Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991 19 Fallvalt gengi eftir Guðmund Magnússon Eitt hundrað krónur árið 1975 eru orðnar að einni krónu nú. Það heyrir til undantekninga ef ekki hefur þurft að fella gengi íslensku krónunnar einu sinni eða oftar á hveiju ári. Höfum við haft erindi sem erfiði í gengisfellingum und- anfarinna áratuga? Er íslenska hagsveiflan þvílíkt skrímsli að ógerningur sé að drepa hana í dróma? Getum við rekið hér sömu gengisstefnu og er að ryðja sér til rúms meðal flestra þjóða í Vest- ur-Evrópu? Hér á eftir verða færð rök fyrir því að gengishrapið hafi aðallega fært til tekjur í þjóðfélaginu frem- ur en skapa auknar gjaldeyristekj- ur og að unnt sé að draga úr sveiflum í kaupmætti og verðbólgu með meiri gengisfestu en verið hefur án þess að færa teljandi fórnir í framleiðslu og atvinnu. Sömuleiðis verður sýnt fram á að gengisstefnan hefur magnað hag- sveiflur fremur en jafna þær. Að síðustu verða færð rök fyrir því að Islendingar séu nú betur í stakk búnir en áður til þess að framfylgja fastgengisstefnu. Undanlátssemi í peningamálum Til þess að gengisskráning sé trúverðug verða peningamál og ríkisfjármál að vera rekin í sam- ræmi við gengisstefnuna. Reyndar má segja að með föstu gengi verði að miða stjórn peningainála ein- göngu við markmiðið um fast gengi. Peningamagn verður þá ekki notað til þess að ná öðrum markmiðum, svo sem í byggða- málum. Úr flokki greina há- skólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. Reynslan sýnir að auðveldara er að halda gengi föstu þegar framleiðni eykst og viðskiptakjör batna. Hagsveiflan á íslandi er að jafnaði 4-5 ár. Uppsveiflan varir því um tvö ár. Þann tíma er hæg- ast um vik að skrá nafngegni óbreytt en samkeppnisstaða út- flutningsgreina getur farið hríð- versnandi vegna kauphækkana og verðbólgu. Þess vegna er nafn- gengið ekki trúverðugt og fast- gengið stendur ekki undir nafni. Þar sem íslendingar ráða litlu um verð afurða sinna á erlendum markaði auka gengisfellingar ekki markaðshlutdeild erlendis og gjaldeyristekjur. með þeim eru tekjur færðar til útflutningsgreina til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Við gildandi kvótakerfi í sjávarútvegi fær hvati til aukinnar framleiðslu við gengisfellingu ekki útrás. En það eykur heldur ekki fiskgengd að fella gengið eða prenta seðla. Þetta er aðalástæðan fyrir því að gengisfellingar hafa óveruleg áhrif á framleiðslu og atvinnu. Stjórn peningamála hefur sífellt látið undan til þess að jafna metin milli innlendrar og erlendrar yerð- bólgu. Hátt atvinnustig hefur haft algeran forgang umfram stöðugt verðlag og svo virðist sem stjórn- málamenn haldi að kaupa megi atvinnu með verðbólgu. Þetta er einungis hægt um skamma hríð. Þegar upp er staðið breytir þetta litlu um atvinnustigið. Sumir halda því meira að segja fram að þegar til lengdar lætur geti verðbólgan jafnvel aukið atvinnuleysi og minnkað hagvöxt. llagstjórnarstefnan hefur magnað sveiflur Það ætti að vera lágmarkskrafa til hagstjórnar að hún magni ekki sveiflur. En með því að halda gengi föstu í góðæri og fella það í hall- æri hefur okkur tekist að magna verðbólgu og sveiflur í kaupmætti og neyslu. Verðbólga hefur aukist í uppsveiflu með meiri eftirspurn og hærra kaupi. Hun hefur magn- ast í niðursveiflu með gengisfell- ingum. Beiting verðjöfunarsjóða við verðsveiflur í sjávarútvegi hef- ur borið takmarkaðan árangur þótt síðustu tilþrif í þeim efnum lofi góðu. Aðrar leiðir eins og gengishækkun í góðæri til mót- vægis við gengislækkun í hallæri eða breytilegt hlunnindagjald (auðlindaskattur) á veiðiheimildir við aflasveiflur hafa ekki verið farnar. Sveiflumögnunina má einnig skýra með sambandinu milli af- komu sjávarútvegs og samkeppn- isstöðu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að gengisskráningin hefur miðast við afkomu sjávarút- vegs öðru fremur. Vegna þessa að hin sameiginlega auðlind þjóð- arinnar, fiskimiðin, er ekki verð- lögð, þolir sjávarútvegur hærra raungengi (lægri vísitölu sam- keppnisstöðu) en aðrar útflutn- ings- og samkeppnisgreinar. Sýna má fram á að gengisstefnan hefur í reynd þýtt að sjávarútvegi er haldið niðri með háu raungengi ef afkoma hans er góð næsta tíma- bil á undan og