Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 SPURNINGAR UM GILDISMAT Stefán Jónsson í hlutverki Georgs. Morgunblaðið/Einar Falur _________Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Þíbilja DALUR HINNA BLINDU Staður: Lindarbær Handrit: Þór Tulinius, upp úr spunum leikara Aðstoð við handrit.; Hafliði Arn- grímsson, Hilmar Orn Hilmars- son og Ieikarar Leikstjórn: Þór Tulinius Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir - Henni til aðstoðar: Ólöf Kristín Sig- urðardóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Förðun: Kristin Thors Dalur hinna blindu er byggt á smásögu eftir enska leikskáldið H.G. Wells, og segir frá föður og syni sem brotlenda flugvéi sinni í einangruðum fjalladal í Suður- Ameríku. Sonurinn er slasaður og faðirinn fullur örværitingar, þar sem hann ber hann eftir dalnum í leit að hjálp. Þeir verða á vegi íbúanna, sem eru allir blindir en kunna ýmislegt fyrir sér. Það er engin leið burt úr dalnum, íbúarn- ir eru frumstæðir í háttum sínum og líferni og vegna blindu sinnar eru þeir ótrúlega næmir — bæði á lykt og hljoð; þekkja sinn heim til hlítar, lifa af gæðum jarðarinn- ar sem er þeim gjöful og góð. Þeir trúa á andann mikla sem býr í klettinum sem lokar dalnum og halda að dalurinn sé allur heim- urinn. Fyrst í stað vekur þessi blindi þjóðflokkur þeim feðgum óhug. Þeir reyna að útskýra þann heim sem þeir sjá með augum — en það skilja íbúar dalsins ekki; blindan er arfgeng og þeir hafa aldrei heyrt orð eins og sjón, augu og blinda. Þeir hafa sín lögmál til að lifa eftir og lifa í sátt og friði — og hamingju. Þegar sonurinn nær bata, verð- ur honum smátt og smátt ljóst að þótt þessi þjóðflokkur hafi enga sjón, er sýn þeirra á lífið og tilver- una heilbrigðari en hann á að venjast. Hann verður ástfanginn af einni stúlkunni, Saroté, og stendur frammi fyrir því vali að laga sig að háttum flokksins og setjast að í dalnum, eða að hjálpa föður sínum í örvæntingarfullri leit hans að einhverri leið burt; hlaðandi bálkesti, ef leitarflugvél- ar skyldu vera á sveimi, og beij- ast gegn siðum og venjum hópsins — með því að „hjálpa“ þeim, það er, ástunda þann leiða vana okkar sem búum í „siðmenntuðu" sam- félagi, að breyta öðrum; halda að okkar gildismat sé alltaf það æski- legasta. Dalur hinna blindu er bæði heillandi og frumlegt verk. Þar er stillt upp andstæðum heimum, þar sem annars vegar eru hinir blindu, sem lifa í snertingu við náttúruna — í orðsins fyllstu merkingu — meta manngildið ofar öllu og kunna að hlusta á rödd hjartans, sem þeir kalla Andann mikla í klettinum. Hinsvegar er heimur feðganna; hraður, tækni- væddur, kaldur — úr steini og blikki — þar sem hamingjan er bara orð, því einhveiju nafni verð- ur að nefna alla hluti. Þó er af og frá að-í verkinu sé einhver prédikun. Handritið er mjög faglega unnið; textinn ljóð- rænn og fallegur án þess að fara út í tilfinningasemi. Þar er enginn dómur lagður á val feðganna, heldur er áherslan á þeirri stað- reynd að hver og einn á alltaf val — og stendur og fellur með því. Alls taka tíu' leikarar þátt í sýningunni í Lindarbæ og er hóp- urinn mjög vel samstilltur. í hlut- verkum feðganna eru Árni Pétur Guðjónsson (faðirinn, Herbert Boulder) og Stefán Jónsson (son- urinn, Georg Boulder). Árni Pétur skilar með ágætum þessum sið- menntaðá manni sem kann illa að fóta sig áfram í vélarlausri til- veru og berst gegn henni; er hálf- gerður spjátrungur sem hefur gleymt því hvað hamingjan þýðir. Georg er unglingur, sem er að leita að eigin „ídentíteti", og verð- ur smátt og smátt ljóst að gildis- mat þess heims sem hann kemur frá er kannski ekki mikils virði. Með vel unnu látbragði, kemur Stefán vel til skila þessum þögla unglingi, sem greinilega er ekki