Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 27. MARZ 1991 Alþýðusamband Norðurlands: Flestir vilja eimi lífeyr- issjóð á Norðurlandi ALLT bendir til þess að stofnað- ur verði einn lífeyrissjóður fé- laga innan ASI á Norðurlandi, en þeir greiða nú í 8 lífeyrissjóði á svæðinu. Aðildarfélög-um, sem eru nærri 30 talsins, þar af um 20 innan AN, var sent bréf~í nóvember og þau beðin að svara Leikfélag Akureyrar: Uppselt á 6 sýningar ÞAÐ verður mikið um að vera hjá Lcikfélagi Akureyrar um páskana, tvær sýningar verða í gangi, Ættarmótið og Kysstu mig Kata. Þijár sýningar verða á hvoru leikriti og er uppselt á allar sýningarnar. Þá hefjast senn æfingar á síð- asta leikverki þessa leikárs, Skrúðsbóndanum eftir Björg- vin Guðmundsson. Ættarmótið verður sýnt í kvöld kl. 20.30 og síðan verða tvær sýningar á skírdag, uppselt er á allar sýningamar, en að þeim loknum verða áhorfendur orðnir tæplega 9.000 talsins. A laugardag verða tvær sýn- ingar á söngleiknum Kysstu mig Kata, kl. 15 og 20.30 og 9. sýn- ing verksins verður á annan í páskum. Uppselt er á allar þess- ar sýningar og pantanir eru farnar að berast ailt fram í maí á sýninguna. Æfingar á síðasta verki þessa leikárs, Skrúðsbóndanum, hefj- ast fljótlega, en verkið er sett upp í samvinnu við Akureyrar- kirkju þar sem það verður sýnt þrisvar sfnnum, 24. til 26. apríl, á kirkjulistaviku. Verkið er sett upp í tilefni af því að höfundur- inn hefði orðið 100 ára nú í apríl hefði hann lifað. Nýr leikhússtjóri, Signý Páls- dóttir, tekur formlega við starfí sínu 1. apríl næstkomandi, en Sigurður Hróarsson sem gegnt hefur starfínu síðustu tvö ár hefur tekið við starf. leikhús- stjóra í Borgarleikhúsinu. fyrir lok marsmánaðar hvort þau vilji taka þátt í stofnun slíks líf- eyrissjóðs. Þau svör sem þegar hafa borist eru jákvæð. Þóra Hjaltadóttir formaður Al- þýðusambands Norðurlands sagði að nokkur félög hefðu gefið svar við fyrirspurninni og væru þau öll utan eitt jákvæð. Félögin teldu hag sínum betur borgið með því að stofna einn stóran lífeyrissjóð fyrir félagsmenn á Norðurlandi, fremur en að þeir greiði í marga litla sjóði. Eitt félag, iðnsveinar í Skagafirði, taldi sig ekki í stöðu til að svara fyrirspurninni. Þóra bjóst við að hluti félaganna myndi svara nú á næstu dögum, en nokkur félög hafa fengið frest til að svara til loka aprílmánaðar. Undirbúningsstarf vegna stofnunar lífeyrissjóðsins verður hafíð fljót- lega, en stefnt er að því að sjóður- inn taki til starfa 1. janúar 1993. Fjölmenni á unglingameistaramóti ÞAÐ var fjör í Hlíðarfjalli á unglingameistaramóti íslands um helgina enda var þar saman komð ungt og hresst skíðafólk úr öllum landshornum. Háskólinn á Akureyri: Gæðastjórnunarnám hefst við rekstrardeildina í haust Mikið gleðiefni og styrkir stöðu skólans mjög, segir forstöðumaður deildarinnar TVEGGJA ára viðbótarnám í gæðastjórnun hefst við rekstrardeild Háskólans á Akureyri næsta haust, en svar menntamálaráðuneytis þess efnis barst skólanum í gær. Þá er einnig heimilað að hefja undirbúning að viðbótarnámi í markaðsfræðum við deildina. Áður höfðu deildarfundur og háskólaráð samþykkt að nám þetta verði tekið upp, að tillögu nefndar sem skipuð var til að skoða möguleika á viðbótarnámi við rekstrardeildina. Nefndin lagði áherslu á að við- bótarnámið styrkti uppbyggingu skólans, tengdist sjávarútvegsdeild hans og viðfangsefnið gagnaðist dreifbýli og mögulegum störfum þar. Stefán G. Jónsson forstöðumaður rekstrardeildar sagði að svar menntamálaráðherra væri mikið gleðiefni og styrkti stöðu skólans verulega. „Þetta er mjög mikilvæg ákvörðun í sambandi við þróun deildarinnar. Þetta langt og heil- steypt nám í gæðastjórnun er nýj- ung í landinu, það eru kennd nám- skeið innan einstakra deilda, en þetta verður með öðrum hætti þar sem gæðin verða þungamiðja náms- ins,“ sagði Stefán. Við rekstrardeild er nú boðið upp á tveggja