Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 36 Kári Jónsson - Minning Auk þess tók hann að sér mörg önnur trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Hann hefði eflaust getað náð meiri metorðum á þeim vettvangi ef hann hefði kært sig um en áhugi hans beindist í margar átfir. ' Kári var ötull iiðsmaður Leikfé- lags Sauðárkróks enda gæddur miklum leikarahæfileikum. Ýmsar persónur mótaði hann þann veg á sviðinu að mörgum er ógleyman- legt. Hann var og leikstjóri hjá leik- félaginu í mörg ár. Þá hafði Kári mikinn áhuga á bókmenntum og þjóðlegum, einkum skagfirskum, fróðleik. Var hann löngum í tómstundum við störf í Safnahúsi Skagfirðinga og formað- ur Sögufélags Skagfirðinga um skeið. Kári var og árum saman frétta- ritari Morgunblaðsins. Kári Jónsson kvæntist ungur Evu Snæbjarnardóttur, skólastjóra Tón- listarskóla Sauðárkróks. Þau eign- uðust tvo syni, mestu ágætis- drengí. Eldri sonurinn er Óli Bjöm, framkvæmdastjóri AB, kvæntur Margréti Sveinsdóttur frá Kálfs- skinni á Árskógsströnd. Þau eiga eina dóttur, Evu Björk, sem var mikið yndi afa síns. Ýngri sonurinn er Andri, bakari, er nú við nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nú á fjölskyldan um sárt að binda. Ég bið Guð að styrkja hana og styðja á erfiðum tímum. Við hjónin sendum henni hugheilar samúðar- kveðjur. Svo vildi tii að kvöldið fyrir and- lát vinar míns og skólabróður hringdi ég í eina skólasystur okkar og ræddi við hana um væntanlegt mót okkar fermingarsystkinanna. Ætlunin er, sem sé, að hittast í sumar og rifja upp gömul kynni. I samtali okkar bar nafn Kára á góma. Hún sagði mér að hún hefði hitt hann sæmilega hressan fyrir nokkru. Var hann okkur báðum ofarlega í huga. Hans verður áreið- anlega sárt saknað ef okkur auðn- ast að hittast í sumar. Nú er skarð fyrir skildi. Ekki verður Kári til að ganga með okkur um gamla Krókinn og minnast æskuáranna. Ekki munum við framar aka yfir í Hegranes og njóta útsýnisins þaðan. Ekki munum við ganga saman um kirkjugarðinn á Nöfunum. Nú liggur leið hans þang- að upp í hinsta sinn. En trúa mín er sú að þar líði honum vel. Hvergi er fegurra en uppi á Nöfum þar sem útverðir Skagafjarðar blasa við: í norðri Tindastóll, Drangey, Málmey og Þórðarhöfði og í öðrum áttum fjallahringurinn fagri. Vin minn kveð ég að lokum með erindi kennara okkar og vinar, ljúfl- ingsins Friðriks Hansens: Gott er að kveðja góða, hrausta menn. Geymi þá vel hin mjúka, helga jörð. I vandfyllt skörðin vaxa aðrir senn í vorsins fylgd um gamla Skagafyörð. Oss hefur látist eitt hið besta sverð í önn og stríð - í dagsins storm og vanda. Ég kalla til þín, kæri: „Góða ferð i könnun annars heims og nýrra landa. Hörður Pálsson Kári frændi er dáinn. Þó svo að Kári frændi hafi ekki gengið heill til skógar síðustu árin, kom fréttin mér á óvart. Minningamar hrönn- uðust upp í huga mér, frá þeim tíma er ég ólst upp á pósthúsinu á Króknum og þvældist innan um starfsfólkið daginn út og daginn inn. í minningunni er eins og Kári hafí ávallt verið til staðar á póst- húsinu. Þar starfaði hann með föð- ur mínum og ég skynjaði það síðar hve faðir minn mat störf hans og vináttu mikils. Kári var sístarf- andi, alltaf á þönum, en hafði þó ávallt nægan tíma til þess að glett- ast við mig smápjakkinn eða segja mér skemmtilegar sögur. Þá hafði ég gaman af því að hlusta á Kára ræða við annað starfsfólk pósthúss- ins eða viðskiptavini, því hann kom alltaf svo skemmtilega fyrir sig orði. Síðar kynntist ég annarri hlið á frænda mínum, þegar hann tók mig með sér