vanur því að á hann sé hlustað. • Hlutverk hinna blindu eru, án efa, skemmtilegt viðfangsefni fyr- ir leikara — og það er óhætt að segja að hópurinn stendur sig al- mennt mjög vel í þeim; þar sem brosin verða kjánaleg, því þau ná ekki til augnanna, hreyfingar verða klunnalegar þegar hendurn- ar eru notaðar í stað augna, og eru eins og fálmarar. Þjóðflokkur- inn er á. margan hátt dýrslegur, en ákaflega erótískur og fallegur. Það eru Ólafur Guðmundsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ingrid Jónsdótt- ir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Stefán Sturla Siguijónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir og Kjartan Bjargmundsson, sem fara með hlutverk þeirra blindu og er vinna þeirra nánast óaðfinnanleg. Þó fóru munngeiflur Ólafs stöðugt meira í taugarnar á mér, eftir því sem leið á sýninguna. Hann leikur Föður Vitka Gúsei — öldunginn; leiðtoga hópsins, og til að undir- strika elli hans fór Ólafur þá leið að geifla munninn og reka út úr sér tunguna. Þetta eru leiðinda- vinnubrögð í atvinnuleikhúsi — og sérkennileg, vegna þess að textameðferð og tjáning Olafs var að öðru leyti mjög góð. í mikilli mótsögn var Rósa Guðný Þórs- dóttir í hlutverki Móður Vitku Týru. í meðförum Rósu var Móðir Vitka, hin aldraða, tignarleg göm- ui kona; hvert smáatriði í hreyf- ingum, textameðferð og mímik þaulhugsað og unun að horfa á hana í þessu hlutverki. Vinnan við gervi leikhópsins er til fyrirmyndar; 'förðunin fag- mannleg og trúverðug, svo og búningar. Mjög gott samræmi er milli leikmyndar og lýsingar. Reyndar er allt útlit sýningarinnar svo vel unnið að áhorfandanum veitist auðvelt að hverfa gersam- lega innn í Dal hinna blindu um stund; hlusta vel á gildismat þeirra og hverfa síðan á braut með ótal spurningar um sitt eigið umhverfi. Þíbilja er ekki aðeins með sérstæða og frumlega sýn- ingu á ferð; heldur sýningu sem hefur margt að segja og mikið að gefa. Um íslenska hljómsveitarstjóra eftirAtla Heimi Sveinsson Mér hnykkti við þegar ég heyrði í Garðari Cortes, morgun einn, í út- varpinu nýlega. Þar hélt hann því blákalt fram að einungis þrír íslend- ingar gætu stjómað óperum: Páll P. Pálsson, Jón Stefánsson og hann sjálfur. Að mínu mati eru þessi um- mæli hin mesta firra. Við eigum góða söngvara, en ekki síðri hljómsveitarstjóra. Garðar Cort- es er prýðilegur söngvari, en um hæfni hans í hljómsveitarstjóm út- tala ég mig ekki. Eg vona að hann haldi áfram að syngja okkur til ánægju og að hæfir menn annist hljómsveitarstjómina. Ég hef unnið með fjölda hljóm- sveitarstjóra, erlendis og hér heima, í gegnum tíðina, og oft hafa þeir íslensku staðið sig mjög vel þegar mín verk vom flutt eða fmmflutt. Ég nefni Ragnar Bjömsson og Pál P. Pálsson, sem mér finnst hafa ver- ið vanmetnir hér heima. Þá nefni ég Guðmund Emilsson, sem hefur verið hvatamaður að tilurð fjölda íslenskra tónverka. Hefur hann stjómað flutn- ingi þeirra bæði hér og erlendis og fengið hið mest lof fyrir. Og ég hafði mikla ánægju af samvinnunni við Guðmund Ola Gunnarsson,' sem stjórnaði nýju verki eftir mig þegar Borgarleikhúsið var opnað. Og fyrir nokkmm dögum stjórnaði Hákon Leifsson íslensku hljómsveitinni af fæmi og myndugleik þegar hann frumflutti lítið, en vandmeðfarið kammerverk eftir mig. Og ég vona að mér gefist sem fyrst tækifæri að starfa með Emi Óskarssyni. Allir eru þeir prýðilega menntaðir tónlistarmenn og dugandi stjómend- ur, og engir eftirbátar hljóðfæraleik- ara né söngvara. En þeir þurfa að fá tækifæri til að spreyta sig á erfið- ustu verkefnum. Þeir eiga að fá að stjórna í íslensku ópemnni, í Þjóð- leikhúsinu og Sinfóníuhljómsveitinni. Ef það gerist ekki eignumst við aldr- ei meiriháttar dirigenta. Hér ríkja fordómar í garð