Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 23 i v: :—- ■ -i—.ri 'irivii'i"—** ?*r v'A '* '*t v *1 j*1 ,'rruv--------------------------------------— formaður Leikfélags Sauðárkróks um tíma. En svo hætti hann afskipt- um af leikhúsmálum bæjarins fyrir allmörgum árum, sló striki undir þann kafla í lífi sínu. Eina hlið á leikhæfileikum Kára Jónssonar hlýt ég að nefna: hann var gríðarmikil eftirherma, náði jafnt rödd sem töktum margra manna norðanlands og sunnan af stakri snilld. Ótaldar eru þær sam- verustundir þegar hann kom mér til að gráta af hlátri. Aldrei datt honum samt í hug að herma eftir opinberlega á sviði og fór raunar svo leynt með þessa leikgáfu, að margir sem umgengust hann ráku af ókunnugleika upp stór undrunar- augu, yrði manni á að færa hana í tal. Skyld þessu var sú skemmtun sem Kári hafði af fyndnum smásög- um úr daglegu lífi, hann fór með slíkt manna bezt, greip þá tíðum til hermigáfu sinnar og lék á als oddi. Þess á milli lá honum allt skop fjarri, og hann átti margar alvörustundir með sjálfum sér. Hann var í raun nokkuð „samsett- ur“_ maður, eins og það kallast. Ég hugsaði mér ekki að vikja hér orðum að öllum afskiptum Kára Jónssonar af almennum máium norður þar. Þau voru ærin, því hann naut vinsælda og tiltrúar; fólk vissi að þar fór hreinskiptinn drengskap- armaður sem lá ekki í leti ef hann tók eitthvað að sér. Ég nefni þó að hann var um langt árabil meðal helztu forvígismanna Sjálfstæðis- flokksins í Skagafirði og skipaði ýmsar trúnaðarstöður á vegum hans. Hann sat í bæjarstjórn Sauð- árkróks kjörtímabilið 1962-66, en hafði nokkru áður tekið þar fast sæti sem varamaður. Kári myndaði sér stjórnmálaskoðun á unglings- árum eftir töluverðan lestur póli- tískra bóka og bæklinga af ýmsum toga og gerðist rammur hægrimað- ur. Ekki bitnaði það á alþýðleika hans né fjarlægði hann frá þeim sem minna máttu sín. Þaðan af síður hagnýtti hann sér stjórnmál sem hagsmunapot sjálfum sér til handa, en hann barðist af einurð fyrir gengi flokks síns; var frábitinn því að helga stjórnmálum krafta sína ævilangt, gekk t.d. aldrei, svo ég vissi, með þingmann í maganum. í hita pólitískrar baráttu naut mælska Kára sín með ágætum og þá birtist líka í fari hans fremur en endranær ósvikin kappgirni. Mér liggur við að segja að í kosningalát- um hafi runnið á hann vígamóður. Þau félagsmálastörf Kára Jóns- sonar sem mér sjálfum þótti vænzt um sneru að söfnunum á Sauðár- króki, héraðsskjalasafni, héraðs- bókasafni og listasafni, sem eru öll undir einu þaki í myndarlegri bygg- ingu. Kári var fyrst kosinn í stjórn þessara safna árið 1970, síðan aftur og aftur í tuttugu ár og var formað- ur stjórnar allan þann tíma. Hann lagði mikla alúð við formennsku sína í safnastjórninni og átti lang- samlega drýgstan þátt allra manna í viðgangi listasafnsins. Þótt ég hafí í þessum kveðjuorð- um drepið á atriði sem ef til vill bregða ljósi yfir manngerð Kára Jónssonar, hef ég geymt mér að lýsa vináttu okkar um fjóra tugi ára, og geymi mér það enn um sinn. Bréfin urðu mörg sem á milli okkar gengu, sum full af galgopaskap og skrýtnum uppspuna sem við einir gátum skilið réttum skilningi. Og minningarnar eru líka margar. Hæst ber, í æskuljóma, gönguferðir sem við fórum tveir einir um fjöll og dali eða útskaga fyrir norðan, með mal okkar og prik. Oft yljuðum við okkur báðir við upprifjun þeirra daga. Að endingu flyt ég öllum