Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 22
-MORGUNBLABIÐMIÐVIKUDAGUR: 27;MARZ 1991 Kári Jónsson Smiðárkróki 22_______ Minning: Fæddur 27. október 1933 Dáinn 19. mars 1991 Kári Jónsson er allur. Hann lést í síðustu viku, aðeins 57 ára að aldri. Enda þótt hann hefði átt við veikindi að stríða á undanförnum árum finnst okkur vinum hans frá- fall hans ótímabært. En enginn ræður sínum næturstað. Nú er bráðum liðinn hálfur annar áratugur frá því ég hitti Kára Jóns- son fyrst. Mér hafði áður verið sagt, að þessi maður væri einstaklega skemmtilegur og greinilegt var að konuefnið mitt sem þekkti hann vel mat hann mikils. Pósthúsið á Sauð- árkróki hafði verið sameiginlegur vinnustaður þeirra í mörg sumur. Þau og síðar við öll urðum ágætir vinir. Mennimir eru misjafnir. Sumir hafa þá meginreglu, að orð skuli standa. Einn af þeim var Kári. Hann var einstaklega ljúfur í við- móti, bráðskemmtilegur og setti mikinn svip á umhverfíð. Hann var í hópi burðarása í starfsemi Leikfé- lags Sauðárkróks og þótti afbragðs- góður leikari. Sjálfur sá ég hann aldrei á sviði, en heyrði hann leika í útvarpsleikriti. Þá var hann áhugamaður um uppbyggingu og eflingu safnanna á Sauðárkróki og sat um árabil í stjóm Safnahússins. Kári var málhagur maður, talaði gott og fallegt íslenskt mál, sem naut sín þegar hann skrifaði fréttapistla fyrir Morgunblaðið. Fyrir aðkomumann að koma til Sauðárkróks og kynnast manni eins og Kára var mikils virði. Hann kunni vel skil á mönnum og málefn- um, hafði þar alið nánast allan sinn aldur og fylgdist vel með. Hann sagði skemmtilega frá og var haf- sjór lítilla mannlífs- og persónu- mynda sem hann leyfði vinum sín- um að njóta. Kári og tengdafaðir minn vom lengi nánir samstarfsmenn og góðir vinir. Ekki sakaði frændsemi háns og tengdamóður minnar. Þegar erf- iðleikar steðjuðu að og við fráfall tengdaföður míns, reyndist Kári betri en enginn og var í raun sú stoð og stytta sem allir sem af vissu og nutu minnast með hlýjum hug og þakklæti. Sauðárkrókur kveður í dag einn af sínum bestu sonum. Víst er að margir munu fylgja honum síðasta spölinn. Minningar leita á hugann og söknuður. En mestur er missir fjölskyjdunnar. Við Anna sendum Evu, Óla Bimi og Andra og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Þeirra ljós inn í framtíðina era hlýjar minningar. Guð geymi góðan dreng og traustan vin. Anna B. Olafsdóttir og Sigurður Helgason Ég var ungur háskólanemi og var að stíga mín fyrstu skref í stjómmálum. Nokkur sumur hafði ég það starf að ferðast um landið á vegum Sjálfstæðisfiokksins til að reyna að efla félags- og flokks- starf. Ein af fyrstu ferðunum var til Skagafjarðar. Ég flaug með gömlum Katalínu-bát og á flugvell- inum á Sauðárkróki tók á móti mér vörpulegur ungur maður. Þar var kominn Kári Jónsson, þá ókrýndur forystumaður ungra sjálfstæðis- manna á staðnum. Hann ók mér heim til foreldra sinna, þar sem mér var búin gisting næstu tíu daga. I hönd fóru ógleymanlegir dagar. Bar þar margt til. Ferðalög um öll hérað Skagafjarðar í fögra sumar- veðri. Gott og skemmtilegt fólk sem ég hitti. Og síðast en ekki síst, sú hlýja og umönnun sem ég naut hjá foreldram Kára á æskuheimili hans við Aðalgötu á Sauðárkróki. Síðar rifjuðum við Kári það oft upp að móðir hans hafði svo mikið við þennan Reykjavíkurdreng, að hún færði honum kaffíð í rúmið á