Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 43 Minning: Jarmila V. Fríðriks- 9 dóttir, Lukesova Fædd 8. nóvember 1926 Dáin 20. mars 1991 Það er erfitt að setjast niður núna og setja sig í minningarstell- ingar. Að það sem var hér í síðustu viku sé ekki lengur. Það tekur lengri tíma en nú er umliðinnr-að átta sig á því að Jarmila er horfin okkur. Hún Jarmila var stjúpmóðir mín, komin hingað til íslands frá Mið- Evrópu, úr gjörólíku menningarum- hverfi. Tékkóslóvakía var föðurland hennar. Það var líka erfitt fyrir hana að setjast að hér norðurfrá, það sem allt var svo framandi, tung- umálið hlýtur til dæmis að hafa virst henni ókleifur veggur. Skrefið var líka stærra og ábyrgðin þyngri vegna barnanna tveggja frá fyrra hjónabandi, þeirra Marcelu og Bennos, sem fylgdu móður sinni. Og þá hefur viðskilnaðurinn við foreldrana sem eftir urðu í Tékkó- slóvakíu verið erfiður, en hún var einkabarn þeirra. Þau komu þó síð- ar hingað, og bjuggu hér upp frá því. Þegar þetta gerðist, var ég 12 ára og Gunnar bróðir minn níu, og ekki get ég sagt að við höfum ver- ið ánægð með þessi umskipti fyrst í stað, vorum á varðbergi, og auðvit- að foráttuafbrýðisöm og hrædd um að missa hann pabba okkar alveg. En smám saman jafnaði þetta sig, ekki síst eftir að við fórum að geta talað saman, en fyrst í stað, var þýska málið sem talað var á heimil- inu. Seinna náði Jarmila óvenju góðum tökum á íslensku máli. Jarmila var falleg kona með bjart bros, og ég man hana svo vel eins og hún er á þessari mynd sem hér Fæddur 14. ágúst 1912 Dáinn 18. mars 1991 Og dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfið daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn. (Tómas Guðmundsson) „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér Ijallið best af sléttunni.“ Þessi orð skáldsins Kahlil Gi- bran leituðu á huga minn eftir andlát tengdaföður míns, Björns Ólasonar, sem lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 18. mars sl., þegar ég settist niður og hugs- aði til liðinna daga og fór að velta því fyrir mér hvað væri minnis-- stæðast og hvað ég mat mest í fari hans. Björn Ólason fæddist í Hrísey 14. ágúst 1912. Hann ólst upp í foreldrahúsum á Selaklöpp fyrstu æviárin, en sex ára gamall varð hann fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa móður sína. Eftir það tóku amma hans og afi, Guðrún Jónsdóttir og Björn Jörundsson, við uppeldinu ásamt föður hans og sem betur fer var þetta á tímum fylgir. Hún var myndarleg húsmóð- ir, og mikið var maturinn hennar góður, og tékkneska bakkelsið. Hún var alla tíð mjög samviskusöm að hveiju sem hún gekk, stundum um of, fannst mér. En andlegt jafn- vægi hennar, sem og fjölda ann- arra, beið þeirra stríðshörmunga aldrei algerlega bætur sem þjóðin gekk í gegnum í seinni heimsstyij- öldinni. Sitt fyrsta barn átti hún kornung í kolabyrgi, sem fólki hafði verið safnað saman í, undir drynj- andi loftárásum. Fólk ber svona atburða varanleg merki, og ósköp misjafnt hvernig það getur unnið úr erfiðri lífsreynslu á borð við þetta. En þess vegna gat Jarmila líka verið ofur skilningsgóð og næm, þegar eitthvað bjátaði á hjá öðrum, og naut ég þess oftar en einu sinni. Eg var hjá þeim pabba og Jarm- ilu um tíma sem unglingur. Það voru góðir dagar. Jarmila saumaði og prjónaði hátískufatnað á okkur Marcelu, og mesta furða hvað hún umbar dynti, löng símtöl, fýluköst og ofstæki, þessi venjulegu hvim- leiðu einkenni unglingsáranna. Svo eignaðist