á leiksýningar hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Leiklistin var honum hjartfólgin. Þar naut hann sín vel hvort sem hann var í hlutverki leikara eða við leikstjórn. Síðasta árið sem faðir minn lifði var Kári honum ómetanleg hjálpar- hella og eftir lát hans var Kári boðinn og búinn til þess að aðstoða móður mína og okkur systkinin eins og honum var einum lagið. Nú kveð ég elskulegan frænda og vin og hafi hann þökk fyrir vin- áttu og hlýju í minn garð og fjöl- skyldu minnar.' Elsku Eva og fjölskylda. Við Elísabet sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á erfiðri stundu. Jóhann Látinn er um aldur fram, minn góði vinur, Kári Jónsson fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Um hugann renna minningar um mann, sem á svo margan hátt bar af öðrum. Hann var röggsamur opinber starfmaður, snilldar ræðumaður og leikari, smekkmaður á íslenskt mál og áhugamaður um varðveizlu tungu og menningar, góður heimilisfaðir og mikill vinur vina sinna. Hvert það verk sem Kári tók sér fyrir hendur var leyst svo vel að vart varð betur gert. Einurð og festa, samfara mikilli mildi og hlýju, ein- kenndu manninn allan. Þess vegna breytist söknuður við fráfall góðs vinar í þakklæti fyrir að hafa feng- ið að ganga með honum skamma leið götuna fram eftir veg. Leiðir okkar Kára lágu fyrst saman haustið 1985 er ég fluttist tiL Sauðárkróks, nýskriðinn út úr skóla, til að stjórna þar litlu iðnfyr- irtæki. Þekking mín á staðháttum var þá lítil, en pólitískur áhugi dró mig brátt á fund í Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks. Þar voru mættir þingmenn flokksins í kjördæminu ásamt einum ráðherra. Þeir fluttu mál sitt vel, enda flokkurinn í upp- sveiflu eftir glæsilegan kosninga- sigur árið áður. Þá steig í pontu Kári Jónsson og þóttu mér eftir það aðrar ræður sem hálfgert hjóm, því hjá Kára fór saman orðsnilld og rökfesta, túlkun leikarans og eldheitur áhugi á þjóðmálum og þeim stefnumálum sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur sett í öndvegi. Eftir þetta kvöld gerði ég mér að reglu að sækja sjálfur minn póst í pósthúsið. Fór svo að dag- lega hittumst við Kári við póstinn og ræddum landsins gagn og nauð- synjar. í tæp tíu ár leið varla sá dagur að við skiptumst ekki á skoð- unum um hvað væri landi og lýð fyrir beztu. Enda var af nægu að taka og um nóg að tala. Kári var þá forystumaður í félagsstarfi sjálf- stæðismanna á Sauðárkróki. Hann var um skeið formaður Sjálfstæð- isfélagsins, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði, formaður bæjarmálaráðs Sjálf- stæðisflokksins, stjórnarmaður í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra og þannig mætti lengi áfram telja. í félagsmálavafstri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn naut Kári þess hversu traustum fótum hann stóð á skagfirskri grund. Hann var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og bjó þar og starfaði alla tíð, nema þau misseri sem hann lagði járn- brautir vestur í Kanada. Hann var því gjörkunnugur öllum mönnum og málum á Sauðárkróki. Vegna starfa sinna þekkti hann bændur og búalið í öllum sveitum Skaga- fjarðar. Ekki spillti heidur fyrir að með kvonfangi sínu, Evu Snæ- bjamardóttur, skólastjóra og mik- illi sómakonu, tengdist hann þeim merkishjónum Ólínu og Guðjóni í Bakaríinu, sem um áratuga skeið voru lífið og sálin í starfi Sjálfstæð- isflokksins á Sauðárkróki og í Skagafirði. Inn í þennan heillandi heim skagfirskra stjórnmála dró Kári Jónsson mig og fyrr en varði var ég sjálfur