hljóm- sveitarstjóra, og það er hörmulegt að þeir koma úr röðum tónlistar- manna. Það var nokk sama hvaða sótraftur kom erlendis frá, menn spiluðu möglunarlaust undir hans stjórn. En yrðu íslendingi á hin minnstu mistök, var hann afskrifaður um aldur og ævi. Þessa afstöðu var einkum að finna meðal hinna eldri hljóðfæraleikara. Það var eins og mönnum þætti skömm að láta sam- landa sveifla yfir sér sprotanum og segja sér til. En yngra fólkið er öðm- vísi, sem betur fer. Eftir því sem list- amenn em flinkari, minnka fordóm- ar, minnimáttarkennd, hroki og alls kyns sálarflækjur. Ég ætla mér ekki að gerast dóm- ari í deilum yngri söngvaranna við Garðar Cortes. Það er ekki öllum leyft að koma fram í húsi óperann- ar. Og gildir jafnt um Kristján Jó- hannsson (samanber seinustu Lista- hátíð) og þá söngvara, sem era að hefja feril sinn. Ömerkileg klíkustarfsemi og gagnkvæm öfund hafa þjakað sam- skipti söngvara alltof lengi. Það hef- Atli Heimir Sveinsson tónskáld. „Hér ríkja fordómar í garð hljómsveitar- sljóra, og það er hörm- ulegt að þeir koma úr röðum tónlistarmanna. Það var nokk sama hvaða sótraftur kom erlendis frá, menn spil- uðu möglunarlaust und- ir hans stjórn. “ ur spillt fyrir þeim og öðmm sem unnið hafa að því að fá óperuflutning hér styrktan með myndarlegum fjár- framlögum. Það er væntanlega krafa almennings og stjórnvalda að ópem- söngvarar leysi ágreiningsmál sín til hagsbóta fyrir okkar menningarlíf með gagnkvæmum skilningi og dálít- illi góðvild. Höfundur er tónskáld. Fortíðarþrá ger- ir vart við sig Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ský. Nr. 3, febrúar 1991. Ritstjór- ar: Óskar Árni Óskarsson og Jón Hallur Stefánsson. Ritstjórn þessa heftis: Geirlaugur Magnússon, Gyrðir Elíasson og Sigurlaugur Elíasson. Ský er ljóðatímarit og hefur vakið athygli. Nýútkomið hefti sýnir svo að ekki verður um villst að þetta litla rit á sér metnað. Ekki þarf að leita lengi að þeim metnaði. Fremst í Skýi eru þijú ný ljóð eftir Hannes Sigfússon. Hið fyrsta, Jafnvægislist, hefst á þessum orðum: „Síðan ég hætti að fljúga þotum/ yfir himinbogann/ feta ég mig á slakri línu/ yfir hyldýpin.“ Myndmál Hannesar er enn á sínum stað, en tónninn einfaldari og bjart- ari en oft áður. Meðal annarra þekktra skálda sem eiga ljóð í Skýi era Geirlaugur Magn- ússon sem yrkir mjög í raunsæisanda og Isak Harðarson sem er veikur fyrir fyndni: „Nú væri gott að eiga/ þótt ekki væri nema einn lítinn/ poka af piparmyntum/ frá Síríusi, Nói.“ Bræðurnir Gyrðir og Sigurlaugur Elíassynir rifja upp minningar og eru ekki langt frá heimildarskáldskap í ljóðum sínum. Gyrðir kemur fjöru- lalla að í ljóði um Benedikt Gröndal og sumar í eyðifirði og Sigurlaugur festir Jón bónda í Möðrudal á blað, kirkjuna sem hann byggði og hleraða gluggana á Fjallakaffi. Einhvers konar fortíðarþrá gerir nú vart við sig í ljóðagerðinni (kannski ekki ný tíðindi), ljóð Gunn- Skýjagón. Myndskreyting eftir Elías B. Halldórsson. Úr Skýi, nr. 3. ars Harðarsonar, Húsgangur og Staðgenglar, eru að því leyti engin undantekning. Aftur á móti er hún lítt áberandi í ljóðum byijenda í Skýi, Kjartans H. Grét., Erlings Ólafssonar og Sigurðar Júlíusar Grétarssonar. Sá síðastnefndi er með ótuktarlega ábendingu: „Rómantík angar en visnar/ sem skorin rós.“ Eins og áður kynnir Ský erlend skáld, að þessu sinni Finnann Pentti Saarikoski í þýðingu Stefáns Steins- sonar og Frakkann Guillevic í þýð- ingu Þórs Stefánssonar, Saarikoski kom á sínum tíma til Islands og orti langan bálk um ferð sína, einkum fólk sem hann kynntist hér. Mörg ljóð eftir hann era til í íslenskum þýðingum, en ekki veit ég til þess að verk eftir hann hafi áður verið þýtt beint úr finnsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.