Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 Minning: Ólafur Sveinsson loftskeytamaður Fæddur 2. ágúst 1904 Dáinn 21. mars 1991 í dag verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík Ólafur Jón Sveinsson loftskeytamaður. Ólafur var sonur einna fyrstu landnemanna í Vík í Mýrdal, Ey- rúnar Guðmundsdóttur og Sveins Þorlákssonar skósmiðs og síðar sím- stöðvarstjóra. í Vík ólst hann upp í hópi margra systkina. Til Reykja- víkur kom Ólafur um tvítugsaldur og stundaði sjó. Hann lauk ‘ loft- skeytaprófi 1927 og var eftir það loftskeytamaður á togurum og hjá Eimskip fram til 1942 að hann hóf störf hjá Loftskeytastöðinni í Reykjavík og starfaði þar til sjö- tugs. Þá tók hann aftur upp þráðinn hjá Eimskip og var þar fram yfir áttræðisafmælið, sem hann hélt í hafi með skipsfélögum sínum. Þessi langi starfsferill er til marks um hæfni hans, þótti hann enda með allra bestu morsemönnum og er því við brugðið að hann gat sent á fullu og allt rétt og spjallað umleið um daginn og veginn. ðlafur gekk fljótlega eftir kom- una til Reykjavíkur í Fríkirkjusöfn- uðinn og vann söfnuði sínum ötul- lega alla tíð. Hann átti sæti í stjóm safnaðarins í tvo árataugi, löngum ritari stjómar og bera fundargerðir þess tíma fagran vott alúðar hans og nákvæmni í starfi og mörg eru þau handtökin, sem hann hefur unnið kirkju sinni og söfnuði þegar á hefur þurft að halda og að mörgu verið hvatamaður. í einkalífi var Ólafur hamingju- samur. Hann kvæntist árið 1935 Sigurbjörgu Steindórsdóttur. Hún lifír mann sinn ásamt báðum böm- um þeirra hjóna; Stjóm Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík þakkar Ólafí Sveinssyni allt hans óeigingjama starf í þágu safnaðarins. Eftirlifandi eiginkonu, bömum og fjölskyldum þeirra og systkinum Ólafs vottum við samúð pkkar. F.h. Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavík, Berta Kristinsdóttir Lokið er strangri og viðburðaríkri ævi Víkurbúans, Skaftfellingsins, Ólafs Jóns Sveinssonar. Hann fædd- ist í Vík í Mýrdal 2. ágúst 1904 og lést á Hrafnistu 21. mars 1991. Okkar fundum bar fyrst saman fyrir nærfellt sex áratugum, er hann kynntist og kvæntist mágkonu minni, Sigurbjörgu Steindórsdóttur. Upp frá því hefur samgangur verið mikill milli fjölskyldnanna, ekki síst eftir að næsta kynslóð komst á legg og hóf búskap. Enda þótt Ólafur ætti heima í Reykjavík mestan hluta ævi sinnar, var hann ávallt Skaftfellingur í sér. Hann hélt nánu sambandi við ættina þar fyrir austan jafn og við þá grein, sem dvelur í Kanada, afkomendur Þorbjargar föðursystur hans. Ólafur var annar í röðinni fímm- tán barna hjónanna Eyrúnar Guð- mundsdóttur og Sveins Þorláksson- ar, skósmiðs og símstöðvarstjóra í Vík í Mýrðal. Af þeim systkinum eru á lífí: Guðmundur, Páll, Kjart- an, Sigurður, Helga, Guðný, Þor- björg og Sigríður. Ólafur kunni frá mörgu að segja af bernsku- og unglingsárunum í Vík. Þaðan var útsýni til hafs og skipin oft skammt undan landi. Við það vaknaði áhugi Ólafs fyrir sjó- mennskunni. Hann fór ungur til sjós. Fyrst á skútum, síðar á togur- um. Hann var háseti á togaranum Gulltoppi í Halaveðrinu mikla 1925. Skipið lagðist á hliðina og var hætt komið, er Jón Högnasón skipstjóri sendi mennina niður í lest til að moka saltinu yfir á hina hliðina. Það komst þannig á réttan kjöh Veturinn 1926-27 var Ólafur í loftskeytaskóla Ottós B. Amar. Eft- ir það vr hann loftskeytamaður, ýmist á togurum eða farskipum. Hann sigldi fyrstu stríðsárin bæði til Evrópúlanda og vestur um haf, vann síðar á loftskeytastöðvunum í Reykjavík og á Gufunesi, alveg til sjötugs. Eftir það var hann oft í afleysingum hjá Eimskip, var síðast loftskeytamaður til sjós á áttræðis- afmælinu. í félagsmálum var Ólafur einlæg- ur sjálfstæðismaður. Hann var rit- ari í