orðinn virkur þátttakandi í leiknum sem frambjóðandi bæði til bæjarstjórnar og alþingis. Og þá var oft gott að geta náð í póst- inn sinn, því hjól sögunnar snérist hratt — sólstöðusamningar 1977, kosningaósigur Sjálfstæðisflokks- ins 1978, Leiftursóknin 1979, upp- gjör Gunnars og Geirs og heimafyr- ir átök Pálma og Eykons. Flokks- menn skiptust í tvær fylkingar sem tókust á um völd og áhrif. Kári hafði einarðar skoðanir, þoldi enga veifiskata og hafði ekki geð til að leyna skoðunum sínum. Alltaf vor- um við sammála og samstíga og saman hlutum við þann dóm að vera settir til hliðar úr öllum trún- aðarstöðum flokksins. Nokkur ár liðu þar til við vorum náðaðir og endurreistir. Eftir þetta leitaði Kári ekki framar eftir mannaforráðum hjá Sjálfstæðisflokknum en beindi sjónum sínum meira að öðrum áhugaefnum sínum, einkum á veg- um Sögufélags Skagfirðinga og Safnahússins á Sauðárkróki og var hann um árabil foiTnaður stjórnar hússins. Fyrir nokkrum árum brást heilsa hans illa og varð hann að láta af störfum sem stöðvarstjóri og dró hann sig um leið að mestu út úr því félagsstarfi sem hafði verið svo ríkur þáttur f'lffi hans. Að leiðarlokum er mér ljúft að þakka Kára Jónssyni fyrir sam- fylgdina. Enginn maður mér óskyldur hefur sýnt mér, Maríu konu minni og strákunum jafn mikla ræktarsemi og hann. Þá sömu nærgætni og ástúð veit ég að hann sýndi sínum nánustu, for- eldrum sínum, er dóu í hárri elli, tengdaforeldrum, elskulegri eigin- konu sinni og sonum. Við María sendum fjölsksyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr repi hætti við að falla héldist i loftinu kyrr. Þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. þau taka sig út úr tímanum og Ijóma kyrrstæð, meðan hrynur gepum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson) Blessuð sé minning Kára Jóns- sonar. Jón Ásbergsson Aðfaranótt 19. þessa mánaðar lést á heimili sínu Kári Jónsson, fyrrverandi póstmeistari. Hann var fæddur á Sauðárkróki 27. október 1933, yngstur 5 systk- ina. Foreldrar hans voru þau sæmd- arhjónin Jón Björnsson, verslunar- stjóri, og Unnur Magnúsdóttir. Kári ólst upp á Sauðárkróki og bjó þar sitt æviskeið, starfaði fyrst við verslun en 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma og var póstmeistari síðustu árin eða þar til hann lét af störfum árið 1988 sökum van- heilsu. Fyrir hönd sjálfstæðismanna á Sauðárkróki vil ég þakka Kára óeigingjarnt starf á liðnum árum. Hann var ætíð tilbúinn að Ieggja fram krafta sína og vann að hug- sjónum Sjálfstæðisflokksins af brennandi áhuga. Honum þótti vænt um flokkinn sinn og snerist til varnar af fullri hörku ef honum þótti ómaklega að honum vegið, og var þá sama hvort í hlut áttu pólitískir andstæðingar eða samherjar sem honum þóttu taka eigin hagsmuni og framagirnd fram fyrir hagsmuni sjálfstæðis- stefnunnar. Hann starfaði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn frá unga aldri, var í foryst- usveit ungra sjálfstæðismanna, lengi formaður Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks, formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Skaga- firði og Kjördæmisráðs sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandi vestra. Eins átti hann sæti í flokksráði Sjálf- stæðisflokksins hin síðari ár og til dauðadags. Hann var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á árunum 1962- 1966 og gegndi auk þess öðrum trúnaðarstörfum fyrir okkur sjálf- stæðismenn, var t.d. formaður í stjórn bókasafns og Safnahúss Skagfirðinga í yfir 20 ár og rækti það starf af