morgnana og gljáburstaði skóna hans á hveijum morgni. Á þessum dögum urðum við Kári vinir og sú vinátta hélst þar til yfír lauk. Kári Jónsson var fæddur 27. október 1933, og voru foreldrar hans Unnur Magnúsdóttir og Jón Björnsson verslunarmaður. Kári stundaði almenn verslunarstörf á Sauðárkróki, fyrst í verslun Harald- ar Júlíussonar og siðar í Verslunar- félaginu sf., en frá 1966 starfaði hann hjá Pósti og síma og síðustu starfsárin sem stöðvarstjóri á Sauð- árkróki. Þegar ég kynntist Kára var hann mikill áhugamaður um stjórnmál. Hann var afburða ræðumaður, rök- fastur og fundvís á snjallar líkingar í máli sínu. Hann var valinn til fjöl- margra trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins og sat meðal annars í bæjarstjóm Sauðárkróks í eitt kjörtímabil. Enginn vafí er á því að honum vora allir vegir færir til metorða á stjómmálasviðinu, en hann kaus sjálfur að draga sig þar í hlé. Var hann þó brennandi í stjómmálaandanum til hinstu stundar. Kári hafði einnig fleiri járn í eld- inum. Leiklistin átti stóran hlut í lífi hans. Hann var afburðasnjall leikari og lék mörg stór hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks, en þar hefur leiklist lengi verið í hávegum höfð. Hann leikstýrði einnig mörg- um verkum. Það hefur sagt mér þekktur leikari sem sá Kára á leik- sviði að Kári hafí verið einn fremsti áhugaleikari landsins á sínum tíma. Víst er um það að hann átti vísan frama á því sviði hér í höfuðborg- inni og íhugaði um skeið að taka tilboðum sem honum bárast, en hann kaus að vera um kyrrt á Sauð- árkróki og starfa þar. Leiksigrar hans á sviðinu vora stórir en í hug- um vina hans era eftirminnilegustu stundimar þegar hann í þröngum hópi lék á als oddi, fór með heilu kaflana úr þekktum leikverkum — eða hermdi eftir þekktum persónum — eða sagði frá af þeirri leiftrandi kímni sem honum var svo eiginleg. Kári var og áhugamaður um önnur menningarmál eins og störf hans fyrir Sögufélag Skagfirðinga og Safnahúsið á Sauðárkróki bera gott vitni um. Eftir því sem árin liðu fækkaði fundum okkar Kára. Hann dró sig mikið í hlé og sinnti fyrst og fremst sínum störfum hjá Pósti og síma. Hann var ekki heilsuhraustur og að því kom að hann fékk áfall árið 1985, sem gerði það að hann hætti störfum. Við töluðum þó stundum saman í síma og meðal annars um þremur vikum áður en hann dó. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir dyrum og hafði hann mikinn áhuga á því sem þar var að gerast. Þó fann ég að hann var ekki fyllilega sáttur við að geta ekki af fullum krafti tekið þátt í atburðum líðandi stundar. Aðgerðarleysið átti ekki við hann. Kári andaðist aðfara- nótt þriðjudagsins 19. mars aðeins 57 ára að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Kári var kvæntur mjög mætri konu, Evu Snæbjarnardóttur, en hún er skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Synir þeirra eru tveir, Óli Bjöm framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Guðjón Andri sem nú stundar nám í mennt- askóla. Við Sonja sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur og söknum vinar í stað. Birgir ísl. Gunnarsson Kveðja frá Leikfélagi Sauðárkróks Um 1950 kom til starfa hjá Leik- félagi Sauðárkróks hópur ungra leikara. Margir af eldri starfskröft- um félagsins voru að draga sig í hlé, enda flestir við aldur og búnir að skila löngu og góðu