Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 35
MORGÚNBLAÐIÐ lÁÍÓWM)tíA!GLTR?2^ MÍARÍZ Mí 35 GEIGVÆNLEGAR SPURNINGAR - GRUGGUGSVÖR Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Lögreglurannsóknin - „Q & A“ Leikstjóri og handritshöfundur Sidney Lumet. Byggt á skáld- sögu e. Edwin Torres. Tónlist Rubén Blades. Kvikmyndataka Andrzej Bartkowiak. Aðalleik- endur Nick Nolte, Timothy Hutt- on, Armand Assante, Patrick O’Neal, Lee Richardson, Joanna Lumet. Bandarísk. Tri-Star 1990. Lumet á gamalkunnum slóðum og efnið hefur hann fengist við áður, flytur okkur á fund spilltra lögregluyfirvalda í New York. Hutton fer með hlutverk nýútskrif- aðs lögfræðings sem gerist sak- sóknari og hans fyrsta mál er að hreinsa hrottafenginn lögreglu- mann (Nolte) af grun um að hafa myrt smábófa. Þetta lítur ekkert illa út en þegar Hutton fer að kafa ofaní málið verður honum ljós hrikaleg spilling innan lögreglunn- ar sem teygir sig til efsta manns. Inní rannsóknina, sem verður æ umsvifameiri, blandast gömul kær- asta hans (Lumet), því sambýlis- maður hennar (Assante), útsmog- inn stórbófi, er lykilvitnið í morð- málinu. Að venju fer Lumet ekki meðal- veginn, myndir hans eru annað- hvort góðar eða vondar. Hann sleppur fyrir horn að þessu sinni þrátt fyrir nokkra bága þætti ein- sog leiðinda ástarvellu sem er al- gjörlega óþörf. Þá er tónlist Blades lítið til bóta, lagið undir titlunum er ágætt en oftar en ekki er hún truflandi og söngl undir harðvítug- um átakaatriðum fer illa saman. Þá er myndin í lengsta lagi og hefðu sum atriðin gjarnan mátt missa sig, þó aldrei langdregin. En það prýða líka margir þættir Lögreglurannsóknina. Þetta er hörkumynd á köflum með velgerð- um og spennandi átakaatriðum og manngerðirnar margar og ólíkar og vel leiknar. Þeir Assante og Hutton hafa aldrei verið hátt skrif- aðir á þessum bæ en hér er Ass- ante í essinu sínu sem lúmskt og hált illmenni. Og Hutton vinnur á. Nolte bregst ekki að venju og bæt- ir enn einum ofstopamanninum í safnið. Það stormar af honum í hlutverki gjörspillts lögreglumanns og hann bjargar meira að segja ólánlegasta kafla myndarinnar, skytteríi inná lögreglustöð, með aðsúgsmiklum tilburðum. O’Neal og Richardson standa uppúr minni hlutverkunum. Utlit myndarinnar er fagmannlegt að vonum og hinn pólskættaði Bartkowiak er svo sannarlega kominn í elítu kvik- myndatökumanna. Ekki gallalaus en góð afþreying. Ódrepandi ópera Hryllingsóperan — „Rocky Horr- or Picture Show“ Leikstjóri Jim Sharman. Aðal- leikendur Tim Curry, Susan Sar- andon, Meat Loaf, Barry Bost- wick, Richard O’Brien. Bresk. 20th Century Fox 1975. Söngleikurinn „dónalegi", Hryll- ingsóperan, er fyrir löngu orðið sérs- takt fyrirbrigði í kvikmyndasög- unni. Sviðsverkið gekk ekkert of vel og hrundi á Broadway á fyrstu vik- unum en kvikmyndagerðin virðist ódrepandi. Hún er ein hinna svoköll- uðu “cult-mynda“, sem ekki hefur tekist að snúa á íslensku svo hægt sé að hafa eftir. En cuit merkir aðdáendadýrkun í þessu tilfelli. Framleiðendur kvikmyndagerðar þessa vafasama söngleiks rak í rogastans þegar myndin hreinlega „settist upp“ í kvikmyndahúsum víða um heim eftir að venjulegri göngu lauk. Myndin varð e.k. átrún- aðargoð og eignaðist íjölda fylgis- manna um Vesturlönd sem sáu myndina aftur og aftur, einkum um helgar. Kunnu handritið og textana og mættu gjarnan í gervum leikar- anna. Þessi dýrkun hefur nú staðið í hálfan annan áratug og myndin löngu sígild. Það er fyrst og fremst tabúið — kynferðislega afbrigðilegt efnið og þrumuhress rokktónlistin sem hefur kitlað unga áhorfendur öðru frem- ur. Efnisþráðurinn er fjam því að teljast stórmerkilegur. Nýgift hjóna- korn lenda í kastala er bíliinn bilar í brúðkaupsferðinni. Þar ræður ríkjum klæðskiptingurinn Curry