áhuga og dugnaði. Kári var afburðasnjall ræðumað- ur og flutti mál sitt af festu og þunga og átti auðvelt með að halda athygli þeirra sem á hlýddu. Hann var hreinskiptinn og stefnufastur maður. Þau verk sem Kári tók að sér vann hann af samviskusemi og alúð og var þá sama hvort hann var við vinnu sína á Pósthúsinu, við leik- list, eða önnur félagsmálastörf. Hann gerði miklar kröfur til sam- starfsfólks síns, og átti erfitt með að þola það að menn legðu sig ekki alla fram. En mestar kröfur gerði hann þó til sjálfs sín. Hann gaf sig allan að því sem hann var að fást við á hverjum tíma, og ég veit að mörg hlutverk, sem hann túlkaði á sviðinu í gömlu Bifröst, verða þeim sem á horfðu ógleymanleg. Kári var í eðli sínu skapandi listamaður sem í störfum sínum leitaðist við að gera alltaf betur og betur. Kári var vinur vina sinna. Ef honum mislíkaði eitthvað sem sagt var eða gert, þá sagði hann hug sinn umbúðalaust, og oft með tölu- verðum þunga. Ég hygg að sumum hafi á stundum þótt hann all harð- orður og jafnvel ósanngjam en það var ekki ætlan hans. En skapgerð hans og eðli var eins og veðríð. Hann gat verið hvass og kaldur eins og norðanvindurinn, kátur og hress eins og vorgolan eða mildur og hlýr eins og skagfirsk sumar- nótt. Til slíkra manna er gott að leita ráða, slíkan mann er gott að eiga að vin. í einkalífi var Kári gæfumaður. Hann og kona hans, Eva Snæbjarn- ardóttir skólastjóri Tónlistarskól- ans, bjuggu sér fallegt heimili og þar undi Kári sér best í faðmi fjöl- skyldunnar, því hann var heimakær maður. Synir þeirra eru Óli Björn, framkvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins, og Guðjón Andri, nemi. Þó Kára væri ekki tíðrætt um einkamál sín, þá fann maður að hann var stoltur af sonum sinum og bar velferð þeirra mjög fyrir bijósti. Árið 1987 veiktist Kári hastar- lega, og í kjölfar þeirra veikinda sagði hann upp starfi sínu hjá Pósti og síma árið 1988. Ég veit að þessi veikindi og af- leiðingar þeirra voru honum þung- bær, jafn tilfinningaríkur og stoltur maður sem hann var. Það átti ekki við geð hans að vera upp á aðra kominn. En Eva og fjölskylda hans studdu hann í þessum veikindum og batinn var farinn að koma hægt og hægt, og því kom hið skyndilega fráfall eins og reiðarslag. Ég sendi Evu og fjölskyldu Kára samúðarkveðjur og veit að minning um góðan dreng mun létta þeim sorgina. Knútur Aadnegard í dag, miðvikudaginn 27. mars, er Kári Jónsson, fyrrverandi póst- meistari á Sauðárkróki, jarðsung- inn í Sauðárkrókskirkju. Kári lést í svefni aðfaranótt þriðjudagsins 19. mars sl. á heimili sínu, Smára- grund 16, Sauðárkróki. Hann fæddist 27. október 1933 sonur merkra hjóna, Unnar Magn- úsdóttur og Jóns Björnssonar verzl- unarstjóra í Gránu — öðru nafni Ytri-búð KS. Ættum Kára og skyldmennum munu aðrir gera fyllri skil, en ég vil aðeins minnast hans sem hins merkasta manns og góðs vinar. Við kynntumst fyrst í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1947, vorum þar bekkjarbræður í þijú ár og nutum leiðsagnar hins mæta manns Helga heitins Konr- áðssonar. Strax á þeim árum skar Iíári sig úr fjöldanum sökum skarprar greindar og meðfæddrar mælsku, sem ég tel hann hafi erft frá Unni móður sinni. í skólastarfinu kom það oftast í hlut Kára að tala með eða gegn þeim málum sem hveiju sinni var verið að fjalla um. Allt slíkt leysti hann frábærlega vel af hendi. Á þessum árum var Kári orðinn virkur þátttakandi í starfi ung- mennafélagsins og Leikfélags Sauðárkróks en þar varð hann síð- ar einn mesti máttarstólpi, bæði