ég hálfsystkinin Ólaf, sem var undurfallegt barn, og seinna Evu. Þá vildi svo til að við Jarmila lágum saman á fæðingardeildinni, og var mér, sem var að eiga mitt fyrsta barn, styrkur að því. Ég dvaldi líka þá um sumarið um tíma heima hjá pabba og Jarmilu í Brekkugerði með Stefán litia, og bárum við óspart saman vöxt og þroska þessara ungmenna, þar sem þau lágu í vöggum sínum slefandi; móðursystirin hárprúð og svart- hærð en systursonurinn ljós yfirlit- hinnar samhentu fjölskyldu þar sem þrír til fjórir ættliðir bjuggu undir sama þaki og mynduðu eina heild. Vafalaust hefur það verið ungum dreng mikill styrkur á erf- iðum tímum því fermingarárið missti hann einnig föður sinn. En þrátt fyrir þessi áföll liðu árin við nám, leik, og störf í takt við að- stæður og tíðarandann. Árið 1933 var grunnurinn lagð- ur að mestu lífshamingju téngdapabba þegar ung stúlka kom frá Grímsey og hóf störf í Hrísey hjá Birni Jörundssyni. Á næstu árum kynntust tengdafor- eldrar mínir og þau kynni leiddu til giftingar þeirra 21. nóvember 1940 sem markaði upphafið að 50 ára löngu og farsælu hjóna- bandi eins og m.a. mátti sjá á gullbrúðkaupsdegi þeirra sl. haust. Björn og Sigfríður hófu búskap á Selaklöpp og áttu þar heimili alla tíð síðan. Þau eignuðust 3 börn. Þau eru: Óli Friðbjörn, kvæntur Veru Sigurðardóttur, Jónheiður, gift Sigmari Jörgensyni og Pálína Dagbjört gift Valtý Sig- urbjarnarsyni. Þá ólu þau upp frá tíu ára aldri Óskar Frímannsson, systurson Sigfríðar. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin fjög- ur. Framan af ævi tók tengdafaðir minn þátt í útgerð og fiskvinnslu afa síns en síðar stóð hann fyrir eigin atvinnurekstri, bæði með Garðari bróður sínum og einnig í félagi við fleiri. Eftir að tengdapabbi hætti eigin atvinnu- rekstri hóf hann störf sem síldar- matsmaður og fiskmatsmaður. Síðustu ár starfsævinnar vann hann í fyrstihúsi KEA í Hrísey. Oft sagði hann mér sögur af um og nauðasköllóttur. Jarmila var börnum mínurn alla tíð afar góð. Og mikið hafði hún gaman af að gefa gjafir, vandað til umbúða, og persónuleg og sér- stök skrift hennar setti svip sinn á pakkana. Það urðu ánægjuleg umskipti í lífi hennar, þegar hún réðist í það, komin á fimmtugsaidur, að fara í sjúkraliðanám. Hún lauk því með sóma og vann við þau störf upp frá því. Þetta breytti lffi hennar til hins betra á svo margan hátt, hún fékk notið sín í umönnun við þá sem minna máttu sín, auk þess sem henni jókst sjálfstraust, kjarkut' og jafnframt bjartsýni á lífið. En fyrir nokkrum misserum fór að halla undan fæti, heilsan brást og ég veit að það olli henni samviskukvöl- um að vera langtímum frá vinnu. En við því gat enginn gert, og þeim mun sárara að finna hve áhyggjurn- at' byrgðu henni. sýn. Daginn sem Jarmila dó var hún þó óvenju hress, fór í bæinn með Evu dóttur sinni, og ekkert benti til þess sem í aðsigi var. Seinni hluta ferðum sínum vítt og breitt um landið og ég hygg að þeir séu fáir útgerðarstaðirnir á Islandi sem hann kom ekki til á þessum árujn. Síldarárin eru sveipuð vissum ævintýraljóma í atvinnusögu ís- lendinga og Björn hafði gaman af að minnast þeirra. Þetta voru ár mikillar vinnu og mikilla ferða- laga hjá honum, stundum við erfið- ar aðstæður, en þarna var hann í miðri hringiðu tekju- og gjaldeyri- söflunai' þjóðfélagsins og kynntist fjölda mætra manna. Miklar fjarvistir Björns frá heimilinu á þessum árum lögðu auknar skyldur á herðat' Sigfríði konu hans sem af miklum dugnaði