, þá væri fróð- legt að slíkt kæmi fram.“ Enn segir í greinargerð samn- inganefndar lækna: „Það verður einnig að segjast að læknar láta sig litlu varða áróður sem upp er hafð- ur gégn þeim í fjölmiðlum. Svo lengi er búið að viðhafa óhróður um lækna vegna launa þeirra opinber- lega án þess að nokkur úr hópi vinnuveitenda þeirra hafi nokkru sinni látið sér til hugar koma að leiðrétta stærstu villurnar í þeim málflutningi enda hafa sömu aðil- arnir stundum staðið fyrir þessum málflutningi að læknar kippa sér ekki upp við áframhaldandi óhróður í fjölmiðlum.“ Um þessi orð hefur Ólafur Ragn- ar þetta að segja: „í ljósi þessarar yfirlýsingar í greinargerð Læknafé- lagsins verður að lýsa nokkurri Morgunblaðið/Júlíus Ólafur Ragnar Grímsson boðaði blaðamenn á sinn fund til að svara læknum. Við hlið Ólafs situr Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður hans. undrun á hinum hörðu viðbrögðum stjórnar Læknafélags Reykjavíkur vegna ummæla minna í sjónvarpi. Nú skuli gripið til þess að hóta málsókn ef ég biðji ekki Læknafélag Reykjavíkur formlega afsökunar á mínum orðum.“ í bréfi sínu vísar Ólafur Ragnar á bug öllum atriðum í bréfi Lækna- félags Reykjavíkur, þar sem hann var krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna í sjónvarpinu. í bréfi LR er meðal annars sagt að forráðamenn læknafélaganna hafi enga fundi setið með ráðherra, þar sem haft hafi verið í hótunum um að vanrækja sjúklinga. Um þetta segir Ólafur Ragnar: Vegna ummæla í bréfi Læknafélagsins vil ég hins vegar árétta að við fjölmörg tækifæri hefur fjármálaráðherra hlustað á þau sjónarmið, bæði frá einstökum læknum og forráða- mönnum í læknastétt, að fáist ekki viðbótarfjármagn þá muni það hafa neikvæð áhrif á þjónustu sjúkra- húsa og lækna við hina sjúku.“ Grundvallarágreiningur um skipan heilbrigðiskerfisins Fjármálaráðherra segir að kjami þeirrar deilu, sem risin sé milli sín og stjórnar Læknafélags Reykjavík- ur sé grundvallarágreiningur um hvernig skipulag eigi að vera á heilbrigðiskerfi Islendinga. „Ég hef gagnrýnt á undanförnum árum það kerfi á verktakagreiðslum sem sífellt hefur vaxið í íslenzka heil- brigðiskerfínu. Ég hef einnig mót- mælt kerfi sem veitir læknum möguleika á að vera með margfald- ar árstekjur á við annað launafólk í landinu. Til glöggvunar á þessu viðhorfi mínu leyfi ég mér að senda Læknafélagi Reykjavíkur með þessu bréfi skrá yfir launagreiðslur til 65 lækna á árinu 1989, sem höfðu yfir 4 milljónir í tekjur úr hinum semeiginlega sjóði lands- manna á því ári. Af þessum 65 læknum, sem voru með meira en 4 milljónir í árstekjur, voru 37 sem höfðu yfir 5 milljónir og 23 sem höfðu yfir 6 milljónir. Vakin er at- hygli á því að þessar tölur eru frá árinu 1989. Upphæðirnar hækkuðu nokkuð á árinu 1990, þótt heildar- tölur fyrir það ár liggi enn ekki fyrir. Þetta hátekjukerfi í íslenzkum heilbrigðismálum vil ég afnema." I lok bréfs síns áréttar ráðherra að hann sé reiðubúinn til viðræðna við Læknafélag Reykjavíkur um allar hliðar þessa máls. „Ég vil setja fram þá formlegu ósk að við efnum til sameiginlegs fundar fjármála- ráðherra og Læknafélags Reykjavíkur um þau málefni sem við höfum deilt um á síðustu dög- um. Slíkur fundur gæti ýmist verið með stjórn Læknafélagsins, félags- fundur í Læknafélaginu öllu eða almennur og opinn fundur þar sem þjóðin öll gæti hlýtt á það sem fram færi. Læknar og fjármálaráðherra ráðstafa í sameiningu stórum hluta þeirra Ijármuna sem fara um sam- eiginlegan sjóð landsmanna. Þess vegna er ekki óðelilegt að þjóðin' hefði áhuga á umræðum okkar um þessi mál.“ Mundu eftir sýrða rjómanum um páskana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.