öfugt þegar afkoma Guðmundur Magnússon hans er slæm. Því má segja að gengisstefnan hafi í raun verið fólgin í innheimtu eftirágreidds skatts í sjávarútvegi. Þetta hefur haft slæm áhrif á efnahagslífið með því að magna sveiflur í lífs- kjörum og íþyngja ýmsum útflut- ings- og samkeppnisfyrirtækjum í öðrum greinum en sjávarútvegi. Efnahagssamvinna Evrópu- þjóða og hagstjórn á íslandi Fastgengisstefnan hefur verið að ryðja sér til rúms í Vestur-Evr- ópu á undanförnum áratug. Þjóðir Evrópubandalagsins mynda með sér evrópska myntbandalagið þar sem gengisskráning miðast við evrópsku mynteininguna ECU. Sviss og Austurríki miða skrán- ingu gjaldmiðla sinna við þýska markið og Norðmenn miða norsku krónuna við meðalgengið ECU. Ríki Evrópubandalagsins stefna nú að enn nánara samstarfi í geng- is- og peningamálum með einni mynt og einum Evrópubanka. Hvaða gengisstefnu eiga íslendingar að velja? í nýlegri skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands um Efnahagssamvinnu Evrópuþjóða og hagstjórn á Islandi færi ég rök fyrir því að íslendingar séu nú betur í stakk búnir en áður til þess að fylgja fastgengisstefnu: „Þau rök að við getum ekki rekið svipaða gengisstefnu og í evrópska myntsamstarfinu vegna þess að sveiflur í þjóðartekjum hér á landi séu tiltölulega meiri en annars staðar, vega nú ekki eins þungt og áður. Nýlegar athuganir sýna að á tímabilinu 1960-1989 var framleiðsla óstöðugri hjá flest- um samanburðai'þjóðum eftir 1970. Aftur á móti var hún stöð- ugri hér á landi seinni hluta tíma- bilsins. Ýmis afbrigði af gengisstefnu, með eða án verðjöfunarsjóðs, slá við þeirri gengistefnu sem rekin hefur verið lengst af hér á landi, í því skyni að draga úr sveiflum í verðlagi og kaupmætti, án þess að stofna framleiðslu og atvinnu i tvísýnu Telja má að íslendingar verði að ná tökum á þeim hagstjórnar- aðferðum sem beitt er í helstu við- skiptalöndum þeirra, óháð því hvernig evrópska efnahagssvæðið kemur til með að líta út eða hvaða þjóðir kunna að ganga í Evrópu- bandalagið. Hér er átt við að frem- ui' sé dregið úr hagsveiflum en að þær séu magnaðar upp. Þetta verður að gerast með agaðri geng- isstjórn þar sem markaðsaðgerð- um er beitt af hálfu Seðlabankans á peningamarkaði og gjaldeyris- markaði til stuðnings gengisstefn- unni. Hvort skipt yrði út gildandi viðskiptavog yfir í viðmiðun við ECU er öðrum þræði stjórnmála- ákvörðun. Sá árangur sem náðst hefur að undanförnu í baráttunni við verðbólguna auðveldar að framfylgja fastgengisstefnu. Slík stefna stuðlar einnig að því að festa þann árangur í sessi.“ Höfundur er prófessor ! viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. byggðar hvort sem þær kallast fé- lagslegar eða ekki. Engum hefur dottið í hug að flytja inn félagslega bíla, félagslegan fatnað eða annað það sem tilheyrir nútíma nauðsynj- um fólks og selja einhveijum mark- hópum á niðurgreiddu verði. Hver er munurinn í raun og veru? Það er orðin sönnuð regla í ís- lenzkum stjórnmálum að vinstri flokkarnir klúðra húsnæðismálum ávallt fái þeir til þess aðstöðu. Þetta hefur þeim sannarlega tekist núna eina ferðina enn. Og það versta við þá er í rauninni það, að þeir skilja það alls ekki sjálfir, hverju þeir eru búnir að koma til leiðar. Jóhanna Sigurðardóttir er enginn eftirbátur annarra stjórnmálamanna af vinstri vængnum. Hún virðist ennfremur lifa í einhverri drauma- veröld óraunsæisins. Það mega menn sjá af greinaröð hennar í Morgunblaðinu. Einu sinni var drottning sem heyrði gnýinn í byltingarmönnum fyrir utan hallarglugga sína. Hún spurði hversvegna þessi læti væru í fólkinu. Henni var sagt að fólkið vantaði brauð að borða. Þá varð drottningu á að spyija: „Getur það þá ekki bara borðað kökur?“ Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs ogskipnr 7. sæti D-listans í Reykjaneskjördæmi. ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaöið, setur I umslag og lokar þvi OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 h*f‘ Vi» kanp í þessum piskaeggium styrkir pu Bygg- ingarsjóö nýju b‘>r"fPí‘a!jl"umerki. 1 eggjunum Eef!^°klMumger,afsúMa^ism- föngum. Athugið að onnur paskaegg um 20-25% dýrari. íslensk Dreifíng hf. - Sími 91-68 73 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.