Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 20
niOAcia )ii vöim aia/uaMUOflöM 6ÖÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 Um réttínntil að hafna eftir Úlfar Þormóðsson Ein af undirstöðum lýðræðis er rétturinn til þess að velja. í lýðræð- isríkjum er mönnum meðal annars tryggður þessi réttur með almenn- um kosningum til þjóðþinga á þriggja til fimm ára fresti. En þess- um rétti, réttinum til þess að velja, fylgir annar réttur og ekki eins umtalaður. Það er rétturinn til þess að hafna. Ef til vill ræða menn þennan rétt svo lítið vegna þess að þeir vilja um fram allt vera jákvæðir í umræðunni og gefa sér það að umræða um réttinn til þess að hafna sé neikvæð umræða, jafnvel þótt því að velja fylgi óhjákvæmilega það að hafna einhveiju öðru sem til boða stendur. Fyrir þessar kosningar ætlaði ég að sýna af mér meiri flokksþægni en vilji minn stóð til með því að segja ekki eitt einasta orð um flokk- inn, formanninn né stefnuna fyrir kjördag svo ég spillti ekki kjörþokka flokksins. Meira að segja gekk ég svo langt að gerast brotlegur við lög lýðveldisins svo að ég gæti val- ið — þyrfti ekki að hafna — og flutti iögheimiii úr kjördæmi flokksform- annsins og til Reykjavíkur. En skyndilega og fyrirvaralaust, fylltist mælirinn, og nú, frá og með laugardeginum 23. marz 1991; get ég ekki lengur stáðið við ætian mín um að þegja og tel mig meira að segja sýna meiri flokkshollustu með því að þegja ekki. Og ástæðan? Algjört siðleysi formanns flokks- ins, mölbrot hans á sósíölsku sið- gæði, sósíalískri manngildishug- sjón. Ég tel mig vita að engir þeir sem horfðu á fréttir ríkissjónvarpsins sl. laugardagskvöld fari í grafgötur um hvað ég á við. En ef einhver, t.d. formaður flokksins, skilur ekki hvað ég er að fara, skal þeim hinum sama sagt að ég á við ummæli flokksformannsins í umræddum fréttaþætti þar sem hann fór með siðlausara fleipur um kjarabaráttu lækna en nokkrum manni með vott af siðrænni hugsun er ætlandi. Af tillitssemi við þær þúsundir flokksmanna sem nú eiga í erfiðri kosningabaráttu fyrir flokksins hönd ætla ég ekki að tíunda fleiri af þeim mýmörgu dæmum þar sem formaður flokksins hefur orðið sós- íalískum hugsjónum til vansæmdar. Enda þetta eina mál yfrið nóg og reyndar þarfiaust að fjalla frekar um það. Því lýk ég skrifunum með þessum orðum: Reyknesingar! Þið sem ekki hafið flúið larid eins og ég. Líklega er Úlfar Þormóðsson „Það er sannfæring mín að ef við höfnum for- manninum nú þá hljótum við að launum heilsteypt- ari, sannferðugri og sam- hentari flokk og fáum a.m.k. tvo menn kjörna á þing fyrir Reykjanes- kjördæmi næst þegar kosið verður.“ orðið of seint að bjóða fram annan flokkslista. Eina aðgerðin sem eftir virðist vera og fær er trúlega sú eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Alþingi samþykkti frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga á lokadögum þessa löggjafar- þings. Með hinum nýju lögum er brotið blað í félagssögu ísiands. Horfið er frá úreltum lögum yfirtil nútíma- legrar félagslegrar löggjafar. Stað- fest er að félagsleg þjónusta sveit- arfélaga er jafn sjálfsagður hlekkur í velferðarkerfinu og menntakerfi, að mæta á kjörstað og skila auðu. Að nota réttinn til þess að hafna. Hafna