ára nám á tveimur braut- um, en með tilkomu viðbótarnáms- ins nú geta stúdentar lokið BS- prófi frá deildinni. Stefán sagði að fólk væri þegar farið að spyijast fyrir um námið, en rætt hefði verið um að nemamir yrðu 12 á fyrsta árinu, en auk þess væri ekkert því til fyrirstöðu að fólk sem ynni við gæðastjómun eða annað sem teng- ist slíku gæti sótt einstök námskeið. Eftir páska verður hafinn af full- um krafti undirbúningur vegna þessa náms, m.a. skipulagning, út- vegun námsgagna og kennara og þá þyrfti að auglýsa námið. Síðar myndu menn fara að huga að við- bótarnámi í markaðsfræðum, en í svari Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra sem skólanum barst í gær kom fram ákveðin viljayfirlýs- ing um að það nám yrði tekið upp við skólann síðar og forráðamönn- um heimilað að hefja undirbúning þess. Nefndin gerði tillögu um viðbót- amám á fjórum námsbrautum, auk þeirra tveggja sem áður eru nefnd- ar, þ.e. gæðastjórnunar- og mark- aðsfræðibraut. Kom fram tillaga um matvælabraut og stjórnmála- hagfræðibraut. „Við ætlum að kyngja þessum bita fyrst áður en lengra er haldið,“ sagði Stefán. Samúel sýnir um páskana SAMÚEL Jóhanns- son opnar myndlist- arsýningu í Mynd- listarskólanum á Akureyri á morg- un, 27. mars, kl. 20. Þetta er níunda einkasýning Samú- els, en hann hefur að auki tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum, m.a. á Akur- eyri, Kjarvalsstöðum og í Norræna húsinu. Á sýningunni, sem stendur yfír um páskana og lýkur 1. apríl eða annan í páskum verða mál- verk og teikningar. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. Morgunblaðið/Rúnar Þór Samúel Jóhannsson við eitt verk sitt. Skorað á bæjarstjórn að hefja framkvæmdir við ný- byggingn Amtsbókasafns „KLEFAFÉLAGAR“, sem svo kalla sig, þeir Gísli Jónsson, Sigurður Eggert Davíðsson og Jón Hjaltason, afhentu menningarfulltrúa Akur- eyrarbæjar, Ingólfi Ármannssyni, undirskriftir tæplega 600 Akur- eyringa þar sem skorað er á bæjarstjórn að hefjast þegar handa við nýbyggingu við Amtsbókasafnið, til hagsbóta fyrir margháttaða menntunar- og menningarstarfsemi í bænum. Klefafélagarnir deila saman klefa á Amtsbókasafninu þar sem þeir vinna að skrifum sín- um og rannsóknum. að verið væri að veita bæjarstjórn siðferðilegan stuðning í málinu og benda á hversu mikilvægt væri að hefjast handa í vor eða sumar við framkvæmdir. Fram kom í máli Gísla Jónssonar er hann afhenti menningarfulltrúa undirskriftirnar, að Amtsbókasafn- ið á Akureyri væri einhver elsta stofnun landsins, en það yrði 164 ára gamalt á þessu ári og væri þannig eldra en kaupstaðarréttindi bæjarins og bæjarstjórn. Gísli sagði að þegar bæjarstjórn vildi hafa mikið við kæmi safnið gjaman upp í hugann, en á 100 ára afmæli bæjarins hefði verið sam- þykkt að reisa þá byggingu sem nú hýsir safnið og Héraðsskjala- safnið. Þar væri nú orðið þröngt og erfitt um vik fyrir starfsfólk, þannig að brýnt væri að auka hús- týmið, svo sem samþykkt hefði ver- ið á 125 ára afmæli bæjarins. Gísli minnti á að nútíminn legði mikið upp úr rannsóknum og vísindum og hér í bænum væru tveir mennta- skólar, háskóli og sjúkrahús og mörgum sem hér vilja stunda rann- sóknir þætti það verulega úr leið ef þeir hefðu ekki aðgang að þeim heimildum sem er að finna á Amts- bóka- og Héraðsskjalasafninu, þó þessar stofnanir ættu ágæt söfn og rannsóknarstofur innan sinna veggja. Með undirskriftunum sagði Gísli ----------- Listviðburðir í Laxdalshúsi Listmunasýning, upplestur og tónleikar verða í Laxdalshúsi um páskana. Jón Laxdal Halldórsson opnar listmunasýningu í Laxdalshúsi kl. 16 föstudaginn langa, 29. mars næstkomandi, en hún stendur fram til 1. apríl og er opin frá kl. 14 til 18. Á laugardag, 30. mars, les Guðbrandur Siglaugsson úr verkum sínum í húsinu og á páskadags- kvöld kl. 21 verða þar tónleikar Norðanpilta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.