sem hefur glöggt auga fyrir holdleg- um lystisemdum. Kynið skiptir ekki aðalmáli. Þama lenda sakleysin- gjarnir f endalausu sukki og mega hafa sig alla við að ánetjast ekki um of úrkynjuðum freistingum hennar veraldar. Þessi, ein mest endursýnda mynd sögunnar, er nú að troða upp í fjórða skipti hérlendis og í rauninni er hún orðin hafin yfír gagnrýni. Fjöldinn er búinn að kveða upp þann dóm sem gildir. Hryliingsóperan er líka jafn eldhress, storkandi og spillt í dag og á frumsýningardaginn 1975 og tónlistin hefur lítið elst. Curry fer á kostum og nú er bara að mæta í gervi á miðnætti! I : >AUGLYSINGAR TILBOÐ — ÚTBOÐ Útboð Selfossveitur óska eftir tilboðum í smíði 2. áfanga veituhúss við Austurveg 67, Sel- fossi. Um er að ræða skrifstofuhúshluta ásamt dælustöð, samtals um 390 fm auk 95 fm millilofts. Húsið er að hlúta steinsteypt, en yfirgerð að mestu úr timbri og stálklæðningu. Útboðsgögn fást afhent hjá Verkfræðistofu Suðurlands hf., Eyrarvegi 27, Selfossi, 'sími 98-21776, gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 11.00. Veitustjóri. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1: Þriðjudaginn 2. apríl ’91 kl. 10.00 Kirkjuvegi 33, Selfossi, þingl. eigandi Guðmundur Jóhannsson. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Axelsson hrl. og Jakob J. Havsteen hdl. Austurvegi 15, efri hæð, Isafirði, þingl. eign Magnúsar G. Samúels- sonar, eftir kröfu Kreditkorta hf. Annað og síðara. Aðalgötu 27, Suðureyri, talinni eign Þorsteins Guðbjörnssonar, eftir kröfu Sparisjóðs Súgfirðinga. Annað og síðara. Brekkugötu 10, Þingeyri, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar, eftir kröfum Islandsbanka hf., isafirði, innheimtudéildar ríkisútvarpsins og lífeyris- sjóðs Vestfirðinga. Annað og síðara. Grundarstíg 2, Flateyri, þingl. eign Greips Þ. Guðbjartssonar, eftir kröfu Eftirlánasjóðs Utvegsbanka. Annað og sfðara. Gylli iS-261, þingl. eign Útgerðarfélags Fiateyrar eftir kröfum Atvinnu- tryggingasjóðs og Samábyrgðar islands á fiskiskipum. Önnur og síðasta saia. Mánagötu 4, isafirði, þingl. eign Bernharðs Hjaltalín, eftir kröfum Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Verðbréfasjóðsins og islands- banka, Reykjavik. Annað og siðara. Pólgötu 4, 2. hæð, (safirði, talinni eign Sturlu Halldórssonar, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins, íslandsbanka hf., ísafirði, Bæjar- sjóðs isafjarðar og Landsbanka íslands, isafirði. Annað og síðara. Stekkjargötu 11, ísafirði, þingl. eign Bakka hf. eftir kröfu Byggðastofn- unar. Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á Sætúni 6, Suðureyri, talinni eign Ágústar Þórðarsonar fer fram eftir kröfum Lögmannastofunnar sf. og Sparisjóðs Súgfirðinga á eign- inni sjálfri föstudaginn 5. apríl 1991 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn i ísafjarðarsýslu. Sauðárkrókur Bæjarmál Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins þriðju- daginn 2. apríl kl. 20.30 í.Sæborg. Fundarefni: Fjárhagsáætlun bæjarins kynnt. Önnur mál. Bæjarmálaráð. Suðurland Sjálfstæðismenn á Suðurlandi efna til baráttuhátíðar I Hótel Selfossi í kvöld, miðvikudagskvöldið 27. mars, kl. 21.00. Dagskrá: Þórsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, flytja stutt ávörp. Gylfi Þ. Gíslason, Kristjana Stefánsdótt- ir og Ólafur Bachmann syngja. Sigfús Ólafsson leikur á píanó. Tískusýning. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi. Frambjóðendur D-listans verða á staönum. Allir velunnarar D-listans á Suöurlandi eru hvattir til að mæta. Sjálfstæðisflokkurinn. Grenivík Svanhildur Árna- dóttir oq Tómas Ingi Olrich á almennum jUM ■■■' ~^ fundi í gamla skóla- Wp- $■ húsinu í dag, mið- mars, kl. 20.30. aÍsL ’ Miðvikudaginn 3. apríl ’91 kl. 10.00 Önnur og síðari sala Eyrarbraut 13, (Garðsstaðir), Stokkseyri, þingl. eigandi Hrafn Magnússon. Uppboðsbeiðendur eru Jóhannes Ásgeirsson hdl., Landsbanki islands, lögfræðingadeild, Tryggingastofnun ríkisins, Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Jakob J. Havsteen hdl. Grashaga 5, Selfossi, þingl. eigandi Júlíus Hólm Baldvinsson. Uppþoðsbeiðendur eru Ólafur Gústafsson hrl. og Jakob J. Havsteen hdl. Heiðmörk 24v, Hveragerði, þingl. eigandi Birgir Bjarnason. Uppboðsbeiðendur eru Innheimtustofnun sveitarfélaga, Bygginga- sjóður rikisins, innheimtumaður ríkissjóðs og Ingimundur Einarsson hdl. Laufhaga 14, Selfossi, þingl. eigandi Kristinn Sigtryggsson. Uppboðsbeiðendur eru Páll Arnór Pálsson hrl., Byggingasjóður ríkis- ins, Jón Ólafsson hrl. og Jakob J. Havsteen hdl. Oddabraut 3, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Hjálmar Guðmundsson og Hafdís Harðardóttir. Uppboðsbeiðendur eru Jakob J. Havsteen hdl. og Jón Eiríksson hdl. Starengi 9, Selfossi, þingl. eigandi Lúðvik Per Jónasson. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ólafsson hri. og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Sumarbústað, Klausturhólum, Grímsnesi, talinn eigandi Jón Grétar Guðmundsson. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan I Reykjavík. Sýslumaðurinn í ÁrnesSýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 2. apríl 1991 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, isafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Aðalgötu 16, neðri hæð, Suðureyri, þingl. eign Suðurvers hf. eftir kröfum Suðureyrarhrepps, innheimtumanns ríkissjóðs, Vátrygginga- félags íslands, Kaffibrennslu Akureyrar, HalldórsJónssonarogÁgæt- is hf. Annað og sfðara. SJÁLFSTAEÐISPLOKKURINN F É L A G S S T A R F Borgarnes Egill, FUS-opiðhús Egill, FUS, stendur fyrir opnu húsi í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, Borgarnesi, í dag, miðvikudaginn 27. mars, kl. 21.00. Stjórnin. Njarðvík Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins verður opnuð þriðjudaginn 2. apríl í Sjálfstæðishúsinu, Njarðvík. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin alla daga frá kl. 17.00-19.00. Verið velkomin. Stjórn félaganna. Garðabær Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ hafa opnað kosningaskrifstofu í Lyng- ási 12. Fyrst um sinn verður opið frá kl. 14.00-18.00 alla daga. Síminn er 54084. Starfsmaður Bjarki Már Karlsson. Sjálfstæðisfélögin. Austurland Almennur félagsfundur I Óðni, félagi ungra sjálfstæðismanna á Aust- urlandi, verður haldinn í Samkvæmispáfanum, Fellabæ, í dag, mið- vikudaginn 27. mars, kl. 20.00. Gestir fundarins verða Arnbjörg Sveinsdóttir, sem mun fjalla um byggðamál, Jón Helgi Björnsson um umhverfismál, Ágúst Þorbjörns- son um Evrópumál og Davið Stefánsson, ijallar um SUS starfið. Óðinn FUS. Sjálfstæðisfélagið. rlFIMDAUUK Kosningar framundan Kosningastjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, heldur fund með þeim Kjartani Gunn- arssyni, fram- kvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins og Guðmundi Magnús- syni, sem skipar tólfta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík, í dag, mið- vikudaginn 27. mars, kl. 18.00. Fundurinn verður 1 kjallara Valhallar og er hann opinn öllum áhugasömum félagsmönnum. Heimdallur. Austurlandskjördæmi Almennir stjórnmálafundir í Austurlandskjördæmi verða haldnir sem hér segir: Fáskrúðsfirði í dag, miðvikudag 27. þ.m., kl. 20.30 í Verkalýðshúsinu. Breiðdalsvík fimmtudaginn 28. þ.m. kl. 14.00 í Staðarborg. Stöðvarfirði, sama dag, kl. 20.30, i barnaskólanum. Málshefjendur á fundunum verða Egill Jónsson, Kristinn Pétursson og Hrafnkell A. Jónsson. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins, Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.