ástvin- um Kára Jónssonar hugheilar sam- úðarkveðjur frá mér og mínum nán- ustu á sárri saknaðarstund. Blessuð sé minning hans nú og ævinlega. Hannes Pétursson Þegar vinur minn Kári Jónsson er látinn, svo óvænt og snögglega, streyma fram minningarnar svo ótal, ótal margar frá samverustund- um okkar öllum gegnum árin, sem nú munu hartnær fimmtíu. Þær stundir urðu þó stijálli með árunum, sem því miður vill oft verða og um seinan er séð, en hægt er þó að hugga sig við allar þær góðu og ánægjulegu minningar, sem ég varðveiti frá liðnum samverustund- um. Engan þekkti ég þann, sem skemmtilegra var að vera samvist- um við en hann, í kringum hann var aldrei deyfð eða drungi, þar ríkti gleðin og glaðværðin ofar öðru, hann var ætíð hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom eða dvaldi. Snemma komu líka hæfíleikar hans í ljós til að veita öðrum, að gefa af sjálfum sér, hann varð m.a. af- bragðsleikari. Þó var það engan veginn þannig að kætin sæti ætíð í fyrirrúmi, í leik sínum, t.d. gat hann kafað djúpt í sálarlíf hinna alvarlegri persóna og í þvílíkum hlutverkum vann hann sína stærstu sigra. Hann lagði enda sérstaka alúð við öll sín verk, stór og smá, hvort heldur þau voru á leiksviði Thaliu eða lífsins sviði, samvisku- semi hans var viðbrugðið, að hveiju sem hann starfaði. Eg átti því láni að fagna að dveljast með honum árlangt fjarri ættjörðinni, þar sem við deildum gleði og vonbrigðum, vinnu og frítíma og litlum launum, en ungum mönnum virðast allir vegir færir og góð var þessi dvöl okkar og þroskandi, þótt ísland væri alltaf efst í sinni. Til afþreying- ar tókum við með okkur Úrvalsljóð Hannesar Hafsteins, Kveðjur Dav- íðs Stefánssonar auk Njálu, og er mér til efs að margir ungir menn í dag legðu upp með slíkt nesti í farteskinu. Berlega kom þá í ljós að heima vildi hann vera og veija kröftum sínum í þágu fæðingar- staðar síns, sem hann og gerði svo dyggilega. Þó þú lang-fórull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Á Sauðárkróki fann hann sér lífs- förunaut, stofnaði heimiii og eign- aðist fjölskyldu og hér eyddi hann starfskröftum sínum, svo lengi sem hann mátti. Er ég kveð hjartfólginn vin, þá vil ég trúa því að einhverntíma ein- hversstaðar eigum við eftir að leggja saman á nýjar brautir í óra- víddum vestursins, undir skini nýrr- ar kvöldstjörnu. Evu sendi ég mínar inniiegustu samúðarkveðjur svo og sonum þeirra. Ég tel mig lánsaman að hafa átt Kára Jónsson fyrir vin og félaga. Haukur Stefánsson Kári Jónsson f.v. stöðvarstjóri varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt hins 19. marz sl. Hann var fæddur 27. október 1933, sonur Jóns Björnssonar, síðast deildar- stjóra hjá KS, og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. Manni bregður ætíð við þau tíð- indi, þegar vinir og kunningjar hverfa af þessum heimi, einkanlega þegar það verður jafn fyrirvaralaust og í þetta skipti. Kári gekk þó ekki heiil tii skógar, því árið 1987 fékk han alvarlegt áfall og þótt hann næði sér að nokkru leyti, var hann- að hluta lamaður eftir. Hann gat þó farið sinna ferða, en starfsgetan var skert og hann kaus að hætta allri vinnu. Það voru hörð örlög slík- um athafnamanni á bezta aldri, fullum starfsorku, að vera sleginn niður ef svo má segja óg kippt út af vettvangi. En baráttuviljinn og sjálfsharkan var óbilandi og hjálp- aði án efa. Kári var heill í hveiju því sem hann vann