flokksformanninum. Einar kosningar, þessar kosningar. Sjálfsagt óar fleirum en mér sú hugsun að flokkurinn fái ekki mann kjörinn í næst stærsta kjördæmi landsins; kjördæmi þar sem fylgj- endur flokksins eru um 20% at- .kvæðisbærra manna þegar bæri- lega árar. En ég fullyrði að það sé betra að vera þingmannslaus en hljóta þann sem í boði er, því hljóti hann kosningu nú má allt eins bú- ast við að hann hljóti hana enn og aftur síðar og sitji á Alþingi fram yfir aldamót, fram á árin 2000 og eitthvað. Það er sannfæring mín að ef við höfnum formanninum nú þá hljót- um við að launum heilsteyptari, sannferðugri og samhentari flokk og fáum a.m.k. tvo menn kjörna á þing fyrir Reykjaneskjördæmi næst þegar kosið verður. Þetta er fórn, sannarlega mikil fórn, ekki síst vegna þess að okkur þykir mikið til þeirra annarra koma sem á G-listanum sitja og berum til þeirra hlýhug og traust. En þessi fórn rentar sig og hana ber að færa. Með því éinu að nota réttinn til þess að hafna. Höfundur er forstöðumaður Gallerí Borgar og fyrrverandi formaður útgáfustjórnar Þjóðviljans. „Með hinum nýju lögum er brotið blað í félags- sögu Islands. Horfið er frá úreltum lpgum yfir til nútímalegrar félags- legrar löggjafar.“ heilbrigðiskerfí, almannatrygging- ar og húsnæðismál. Fátækralöggjöfin afnumin Með úreltum lögum, sem nú heyra sögunni til, er hér fyrst og fremst átt við framfærslulögin frá Brotið blað í félagsþjón- ustu á Islandi Þakkir fyrir lög um grunn- skóla- og hvað svo? eftir Svavar Gestsson Lög um grunnskóla heita þau en ættu kannski frekar að heita lög um réttindi bama til fræðslu. Og lögin sem voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku eru örugg- lega betri frá sjónarhóli bama en gömlu lögin: Þau tryggja betur réttindi barna en gömlu lögin gerðu. Ástæðan er sú að nýju lög- in kveða á um að bömin skuli fá „að lágmarki“ tiltekinn tímaíjölda á viku, en áður var gert ráð fyrir því að þau fengju „sem næst“ til- tekinn tímafjölda og á því er grundvallarmunur. Breytingarnar koma strax í ljós Strax í haust og reyndar þessa dagana verða kennarar varir við breytingamar sem hljótast af nýju gmnnskólalögunum: Send verður út viðmiðunarstundaskrá fyrir næsta vetur. Þar verður fjölgað tímum fyrir 1.-4. bekk. Þar verður hámarkið í bekkjum lækkað. Þar verður fækkað sérstaklega í neðstu bekkjunum. Þar verður bætt við skiptistund í neðstu bekkjum. Ég er sannfærður um að þessi nýju grunnskólalög verða talin til þáttaskila í réttindamálum bama hér á landi, en auk þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd nú bendi ég að lokum á tvennt: Skólamáltíðir á þremur árum Fyrst það að gert er ráð fyrir skólamáltíðum og að komnar verði skólamáltíðir alls staðar eftir þrjú ár. Hafin er könnun í samvinnu heilbrigðis- og menntamálaráðu- neytis til að kortleggja stöðuna í þessum efnum. Annað atriði er skipulegri sam- vinna heimila og skóla — og vald- dreifing — sem gengur eins og rauður þráður í gegnum öll nýju grunnskólalögin. Loks er þess að geta að allt þetta á að koma til framkvæmda í samvinnu við sveitarfélögin þar sem gert er ráð fyrir lögbundnu samstarfsráði þessara aðila og rík- isins. Við samþykkt nýju grunnskóla- laganna er ástæða til að þakka öllum þeim sem hlut