safnarstjórn Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík um tvo áratugi, ávallt vel látinn og ósérhlífínn. Hann var að sjálfsögðu í Félagi íslenskra loftskeytamanna, og hann var heiðr- aður á sjómannadaginn fyrir nokkr- um árum. Sonur þeirra hjóna Sigurbjargar og Ólafs er Steindór Ingibergur, er rekur veitingastaðinn Pizza Hut í Reykjavík. Hann er kvæntur Huldu Johansen; böm þeirra eru Ólafur, arkitekt, búsettur í Englandi, og dæturnar Hmnd og Guðrún Gerður, stúdentar, í foreldrahúsum. Dóttir Steindórs af fyrra hjónabandi er Sigurbjörg. Hún á tvo syni, Steindór og Óskar. Dóttir þeirra Sigurbjargar og Ól- afs er María, gift Guðmundi Ólafssyni stórkaupmanni. Böm þeirra em Ólafur, við nám í tölvun- arfræðum við Háskóla íslands, Sigr- ún, vð nám í húsagerðarlist í Þýska- landi, og Björg í foreldrahúsum. Síðustu árin hefur Ólafur orðið að hafa hægt um sig vegna hjarta- veilu, og hafa þau hjónin dvalist á Hrafnistu síðustu vikurnar. En þau hafa ávallt verið hress heim að sækja og minnið óbilað. Þessum línum fylgja innilegar þakkir mínar og minna fyrir góða og langa viðkynningu við Ólaf og hans fólk. Njáll Þórarinsson Ólafur J. Sveinsson loftskeyta- maður lést aðfaranótt fimmtudags- ins 21. mars sl. Óli afi er horfinn frá okkur og við barnabörnin hans minnumst hans af heilum hug. Slíkra sorgartíðinda má eflaust vænta þegar heilsu manns fer hrak- andi, eins og henti afa síðustu árin. Áfallið er þungt, sorgin heltekur okkur öll. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við minnumst afa. Það var alltaf jafn ánægjulegt að koma heim til afa og ömmu á Dun- haga. Heimabökuð sandkaka og köld mjólk var alltaf vel þegin, svo og fróðleiksmolar og frásagnir afa. Óli afi hafði frá mörgu að segja. Tengsl hans við æskustöðvamar í Vík í Mýrdal voru sterk og sýslan hans var ofarlega í huga hans. Þannig spunnust saman sögur úr sveitinni, frá Arnardrangi þar sem hann var í fímm sumur sem dreng- ur. Sögúr úr Landbrotinu, af Kötlu- gosi og Vík með Reynisdranga fyrir framan. Á unga aldri sýndi sig sú mann- gæska sem átti eftir að fylgja afa allt hans líf. Hann ákvað að leggja stund á loftskeytanám, þegar hann heyrði um ótrúlega fórnfysi loft- skeytamannsins á skipinu Titanic. Það var afa líkt að helga sig starfí, þar sem hann gat hjálpað öðrum. Sögur af sjónum voru honum kærastar. Hann var í essinu sínu, þegar hann sagði frá reynslu sinni á sjónum. 20 ára gamall var hann í sinni fyrstu ferð á togaranum Gulltoppi, í Halaveðrinu mikla 1925, þegar skipið lagðist á hliðina vegna ísingar og veðurs. Moka varð ís og kolum yfir til að rétta skipið við. Hann var á sjónum í ein 18 ár, þar til hann bytjaði á Loftskeytastöðinni í Reykjavík, þar sem hann starfaði til ársins 1974 þegar hann hætti vegna aldurs. Þá bytjaði hann aftur að starfa í afleysingum hjá Eimskip og var þar í tíu ár til viðbótar. Hann naut þess að vera kominn aftur á sjóinn og var ávallt vinsæll af skipsfélögum sínum. Okkur systkinunum voru þessi ár sérstaklega minnisstæð. Við hlökkuðum alltaf mikið til þegar hann var á heimleið. Við fþngum þá jafnan sælgæti og gjafír. Um borð tók hann vel á móti okkur og sýndi okkur ríki sitt. Óli afí var sérstaklega hugulsam- ur og frændrækinn. Hann hélt traustu sambandi við vini og kunn- ingja, bæði hér og í Kanada. Það verður erfítt fyrir ömmu að vera nú orðin ein, en bömin og bamabörnin verða henni styrkur og stoð. Við biðjum almáttugan Guð að varðveita afa og þökkum ómetan- legar minningar. Óli, Didda, Ilrund og Guðrún Gerður. Mig langar í fáum orðum að minnast föðurbróður míns Ólafs J. Sveinssonar loftskeytamanns, Dun- haga 13, er lést aðfaranótt 21. þ.m. á Hrafnistu í Reykjavík. Þar höfðu þau hjónin dvalið síðustu mánuði. Ólafur Jón fæddist í Vík í Mýrdal 2. ágúst 1904. Foreldrar