sem formaður, aðalleikari og oft leikstjóri. Allt voru þetta áhuga- störf og ólaunuð. Atvinna Kára var fyrst við verzl- unarstörf hjá verzlun Haraldar Júl- íussonar og síðar hjá Verzlunarfé- lagi Skagfirðinga sf. Hann hóf störf hjá Pósti og síma árið 1966, þar gegndi hann full- trúastarfi um árabil og tók við stöðvarstjórn 1983. Þvi starfí gegndi Kári til ársins 1988 en á árinu 1987 fékk hann alvarlegt hjartaáfall, sem olli vissri lömun. Þess vegna gat hann ekki sinnt stöðvarstjórastarfínu lengur. Stjórnmálaskoðanir Kára voru skýrar. Hann var alla tíð einlægur sjálfstæðismaður, trölltryggur þeirri stefnu sinni, samt það skyn- samur að hann hélt yfírsýn yfir málefnin og lét deilur um smámuni og leiðir lítt glepja sér sýn. Fyrir flokkinn gegndi hann eðli- lega mörgum trúnaðarstörfum bæði í sjálfstæðisfélögunum og bæjarstjórn Sauðárkróks auk þess sem hann var fulltrúi í flokksráði Sjálfstæðisflokksins til hinstu stundar. Þá er að telja það starf sem hugur Kára stóð ekki minnst til, það var við Safnahúsið á Sauð- árkróki og Sögufélag Skagfirðinga, þar vann Kári um árafjöld og lengi sem stjórnarformaður. Kári var lánsamur fjölskyldufað- ir, hann giftist 28. apríl 1960 Evu Snæbjarnardóttur núverandi skóla- stjóra Tónlistarskóla Sauðárkróks, þau eiga tvo syni, Óla Björn og Guðjón Andra. Þeim og öllum að- standendum sendi ég og mín fjöl- skylda okkar innilegustu samúðar- kveðjur en minni líka á að kynni og samneyti við hinn mæta mann verða aldrei frá þeim tekin. Guð blessi þau öll. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki Það var á þriðjudagsmorgni fyr- ir viku að ég kom til formanns Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks þar sem hann var að draga fána í hálfa stöng við hús Sjálfstæðisflokksins á Króknum. Hann sagði mér að Kári Jónsson væri dáinn. Þetta var tregafull stund fyrir okkur báða. Kári Jónsson var einn af máttar- stólpum Sjálfstæðisflokksins á Sauðárkróki, einn af þeim einstakl- ingum sem gefa flokknum sál og gera hann að öflugustu stjórnmála- fylkingu í landinu. Mér er sérstak- lega minnisstætt samtal okkar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1983 en þá voru formannskosning- ar á dagskrá og flokkurinn hafði gengið í gegnum erfitt tímabil á árunum áður. Kári var leiður yfir þeirri óeiningu sem hafði þjakað flokkinn og harmaði hvernig hún leiddi til átaka og illdeilna um hæfa, velviljaða og dugmikla bar- áttumenn fyrir flokkinn. í þessu samtali skildi ég best hvernig Kári hugsaði fyrst og fremst um hvað flokknum væri fyrir bestu og hversu gegnheill hann var í afstöðu sinni til manna og málefna. Hann var þeim góða kosti prýddur að ganga hreint til verks. Allir vissu hvar þeir höfðu Kára og honúm mátti treysta fullkomlega. Þessi eiginleiki er ekki síst eftirsóknar- verður í umræðu og starfí að stjórn- málum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem alltaf hljóta að vera skiptar skoðan- ir. Sjálfstæðisfólk hefur misst mikið við fráfall Kára Jónssonar. Bar- áttuandi hans, heiðarleiki og mælska hreif okkur og hvatti til dáða. Ekki síst þótti okkur vænt um að sjá að eldmóðurinn rann ekki af honum þrátt fyrir heilablóð- fall fyrir fjórum árum. Það var ein- stök stund þegar Kári kom fyrst á fund í Sæborg eftir að mestu veik- indin voru afstaðin, stemmning sem blæs lífi í flokkinn og færir okkur hinum orku og trú á málstað- inn og starfíð. Við sem störfuðum með Kára Jónssyni í Sjálfstæðisflokknum söknum hans sárt og þökkum allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.