dagsverki i þágu leiklistar á Sauðárkróki. Segja má, að tilkoma þessa hóps marki tímamót í sögu félagsins, enda fengu þessir ungu leikarar gott tækifæri til að spreyta sig á fjölum Bifrastar, við hlið og undir stjórn „gömlu mannanna", Eyþórs Stefánssonar, Guðjóns Sigurðsson- ar o.fl. Einn í þessum hóp var Kári Jóns- son, sem sýndi þá strax, að hann var líklegur til stórra afreka eins og síðar kom á daginn. Fljótlega vora honum falin trúnaðarstörf inn- an félagsins. Hann sat yfír tuttugu ár í stjóm, þar af formaður um árabil. Kári var aðalhvatamaður að kaupum á fyrstu húseign félagsins og í formannstíð hans var „Leik- borg“ keypt, sem hýsir starfsemi leikfélagsins enn í dag. Á áranum milli 1950 og 1960 lék Kári fjölmörg stórhlutverk, en 1961 leikstýrir hann hjá félaginu í fyrsta sinn, leikritinu „Er á meðan er“ og hófst þar leikstjóraferill hans, sem stóð nær óslitið hátt á annan ára- tug. Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því í leik- stjóratíð Kára setti félagið m.a. upp Skálholt, Lénharð fógeta, Skugga- Svein, Allir synir mínir og Tehús ágústmánans svo eitthvað sé nefnt. Það má fullyrða, að starfsár Kára innan leikfélagsins hafí verið blómaskeið félagsins, enda barst hróður þess langt út fyrir hérað og var það ekki síst að þakka dugnaði og listrænum hæfileikum þeirra Eyþórs Stefánssonar og Kára Jóns- sonar, en þeir vora miklir og góðir samstarfsmenn og vinir alla tíð. Kári Jónsson var góður félagi innan leikhússins. Hann var frábær sögumaður, þar sem allt hljómaði saman, leikræn frásagnargleði, mikil kímni og næmt auga fyrir því sérstæða í mannlegu fari. Kári var hlýr og skemmtilegur félagi, sem gleymist aldrei þeim sem störfuðu með honum. Kári Jónsson hóf störf hjá Leikfé- lagi Sauðárkróks sem sendill, að- eins 12 ára gamall. Meirihluta ævinnar helgaði hann leiklistinni krafta sína. Þar lifir minningin um mikilhæfan og góðan dreng. Hann var mikill snillingur. Leikfélag Sauðárkróks sendir fjölskyldu Kára Jónssonar innilegar samúðarkveðjur og þakkar fyrir allt. Erling Örn Pétursson Hinn 19. þ.m. lézt að heimili sínu á Sauðárkróki Kári Jónsson, áður stöðvarstjóri Pósts og síma þar í bæ. Hann var tryggðavinur minn allar götur síðan við kynntumst að ráði, unglingspiltar fyrir norðan um 1950. Og nú kveð ég hann í orðum sem ná þó skammt, því margt fer gegnum hug mér á þessari stundu. Kári Jónsson fæddist á Sauðár- króki 27. október 1933. Hann var sonur Jóns Bjömssonar verzlunar- manns, sem lengi stýrði matvöra- deild Kaupfélags Skagfírðinga, og konu hans, Unnar Magnúsdóttur. Ættir þeirra er einkum að rekja um Norðurland. Þau hjón vora mik- ilsmetnir borgarar fyrir manndóms sakir, atorku og heilinda. Þau eign- uðust tvær dætur og þijá syni og var Kári yngstur systkina sinna. Barnahópur Jóns og Unnar þótti mjög gerðarlegur. Kári óx upp í föðurgarði. Þar heitir nú Aðalgata 17. Hús foreldra hans telst til hinna elztu í kaup- staðnum, reist 1888 (en byggð á Sauðárkróki hófst 1871), og er enn í eigu fjölskyldunnar. Kári var mjög ræktarsamur við foreldra sína, sem náðu bæði tvö háum aldri; batt líka tryggð við gamla húsið þeirra og raunar allar æskuslóðir sínar, ekki sízt þarna í Út-Króknum, sem nú hefur að vísu tekið hinum og þess- um breytingum, sumum svona og svona, frá því sem áður var. Ég þykist muna það rétt, að Kári fór aldrei í sveit á sumrin eða í