áttu að máli; ekki síst Kennarasambandi ís- lands. Ennfremur tel ég að alþingi hafí tekið vel á málinu svo og starfsmenn menntamálaráðuneyt- isins. Og nú er næsti leikur fram- kvæmdin í einstökum atriðum og félagsleg aðstoð af hálfu sveitarfé- Iaga sé neyðarúrræði ætlað til að bæta úr fátækt. Hin fornu ákvæði um sveitfesti er dæmi um hugsun- arhátt sem hefu gengið sér til húð- ar. Ny heildarsýn í félagsmálum í lögunum er hinni gömlu sýn háfnað. Þess í stað byggjast lögin á þeirri staðreynd að félagsþjónusta sveitarfélaga felur í sér marghátt- aða þjónustu sem ætluð er að koma til móts við ólíkar þarfir íbúanna. Lögð er áhersla á samspil allra þessara þátta og nauðsyn á heildar- sýn yfir þjónustu á sviði velferðar- mála. Þjónustan á að vera sjálfsögð skylda sveitarfélaganna við sína íbúa, en ekki bera svip neyðarúr- ræða til að bæta úr fátækt. Til að sinna þessum mikilvæga málaflokki er sveitarfélögum skylt aðkjósa félagsmálanefnd. Gert er ráð fyrir því að fámenn sveitarfélög muni, þegar fram líða stundir, vinna saman að einstökum verkefnum á sviði félagsþjónustu eða að mála- flokknum í heild. Félagsþjónusta — viðfangsefni Sveitarfélögin bera ábyrgð á fé- lagsþjónustu innan sinna marka. Félagsmálaráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarféiögin veiti lög- boðna þjónustu. Með félagslegri þjónustu er í lögum átt við þjónustu í tengslum við eftirtalda mála- flokka: 1. Félagslega ráðgjöf. 2. Fjárhagsaðstoð. 3. Félagslega heimaþjónustu. 4. Málefni barna og ungmenna. 5. Þjónustu við unglinga. 6. Þjónustu við aldraða. 7. Þjónustu við fatlaða. 8. Húsnæðismál. 9. Aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir. 10. Atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun. Þessi lög eru rammalög sem veiti sveitarfélögum ákveðið frelsi og sjálfræði úm val á leiðum og til að ná settum markmiðum. Meiri mög- uleikar éru til að taka mið af stað- bundnum sjónarmiðum og sveigjan- leiki verður meiri í félagsþjónustu. Sjálfræði sveitarfélaganna, sem fylgir rammalöggjöf, gerir auknar kröfur til löggjafans, sveitarstjórn- anna og starfsmanna um að tryggja réttaröryggi og jafnan rétt lands- manna hvað varðar félagsþjónustu. Ilöfundur er félagsm&laráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir árinu 1947, sem hafa fyrir löngu runnið sitt skeið þótt þau hafi verið merkur áfangi á sínum tíma. Vegna skorts á nýjum lögum hafa fram- færslulögin verið undirstöðulöggjöf á sviði félagsmála sveitarfélaga sem aftur hefur ýtt undir þá hugsun að Svavar Gestsson þá veldur miklu hver á heldur. Úrslitin í þeim efnum ráðast áður en langur tími líður og ég hef lýst því yfír að ég er tilbúinn til að halda þessum verkum áfram. Höfundurer menntamálaráðhcrra ogefsti maðurá G-listanum í Reykjavík. Myndlistarsýning í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju HANS Christiansen myndlistarmaður opnar sýningu í Safn- aðarheimili Hveragerðiskirkju miðvikudagskvöldið 27. þ.m. kl. 20.00. Á sýningunni eru rúmlega lega frá kl. 14.00 til 22.00 og 30 vatnslitamyndir og er þetta lýkur að kvöldi annars páska- 21. einkasýning listamannsins dags, 1. apríl. og verður hún síðan opin dag- Hans Christiansen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.