annaðist heimilið auk þess sem hún vann einnig lengst af utan þess. Það hlýtur að hafa verið Birni mikil stoð að vita( heimilis- haldið í föstum skorðum og örugg- um höndum Sigfríðar sinnar. Nú er jarðvistin á enda og að leiðarlokum vil ég þakka tengdapabba fyrir samfylgdina. Segja má að hún hafi byrjað á þessa dags Irvarf hún okkur svo skyndilega. Okkur er öllum skammtaðui' tími og kemur fyrir lítið að mögla yfir því. Ég hefði þó sannarlega óskað henni Jarmilu nokkurra góðra ára í viðbót hér hjá okkur. Ég þakka henni nú allt sem hún vat' mér og börnum mínum, og hét' tala ég jafnframt fyrir hönd Gunnars bróður míns, sem er bú- settur erlendis, og getur ekki fylgt henni síðasta spölinn. Ég bið Guð að veita eftirlifendum styrk og sátt. Guðrún Ægisdóttir Hún amma Jarmila er dáin. And- lát hennar bar að snöggt og óvænt síðastliðinn miðvikudag. Okkur sem enn erum ung að árum finnst þetta illskiljanlegt og óþægileg áminning um fallvaltleika tilverunnar. Jarm- ila var stjúpamma okkar, tékknesk að uppruna, sest hér að löngu fyrir okkar minni og því alltaf sjálfsögð í okkar tilveru. Én eftir að við full- orðnuðumst höfum við stundum hugleitt hvort það hafi ekki verið mikið átak að flytjast til svo ólíks og framandi lands. En þessu fjar- læga landi í Norðurhöfum færði hún tvö fósturbörn og ól því síðar tvö börn, móðursystkini okkar. Það verður því ekki sagt að hún hafi farið hingað erindisleysu. í dag, á útfarardegi hennar, iang- ar okkur til að þakka henni sam- fylgdina. Við þökkum henni alla góðu jólapakkana, svo smekklega og vandvirknislega frágengna. Þetta voru „mjúkir" pakkar, því amma Jarmila var hagsýn og valdi ævinlega eitthvað þarflegt, til dæm- is lopapeysurnar vönduðu, sem hún pijónaði sjálf og sá um að okkur skorti aldrei. Afi laumaði aftur á móti oft einhveiju „hörðu“ í pakk- ana — vei þegnu. Jarmila var okkur systkinunum góð og umhyggjusöm, og við fund- um að hún bar hag okkar fyrir bijósti. Fyrir það þökkum við nú. Elsku afí, sem okkur þykir svo vænt um, og sem hefur alltaf reynst okkur haukur í horni, vottum við þorrablóti í Hrísey 1974 þegar mér sem gesti var lánað sæti til- heyrandi Selaklapparfólki. Suma- rið eftir kom ég í fyrstu opinberu heimsóknina á Selaklöpp. Þar var mér tekið af mikilli kurteisi og ljúf- mennsku. Ári síðar var ég form- lega orðinn einn af íjölskyldunni þegar við Pálína giftum okkur. Aila tíð síðan höfum við átt gott athvarf á Selaklöpp og með aukn- um kynnum í áranna rás hefur vinskapurinn orðið traustari og djúpstæðari. Og í sætinu sit ég sem fastast. Ég minnist dásamlegra ára í Hrísey þegar við hjónin bjuggum þar ásamt elstu drengjunum á árunum 1976 til 1978 og ég minn- ist ómetanlegs stuðnings í lok námsáranna 1978 til 1980. Fyrir hugskotssjónum er stórkostleg veisla sem Sigfríður og Björn héldu á Selaklöpp þegar tengdapabbi varð sjötugur. Hún var táknræn fyrir höfðingskap þeirra beggja. Ég minnist einnig fjölskyldu- og gleðifundar í Laufa- hlíð í Reykjahverfi í skjóli heiðurs- hjónanna í Bláhvammi á 75 ára afmæli Björns. Alls þessa er ánægjulegt að minnast en trúlega sakna ég þó mest hinna rólegri og hijóðari stunda heima í stofunni á Selak- löpp þar sem tengdapabbi sat í stól sínum eða hvíldist í sófanum. Ýmist töluðum við saman eða þögðum saman. Hvort tveggja var jafn notalegt. Fyrir þremur árum kenndi Björns sér meins sem reyndist ill- kynja. Eftir skurðaðgerð náði hann bærilegri heilsu en fleiri meinvörp áttu eftir að finnast