vegavinnu eins og við Krókspjakk- arnir ýmsir, en varð sér úti um störf heima fyrir, einkanlega á síldar- plönum. Sást fljótt að hann var karskur strákur, þróttmikill, snar í ' snúningum og viljugur. Kári lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki vorið 1950, en hélt ekki áfram námi, þótt hugur hans stæði til þess um tíma. Hann gerð- ist afgreiðslumaður í verzlun Har- aldar Júlíussonar, grónu og velvirtu fyrirtæki sem hafði allmikið umleik- is. Öðlingurinn Haraldur Júlíusson reyndist honum einstaklega góður húsbóndi og Kári eignaðist í húsum hans sitt annað heimili, held ég mér sé óhætt að segja. Það fór ekki heldur fram hjá Haraldi, hvílík- um afbragðsmanni hann hafði á að skipa þar sem Kári Jónsson var, því nú, eftir því sem hann þroskað- ist, komu betur og betur í Ijós ýms- ir eðliskostir hans sem nýttust ve) í starfi, svo sem glöggsýni, ósér- hlífni og trúmennska. Á þeim dög- um kynntist ég Kára fyrst að marki, eins og ég gat um, og líður mér ekki úr minni hvað mér þótti þessi æskumaður í búðinni hjá Haraldi Júl. vænn í alla staði, svipgóður, hýr í bragði, alúðlegur og jafnframt röskmannlegur í framkomu. Hinu góða viðmóti glataði Kári aldrei; þó fann ég við nánari kynni að hann var býsna þéttlyndur og harð- ur fyrir í skoðunum. Töluverð útþrá bjó Kára í blóði þegar hann var um tvítugt; honUiri fannst orðið þröngt um sig á heima- slóðum og fábreytt lífið. Varð úr að þeir tóku sig upp, Kári og góðvin- ur hans, Haukur Stefánsson, Vagnssonar, og héldu til Kanada vorið 1954. Þeir voru með innflytj- endaleyfi í höndum, án þess var ekki von neins konar atvinnu þar vestra. Þeir stefndu á Winnipeg. Kári dvaldist um það bil ár í Kanada, sneri þá heim aftur, en Haukur vinur hans nokkru síðar. Þeir unnu m.a. fáeina mánuði við ríkisjárnbrautirnar, voru í þrjátíu manna vinnuflokki þar sem púls- mönnum.af alls kyns þjóðerni ægði saman. „Við ferðumst bæ úr bæ og gerum við teinana þar sém þörf er á ... Við sofum í járnbrautar- vögnum ... Vinnan er sú erfiðasta, sem ég hefí á ævinni unnið, því hraðinn er óskaplegur. Byrjað er kl. 7 og unnið í 9 tíma“, svo ég grípi niðri í löngu ferðabréfi sem Kári skrifaði mér að vestan. Þar segir hann ennfremur að Kanada sé ekki „neinn Sacramentodalur, þar sem menn verða ríkir á einni nóttu". Hann hafði svo sem ekki heldur verið að leita Paradísar fyrir vestan haf, en ætlað sér að viðra hugann og víkka sjóndeildarhring- inn dálítið. Og þeir félagar voru á einu máli um að það hefði þeim tekizt, en sáu jafnframt skýrar eft- ir en áður margvíslega kosti fóstur- jarðar sinnar. Eftir heimkomuna tók Kári upp þráðinh þar sem frá var horfið, vann hjá Haraldi Júlíussyni fram í ársbyrjun 1959, en réðst þá til Verzlunarfélags Skagfirðinga, ný- legs fyrirtækis á Sauðárkróki. Þar gekk honum sumt öndvert. í maí- mánuði 1966 hóf hann störf hjá Pósti og síma. Þeirri stofnun þjón- aði Kári síðan meðan honum entust kraftar. Hann varð fulltrúi stöðvar- stjóra 1. janúar 1974, en skipaður stöðvarstjóri 15. nóvember 1983. Þá hafði hann í raun og veru um mörg ár gegnt embætti stöðvar- stjóra öðram þræði sökum van- heilsu yfirboðara síns, og blöskraði mér stundum hve miklu hann hlóð á sig, bæði þá og eftir að hann varð stöðvarstjóri sjálfur. Mig ugg- ir að hann hafí ofgert sér. Hvort tveggja kom til, að annríkið á vinnu- stað hans óx sífellt, það