hans voru Sveinn Þorláksson símstöðvarstjóri og Eyrún Guðmundsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stór- um systkinahópi. Öðrum þræði var hann á æskuárum slnum austur á Síðu og í Landbroti hjá frændfólki okkar. Eftir skólagöngu í Vík fór Ólafur í Loftskeytaskólann I Reykja- vík. Er námi lauk var hann loft- skeytamaður til sjós á togurum og hjá Eimskip. Frá árinu 1942 vann hann við Loftskeytastöðina í Reykjavík á Melunum og síðar í Gufunesi, allt til ársins 1974 er hann var kominn á lögaldur emb- ættismanna. En honum var ekki um að sitja auðum höndum. Ólafur hóf störf við afleysingar hjá Eimskip til ársins 1984. Starf loftskeytamanns er mikið ábyrgðarstarf og veit ég að hann ræktaði það af trúmennsku og skyldurækni, enda reglusamur í hvívetna. Óli frændi eins og við kölluðum hann var farsæll í starfí og hamingjusamur í einkalífi. Hann Bergsteinn Arna- son - Kveðjuorð Fæddur 17. júlí 1926 Dáinn 18. mars 1991 Þar sem ég hefí verið úr umferð um nokkurt skeið vegna veikinda, hafði ég ekki frétt af Begga í nokkr- ar vikur þrátt fyrir að ég spyrði eftir honum hjá kunningjum okkar beggja þegar færi gafst, þangað til ég fékk óvænta heimsókn 19. mars. Hugsunarsamur iögreglumaður kom og færði mér þá óvæntú sorg- arfregn að Beggi væri látinn. Hon- um fannst sem rétt var, betra að ég vissi hvað gerst hefði áður en ég sæi það í blaði eða heyrði í út- varpi. Þar kom vel í ljós sú reynsla lögreglumanns á löngum starfsferli að vera varkár og nærgætinn. En fátt hefði getað komið mér meira á óvart en fregnin um að Bergsteinn Árnason væri látinn og það úr veikindum. Hér sannast eins og svo oft áður að kallið kemur ekki síður fyrirvaralaust heldur en þar sem búist,err yið.því,.eða jafn- vel þess óskað vegna þjáninga eða hás aldurs. Árið 1966 var tímamótaár í lífí okkar Bergsteins beggja þó báðir hefðum við unnið um langan tíma við lögreglustörf; Viðkynningin var góð og ég fullyrði að Bergsteinn var farsæll lögreglumaður og óvenj- ulega starfsamur sem kom oft fram í því að hann gerði meiri kröfur til samstarfsmanna sinna í orði en þeir oft og tíðum voru færir um að leysa af hendi. Þarna á ég við það starf lögreglumanna að ganga úti á varðsvæði sínu. Þeim fækkar óðum sem hafa vilja og getu til að ganga lögregluvakt- ina úti á meðal almennings, en þar var enginn Bergsteini fremri á meðan hann var í lögregluliði Reykjavíkur. Hann lét af störfum á miðju ári 1987. Bergsteinn lét sér ekkert óvið- komandi sem honum fannst miður fara jafnt hjá háum sem lágum í lögreglunni þó oft ycði ^kktséð eða ■ 'heyií hvort hann talaði í alvöru eða gríni. Mér líkaði vel við aðfinnslur hans og ábendingar og hefði margur lög- reglumaðurinn mátt taka Bergstein sér til fyrirmyndar. Eflaust hafa margir nýliðarnir í lögreglunni not- ið leiðsagnar hans við störfín úti við, jafnvel frekar heldur en þeirra sem seftir voru til að stjórna.. Um leið og ég kveð svo að orði Berg- steini til hróss, set ég það fram í fullri vinsemd sem skilaboð til margra. Þeir taki þó aðeins til sín sem finna sig eiga. Eftir að Bergsteinn hætti lög- reglustörfum fékk hann tíma sem hann notfærði sér, en það var.að fara í Sundlaugarnar í Laugardal sér til heilsubótar. Þar kynntist ég Bergsteini betur en áður og vinátt- an kom betur fram í dagsljósið. Ég efa ekki að Bergsteins er saknað af stórum hópi þess róleg- heitafólks sem mætir að jafnaði í laugarnar eftir hádegi virka daga sem um helgar. Ég vil nota þennan stað í þessari fátæklegu gi-ein til að þakka Berg- steini allar samverustundirnar og rnæli þá ekki slður fyrir hönd sund- laugarvina hans( gesta og starfs- manna, en fyrir eigin hönd. Það hafá aðrir getið uppruna Bergsteins og ættihgja. Ég votta aðstandendum samúð við fráfall Bergsteins og mun minnast hans með