að, lagði metnað í að leysa öll sín verk af hendi sem bezt mátti verða. Hann var aldrei hálf- volgur í neinu. Ég hygg það hafi verið samgróið lífsskoðun hans, að fyndist honum hann ekki geta sinnt starfi sínu fullkomlega, væri skylt að hverfa frá því. Þess vegna tók hann þá ákvörðun að segja upp stöðu sinni við pósthúsið og hætta þar öllum störfum, þótt hann næði sér að marki eftir veikindi sín. Kári Jónsson starfaði mjög að félagsmálum, en minnkaði við sig á þeim vettvangi seinustu árin. Aðrir munu vafalaust gera þeim þætti skil, ég vil einungis minnast á langt og farsælt starf hans við Leikfélag Sauðárkróks. Hann var einhver snjallasti leikari félagsins og túlkun hans á mörgum hlutverk- um ærið minnisstæð. árið 1974, þegar félagið setti upp afmælissýn- ingu á íslandsklukkunni, fór Kári í gervi Jóns Marteinssonar. Það var eitt af seinustu hlutverkum hans á Ieiksviði og verður mér ógleyman- legt. Kynni mín við Kára Jónsson voru einkum á sviði safnamála. Þau hóf- ust árið 1976, þegar ég réðst til starfa við Héraðsbókasafn Skag- firðinga og héldust til hinzta dags, því hann hringdi til mín um miðjan dag, 18. marz, og var hinn ræðn- asti. Ég hafði þá verið fjarverandi um hálfs mánaðar skeið; hann spurði tíðinda og hafði við orð að líta til mín fljótlega. Kári kom inn í stjórn Héraðsbók- asafns og Héraðsskjalasafns Skag- firðinga árið 1970 og valdist þegar til formennsku. Því starfi gegndi hann óslitið fram til sveitarstjórnar- kosninga 1990, að hann gaf ekki lengur kost á sér. Þótt stjórn safn- anna væri jafnan kosin pólitískri. kosningu og á ýmsu ylti um meiri- hlutasarhstarf í bæjarstjórn á hveij- um tíma, kom aldrei annað til álita en hann yrði formaður safnastjórn- arinnar. Til þess naut hann óskor- aðs trausts, enda gætti þar aldrei pólitískra skoðana á nokkurn hátt. Söfnin voru þær stofnanir, sem hann bar hvað mest fyrir bijósti . hin seinni árin og sparaði sig í engu við uppbyggingu þeirra. Eftir að hann lét af starfi formanns safna- stjórnar, hafði hann tíðum samband og kom öðru hvoru í Safnahúsið til að fylgjast með. Munu söfnin lengi búa að verkum hans. Þegar ég tók mér bólfestu á Sauðárkróki, þekktumst við Kári ekki neitt, en hann tók mér strax með virktum og bauð mig velkom- inn til starfa. Ég lærði fljótt að meta hann að verðleikum. Hann spurði tíðum, hvort nokkuð væri nýtt á döfinni, fylgdist vel með rekstri safnanna og ræddi málin. Kæmi upp vandi var hann jafnan tilbúinn að greiða úr. Reglusemi hans og snyrtimennska var fyrir- mynd og veitti visst aðhald, án þess nokkurn tímann heyrðust aðfinnsl- ur. Þeir vissu það, sem þekktu Kára Jónsson, að hann var skapmikill og enginn vingull í skoðunum, reglu- fastur og samvisksusamur með af- brigðum. Og þótt honum hafí vafa- laust stundum mislíkað við mig, lét hann það ekki í ljósi og bar aldrei skugga á í okkar kynningu. Eftir 15 ára samstarf er margs að minnast, sem ekki verður rakið hér frekar, en þessi lítilfjörlegu orð mín eiga að túlka virðingu mína og þakkir fyrir vináttu hans og kynningu. Eiginkonu hans, sonum og öllum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Það er skarð fyrir skildi þar sem hann stóð. Hjalti Pálsson Við fráfail vinar er margs að minnast. Síðastliðið sumar kom ég norður á Sauðárkrók og heimsótti Kára Jónsson eins og ég gerði ævin- lega þegar ég kom á Krókinn. Við ókum niður á Borgarsand og yfír í Hegranes og nutum útsýnisins