lá í eðli tímans sem nú er og nýrra og nýrra umsvifa jafnt í kaupstaðnum sem héraðinu í kring, og að úthald hans tók nú að minnka. Þeir voru fáir sem vissu að Kári hafði aldrei geng- ið fyllilega heill til skógar síðan á ungum aldri, því hann flíkaði ekki hveiju sem var og kunni að bíta á jaxlinn. En eljan og árveknin var söm og áður, einnig þónokkur stífni, sem vissulega var til í fari þessa ljúfa drengs, svo hann ætlaði sér ekki af, fannst mér. Tjóaði lítt að ræða við hann um þá hluti. Dag einn var hann snögglega sviptur heilsu og bjó við erfíða fötlun æ síðan. Hann lét starf sitt laust árið eftir það áfall, 6. júní 1988. Kári náði þó aftur sumum andlegum kröftum sínum furðu vel og var með hressu bragði eftir atvikum daginn áður en hann lézt. Dauðinn vitjaði hans í næturhvfld. Hinn 28. apríl 1960 gekk Kári Jónsson að eiga úrvalskonu, Evu Snæbjarnardóttur, sem er borin og barnfædd á Sauðárkróki og stjórnar nú tónlistarskólarium þar. Þau hjón voru sannir lífsförunautar, það gat engum dulizt. Þau eignuðust tvo gjörvilega syni, Óla Björn og Andra. Oli Björn er um þessar mundir framkvæmdastjóri Álmenna bóka- félagsins, kvæntur Margréti Sveinsdóttur frá Ytra-Kálfskinni á Árskógsströnd, og eiga þau eina dóttur barna. Andri stundar skóla- nám í Reykjavík. Unnusta hans er Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona. Kári Jónsson var alla stund heimakær maður í eðli sínu, og þegar árum fjölgaði höfðuðu ferða- lög lítið til hans; sumarleyfum kaus hann jafnvel að eyða sem mest heima hjá sér. Hann hafði þar líka að góðu að hverfa, faliegu og hlý- legu heimili og gróskulegum garði sem honum þótti vænt um. Heimil- ið var kastali hans, eins og þar segir. Ég hef hér að framan stiklað á æviatriðum Kára Jónssonar, en á sitthvað ósagt, því hann var búinn mörgum góðum hæfileikum og kom mikið við sögu í heimabyggð sinni, lét þegar að sér kveða innan við tvítugt. Hann var félagslyndur framan af ævi, en dró sig nokkuð inn í skel með áranum. Kári var ritfær vel; til að mynda kvaddi hann ýmsa gamla samborg- ara sína í ágætum minningargrein- um. Hann náði snemma bezta valdi á ræðumennsku, var skýrmæltur og skörulegur í ræðustóli, tilgerðar- laus með öllu, og gat orðið flug- mælskur ef honum hitnaði í skapi; aldrei nein loðmulla eða undan- brögð í málflutningi hans. Enn- fremur prýðilegur upplesari, sama hvort heldur var bundið mál eða óbundið. Þó bar frá, hve ríkum leik- arahæfileikum hann var gæddur, en því miður átti ég ekki því láni að fagna að sjá til hans á sviði nema lítillega sökum veru minnar syðra. Átján ára hafði hann stað- ráðið að setjast í leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en lét ekki af því verða. Hann var samt með hugann við leiklist sí og æ, las hér fyrrum öll leikrit sem hann komst yfír, myndaði sér skoðanir um þau og sá hveija einustu leiksýningu sem hann gat þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann kynntist mikil- hæfum leikuram, einkum Gísla Halldórssyni sem stjómaði alloft sýningum á Sauðárkróki og lærði vafalaust margt af honum. Kári Jónsson mun vera einn allra fremsti leikari sem stigið hefur á fjalirnar á Króknum frá öndverðu, ef marka má umsagnir um frammistöðu hans. Hann fór með fjöldann allan af hlutverkum, stór og smá, stjórn- aði einnig leiksýningum og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.