þakklæti fyrir góð kynni. Guðmundur Hermannssdh Það voraði nokkuð snemma í ár, snjóléttur vetur varð þess valdandi að er menn hittpst ræddu þeir frek- ar hvað þeir a'tluðu að gera í.sum- var kvæntur elskulegri konu, Sigur- björgu Steindórsdóttur úr Reykja- vík, og eiga þau tvö börn, Steindór Ingiberg, kvæntan Huldu G. Jo- hansen og Maríu gifta Guðmundi Ólafssyni. Barnabörnin eru sjö og barnabömin tvö. Eins og vera ber snérist hugurinn um velferð barn- anna. En Óli frændi gleymdi ekki æskustöðvum sínum í Vík og rækt- aði hann það samband aðdáunar vel eins og hans systkini öll. Er hann varð áttatíu og fimm ára fóru börn hans og eiginkona til Víkur og var sú ferð honum mikill gleðigjafi í hans erfiðu veikindum síðustu ár. Við eigum fagrar minningar systkinin á Sandhól um Óla frænda er kom hlaupandi heim túnið, fær- andi hendi góðgæti og annað til að gleðja frændsystkini sín. Hér skal að lokum þökkuð sú tryggð og hlýja er hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Það var okkur mikils virði að hafa þau í næsta sambýli og fínna hversu vel þau báru hag okkar sér fyrir brjósti. Senn líður að páskum. Hann trúði á þá upprisu er kristin trú boðar. Ég bið honum guðsblessunar og vera konu hans og börnum ljós á framtíðarvegi. Rósa Þorláksdóttir Hann afí okkar, Ólafur Sveins- son, er dáinn. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að missa einhvern sem manni þykir svona vænt um. Þótt að Óli afí hafí lengi þurft að berjast við sjúkdóm sinn og búast mætti við að það kæmi að þessu fyrr en seinna, <?r áfallið alltaf jafn- mikið. Afí var sterkur og umfram allt duglegur maður. Það lýsir honum best að þegar hann komst á eftir- launaaldurinn og þurfti að hætta störfum hjá Loftskeytastöðinni fór hann beint á sjóinn í afleysingastörf í mörg ár til viðbótar. Hann elskaði að vera til sjós. Hann sagði alltaf að .þar liði sér best. Og margar eru minningar okkar krakkanna tengd- ar því þegar afi kom í land. Þá fór- um við öll að heimsækja hann og alltaf passaði hann upp á að hafa eitthvað í pokahorninu handa okk- ur. Þáff er svo skrítið að jafnvel þótt það væri sælgæti sem fékkst hér heima, var það miklu betra á bragðið þegar við sátum uppi í koj- unni hans afa og mauluðum það í okkur. Afí var heiðarlegur og guðhrædd- ur maður og hann og amma Silla kenndu okkur krökkunum að trúa á Guð og biðja bænir. Nú þegar afi er kominn til Guðs og líður loksins vel, þökkum við honum fyrir allt það sem hann hefúr gefíð okkur og biðj- um Guð að styrkja ömmu og okkur öll í sorginni. Afi var alltaf þar þegar við þurft- um á honum að halda. Silla, Björg og Óli. ar en annars hefði verið. Einn þeirra manna sem gaf sér tíma til að stoppa við og ræða við félaga sína var Bergsteinn Árnason, hann Beggi eins og við allir kölluð- um hann. Það var eins og það létti yfír öllu er hann kom í heimsókn til okkar á lögreglustöðina. Hann var ófeiminn við að tjá skoðanir sínar og oft var það aðeins í nösun- um á honum er um mjög róttæka skoðun var að ræða af hans hálfu. Hann ræddi mikið um jörð sem hann átti á Austurlandi og hugðist hann dvelja þar mikið í sumar og njóta þess að stunda útiveru. Hann sagði okkur einnig frá barnabörn- unum sínum og samverustundum hans með þeim. Ljómaði hann þá allur og máttí sjá bæði stolt og unun í svip lians. Beggi hafði alltaf unnið mikið, verið á vöktum I lögreglunni og stundað leigubjfreiðaakstur í fleiri ár með lögreglustarfinu. Eftir að hann fór á éftirlaun í lögreglunnj 1987 ók hann Íeigubifreið sinni. Nú, er við kveðjum kæran vin með djúpum söknuði og trega, vott- um við eiginkonu hans, vandamönp- um og vinum samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng og fé- laga lifa. Lþgreglumenn í Kópsivogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.