sem þaðan er ægifagurt. Þegar við kom- um til baka héldum við upp á Naf- ir og Iögðum leið okkar í kirkjugarð- inn. Gekk Kári með mér um hann og benti á að hér væru saman komnir flestir þeir sem settu svip á Sauðárkrók þegar við vorum að alast upp. Þessi stund hafði mikil áhrif á mig. Langur tími var liðinn frá því að ég fluttist frá Sauðár- króki og þarna renndi ég augum yfír legsteina með nöfnum flestra þeirra sem voru í fullu fjöri á Krókn- um þegar ég átti þar heima. Við dvöldumst dágóða stund í garðin- um, héldum síðan til baka og veltum því sjálfsagt báðir fyrir okkur hversu hverfult og miskunnarlaust lífið er. Kári Jónsson var fæddur á Sauð- árkróki 27. október 1933. Foreldrar hans voru hjónin Jón Björnsson, verslunarstjóri Kaupfélags Skag- firðinga um áratuga skeið, og Unn- ur Magnúsdóttir. Jón var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal en fluttist kornungur til Sauðárkróks. Unnur var fædd á Sauðárkróki. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Systkini Kára voru fjögur: Auður, Björn, Magnús og Sigríður, en Kári var þeirra yngstur. Mér er minnisstætt hve móðir Kára lét sér annt um hann þegar hann var að alast upp. Umhyggju- semi hennar og hlýja munu án efa hafa mótað hann að nokkru. Hann var mjög vel gefinn, opinn, félags- lyndur og skemmtilegur á unglings- árunum. Þeir eðliskostir einkenndu hann alla tíð. Vinum sínum var hann trölltryggur til hinstu stundar. Við strákarnir í ytri Króknum stofnuðum með okkur íþróttafélag þegar við vorum innan við fermingu pg nefndum Drangey eða stundum ÍD okkar á milli. Kári var ein aðal- driffjöðrin. Þetta voru skemmtilegir dagar og gott er að ylja sér við minningar frá þeim tíma. örugglega hefur þessi félagsstofnun og sú ábyrgð, sem við töldum að við tækj- um á okkur, haft heiliavænleg áhrif á æskuárin og alla framtíð. Vinátta okkar Kára hefur haldist alla tíð og aldrei fallið þar skuggi á. Enn minnist ég þess með ánægju, er ég ungur dvaldist um eins árs skeið í Noregi eftir að námi hér heima lauk, hve Kári var iðinn að skrifa og segja mér fréttir af Krókn- um. Bréfín voru sérlega skemmtileg því hann sagði mjög vel frá og var prýðilega pennafær. Eftir að skólagöngu lauk hóf Kári störf í verslun Haraldar Júlíus- sonar. Þegar Verslunarfélagið sf. var stofnað gerðist hann þar versl- unarstjóri. Árið 1966 réðst hann til starfa hjá Pósti og síma, fyrst sem fulltrúi en síðar stöðvarstjóri. Hann varð að láta af störfum fyrir nokkr- um árum vegna heilsubrests. Hefur það án efa verið honum þungbært því hann var afar starfsamur. Ungur tók Kári virkan þátt í stjórnmálum. Hann var einlægur sjálfstæðismaður. Hann sat í bæjar- stjórn ' Sauðárkróks 1962-1966. SJÁ BLS. 36 CORAL GÓLFBÚNAÐUR® CORAL GÓLFBÚNAÐUR CORAL GÓLFBÚNAÐUR/ CE CORfll HREINSISVÆÐI -hindrar að óhreinindi berist inn Coral hreinsisvæði er sérstakur gólfbúnaður sem fangar óhreinindi og bleytu. Hver fermetri af Coral getur sogað upp 6 I af vatni eða 5 kg af götuskít. Coral gólfbúnaður burstar óhreinindin af og þegar gengnir hafa verið 6 metrar af Coral verða að jafnaði 90% óhreininda eftir á hreinsisvæðinu. Coral gólfbúnaður lækkar ræstingarkostnað, eykur hreinlæti og bætir útlit. Ikjaran Gólfbúnaður • SIÐUMÚLA14 • SlMI (91) 83022 • 3 O < z o CQ CC 3 Q < Z '3 CQ LL —I O o _1 < oc O O CORAL GÓLFBÚNAÐUR CORAL GÓLFBÚNAÐUR CORAL GÓLFBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.