sem síðar leiddu til andláts hans. Með hjáip tækni nútímans og mikilli þekkingu frábærra starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni hafa á síð- ustu árum gefist stundir sem ann- ars hefði verið tvísýnt um og fyrir það vil ég þakka. Meðal þeirra stunda er gullbrúðkaup tengdafor- eldra minna 21. nóvember sl. sem samúð og biðjum, að honum gefist þrek til þess að taka þeim breyting- um sem óumflýjanlega verða á hög- um hans. Við skulum öll sem eitt reynast honum hjálpsöm og góð. Stefán Hilmarsson, Sigurlaug Guðjónsdóttir. Á fögru og sólbjörtu vorjafn- dægri, í miðri önn dagsins barst sú fregn til okkar á öldrunarlækninga- deild 2 í Hátúni að hún Vera hafi látist á heimili sínu daginn áður. Á slíkum stundum setur menn hljóða en hugurinn reikar um liðna tíð. Jarmila Vera Friðriksdóttir var fögur, heillandi og tilfinningarík kona. Yfirbragð hennar var fram- andlegt, enda var hún fædd og uppalin í Prag í Tékkóslóvakíu. Hingað til lands kop hún með manni sínu Ægi Ólafssyni og bjuggu þau ásamt börnum sínum í Reykjavík. Fyrir mörgum árum hóf Vera störf við aðhlynningu sjúklinga hér í Hátúni. Af dugnaði fór hún síðan í Sjúkraliðaskóla íslands, þrátt fyrir talsverða tungumálaerfiðleika. Að námi loknu kom hún aftur til starfa í Ilátúni og vann þar til æviloka. Vera stundaði vinnu sína af alúð og var góð og umhyggjusöm við þá sjúklinga sem hún annaðist. Hún var glaðlynd og glettin og gerði oft góðlátlegt grín að sjálfri sér, þegar hún eins og svo margir útlendingar misskildi íslenskuna, þá ekki síst orðtök. Vera undi sér vel hér á landi en auðfundið var hvað hún þráði að- komast til hlýrri landa. Notaði hún því sumarfrí sín á síðari árum til að ferðast til sólarlanda og var það henni rnikils virði. Við sem með henni unnum eigum margar góðar minningar um Veru sem við þökkum fyrir. Við vottum eftirlifandi eigin- manni hennar og börnum okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Starfsfólk öldrunarlækninga- deildar Landspitalans, Hátúni lOb. var þeim mikil ánægjustund í hópi vina og ættingja. Nú hefur dauðinn aðskilið okkur um stundarsakir enda er það óum- flýjanlegur þáttur tilverunnar. En þó að vissulega fylgi því sorg og söknuður þá vega góðar minningar miklu þyngra, „því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólski- nið,“ svo aftur sé vitnað til skálds- ins Kahlil Gibran. Um leið og ég kveð tengdaföður minn og ber honum bestu kveðju til afa frá sonum mínum, Jörundi, Bjarka, Birni og Kára, votta ég Sigfríði. tengdamóður minni og aðstandendum öllum dýpstu sam- úð mína og bið þeim öllum Guðs blessunar. Valtýr Sigurbjarnarson Nú er hann elsku afi okkar, Björn Ólason frá Selaklöpp í Hrís- ey, farinn frá okkur. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 18. mars. Hann hafði barist hetjulega við þennan ógn- vænlega sjúkdóm í rúmt ár. Afi var mjög jákvæður og duglegur í sínum veikindum og hreint að- dáunarvert að fylgjast með hon- um. Afi var alltaf hlýr og góður við okkur krakkana. Hann hefur reynst okkur vel og alltaf var gott að leita til hans. Það var gaman að hlusta á afa segja frá, hann hafði alltaf eitthvað skemmtilegt að segja okkur. Við vitum að afi verður alltaf með okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Guð hjálpi ástkæru ömmu okk- ar, Óla, mömmu og Pöllu í sorg þeirra. Hvíli afi í friði. Siffa Birna, Hrafnhildur og Siginar Freyr. Bjöm Olason frá Hrísey - Kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.